Morgunblaðið - 29.06.1986, Side 22

Morgunblaðið - 29.06.1986, Side 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986 John Eriksen og Enuna, kona hans. Myndina tók Rax á heimili vina þeirra í Árbæjarhverf- inu. HÖFUNDUR imu átti íslenska móður Frummyndin úr gifsi af Litlu hafmeyjunni er vel varðveitt innan um blómin í garðstofunni hjá John og Emmu Eriksen í Gentofte. ViðtalviðJohn Eriksen, son danska mynd- höggvarans Ed- wards Eriksen Hver kannast ekki við „Den lille Havfrue" í Kaupmannahöfn? Stytt- una frægu við Löngulínu gerði danski myndhöggvarinn Ekivard Eriksen árið 1913 um hafmeyjuna í æfintýri H.C. Andersens. Danski? Ekki var hann raunar aldanskur, því í honum var að hálfu íslenskt blóð. Móðir hans var íslensk, prest- dóttirin Svanfríður Torfadóttir frá Brekku í Langadal við Djúp. Þegar litið er í alfræðiorðabækur stendur iðulega að fyrirmyndin að haf- meynni sé balletdansmærin kunna Ellen Price. En nú höfum við óyggj- andi sannanir fyrir því að sú sögu- sögn, sem gengið hefur manna á milli í áratugi, sé röng. Það var Elíne, ungeiginkona myndhöggvar- ans sem sat fyrir hjá honum. Sonur þeirra, John Eriksen, fullyrti þetta við okkur þar sem hann var staddur ásamt Emmu konu sinni hjá vinum þeirra í Arbæjarhverfinu í Reykja- vík. John og Emma Eriksen voru hér í sinni þriðju ferð til íslands og hafa nú kynnst ættingjum hans, afkomendum Jóhönnu Torfadóttur, ömmusystur hans. Svanfríður amma hans dó 1924, rúmlega sjö- tug að aldri, þegar hann var fimm ára gamall. Hún var dóttir séra Torfa Magnússonar og Kristínar Pálsdóttur, Qórðu konu hans, og ólst upp við ísafjarðardjúp. Ung stúlka kom hún til Danmerkur, sem var eini möguleiki ungra stúlkna sem vildu bijótast áfram á þeim tíma. Og þar giftist hún Martin A. Eriksen skósmið og átti með honum 3 börn. Ekki mun hún hafa haldið sambandi við ísland, en hún sótti alltaf Holmenskirkju þar sem var íslenskur prestur, séra Haukur Gíslason, sem jafiiframt hélt uppi íslenskum guðsþjónustum, að sögn sonarsonar hennar. Það var því ekki til að kynnast landi ömmu sinnar að John Eriksen tók að sækja ísland heim heldur fyrir tilviljun. Oddfellowstúka hans er í sérstökum vinatengslum við Oddfellowstúkuna Hallveigu 3 á íslandi. Og á árinu 1973 komu þrír stúkubræður af íslandi i vinaheim- sókn til Danmerkur, þar á meðal Halldór Magnússon. Þegar þeir heyrðu um íslenskan uppruna hans, þótti þeim það merkilegt. Þau hjón- in komu svo á Oddfeliowmót til fs- lands 1979 og 1984 og höfðu bund- ist vináttuböndum við þetta fólk, ekki síst Halldór og konu hans, Fjólu Finnbogadóttur, sem þau búa hjá núna. Einn íslendinganna þekkti til Margrétar Magnúsdóttur, dótturdóttur Jóhönnu, sem var systir Svanfríðar Torfadóttur og kom á tengslum. Eitt kvöldið í vikunni sátu þau John og Emma Eriksen svo boð hjá Jónu Jóns- dóttur, dóttur Margrétar, þar sem þau hittu líka tvö systkini hennar, Theodór og Iiddu. Þannig hafa þessar tvær greinar ættarinnar, á Islandi og í Danmörku, tekið aftur upp sambandið sem slitnaði þegar Svanfríður giftist í Danmörku og varð árið 1876 móðir hins kunna myndhöggvara, Edwards Christ- ians Eriksens, en Jóhanna systir hennar varð kyrr á íslandi og giftist Steinþóri Þórðarsyni. Atti erfið unglingsár Vilmundur Jónsson landlæknir getur um þessa íslensku konu í grein sem hann skrifaði í blaðið Frjáls þjóð 1959 undir nafninu Blóð- blöndun og bíldhöggvarar, í tilefni þess að Hafmeyjan í Reykjavíkur- tjöm var þá sprengd upp. Segir Vilmundur þar af einum góðborg- ara Reykjavikur, sem átti stóraf- mæli og vinur hans, miklsháttar og stórlátur Dani einn, sendi honum af því tilefiii minningargjöf sem var forláta eftirmynd úr dönsku postu- líni af hinni spengilegu, limamjúku og víðfrægu dönsku hafmey við Eyrarsund. Þetta bíldhöggvaraverk minnti Reykjavíkurborgarann á af- mælisbamið, þó dálítið ónotalega á samtal, sem þeir vinimir, hann og hinn ríkuláti danski gefandi, höfðu eitt sinn átt, er verk Thorvaldsens hafði borið á góma þeirra á milli. Auðvitað hlaut íslendingurinn að minna á, að Thorvaldsen hefði átt íslenzkan föður og Daninn lét sér auðsjáanlega fátt um finnast. Sagði stuttaralega: „Det siges" í þeim tón að íslendingurinn hlaut að sitja með það eins og hvert annað hundsbit og þegja við, að faðemi verður helzt aldrei fyllilega sannað. Nú verður hinn almenni Hafmeyjaráhugi til þess að hinn sami borgari heyrir ávæning af og leggur hlustir við að bíldhöggvari sá hinn danski, er Eyrarsundsmeyna skóp, Edvard Eriksen, hafi reyndar líka verið ís- lenzkur i aðra ætt og meira að segja í þá ættina sem öruggari er, sjálfa móðurættina. Fýsti borgarann að fá þetta rækilega staðfest og var ekki laust við að hann sæi sig í anda gera hinum danska vini sínum við tækifæri kost á að segja í annað sinn: „Det siges", í þeim tón, sem þá félli að staðreyndum. í greininni, sem var prentuð í nýútkomnu ritsafni Vilmundar, segir hann að ferill Svanfríðar Torfadóttur á íslandi sé fljótrakinn: „Hún lifði bemsku sína með foreldr- um sinum, yngst fimm alsystkina, á Brekku í Langadal, fráleitt við mikinn kost. Föður sinn, prestinn, missti hún níu ára og móður sína þrettán ára. Hún fermdist að Kirkjubóli munaðarlaus einstæðing- ur, að vísu eflaust frá vænu fólki, Guðmundi Asgeirssynj, bónda á Amgerðareyri, bróður Ásgeirs skip- herra, og konu hans, Dagbjörtu Sigurðardóttur, sýslumanns, Guð- laugssonar. Við fermingu er Svan- fríður dável læs, dável kunnandi og hegðar sér ágætlega. Árið eftir er hún komin í vist á Isafirði, hjá Sóf- usi Nielsen, verzlunarmanni, síðar verzlunarstjóra þar og kaupmanni um langan aldur. Hjá honum er hún í þijú ár, en flytzt þá (1872) af landi brott, að því er virðist ein sfns liðs, til Kaupmannahafnar, og lýkur þar með sögu hennar á Islandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.