Morgunblaðið - 29.06.1986, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.06.1986, Qupperneq 19
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986 B 19 Mitt á milli Shanghai og Hangzhou. Shanghai kvödd, Hangzhou í tíu stunda fjariægð með lest. veijar, sumir nokkuð við aldur. Allir taka í höndina á öllum og risavaxin blómakarfa er borin inn af tveimur meyjum, sem hörfa felmtraðar undan þegar Bingdárar vilja smella á þær kossi að íslenskum sið. Sómaplássið Áður en stigið er um borð í flug- vélina til Shanghai snaaðum við kín- verskan morgunverð. Hann sam- anstendur af heldur hádegisverðar- legum réttum og við ákveðum að biðja um vestrænan morgunverð eftirleiðis. Þegar í loftið er komið þömbum við te eins og við getum í okkur látið og þegar minnst varir eru okkur gefin seðlaveski úr rauðu plastefni með litlum spegli og lit- mynd af flugvélinni. Verst þykir okkur að fá ekki seðlavöndul með til að fylla veskið með, en okkur þykir liklegt að það verði í næstu flugferð. Veðrið í Kanton hafði verið með mollulegasta móti og ógurlega rakt. Því er það hin notalegasta tilfínning að koma til Shanghai, ekki ólfkt og að koma til Keflavíkur, þvi hér minnir veðrið einna mest á íslenska sumarbliðu eins og hún gerist best. Nýir vinir taka okkur með virktum og aka okkur á hótelið. Eftir að hafa kannað aðstæðum i Tónleikahöll Shanghai-borgar, sem eru hinar bestu er okkur boðið að heimsækja eina af 13 æskulýðs- höllum borgarinnar. í þessum æskulýðshöllum eru ræktaðir hæfi- leikar bama sem sýnt þykir að geti spjarað sig á ýmsum sviðum visinda og lista. Við hlýðum á tólf harmón- ikkuleikara á aldrinum 6—8 ára sigla tignarlega í gegnum kínversk alþýðulög og í næsta herbergi sitja jafnaldrar harmonikkusnillinganna og leika ekki síður á kínverskar tveggja strengja fiðlur. Sperrilegar ballerínur fara yfir helstu pósisjónir þeirrar krefjandi listgreinar og bamakór kyijar hið sfvinsæla Do re mi-lag úr kvikmyndinni Sound ofMusic. Á hótelinu bíður okkar enn ein stórveislan og í kaupbæti fáum við að hlýða á söngkonu, sem flytur okkur tvö kántríogvestem-lög við kassagitarundirleik. Það kemur í lós að Kínveijar em hriftiir af kántrí- tónlist og okkur rennur til rifya að vera ekki kántrfgrúppa. Fyrri tónleikar í Shanghai ganga hálf brösulega til að byija með. Einhver skakklappast á rafmagns- snúrana í segulbandið og Sinfónían og karlakóramir þagna í miðju kafi. Allt fer þó vel að lokum, en okkur kemur þó saman um það að Kanton- búar hafí nú verið upprifnari. Næsta dag er okkur boðið í heim- sókn í Tónlistarháskólann i Shang- hai. Hér ræður ríkjum Mr. Li, heimsþekktur píanisti, sem heim- sótti Island fyrir nokkram árum. Hann bíður okkar f tónleikasal, þar sem við tyllum okkur í djúpa hæg- indastóla eins og þjóðhöfðingjar gera í sjónvarpinu. Meira að segja blúnduverk á stólbakinu. Við njót- um dægilegs morgunkonserts, heyram austræna og vestræna tón- list í bland i glæsilegum flutningi ungra tónlistarkvenna að mestu leyti. I öðru húsi hittum við fyrir unga snillinga, tólf ára virtúósa, sem ganga algerlega fram af okkur. Með okkur í þessari heimsókn er Shen XiaoCen, ein vinsælasta popp- söngkona. Kina. Hún er drifin í að túlka með Agli og Röggu í vfdeó- mynd, sem við tökum að hluta til á fljótabát á YangTse-fljóti og um kvöldið syngur hún lagið með okkur á tónleikunum. Öllu betur gengur að kynda upp í þessum áheyrendum en þeim í gærkvöldi. Ásgeir Óskars- son fer á kostum á trommusólói i síðasta iaginu, tónleikagestir rísa úr sætum og þyrpast að sviðinu. Hin- um eldri i gestgjafahópnum líst ekki meira en svo á blikuna, en allt fer þó fram með friði og spekt. Blómakarfan og handaböndin era á sínum stað og við göngum ánægð til hvflu eftir velheppnaðan dag f þessari næststærstu borg í heimin- um. Það reynist ekkert áhlaupaverk að finna Kínaföt á mannskapinn, því íslenskir meðalmenn breytast umsvifalaust f stórgripi þegar aust- ur er komið. Við kveðjum því Shanghai jafnt Kinaklæðalitlir og þegar við komum. Næsta borg er Hangzhou og þangað ferðumst við með lest. Kínveijar hafa staðið sig gríðariega vel í baráttunni við hverskyns skorkvikindi, sem okkur finnst yfirieitt til einskis nýt nema kannski hræða konur og unglings- stúlkur. Það er ágætis tilbreyting þegar lestin stoppar á leiðinni að beijast við búlduleitar vespur, sem reyna að svindla sér inn í lestina. Við sigram enda vopnuð dagblöðum með myndum af okkur sjálfum og lofsamlegum greinum um hina nýstárlegu tónleika okkar. í Hang- zhou bíða okkar nýir vinir sem fagna okkur með virktum og aka okkur á hótelið. Síðari hluti greinar um Stuð- menn í Kina birtist í sunnudags- blaði Morgunblaðsins 6. júlí. BINGDÁRAR MEÐ BÍTLAHARK Sperrilegar ballerínur I Shanghai. Ungur harmonikkusnillingur í Shanghai. hinum glæsilegu flugkistum, en hann brosir breitt og kinkar kolli óttogtitt. Okkur leikur meiri hugur á að vita hvort tonnin okkar tvö hafi komist óskemmd á leiðarenda. Svo rejmist og kistumar góðu, listasmfð þeirra Júlíusar hljóðstjóra og Al- freðs ljósameistara, hafa staðist sína eldskím með láði. Á slaginu 19.00 hefst svo alvara lffsins. Stifmálaðir Straxveijar skunda ábúðarmiklir á sviðið undir giæsilegum flutningi Sinfóníu- hljómsveitar íslands og þriggja karlakóra á „Brennið þið vitar" eftir Pál ísólfsson. Kostnaðarins vegna var þessi hluti hljómleikanna ævin- lega fluttur af segulbandi. Kínverskir áheyrendur era kurt- eist fólk, þeir hlusta vel og klappa laust. Bítlaharkið frá íseyjunni á athygli salarins óskipta, þvi það er ekki daglegt brauð að heyra rokk og ról í Rauða Kína. Kynningar á lögum og textum fara fram með nokkuð óvenjulegum hætti. Stór- huggulegur kvenmaður, sveipaður í silki, les upp allar upplýsingar af blaði. Hún talar ekki orð f fslensku, hvað þá í ensku og ef við viljum segja eitthvað við fólkið í salnum, verður að fá túlk á sviðið að túlka fyrir kynninn, sem síðan kemur skilaboðunum áleiðis til áhejrrenda. Þeir eru sem vonlegt er orðnir mjög spenntir að hejra hvað Bingdáram- ir sögðu og hvað sem má um þessa aðferð segja stuðlar hún sannarlega að auknum mannlegum samskipt- um. Það er ljóst að við verðum að læra kinversku og það strax i dag. Það eina sem við getum sagt er; „Wúmen chi Bing Dárin" (skrifað eftir framburði) sem útleggst „við erum íslendingar". Af þessu leiðir auðvitað hið alislenska orð bingdári; sbr. þú ert nú meiri bingdárinn. Það telst víst tii tfðinda að okkur tekst að virkja heimamenn til klapps og jafnvel söngs og það era líka tfðindi að við erum klöppuð upp. Eftir aukanúmerið ganga svo á sviðið einir tíu brosmildir Kín- Stuðmenn yfir Sýríandi. Frá Hong’ Kong til Kanton íslenskt ökuskírteini varð til þess að Stuðmenn misstu ekki af lestinni frá Hong Kong til Kanton, að ekki sé minnst á snarræði skírteinis- hafans, Tómasar M. Tómassonar. Eftir mikið þóf f umferðaröngveiti nokkra vatt Tómas sér út úr leigu- bflnum, gekk að langferðabifreið og veifaði hinu græna plaggi fram- an í bflstjórann með miklu handa- pati. Fáeinum andartökum síðar hejmði umferðaröngþveiti þetta sögunni til og hópurinn náði lestinni með naumindum. Fyrsti vottur þess að Hong Kong er að baki er sá að bifreiðir hætta skjmdilega að sjást út um lestar- gluggann og við taka reiðhjól f hundraða- og þúsundatali. Hjól- reiðamennimir svara rigningu með margiitum plasthempum, en fyrsta farrýmisfarþegar ofan af íslandi stara stóreygir á þessa nýstárlegu mjmdabók, sem við blasir Berfætl- ingar með stráhatta stumra fyrir hrísgijónaplöntum í hnédjúpu vatni, bátum er damlað um sfki og skurði, krakkar sem varia standa út úr hnefa gæta krakka, sem ekki standa út úr hnefa og vatnabuffalar stara með fyririitningu í svipnum á Iestina, sem æðir framhjá án nokk- urs sýnilegs tilgangs. Vatnabuffali var einmitt farartækið sem Lao gamli Tse notaði þegar hann lagði Ein vinsælasta söngkona Kinverja, Shen XiaoCen, tekur lagið með Stuðmönnum í Shanghai. af stað til Tíbet eftir að hafa hripað niður bókina um Veginn. Lao Tse eða Lao Tsu, eins og landar hans kalla hann, þótti á sfnum tíma merkilegur fyrir þá sök, að móðir hans gekk með hann í 82 ár og var bamið háaldrað og hvitskeggjað þegar í heiminn kom. Einhverra hluta vegna hefur þó litil athygli beinst að þessari merkilegu konu og segir það sitthváð um stöðu kvenna í IHna til foma. Kínverskar nútímakonur reka hinsvegar marg- ar upp stór augu þegar minnst er á kvenréttindamálefni og segja þau mál varia umtalsverð í þessu jöfnuð- arins ríki. Á brautarstöðinni í Kanton er okkur vel fagnað af fulltrúum Kín- versku vináttusamtakanna. Þessu fágætu samtök, sem flárfesta í menningarsamskiptum við fólk úr öllum heimshomum og allar þjóðir ættu að taka sér til fyrirmyndar, hafa skipulagt okkar ferðalag með miklum ágætum, eins og við sann- reyndum næstu þijár vikumar. Eitt af því sem við eigum eftir að gera daglega ferðina á enda er að standa á blístri. Hvar sem við komum snæðum við svo glæsilegar og margréttaðar máltíðir að hörð- ustu hússtjómarforkar á fslenskum betri heimilum mjmdu fóma hönd- um. Þessi gæðafæða er með þeim ósköpum gerð að vera létt í maga og það sem betra er kínverskur Fróni ef félagamir f Madness og Fine Young Cannibals hefðu sést að opinberam snæðingi með þeim Atla Heimi Sveinssyni og Magnúsi Jónssyni tenórsöngvara. En hug- mjmdin er góð og henni hérmeð komið á framfæri. Næsti dagur er undirlagöur af uppsetningu tóla og tækja fyrir tón- leika kvöldsins. Ekki voru allir hinna kínversku gestgjafa okkar jafnvel með á nótunum um Stuð- mannatónlistina, því undir rafgrfsn- um kvöldið áður spurði góðlegur eldri maður í Maófötum hvort við notuðum nokkuð hljóðnema. Því var jánkað kurteislega og þegar i tón- listarhöllina kom stóðu fimm hljóð- nemar í einfaldri röð fremst á svið- inu. Ekki vitum við hvað þessi aldni heiðursmaður hugsar þegar hann sér þau kjmstur af framandlegum rafgræjum, sem upp era dregnar úr matur er ekki fitandi! Við beitum pijónum með vaxandi leikni eftir því sem á ferðina líður og enginn fær. aldrei ekkert f magann, eins og þar stendur. Við fengum að heyra stórbrotnar niðurgangshist- oríur með fjálglegum smáatriðalýs- ingum áður en við lögðum í’ann og rannu tvær grímur á suma silki- magana, sem tóku að muldra eitt- hvað um norsk stormeldhús og Orabollur i dós. Hápunktur móttökuveislunnar f Kanton er heilsteiktur grís með eldrauðar ljósaperar i augna stað. óglejrmanlegt er að horfast í perur við dýrið áður en það er innbyrt. Sessunautar okkar era spreng- lærðir tónlistarfrömuðir og komp- ónistar. Vopnaðir túlkum eigum við hinar flörlegustu samræður um heima og geima, en óneitanlega hefði þótt saga til næsta bæjar á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.