Morgunblaðið - 29.06.1986, Qupperneq 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986
Tvíæringurinn
í Fenevjum
Myndiist
Bragi Ásgeirsson
Biennalinn í Feneyjum eða Tví-
æringurinn, svo sem menn vilja
útleggja nafnið, verður opnaður í
dag, 29. júní, og verður opinn
almenningi til 28. september.
Islendingar taka nú í annað sinn
þátt í þessari miklu alþjóðlegu
myndlistarveislu í eigin sýningar-
skála, en þar áður var þátttaka
þeirra stopul og einkenndist að auk
af litlum undirbúningi. Fara ekki
miklar sögur af þátttöku þeirra,
enda munu deildir okkar iðulega
hafa horfið í þessum alþjóðlega
frumskógi myndlistarverka. Ég vil
endurtaka það hér, sem ég sagði í
grein í tilefni síðustu sýningar, sem
ég heimsótti: „Við höfum verið hér
hálfutangátta, og það hefur ekki
verið nægilega vel staðið að þátt-
töku okkar. Það er nefnilega mikill
misskilningur, að nóg sé að mæta
á staðinn og setjast svo niður og
bíða eftir athyglinni. Nei, það þarf
mikið umstang og útsjónarsemi í
kringum hveija sýningu fyrir sig,
eigi hún að vekja athygli. Mestur
Fulltrúi íslands á Tvíæringnum f Feneyjum 1986 er
Guðmundur Guðmundsson, Erró.
krafturinn hefur væntanlega farið
í það hér heima á skerinu að ákveða,
hveijir ættu að hljóta heiðurinn af
þátttöku!"
Ég hef fylgst með því, hvemig
einstakir þátttakendur þjóða eru
auglýstir heima fyrir í listtímaritum
og á menningarsíðum dagblaða -
ferill þeirra rakinn og list þeirra
kynnt í mynd og máli. Öllum er
annt um að standa hér vel að mál-
um, enda mikill heiður hveijum
listamanni að vera hér hinn útvaldi.
Hér heima skortir tilfinnanlega
kynningu á þátttakendum okkar, á
sama hátt innanlands - jafnvel þótt
þeir séu vel þekktir fyrir, - það
þarf að telja upp helstu afrek þeirra
síðustu árin og skilgreina ástæðuna
fyrir valinu og hafa viðtöl við þá.
Þetta er í raun einungis sjálfsögð
þjónusta fjölmiðla við almenning.
En fjölmiðlar láta sér það í flestum
tilvikum alfarið nægja að birta
fréttaklausu um valið og getur það
ekki fátæklegra verið, því að hér
er um að ræða einn mesta heiður
sem íslenzkum myndlistarmanni
getur hlotnast innanlands.
Hér skal þess og getið, að lokuð
opnun er á Biennalinn fyrir blaða-
menn og listgagniýnendur í heila
ALHEIMSVERK
Eftir Gunnar B. Kvaran
Árið 1962 sagði Erró skilið
við expressionískt myndmál.
Hann gerist fráhverfur beinni
tjáningu, hættir að finna upp
eða búa til ný form, en snýr
sér þess í stað vísvitandi að
lifandi og fjölbreytilegum
myndheimi fjölmiðlanna, sem
hann teiknar upp og hrúgar í
andstæðum á myndflötinn. En
listamaðurinn hafði kynnst
þessari óbeinu meðferð á
myndinni í samklippum allt
frá árinu 1958. Þær höfðu
örvað smekk hans fyrir hinum
ófyrirsjáanlegu stefnumótum
á fletinum, fyrir
brotabrotunum og
samhrúgunni. Margar
samklippur koma nú til
sögunnar sem marka ákveðin
tímamót á formskriftarferli
listamannsins. Þeim er varpað
á léreftið með myndvörpu. A
þann hátt verður seinna til ein
stór samklippa,
frumhugmyndin að málverki.
Aðferðinni, sem Erró notar
allt frá 1962, getum við
kannski lýst í grófum dráttum
á eftirfarandi hátt:
Fyrsta stig: fjölmiðlamyndir/
eftirprentun af raunveruleikanum.
Annað stig: samklippa/listrænt
samsafn, listræn samsetning.
Þriðja stig: varpmynd/umbreyt-
ing vegna stækkunar.
Fjórða stig: málverk/áritun lista-
mannsins.
Við sjáum af þessu að listamað-
urinn hefur þurft að inna af hendi
þrjá verkþætti áður en kom að hinu
endanlega verki. Fyrst að taka
formeind úr gefinni heild og koma
henni fyrir sem hluta af nýrri heild
sem jafnframt rýfur (samklippa).
Úrvinnsla og meðferð þessarar nýju
heildar verður síðan málverkið
sjálft. Þessi vinna listamannsins
minnir nokkuð á handiðnaðarmann,
og truflar þar af leiðandi hug-
myndina um sköpun. I rauninni er
ekki Iengur um neitt að ræða nema
velja, raða saman og endurgera
eitthvað sem þegar hefur verið
skapað. Enda fær nútímalistamað-
urinn „oft þá meinloku að búið sé
að segja allt, sem hann hafí „allar
bækur lesið" og það sé ekki um
annað að ræða fyrir hann en endur-
taka, og þá helst með háði eða
dáraskap. Hann endurframleiðir,
tekur ívitnanir og límir. Uppfinning
hans er sú ein að taka upp gefin
form, sameina þau eða samræma á
nýjan hátt.“ (Groupen).
Þegar Erró hefiir safnað saman
öllum nauðsynlegum heimildum til
myndgerðar þá er aðeins eftir að
raða þeim saman á myndfletinum
þannig að þær myndi eina sam-
virkandi heild. Það er því augijóst
að tilviljunin kemur hér ekki á
nokkum hátt inn í listsköpunina.
Listamaðurinn vandar vel skipu-
lagningu og uppröðun mynda í rým-
inu og fylgir í flestum tilfellum
hefðbundnum reglum og lögmálum
um samræmi og jafnvægi. Til að
svara þessari hefðbundnu þörf (um
samræmi og jafnvægi) hefur Erró
gert fjölmargar tilraunir með ólíkar
tegundir myndbyggingar, og byggj-
ast sumar jafnvel á reglum og
lögmálum frá endurreisnartíman-
um. Þannig getum við séð hlið við
hlið verk þar sem formin ýmist
fljóta inni í mismunandi björtu
andrúmslofti eða hlutum virðist
einfaldlega hafa verið stráð yfír
myndflötinn að hætti „over-all“, og
síðan verk sem byggjast á hefð-
bundinni þriggja grunna dýpt þar
sem myndbyggingin er annaðhvort
studd homalínu eða skipt í tvo hluta
— V» á móti 2/s — og minnir okkur
á hið klassíska niðurlenska mál-
verk.
Tilraunir með áður þekkta mynd-
byggingu og stíltegundir, líkt og
endumotkunin á áður þekktum og
óþekktum hlutum, ættu að gera
verk listamannsins fullkomlega
læsileg. En hér er auðvitað um að
ræða lestrarblekkingu. Sérhver
aðferð er í raun skmmskæld og
snúið frá sinni upprunalegu merk-
ingu til þess að hún öðlist nýtt frá-
sagnargildi. Það byggist fýrst og
fremst á samþjöppun margræðra
eininga, en varðveitir jafnframt
form-sérkenni og hina uppmnalegu
formskrift, sem beygir sig ógjaman
undir utanaðkomandi flokkun eða
undirflokkun, samanber stærðar-
hlutföll, gildi o.s.frv. í raun getum
við sagt að listamaðurinn umtumi
myndmálinu innan frá.
Það var t.d. þannig sem Erró
tileinkaði sér hið þekkta og sér-
kennilega myndmál teiknimynd-
anna, til að miðla heimssýn sinni.
En listamaðurinn hefur ekki látið
sér nægja að sækja í forðabúr
„níundu ,listarinnar“ gömul eða ný
myndfræðileg tákn, né látið sér
nægja hið einfaldaða útlit, hina lit-
uðu fleti, sem sniðnir em niður og
lesnir hver á eftir öðmm. Hann
hefur einnig tileinkað sér ákveðin
atriði, sem aðeins er að finna í
dvergrými teiknimyndanna og þá
sér í lagi „fantaisie-fiction", nefni-
lega lífskraftinn og nánast fjar-
stæðukennda atburði. Teikni-
myndahetjur lifa aðeins og ávallt á
fullum krafti, af öllu afli. Þær era
stöðugt flæktar í hraða og síendur-
tekna atburði. Engin hvfld á þeim
bæ. Þannig em persónumar í mál-
verkum Errós hlaðnar gríðarlegri
spennu og virðast undir miklu álagi,
vegna þess að þær em neyddar til
að lifa og athafna sig í of smáu og
þröngu rými. í raun má segja að
þær skorti olnbogarúm.
í teiknimyndunum er lifað hættu-
legu eða öllu heldur ævintýralegu
lífi. Þar birtast furðulegir einstakl-
ingar (Superman, Stjáni blái...)
sem lenda í ótrúlegustu atburðum
og drýgja ofurmannlegar dáðir.
Fljúgandi vélar og menn þjóta þvers
og kmss í gegniirn rýmið, án þess
að það veki hina minnstu undran.
Þetta gmndvallarlögmál teikni-
myndanna, sem menn beita þó
aðeins stöku sinnum, færir Erró sér
í nyt, útvíkkar það, magnar og
skmmskælir. Erró ákveður að leysa
bæði líkama og hluti undan þyngd-
arlögmálinu, svo afdráttarlaust að
við fáum ekki aðeins að sjá íjöldann
allan af persónum svífa um rýmið
(stjómmálamenn, listamenn og
aðra) heldur einnig skjaldbökur,