Morgunblaðið - 29.06.1986, Page 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986
Andlegar æfingar
Nonna
með nemendum í
Stella
Matutina
Nonni, séra Jón Sveinsson. Myndin er frá 1915,
sama leyti og bók hans fjallar um.
Flestir þekkja Nonna, séra Jón Sveinsson, sem
12 ára gamall hélt út í heim árið 1870 og varð
prestur í jesúítareglunni og þekktur maður fyrir
bækur sínar frá æskuárunum á íslandi,
Nonnabækurnar. Nú er komin út lítil bók eftir
séra Jón Sveinsson, „Andlegar æfingar mínar
með yngstu nemendunum í Stella Matutina
haustið 1916“, í íslenskri þýðingu Haraldar
Hannessonar. Hefur upplag bókarinnar verið
gefið Zontaklúbbi Akureyrar til styrktar Nonna-
húsi sem klúbburinn sér um og hefur þar opið
minjasafn um séra Jón Sveinsson. Geta gestir
þá fengið þar rit eftir Nonna. Bókin er þýdd úr
þýsku og hefur komið til tals að gefa hana líka
út á því máli og jafnvel ensku líka fyrir útlenda
gesti.
Bókin nefnist Nonni. í
formála skrifar þýðandi
m.a. um aðdraganda
hennar „Séra Jón dvaldist ekki
lengi í Exaten (í Hollandi). Hann
hvarf þaðan í byijun árs 1914 og
settist að í smábænum Feldkirch
í Vorarlberg í vesturhluta Austur-
ríkis, skammt frá landamærum
Sviss og Liechtenstein. Þar er
náttúrufegurð mikil og menning-
arbragur á öllum sviðum. Þama
undi séra Jón sér vel og tók til
óspilltra mála við ritstörf sín og
gerðist mikiivirkur. Varð hann
brátt eftirsóttur fyririesari og
æfingahald hans þótti bera af..
í Feldkirch ráku jesúítar mikla
og kunna menntastofnun sem
nefndist Stella Matutina. Þéssi
skóli var þekktur um alla Mið-
Evrópu og þangað hafa margir
fyrirmenn álfunnar sótt menntun
sína. Meðal þeirra eru menn á
borð við Kurt von Schussnigg,
síðar forseta Austurríkis. Mikil-
vægur þáttur kennslunnar var
hinar andlegu æfingar þar sem
áhersla var lögð á innhverfa íhug-
un og sjálfsaga, jafnframt því sem
nemendur vom örvaðir til guð-
rækni og þeim Ieiðbeint í trúariðk-
unum i anda Ignatiusar frá Loy-
ola, stofnanda reglunnar. Hér var
vettvangur séra Jóns Sveinssonar.
Hann agaði nemendur í þessum
anda og reyndist frábær og sam-
viskusamur fræðari, enda þraut-
þjálfaður eftir áratuga reynslu við
uppeldisstörf. En þrátt fyrir ann-
álaða hæfileika sína sem kennari
og sögumaður leyfði hann sér
aldrei að slaka á kröfum í sam-
skiptum sínum við áheyrendur,
hvort sem þeir vom óharðnaðir
unglingar eða fullþroska fólk.
Ekki verður sagt að mikið hafi
birst á prenti eftir séra Jón af
þessu tagi þótt margt hafi varð-
veist í handritum hans. Sætir það
nokkurri furðu um svo trúrækinn
og mætan kennimann. Aðeins er
vitað um tvær slíkar ritgerðir.
Onnur þeirra fjallar um starf hans
meðal særðra franskra hermanna
í Weingarten í Suður-Þýskalandi
sem birtist í „Mitteilungen aus
dem deutschen Provinz", einka-
blaði þýsku jesúítareglunnar,
1915. Hún birtist síðar í öðmm
tímaritum og á íslensku í styttri
þýðingu eftir Arsæl Ámason í
Eimreiðinni 1921. Hin er ritgerð
sú sem hér birtist og nefnist
„Andlegar æfíngar mínar með
yngstu nemendunum í Stella
Matutina haustið 1916“. Þessi
ritgerð birtist einnig í „Mitteilung-
en aus dem deutschen Provinz"
árið 1916 og síðar á sama ári
sérprentuð með nokkmm smá-
vægilegum breytingum. Þýðing
sú sem hér birtist er gerð eftir
þeirri útgáfu. Handrit ritgerðar-
innar er nú varðveitt í safni séra
Jóns og birtist ein blaðsíða úr
því hér (í bókinni), lesendum til
fróðleiks og gamans."
„Einhver kann að spyija hvaða
erindi ritgerð sem þessi eigi til
Islendinga á vomm dögum. Hún
greinir umfram allt frá uppeldis-
aðferðum og trúariðkunum jesú-
ítareglunnar sem enn em í fullu
gildi, en sýnir jafnframt vel hvem-
ig torskilin sálfræðileg vandamái
gátu orðið læsileg og auðskilin í
höndum séra Jóns Sveinssonar.
En hún hlýtur líka að vera for-
vitnileg öllum þeim sem kynnast
vilja honum sjálfum, manngerð
hans og skaphöfn."
Bókin er 50 blaðsíður að stærð
og prentuð af mikilli natni hjá St.
Franciskussystmm í Stykkis-
hólmi.
Skólakapellan, þar sem Nonni flutti erindi sin fyrir drengina i Stella Matutina haustið 1916.
Skærulið-
ar felldir
Nikósíu, AP.
NOKKRIR Mujahedeen Khalq-
skæruliðar féilu í átökum við ír-
anska hermenn i Gilan-héraði í
íran að því er íranska fréttastof-
an Irna sagði á fimmtudag.
Hinir vinstri sinnuðu skæmliðar
hafa hert baráttu sína eftir að leið-
togi þeirra, Massoud Rajavi, flutti
bækistöðvar sínar frá París til ír-
aks, og em þeir helsta andstöðuaflið
geng klerkastjóminni ííran. íranska
fréttastofan sagði að skæruliðamir
hefðu verið þjálfaðir í írak og komið
hefði til bardaga er felustaður
þeirra fannst í skógi skammt frá
lindimiriHim Tranp f
Umboðsmenn —
skemmtikraftar
Allir þeir sem hafa áhuga á að
koma á framfæri hugmyndum sín-
um á einum vinsælasta skemmti-
stað borgarinnar.
Vinsamlegast sendið upplýsingar og helst myndir.
Allt kemur til greina, dans, hljóðfæraleikur, söng-
ur, glens, grín og alvara. Allir fá tækifæri til að
koma sínu á framfæri.
Sendist augld. Morgunblaðsins merkt: „Show
Business" fyrir 15. júlí.
Njálssaga frumsýnd í Rauðhólum klukkan 16 í dag:
„Staðurinn er eins
og skapaður
fyrir leiksýningu“
— segir Helga Bachman, leikstjóri
„VIÐ vorum búin að leita fyrir okkur víða um stað. Að sjálfsögðu
var hugmyndin í fyrstu sú, að leika á Þingvöllum, í því eina og sanna
umhverfi sem hæfir leikriti um Njálssögu. Við höfðum augastað á
Hvannagjá, en fengum því miður ekki leyfi þjóðgarðsnefndar. Þá
ætluðum við í Kaldársel, en sá staður var ekki nógu góður. Þá datt
okkur í hug að athuga Rauðhólana, og viti menn, þarna var staður-
inn, eins og skapaður fyrir okkur,“ sagði Helga Bachman, leikari,
er Morgunblaðið ræddi við hana í tilefni af því að í dag, sunnudag
klukkan 16, er frumsýnd í Rauðhólum leikrit byggða á Njálssögu.
Þau Helga og eiginmaður hennar,
Helgi Skúlason leikari, hafa samið
handrit og leikstýra sýningunni, en
leikritið er byggt á leikritinu „Mörð-
ur Valgarðsson" eftir Jóhann Sigur-
jónsson, og við er bætt beinum atrið-
um úr Njálssögu.
„Við byijum leikritið þegar Gunn-
ar hefur verið veginn og höldum þá
sögunni áfram, með vígi Höskuldar
Hvítanesgoða, og endum á Njáls-
brennu. Við stiklum á aðalatriðunum
í samfelldri sýningu.
Leikritið tekur um 70 mínútur í
flutningi og er sýnt undir beru lofti
með rauðar hjíðar Rauðahólanna í
baksýn," segir Helga.
Ungir leikarar taka þátt í leiksýn-
ingunni. Erlingur Gíslason leikur
Njál, Ásdís Skúladóttir leikur Berg-
þóru, Valdimar Flygenring Skarp-
héðinn, Þröstur Leo Gunnarsson
Grím, Skúli Gautason Kára, Rúrik
Haraldsson leikur Valgarð gráa, og
einnig Flosa, föðurbróður Hildigunn-
ar, Aðalsteinn Bergdal Mörð, Guð-
rún Þórðardóttir Þórkötlu, konu
Marðar, Jakob Þór Einarsson Hös-
kuld Hvítanesgoða, Biyndís Petra
Bragadóttir Hildigunni, konu Hös-
kuldar, Eiríkur Guðnason leikur þræl
og Helga Vala Helgadóttir leikur
ambátt.
„Það eru mjög ungir leikarar í
þessum hópi. Við höfum lagt nokkra
áherslu á að fá ungt fólk í sum
hlutverkin, t.d. í hlutverk sona Njáls,
til þess að ofsi hetjanna verði skýrari
fyrir nútímafólki. I raun er það stór-
kostlega gaman að fylgjast með
þessum ungu leikurum, þetta er
mjög dugandi fólk og hefur sýnt það
bæði á meðan það var í skólanum
og síðar," sagði Helga Bachman.
Að auki má nefna að fjöldi ann-
arra koma nálægt sýningunni og ber
þar fyrstan að nefna Leif Þórarins-
son, tónskáld, sem samdi tónlist við
verkið, og verður hún flutt af nær-
liggjandi hól.
Leikritið verður sýnt síðdegis á
laugardögum og sunnudögum og á
fimmtudagskvöldum. Miðar eru
seldir í Rauðhólum, ef ekki er upp-
selt, en annars eru miðar seldir í
ferðaskrifstofunni Farandi.
„Ég er trúlega
skapmeiri“
„Mér fínnst þetta ákaflega
spennandi tilraun og veit að þetta
er mjög góð skemmtun fyrir áhorf-
endur,“ sagði Jakob Þór Einarsson,
sem leikur Höskuld Hvítanesgoða.
„Eftir þessu verki að dæma, þá
er Höskuldur ákaflega heilsteyptur
og sannur maður. Hann leitar sátta,
trúir ekki neinu illu, er gjörsamlega
hrekklaus. Hann er t.d. algjör
andstæða Skarphéðins og Marðar.
Ég held að ég sé ekki líkur þessum
manni, ég er trúlega skapmeiri."
„Hin sterka kona“
„Ætli ég þekki ekki Njálu á sama
hátt og flestir aðrir Islendingar.
Að undanfömu hef ég fylgst sér-
staklega með stórkostlegum lestri
Einars Ólafs Sveinssonar í útvarp-
inu og endumýjað þannig þekkingu
mína,“ sagði Ásdís Skúladóttir, en
hún leikur Bergþóm, konu Njáls.
„Sem stelpa í skóla tók ég sér-
staklega vel eftir þessum fáu en
eftirminnilegu kvenpersónum í ís-
lendingasögunum. Mér finnst Berg-
þóra sérstaklega merkileg, hún er
hin sterka kona, kvenréttindakona
þessa tíma, ef miðað er við aðstæð-
ur. Hún stendur við hlið manns síns
í blíðu og stríðu.
Það er óskaplega gaman að leika
Bergþóru. Ég veit þó að þegar
Bergþóra birtist ljóslifandi á sviðinu
fyrir framan áhorfendur, þá er ekki
víst að allir verði á eitt sáttir við
mína Bergþóru, hver og einn hefur
sína skoðun á persónum Njáls-
sögu."
„Leiksviðið
stórkostleg1“
„Ég veit aðeins til þess að leikrit
hafi einu sinni verið sýnt undir bera
lofti, en það var á Hólahátíð fyrir
nokkram áram. Það var leikritið Jón
Arason, sem Gunnar Eyjólfsson
leikstýrði. Það tókst gífurlega vel
enda var veðrið gott. Á sviðinu,
uppi í hlíðinni, komu ríðandi menn
svo sýningin var nokkuð tilkomu-
mikil," sagði Erlingur Gíslason, en
hann leikur Njál, bónda.
„Þetta leikrit vekur án efa áhuga
fólks. Hafí einhver ekki lesið Njálu
og þekki ekki söguþráðinn, þá skilur
hann þetta stórkostlega verk til
fullnustu eftir að hafa horft á leik-
ritið. Hugmyndasagan á að liggja
skýr fyrir, þessi blendingur krist-
innar og heiðinnar hugmyndafræði
í Njálssögu.
Svo er leiksviðið stórkostlegt.
Héma fljúga fuglar yfir. Fugla-
söngur ómar, það vantar bara
hrafninn, fugl Óðins. Þyrlur og
flugvélar koma kannski í þeirra
stað.“
Leikhópurinn í Rauðhólum. Á innfelldu myndinni eru Helga
Bachmann og Helgi Skúlason.