Morgunblaðið - 29.06.1986, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1986 Bg 15
Kristján Daviðsson sýndi fyrstur íslendinga
i sýningarskála íslands í Feneyjum 1984.
þijá daga 25.-27. júní, svo að eitt-
hvað hlýtur að standa til. Geri ég
ráð fyrir að menn séu mættir frá
öllum heimsálfunum fimm og að
nokkur þröng sé á þingi, því að
ella þætti trauðlega ástæða til að
hafa tímann svona rúman. - Aðal-
stef sýningarinnar að þessu sinni
er skyldleiki lista og vísinda, en þó
án þess að verið sé að ýta fræði-
kenningum að listamönnum -
myndlistin er hér tekin til meðferðar
og umfjöllunar í ljósi vísinda og
hátækni nútímans. Þannig munu
og trúlega flestar þjóðir sem fyrr
senda það á staðinn, sem þeim sjálf-
um dettur helst í hug og þykir nú-
tímalegt.
Með skírskotun til aðalstefsins
hefur verið sett upp sérstök sýning,
sem ber nafnið „Listir og vísindi"
(The „Art & Science“ Exhibition),
sem er skipt í sjö þætti: 1) „Heim-
urinn“, og er þar tekin til með-
ferðar afstaða mannsins til heims-
ins frá 15. öld og til vorra daga.
2) „Liturinn", hér er greint frá
notkun lita og fræðikenningum
varðandi liti allt frá 17. öld fram
til okkar tíma.
3) „Tækni og upplýsingamiðlun“,
sem greinir frá tæknilegum tilraun-
um á sviði lista, notkun tölva,
myndbanda o.fl. 4) „Listir og líf-
fræði“, sem tekur fýrir skyldleika
líffræðilegra forma við abstrakt og
„informal“ tákn. 5) „Listir og
guUgerð", sem tekur á sögulegan
hátt fyrir tímabil gullgerðarmanna
og áhrif þess á myndlist og jafn-
framt áhrif hindurvitna og dul-
rænna afla á nútímalist. 6) „Undra-
herbergið", þar sem fram koma
ýmsar furður og einkennilegir hlutir
er tilheyra listum og vísindum.
Ásamt því að sett hefur verið upp
eftirlíking af slíku herbergi (Wund-
erkammer) frá 17. öld. 7) „Vísindi
fyrir listir", sú deild er sett upp af
umhverfís- og menningarmálaráðu-
neytinu og á að gefa hugmynd um
hlutverk vísinda og tækni í þjónustu
menningar og lista svo og mann-
kynsins í heild.
Þá skal getið opnu sýningarinnar
„The Aperto ’86“ Exhibition. Ell-
efu listgagmýnendur frá ýmsum
löndum hafa valið 48 unga mynd-
listarmenn til að taka þátt í þeirri
sýningu. Þrenn verðlaun eru veitt
í tilefni Biennalsins og ber hæst
alþjóðlegu verðlaunin („Premio int-
emazionale la biennale di Venzia"),
sem sá listamaður hlýtur, sem þykir
skara fram úr að mati sérstakrar
tilkvaddrar dómnefndar. Þá koma
hin svonefndu þjóðarverðlaun,
(„Premio dei paesi“), sem sú þjóð
híýtur, sem þykir eiga markverð-
asta framlagið, og svo loks verð-
laun, sem kennd em við töluna
2000 („Premio duemila"), sem
snjallasta unga listamanninum
hlotnast (ekki eldri en 40 ára).
„Gullna ljónið", æðsta viðurkenn-
ing Biennalsins, fylgir tvennum
fyrstu verðlaununum.
Að þessu sinni taka 42 þjóðir þátt
í Biennalinum frá öllum heimsálfun-
um fimm, auk þess sem austan-
tjaldsþjóðimar taka ekki síður þátt
í fyrirtækinu en þær vestrænu.
Gefst þannig ágætur samanburður
á listinni í austri og vestri svo og
innbyrðis á milli þjóða. Miklu fleiri
þjóðir myndu vilja taka þátt í Tvíær-
ingnum í Feneyjum, en rýmið er
af skomum skammti og barist um
hvem blett þess rýmis sem losnar.
Um árin hefíir framkvæmdin
staðið undir mikilli gagnrýni, enda
hefur risið á sýningunni oft verið
lágt og þá einkum á þeirri síðustu,
sem fékk óspart að fínna fyrir dóm-
hörku listrýnenda.
Það var einkum aðaldeildin, sem
menn vom óánægðir með, ásamt
einhliða túlkun nútímalistar. Þá
þótti ameríska deildin, sem oft
hefur verið ein hin athyglisverðasta,
með eindæmum slöpp. En hvað sem
allri listrýni líður, þá sér skoðandinn
jafnan sitthvað athyglisvert sem
kemur honum á óvart á þessarí
stóm sýningu. Sjálfur hef ég séð
fjóra Tvíæringa í Feneyjum og þótt
heildarsvipurinn hafi stundum verið
slappur, þótti mér jafnan afar fróð-
legt og lærdómsríkt að skoða þá
og setja mig inn í hugsunargang
ólíkra þjóða. Þá er það ekkert nýtt
né óvenjulegt að heildarsvipur al-
þjóðlegra sýninga með líku sniði sé
slappur því að útilokað er að vera
alltaf með topphluti á tveggja ára
fresti.
Þá ber og áð vekja athygli á, að
jafnan em á þessum tíma í gangi
stórar sýningar í beinum og óbein-
um tengslum við Biennalinn og
mjög oft í háum gæðaflokki, - og
svo er óviðjafnanlegt safn Peggy
Guggenheim á nýlist aldarinnar
þama, sem engan svíkur. Áhuga-
samir skyldu ekki ætla sér minna
en vikutíma til heimsóknar og skoð-
unar myndlistar í Feneyjum.
Á síðasta Tvíæringi var það
Kristján Davíðsson, sem var fíill-
trúi okkar, og tóku myndir hans
sig mjög vel út í skála íslands, sem
þá hlaut vígslu sína. Að þessu sinni
hefur Guðmundur Erró verið val-
inn fulltrúi okkar og vissulega falla
myndir hans vel inn í aðalstef sýn-
ingarinnar í ár.
- Ljóst má vera, að þátttaka
okkar í þessarí miklu alþjóðlegu
sýningu markar um margt tímamót
í samskiptum íslenzkra myndlistar-
manna við umheiminn. Við þurfum
hiklaust að stefna að því að vera
með á sem flestum alþjóðlegum
sýningum í heiminum, því að íslenzk
myndlist er þar vel frambærileg og
okkur er hollt að bera myndlist
okkar saman við hið besta, sem
gert er annars staðar. Ávinningur-
inn ér hér gríðarlegur, því að gífur-
legur fyöldi fólks skoðar þessar
stóru alþjóðlegu sýningar og gerir
sér raunar sérstaka ferð á þær
hvaðanæva úr heiminum.
Erró
skammbyssur, svín og ryksugur.
En með því að nýta sér reglur og
möguleika teiknimyndanna tekst
listamanninum að skapa sér sitt
eigið myndmál. Vegna þess hve
teiknimyndir eru auðveldar aflestr-
ar eru þær eins og hver annar
myndrænn möguleiki, aðeins hag-
kvæm undirstaða undir nýja tegund
frásagnar.
Frumleiki listamannsins liggur
einmitt fyrst og fremst í þessu
stöðuga samblandi ólíkra mynd-
mála, hann víxlar þeim sífellt,
breytir eða skrumskælir, þannig að
niðurstaðan verður einfalt mynd-
kerfí.
En listamaðurinn umbreytir
þessum myndmálum og formskrift-
um einnig á annan hátt. Hann lætur
þau sæta ámóta meðferð, þ.e. hann
skerpir lit og jaðardrætti. Þetta
minnir okkur einnig á það að lista-
maðurinn skapar ekki beint eftir
eigin veruleika, heldur út frá raun-
veruleik myndanna. En þessi sam-
stilling sýnir ekki aðeins að lista-
maðurinn byggir á og vinnur eftir
myndum, heldur er hún einnig
gagniýni á fjölmiðlamyndina. Með
því að einfalda og skerpa lit- og
formeinkenni fyrirmyndanna og
undirstrika ákveðna galla í eftir-
prentunum, gerir Erró ekki annað
en líkja eftir einföldunarmætti og
ávanasýn íjölmiðlamálsins. Þegar
öllu er á botninn hvolft málar hann
myndefni ijölmiðlanna frá sjónar-
horni Qölmiðlanna sjálfra.
í myndverkum sínum brýtur Erró
upp þá einingu tíma og staðar sem
við eigum að venjast í myndlist.
Myndir listamannsins bijóta af sér
öll takmörk tíma og rúms og rugla
auk þess náttúrulega skynsemi
okkar. Ef segja má að Einstein
hafi tekist að setja saman yfír-
gripsmikið kerfi, þar sem tengd eru
saman af miklu samræmi: rýmið,
tíminn, orkan, aflið, massinn, lög-
mál rafmagnsins, hitans, segul-
magnsins, þyngdarafl himintungl-
anna, miðflóttaaflið, hreyfíng reiki-
stjamanna og auk þess eðh ljóssins,
þá hefur Erró tekist í verkum sínum
að tileinka sér þennan jafnvægis-
heim í öllum sínum margbreytileik.
Málverk listamannsins em í raun
skynsamleg samsetning á ýmsum
brotum úr veraldarsögunni, þar sem
sérhver eind í myndum Errós er
ekki einangrað fyrirbrigði heldur
viðheldur mismunandi og breytileg-
um tengslum við myndrænar
granneindir sínar og stuðlar þannig
að myndun ákveðinnar merkingar.
Þegar sérhvert tákn snertir annað
tekur það lit og öðlast nýtt inntak,
jafnframt því sem það hefur áhrif
á viðkomandi tákn. Þetta leiðir af
sér aukið táknrænt gildi verksins.
En þó þessi listaverk búi yfír
margvíslegri og margbreytilegri
merkingu má alls ekki skilja það
svo að þau skorti frummerkingu.
Formeindunum eða hlutunum sem
visað er til hefur ekki verið komið
fyrir á tilviljunarkenndan hátt eða
þeim hent á léreftið í óreiðu, sem
leyfír alls kyns túlkunarmöguleika.
Þvert á móti hafa tengsl þeirra
verið ákvörðuð samkvæmt ná-
kvæmum reglum og rökréttri hugs-
un, þar sem þekking áhorfandans
elur af sér ákveðna merkingu, „sem
í samræmi við anda alheimsins...
nær yfír lýmið og tímann í heild
sinni, alla möguleika tíma og mögu-
leg iými.“ (U.Eco). Þessir fjöl-
breyttu túlkunarmöguleikar virðast
umfram allt koma fram í þeim
verkum listamannsins þar sem hann
notar ekki Qarvídd og þar sem ftg-
úrumar fljóta inni í rýminu, að
því er virðist á tilviljunarkenndan
hátt. Það getur auðveldlega lætt inn
þeirri ranghugmynd hjá áhorfend-
um, að þessar myndir byggist fyrst
og fremst á ringulreið. Og þar sem
listamaðurinn flokkar hvorki efni
myndarinnar eftir mikilvægi né
undirstrikar ákveðna hluti eða
form, hvað þá að hann gefí ein-
hveija lestrarstefnu, þá hikar áhorf-
andinn eðlilega hálfáttavilltur and-
spænis svo miklu frelsi. Hvar á
augað að bera niður á myndfletin-
um? Hvemig ber að túlka sérhvert
tákn? Við hvað á að tengja það?
Hið hlutlausa lými sem umleikur
þessar ólíku formeindir, gerir sí-
felldar millifærslur og ótal skipting-
ar mögulegar. Niðurröðun í þyrp-
ingu býður upp á óvænt tengsl. Og
jafnvel þegar fígúmmar era settar
inn í klassíska flarvídd, og þó þessar
fígúrar séu aðeins nokkrar saman,
þá er ein merking aldrei yfirgnæf-
andi í frásögninni, heldur býður hún
ávallt upp á margbreytilegar álykt-
anir.
Þegar Erró er spurður um lista-
verk sín, gætir hann þess vel að
kveða hvorki af né á og lætur
þannig hveijum og einum eftir það
frelsi og þá ánægju að gera það.
Hann reynir aldrei að útskýra verk
sín, en stundum lætur hann þó
fylgja texta sem í anda myndarinn-
ar era stuttir og lýsandi, eins konar
upptalningar, jafnvel aðeins einstök
orð á stangli. Þessa texta má túlka
á margvíslegan hátt og lesa nánast
í hvaða röð sem er.
Draumur listamannsins er m.a.
að setja saman víðáttumikið rými
hlaðið upplýsingum, jafnvel heila
borg þar sem yfirborð myndarinnar
væri ekki hægt að skoða í einni
svipan. Sérhver áhorfandi sem
kemur inn í þessa veröld velur sér
leið, nemur staðar hvar og hvenær
sem hann vill, snýr við, fer í öfuga
átt og uppgötvar við hveija stefnu-
breytingu nýjan sjóndeildarhring.
Slíkt þéttbýli krefst f senn hugvit-
semi og snerpu af áhorfandanum.
Hinn raunverulegi ásetningur
listamannsins er að vitna um sinn
eigin tíma með því að búa til „al-
fræði“-verk, þar sem vísunin er
sagan og alheimsmenningin.
Höfundurinn er listfræðingur og
safnvörður Ásmundarsafns.