Morgunblaðið - 29.06.1986, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 29.06.1986, Qupperneq 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986 Fjórðungssjúkrahúsið. — En safnaðarstarfið fer víðar fram. Á Norðfírði er flórðungs- sjúkrahús. Sjúklingarnir þar eru auðvitað bæði frá Norðfírði og öðrum íjörðum eystra og sumir fá þess vegna stopular heimsókn- ir. Séra Svavar segist reyna að fara í heimsóknir á sjúkrahúsið u.þ.b. einu sinni í viku. Fyrir stór- hátíðir eru helgistundir á sjúkra- húsinu. Eg held að fólk fái mikla sálusorgun hjá kirkjunni Rætt við séra Svavar Stefánsson Það var í aðventubyijun sem ég heimsótti séra Svavar á Norðfirði og við spjölluðum saman í nokkra daga, milli þess sem við messuðum, héldum kirkjufund um kvennaguð- fræði, fórum á kirkjukóræf- ingu, töluðum við fólk og geng- um um bæinn. Þetta voru góðir dagar, gott að kynnast fólki í öðrum söfnuðum og flytja kveðjur og hugmyndir á milli. Séra Svavar býr ögn ofan við kirkjuna. Kona hans er Auður Kristinsdóttir og börn þeirra tvö eru Hildur og Stefán. Auður er kennari, Hildur er i skóla, en Stefán enn of ungur til skólagöngu. Þau hjónin eru Reykvíkingar og hafa verið á Norðfirði síðan í júni 1976. Prestur úti á landi sagði einu sinni að presturinn væri alltaf einn á báti. Samt var hann sjálfur mikilvirkur á mörgum sviðum í bæjarfélaginu og hvers manns hugljúfí. En kannski er þetta svona. Prestar koma að, taka til við störfín og setja sig inn í bæjar- eða sveitalífíð og verða á einn eða annan máta hluti af því sem gerist. Þeir eru verkstjórar í þeirri miklu kirkju, sem sendir fólk sitt út til að þjóna og stýra og vaka yfír trúnni. Ég get ekki hrósað kirkjunni fyrir að hlú vel að þeim, búa svo í haginn fyrir þau að þau geti orðið að sem allra beztu liði í þjónustunni og stjóminni. Samt er kirkjan oft starfsamasta félagið á stöðunum. En þegar við sveim- uðum yfír Neskaupstað og biðum færis að lenda ef þokan skyldi létta sér af flugvellinum hugleiddi ég með sjálfri mér hversu gott það var að koma að vel skipulögðu starfí og til áhugasams og velvilj- aðs félagshóps þegar ég var nú komin þama með prédikun og fyrirlestur í farangrinum. Hvemig skyldi mér hafa gengið ef ég hefði átt að ganga alein út úr flugvél- inni og byrja á að hengja upp auglýsingar um þær samkomur sem ég ætlaði að halda? En ég vissi að ekkert slíkt beið mín. Og brátt sat ég í eldhúsinu hjá Auði meðan séra Svavar fór til að hitta fermingarbömin niðri í kirkju. Svo kom hann aftur og ég fór að spyija um safnaðarstarfíð. — Ég þjóna söfnuðunum héma á Norðfírði og í Mjóafírði. í Mjóa- fírði er fámenn sókn, sem á þó sína eigin kirkju. Á vetuma kemst ég ekki þangað nema sjóleiðina svo við notum frekar sumarið til messuferða. Skóiastjóri bama- skólans, Helga Erlendsdóttir, hefur sunnudagaskóla í skólanum og ég er mjög hamingjusamur yfír því. Og hérna á Norðfirði? — Hér eru haldnar messur annan hvem sunnudag fyrir utan stórhátíðir. Þann sunnudaginn, sem ekki er messað, er hér sunnu- dagaskóli. Við höldum sunnu- dagaskólann þijú úr sókninni, María Bjamadóttir forskólakenn- ari og Guðrún Bjömsdóttir fóstra. Þær spila báðar á gítar en það kemur sér auðvitað vel í bama- starfi. í sunnudagaskólanum eru um 50—80 böm. Samverustundir með öldruðum eru í safnaðar- heimilinu í samvinnu við kven- félagið Nönnu með fjárhagsstyrk frá bænum. Þær eru annan hvem miðvikudag frá kl. 2—5. Þar er spilað, flutt ýmiss konar dagskrá til fræðslu og skemmtunar, t.d. myndasýningar. Stundum kemur eldra fólkið sjálft með dagskrár- efnið. Svo er kaffí og fólk spjallar saman. í lokin er helgistund. Hverjir stjórna kirkjukórun- um? — Ágúst Ármann Þorláksson, organisti kirkjunnar, stjómar kirkjukómum í Neskaupstað. Hér eru um 25 manns í kómum og Séra Svavar Stefánsson á Norðfirði hann heldur stundum tónleika með fjölbreyttri dagskrá. Safnaðarheimilið. — Á sunnudeginum tók ég þátt í messu með kirkjukómum í Norðfjarðarkirkju og hlustaði á æfíngu fyrir aðventutónleika á eftir. Kórfólkið gerði að gamni sínu á milli þess sem það tók leið- beiningum kórstjórans alvarlega og söng af hjartans lyst. Æfíngin var í safnaðarheimilinu, sem er sambyggt kirkjunni og hið vegleg- asta hús. Séra Svavar segir að það hafí verið byggt með snöggu átaki, fólk hafí brugðizt vel við beiðni um aðstoð við bygginguna og það hafí verið afar ánægjulegt að standa að þessu starfí. Félags- heimilið var vígt hinn 10. aprfl 1983. Kirkjan er hins vegargömul og virðuleg og ekki laust við að sumir efuðust eilítið um það í byrjun að ný og framandi bygging gæti farið vel við kirkjuna sem fólk var búið að horfa á eina sér um áraraðir. En verkið tókst vel og safnaðarheimilið er lyftistöng í safnaðarstarfinu. Nú finnst mér að við ættum að tala um prédikunina. Hvað telur þú að sé markmið prédik- unarinnar? — Ég tel að markmið hennar sé að fólk fínni að það, sem Bibl- ían segir, eigi erindi til þess og höfði til einhvers veruleika í dag- legu lífí. Þetta er erfitt á þessari öld af því að talað orð á undir högg að sækja. Fólk á kost á svo mörgu öðru en því að hlusta á prédikunir. Finnst þér prédikunin skipa of háan sess í messunni? — Nei, það finnst mér ekki og mér þykir vænt um prédikunina. Hún gefur marga möguleika. Biblían er svo blæbrigðarík bók. Við þurfum sífellt að reyna að fínna á hvem hátt við getum látið orðið höfða til þeirra, sem koma til að hlusta á það. Heldurðu að messufólk hlýði grandgæfilega á ræðuna? — Það er stóra spumingin. Jú, ég held að svo sé í það minnsta hjá því fólki sem sækir kirkju reglulega. Ég veit að margt fólk er fegið því að geta komið til kirkju frá erli dagsins til að byggja sjálft sig upp. Nútíminn gefur fólki svo fá tækifæri til þess. Ef prédikunin getur vakið þann, sem hlustar, til umhugsunar um trúar- verðmætin og glætt trúarvitund- ina þá er það góður árangur. Ég geri ekki þá kröfu að ég snúi fólki til trúar á einu augabragði. En þarf kirkjan ekki að snúa fólki til Krists? — Auðvitað þarf hún þess og kirkjan þarf líka að skapa þann vettvang, þar sem fólk fínnur trú- arþörf sinni svalað. Þar er messan mikilvægasti þátturinn. Margir eiga sína bamatrú og rækja hana á sinn hátt án þess að sækja kirkju. En bamatrúin getur verið óþroskuð, hún getur stundum verið bamaleg skoðun. Mér finnst það slæmt þegar fólk aðgreinir trú sína frá kirkjunni og helgihaldi hennar. Kirkjan er ekki stofnun, einhver trúarstofnun, sem fólk þarf að vera hrætt við. Hún er samfélag, þar sem við rækjum og þroskum trúna í lífandi samfélagi. Hvað finnst þér um sálusorg- un kirkjunnar? — Ég held að fólk fái mikla sálusorgun hjá kirkjunni, a.m.k. hér úti á landi. Kirkjan er oft eini aðilinn, sem sinnir andlegum þörfum fólks. Sjálfum fínnst mér bæði gaman og iærdómsríkt að kynnast fólki og ef ég get veitt því einhvem styrk í lífi þess þá er það mikið ánægjuefni. Nú ertu búinn að vera hérna í 10 ár. Hvað kemur þér í huga þegar þú lítur yfir starfið hérna? — Mér fínnst tíminn hafa verið ótrúlega fljótur að líða. Og það er búið að vera ákaflega gaman að vera héma. Hingað komum við algerlega ókunnug öllu og öllum en fólk tók okkur vel. Hér á Norðfírði er samfélag sem er sjálfu sér nógt um marga hluti. Svo þú sérð að líklega væmm við farin ef okkur hefði ekki liðið hér vel. Finnst þér þú vera einangr- aður? — Nei, ég hef aldrei fundið til landfræðilegrar einangmnar. Ejölskyldur okkar og gamlir vinir búa í Reykjavík og þangað fömm við öðm hvom ýmissa erinda. En því er ekki að neita að mér fínnst ég starfslega einangraður að ýmsu leyti. Ég er eini presturinn hér í byggðarlaginu. Mér finnst líka að við prestar ættum að gefa okkur meiri tíma til þess að koma saman til guðfræðilegrar umræðu okkar á milli. Ég sakna þess mjög, því ég held að það sé svo mikil- vægt. Þessa einangmn þurfum við að ijúfa. Hvernig finnst þér mega bæta úr þessu? — Kirkjan ætti að skapa starfsfólki sínu meiri tækifæri til að heimsækja aðra söfnuði og fá fólk til sín. Það er afar uppörvandi að fá gesti, presta, tónlistarfólk og annað kirkjufólk. Stundum fáum við tónlistarfólk til að koma og vera hér í nokkra daga til þess að fá tilbreytingu í messur og safnaðarlíf. Én sóknir úti á landi hafa ekki ráð á þessu nema ör- sjaldan. Þess vegna þyrfti kirkjan eða prófastsdæmin að geta styrkt þetta starf. Telurðu að það væri betra að halda námskeið og ráðstefn- ur úti í landsfjórðungunum en reyna að safna fólki af öllu landinu á einn stað? — Það er miklu auðveldara að fara fram á það við fólk að það komi á námskeið nálægt heima- slóðum en í Skálholt, sem getur kostað vikuferð. Ég held að nám- skeið og fræðslustarf kirkjunnar hafí verið alltof bundið við Reykja- vík. Hvað finnst þér vænzt um í kirkjustarfinu? — Það er erfítt að gera upp á milli þess, sem manni líkar. En mér fínnst ákaflega vænt um það fólk, sem tekur þátt í kirkjustarf- inu, beint eða óbeint. Söfnuðurinn á gott og starfsamt fólk, sem möglar ekki yfir starfínu. Það víl- ar ekki fyrir sér að takast á við verkefnin í söfnuðinum jafnvel þótt það sé oft á tíðum í annasömu starfi á vinnumarkaðinum. Og það, sem mér fínnst líka ánægju- legt, er það hve kirkjustarfið gefur fólkinu mikið og því sjálfu þykir vænt um þetta starf. Þetta kemur Iíka heim og saman við þá skoðun mína að mér fínnst fólk eiga kost á svo góðu í trúnni og því er það sorg- legt sjálfs þess vegna ef það nýtir sér hana ekki betur og rækir hana. Mér fínnst trúin hjálpa fólki að átta sig á lífinu, hjálpa því að standa af sér veðragnýinn, sem mætir okkur á lífsgöngunni. Samfélag kirkjunnar er sá vett- vangur, þar sem við getum glímt við spumingar um lífíð og tilver- una. Þeirri umræðu sem ég held að fólk æski, þyrftum við að sinna betur. Söfnuðurinn byggði safnaðarheimilið áfast hinni fallegu, öldnu kirkju. Byggingamar fara vei saman og safnaðarheimilið er mikii lyftí- stöngí kirtgustarfinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.