Morgunblaðið - 29.06.1986, Page 5

Morgunblaðið - 29.06.1986, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1986 _______ _________________________B 5 Myndin or tekln af líkanl af flugstöðlnni og sýnlr hvarnlg llstavarklð mun hanga uppi vlA gluggann. Ef val ar aA gðA má sjð líkan af mannl f róttum hlutföllum fyrlr neAan varkiA. Litið inn ávinnu- stofu Leifs Breiðfjörð glerlista- manns Fyrstu hugmyndirnar tengdust allar fluginu „Það var síðastliðið haust að ég var beðinn að gera listaverk fyrir nýju flugstöðvarbygginguna," sagði Leifur. „Ég byijaði á því að fara suður á Keflavíkurflugvöll og skoða aðstæður þar. Þama er hátt til lofts og vítt til veggja og gefur þessi víðátta ótal möguleika." Aðspurður sagðist Leifur ekki hafa haft ákveðnar hugmyndir um hvemig verkið ætti að líta út strax í upphafí, en fyrstu hugmyndimar tengdust þó allar fluginu eða flug- vélum. „Ég gerði fyrst skyssur á staðn- um, sem síðan þróuðust smám saman þegar heim var komið," sagði hann. „Ég hélt þessari skyssuvinnu áfram þangað til ég stöðvaði við endanlega mynd. A þessu tímabili komu upp ýmsar hugmyndir. Fljótlega kom þó í ljós að ég vildi gera einhvers konar flugdreka, sem gætu svifið fyrir framan þessa gríðarstóm glugga byggingarinnar sem snúa í suður og norður." - Hvemig lítur verkið þá út í endanlegri mynd? „Megin þema verksins er flugið, eins og hugmyndin var í upphafi. En í endanlegri mynd tengist það þó meira jörðinni og manninum. Verkið sýnir flugþrána, löngun mannsins til að fljúga. Mest áberandi er mannshöfuð sem horfa til himins. Þessi manns- höfuð, fuglar og fleira sem kemur fram í verkinu tákna einnig landið. Þetta gætu verið landvættimir. Þá má sjá mynd af manni, nokkum veginn í líkamsstærð, sem er að skoða fugl. Hann gæti verið að rannsaka það hvemig fuglinn getur flogið. í þessu sambandi mætti einnig leiða hugann að Ikamsi og flugi hans til sólar. Og svona mætti lengi telja. Eg er ekki viss um að maður eigi að túlka listaverk of mikið fyrir væntanlegum áhorfendum. Hver og einn túlkar þau á sinn hátt. Verkið er í tveimur misstóram hlutum. Sá stærri verður fyrir fram- an norðurgluggann en sá minni við suðurgluggann. Verkin eiga að hanga neðan úr loftinu og verða hallandi. Hér er því ekki um eigin- lega glugga að ræða, heldur sjálf- stæð listaverk, sem þó munu njóta birtunnar úr gluggunum á bak við. Þó svo listaverkið sé alveg sjálf- stætt hef ég lagt mikla áherslu á að það tengist arkitektúr flugstöðv- arinnar." 70 ferm. listaverk sem vegnr tæp tvö tonn Leifur sagðist nota tiltölulega fáa liti. Sterkustu litimir era gulur og rauður. Mest ber á ópalgleri, mis- munandi gulu og hvítu. Gular kúlur verða líka notaðar sem gera það að verkum að þegar birta skín á þær dreifa þær ljósinu á mjög skemmtilegan hátt og glitra. „Ég nota líka glært gler. Á daginn hleypir það birtu í gegn, en á kvöldin þegar rafbirtan er notuð virkar glæra glerið sem dökkur flötur. Þannig veldur dagsbirtan og rafbirtan mismunandi áhrifum á þessa svífandi ljósdreka. Ópalglerið hefur þá eiginleika að ekki þarf mikla lýsingu til þess að það njóti sín,“ sagði Leifur. Þetta er stærsta verk Leifs til þessa og era báðir hlutamir samtals um 70 fermetrar að stærð. Stærra verkið verður um eitt tonn að þyngd, en minna verkið mun vega um 800 kfló. - Hvar verður verkið unnið? „Það verður unnið erlendis, lík- lega í Þýskalandi. Síðan verður það sett saman hér heima í álramma sem smíðaðir verða hér á landi." - Fylgist þú sjálfur með vinnsl- unni erlendis? „Ekki allan tímann. En ég þarf að vera viðstaddur þegar glerið verður valið og til þess að koma verkinu af stað. Ég býst við að fara aftur út þegar glerskurði og blý- lagningu er lokið til þess að fullvissa mig um að allir litir séu réttir og gera nauðsynlegar breytingar ef þarf. Ég geri ráð fyrir að vinnan erlendis hefjist í ágúst." - Hvenær má búast við að lista- verkin verði sett upp? „Líklega verður það í janúar eða febrúar á næsta ári. Flugstöðin á að verða tilbúin í aprfl á næsta vori og mér sýnist allt ganga sam- kvæmt áætlun með byginguna. Þetta ætti því allt að geta staðist." Virðingarverður metnaður - Er það þér mikils virði að gera listaverk fyrir þennan stað? „Já, það skiptir miklu máli að gera listaverk fyrir stað sem þenn- an. Um flugstöðina fer í framtíðinni gífurlegur fjöldi fólks sem á eftir að sjá það. Mér finnst mjög virðingarverður sá metnaður sem byggingamefnd flugstöðvarinnar og Húsameistari ríkisins hafa haft í sambandi við þessa byggingu. íslensk listaverk verða í hávegum höfð, bæði innan húss og utan. Þetta verða sláandi sterk listaverk eins og til dæmis verk þeirra Rúrí og Magnúsar Páls- sonar. Stór hluti farþega sem fara um flugstöðina staldrar stutt við og tel ég nokkuð víst að þessi lista- verk vcki athygli þeirra og verða þeim eftirminnileg." - Hvemig hefur gengið að vinna verkin hingað til? „Það hefur verið ákaflega skemmtilegt að vinna við þetta. Þetta er spennandi verkeftii og ég fékk alveg ftjálsar hendur bæði hvað varðar hugmyndir og einnig staðsetningu í byggingunni. Allt hefur gengið eins og \ sögu og allar mínar hugmyndir hafa verið sam- þykktar af byggingamefnd. Þó þetta sé allt mjög spennandi held ég að spennan nái hámarki þegar verkin verða sett upp í febrú- ar. Það verður erfitt að hffa þau upp og mikið vandaverk. En verkin era sérstaklega stjrrkt með stáltein- um vegna þungans og eins vegna þess að þau eiga að halla og hanga uppi í mikilli hæð. Ég hef haft mikla og góða samvinnu við verkfræðinga Almennu verkftæðistofunnar vegna útreikninga á styrkleika og vegna uppsetningarinnar. “ * Oraunhæfur glerflugdreki „Eitt sinn gerði ég flugdreka fyrir Kjarvalsstaði og flugdrekinn hefur alltaf heillað mig. Glerflug- dreki er í rauninni algerlega óraun- hæfur. Þar blandast saman hug- myndin um eitthvað létt sem flýgur og gler og blý sem era mjög þung efni. Hér er því um sömu spumingu að ræða og vaknar þegar stórar flugvélar fljúga. Hvemig er þetta hægt?“ Lelfur vlrAlr fyrlr sór telknlngar af llstaverkunum, elns og þau munu Ifta út fullgerA. NeArl myndln verAur f suAurglugga flugstöAvarlnnar en efrl myndln f norAurglugganum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.