Morgunblaðið - 29.06.1986, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.06.1986, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986 B 11 Benny vmr mmmöur hmlðurm- doktormnmfnbót I mfðmmtm múnuðl, og vmrþomml mynd tokln vlð þmð tmklfmrl. minnsta kosti fimmtán sinnum oftar en við hinir í hljómsveitinni." Fékk fyrstu klarinettuna þegar hann tíu ára Benny, sem var sonur fátæks klæðskera, ólst upp við þröngan kost í Chicago ásamt ellefu systkin- um. Hann var tíu ára þegar hann fékk sína fyrstu klarinettu. Aðeins tveimur árum síðar var hann verð- launaður fyrir klarinettuleik sinn. Benny var 16 ára þegar hann gekk til liðs við hljómsveit Pollacks, en meðal þeirra sem skipuðu hana var Glenn Miller. Benny lék með hljóm- sveitinni fjögur ár, en sagði skilið við hana eftir að ósætti kom upp milli hans og Pollacks. Næstu árin sá Benny fyrir sér með að leika í útvarpi og inn á hljómplötur, en árið 1934 stofnaði hann eigin hljómsveit að tilstuðlan jazzleikarans Johns Hammond, sem gert hafði hljóm- plötusamning við breskt útgáfufyr- irtæki. Þetta var upphafið að frægðarferli Bennys, enda þótt lán- ið hafi ekki leikið við hann strax. Benny hafði ákveðnar hugmyndir um hvers konar hljóðfæraleikarar hentuðu best hljómsveit hans. Mik- ilvægast var að hljómsveitin væri skipuð mönnum, sem væru vel að sér í músík og næðu vel saman. Auk þess þyrftu þeir allir að vera færir um að leika einleik með hljóm- sveitinni. Meðal þeirra sem Benny valdi í hljómsveitina voru þrír, sem áttu eftir að leika með hljómsveit- inni fyrstu frægðarárin: básúnuleik- arinn Red Ballard og saxófónleikar- arnir Arthur Rollini og Hymie Schertzer. Ekki gekk þeim félögum vel í fyrstu að koma sér áfram, og munaði minnstu að þeir yrðu að slíta samstarfinu. Þó tókst þeim að gera hálfs árs samning um að spiia í útvarpsþætti, sem bar heitið Let’s Dance. Léku þeir oft lög, sem hljóm- sveitarstjórinn Fletcher Henderson hafði útsett. Þau áttu eftir að ná miklum vinsældum þegar hljóm- sveitin sló fyrst í gegn. Er engum vafa undirorpið að Henderson, sem hafði leyst upp hljómsveit sína stuttu áður, hafði mjög mikil áhrif á Benny. Tók Benny t.a.m. upp útsetningar Hendersons á lögum eins og King Porter Stomp og Big John Special, sem reyndust mjög vinsæl. Fyrir atbeina Bennys útsetti Henderson fleiri lög fyrir hljóm- sveitina, og mátti þar greina þá . „sveiflu" sem Goodman varð þekkt- ur fyrir. Eftir Benny eru höfð þau ummæli að hljómsveit hans hefði aldrei orðið eins góð án aðstoðar Hendersons. En þrátt fyrir þetta virtist ekkert ganga hljómsveitinni í hag um sumarið 1935 — eða þangað til 21. ágúst þegar Benny steig sin fyrstu frægðarspor. Aðeins stuttu áður hafði Benny tekið upp nokkur lög með trommu- Bonnygmt lolklðjðfnum hðnd- umjmzz og míglldm tónllmt. Hir orhmnn á mfíngu moð Sln- fóníuhljómmvoltlnnl f Bomton. leikaranum Gene Kruppa og píanó- leikaranum Teddy Wilson. Benny þótti svo vel til takast að hann ákvað að tríóíð léki einnig á hljóm- leikum stórhljómsveitar hans. Auk þess bauð hann Teddy Wilson að taka sæti í stórhljómsveit sinni. Fékk hvita og svarta til að leika saman Þetta varð fordæmi í tvennum skilningi. Nú tóku aðrir hljóm- sveitastjórar að sigla í kjölfarið og stofna tríó eða kvartetta, sem skip- aðir voru mönnum úr stórhljóm- sveitinni og komu fram með henni á hljómleikum. í annan stað mark- aði þessi ráðstöfun Bennys tíma- mót, því að ekki hafði áður tíðkast að svartir óg hvítir lékju í sömu hljómsveit. Ekki leið heldur á löngu þangað til Benny breytti tríói sínu í kvartett þar sem víbrafónleikarinn Lionel Hampton þekktist boð hans og gekk til liðs við hann. Þar með var hljómsveitin skipuð jafnmörg- um hvítum og svörtum tónlistar- mönnum. Lionel Hampton sagði þegar hann frétti um andlát Bennys að þetta hefði verið eitt hið mikil- vægasta sem hann hefði gert á ferli sínum. „Á þessum tíma léku svartir ekki með hvítum, og með því að taka okkur Teddy Wilson inn í hljómsveitina gerði hann öðrum greiða um leið,“ sagði Lionel. Eftir kvöldið í Palomar stóð Benny með pálmann í höndunum. Næstu fjögur ár ógnaði enginn veldi meistarans og hljómsveit hans. Sveifluæðið hafði hafíð innreið sína. Þegar Benny var enn á hátindi frægðar sinnar um sumarið 1940 ákvað hann að gangast undir upp- skurð, og gat af þeim sökum ekkert komið fram á hljómleikum um þriggja mánaða skeið. Leysti hann því upp hljómsveit sína. Nokkrum mánuðum síðar stofn- aði Benny svo nýja hljómsveit. Gengu í hana m.a. trompetleikarinn Cootie Williams, sem hafði leikið mikið með Duke Ellington, og píanóleikarinn Mel Powell, sem aðeins var 18 ára að aldri. Að margra dómi var þetta besta hljóm- sveitin, sem Benny stofnaði, enda þótt hún hafi ekki vakið eins mikla athygli í Ijölmiðlum og hin fyrri. Lék líka sígilda tónlist Benny hélt áfram með stórhljóm- sveitir sínar á sjötta áratugnum, og reyndi um tíma að sníða tónlist sína að þeirri tískubylgju, sem þá gekk yfír og kölluð var „be-bop“. Hann hætti því þó fljótlega, enda var mál manna að sú tilraun hefði aldrei tekist sem skyldi. Það var á fimmta áratugnum, sem Benny lét meira til sín taka á sviði sígildrar tónlistar. Hann hafði alla tið haft mikinn áhuga á sígiidri tónlist, og varð hann því við beiðni vinar síns, Fletchers Henderson, um að leika með Mósart-kvartett hans. Síðar lék Benny með fjölmörgum sinfóníuhljómsveitum. Hann hafði því nokkra sérstöðu meðal jazzleik- ara, þar sem hann var einn fárra, sem gat jöfnum höndum leikið jazz og klassíska tónlist. Hann hafði líka gaman af að spila sígilda tónlist með dóttur sinni Rachel, sem þykir góður píanóleikari. Eru til nokkrar upptökur af leik þeirra saman á heimili hans í Connecticut, en þar var fullkominn æfinga-og upptöku- salur. Á síðustu þremur áratugum stofnaði Benny margar sveitir og spilaði víðs vegar um heim. Vakti t.d. hljómleikaferð hans til Sovét- ríkjanna mikla athygli, en þar var honum geysilega vel tekið. Á þess- um árum lagði hann áherslu á lög, sem nutu vinsælda á sveiflutímabil- inu. Til dæmis fengu íslenskir áheyrendur að heyra mörg þeirra þegar Benny kom hingað. Er mörg- um minnisstætt þegar lítil stúlka kom upp á sviðið á hljómleikunum hér og rétti Benny miða frá konu einni úr salnum. Skyndilega færðist bros jrfir andlit gömlu kempunnar og hann las: „Benny, ég hef beðið eftir að sjá þig í 20 ár, og ég dey hreinlega, ef þú spilar ekki Lady Be Good.“ Konan fékk ósk sína uppfyllta, og tónleikamir héldu áfram. Sem fyrr sveif andi sveifl- unnar yfir vötnum. - VI (Einkum reist á The New York Times.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.