Morgunblaðið - 29.06.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986
B 23
af myndum hans. Jafnvel eftir að
hún var orðin gömul mátti þekkja
andlitsdrættina í myndunum. En
Ellen Price var þekkt fyrir að dansa
þetta hlutverk, og því hefur því
seinna verið slegið fostu að hún sé
fyrirmyndin, Sjáíf lét hún svo í veðri
vaka. Móðir mín var hlédræg kona
og lét sér fátt um fínnast. En þegar
faðir minn var sjötugur þá reyndi
hann enn einu sinni að leiðrétta
þetta. Því var slegið upp í fyrirsögn-
um á viðtölum við hann: „Fyrirsæt-
an að litlu hafmeyjunni var ekki
Ellen Price. Det var min lille söde,
unge frue“, sagði hann. En það
breytti engu. Þegar blaðamaður
frá bandaríska tímaritinu Life kom
einu sinni, var honum sagt þetta
og sýnd á prenti ummæli pabba,
en hann fór heim og skrifaði söguna
um balletdansmeyna frægu, sem
var fyrirsætan að litlu hafmeyj-
unni.“
Hjónin John og Emma Eriksen
hafa sannarlega tekið ástfóstri við
ættland ömmu hans, eftir að þau
kynntust því. Þau hafa í hverri ferð
hingað lagt sig fram um að kynnast
nýjum iandshlutum, fóru í þetta
sinn hringferð um landið með rútu-
bíl og stönsuðu þar sem þeim hent-
aði. Eru búin að taka fyrir Snæfells-
nesið, Mývatnssveitina og Þórs-
mörk og segjast eiginlega ekki eiga
annað eftir en hringferð um Vest-
fírði, þar sem amma hans ólst upp,
sem er á dagskrá næst. „Þegar við
fyrst komum hingað var okkur tekið
af slíkri hlýju að það gleymist ekki.
Og vináttan við íslendingana sem
við þekkjum fer vaxandi í hvert sinn
sem við hittumst, í hverri ferð til
íslands eða þegar þeir heimsækja
okkur í Danmörku. Það er gaman
að kynnast þannig landinu hennar
ömmu.“
I
Afsteypur af nokkrum myndum eftir Erik Eriksen, sem sonur hans
hefur sent islenskum vinum sinum. Fremst er myndin Kossinn, en
í efri hillu Fyrsta sorgin og Litla hafmeyjan. Morgunbiaflií/RAX
Á heimili sonar hans í Gentofte eru frummyndir af mörgum högg-
mynda Edwards Eriksen. Hér sést eitt hornið i garðstof unni. Fremst
er „Fyrsta sorgin“, sem var ein fyrsta höggmynd hans.
Eftir ekki langa dvöl í Kaupmanna-
höfn mun Svanfríður hafa gifzt þar
dönskum skósmið, Martin Eriksen."
Segir Vilmundur ókunnugt hvað
sonur þeirra, sem fæddist 1876,
gerði úr íslenzku ættemi sínu, nema
hvað vitað er að hann hafi gert sér
far um að halda óbijáluðu svipmóti
nafns móður sinnar og segi það að
vísu sína sögu. En Vilmundur hefur
bent á að í dönskum æviskrám sé
nafn hennar að vísu Svanfríður
Magnússon, en jafnvel eð-inu, aldrei
þessu vant í dönskum texta, ekki
undan stolið, heldur svo mikið fyrir
haft að afla sér þess úr annarri
leturgerð.
Eiga frummyndirnar í
stofu sinni
Ekki er að undra þótt íslending-
unum, sem fyrstir komu til Johns
og Emmu Eriksens í Danmörku,
þættu fróðleg þessi ættartengsl
myndhöggvarans Edvards Eriksen
við ísland. Á heimili þeirra eru
frummyndimar af mörgum af
þekktum höggmyndum hans, ekki
aðeins Litlu hafmeyjunni heldur líka
höggmyndum í dönskum söfnum.
Þannig var upprunalega gifsmyndin
af hafmeyjunni til hjá þeim, þegar
höfuðið var sagað af málmstyttunni
við Löngulínu og stolið á árinu 1964
og því hægt að steypa það upp
aftur. Áður en Edvard Eriksen dó
árið 1959 bað hann þau hjónin um
að varðveita frummyndimar, sem
enn voru í vinnustofú hans. Þegar
þau byggðu sér hús í Gentofte, út-
þjuggu þau garðstofu þar sem
þessar styttur eru allar innan um
blómin. Meðal annars eru þar á
heimili þeirra frummyndimar að
Fyrstu sorginni, Kossinum, Móður
með bam og mörgum fleirum.
Myndhöggvarinn Edward Erik-
sen hlaut margvíslega viðurkenn-
ingu á sínum tíma, var fyrst veitt
gullmedalía Listaakademíunnar
dönsku 1906 og síðar fleiri. 1902
sýndi hann fyrst í Charlottenborg
og síðan alltaf til 1936. Hann hlaut
VIÐTAL: ELÍN PÁLMADÓTTIR
utanfararstyrk og dvaldi m.a. í
Róm, Flórens og Carrara, þar sem
hann m.a. hjó þekkt verk, „Dómur-
inn“, í marmara. Mikið af styttum
hans eru líka unnar í marmara.
Eitt af mjög þekktum verkum hans
er minnismerkið á gröf Kristjáns
9. og Louisu drottningar í Hróars-
keldudómkirkju, sem hann vann
1910-1918. Af seinni verkum
Eriksens má nefna Kristur kross-
festur í St. Markúsarkirkjunni frá
1925, marmarastyttuna af Henning
Lass frá 1927 í kirkjugarðinum í
Kiel, Listgyðjumar í mannaralág-
myndum í Glyptotekinu frá 1928
og Hans klaufa í Los Angeles frá
1955.
gerði alltaf og síðan steypti hann úr
leimum gifsmynd og það er gifs-
styttan sem er heima hjá okkur.
En auðvitað hafði hann, fátækur
listamaðurinn, ekki efni á að fá
fræga balletdansmær frá Konung-
lega ballettinum til að sitja fyrir
hjá sér. Og þó svo hefði verið, þá
1 hefði það ekki þótt sæma á þeim
tíma að hún færi að sitja nakin
fyrir í vinnustofu hans. Það var
því móðir mín sem sat fyrir, eins
og við mótun svo margra annarra
Fyrirmynd hafmeyjarinnar
móðir hans
Þegar John Eriksen er spurður
hvort hann og systkini hans hafi
ekki verið stolt af því að eiga þekkt-
an myndhöggvara fyrir föður þegar
þau vom að alast upp, svarar hann:
„Ekki þegar við voram böm, þá
hugsuðum við ekkert um það. En
auðvitað eram við stolt af honum
núna. Samt get ég aldrei skilið innst
inni að það sé faðir minn sem gerði
heimsfræga höggmynd, sem svo
mikið er talað um. En hann skildi
aldrei sjálfur af hveiju Litla haf-
meyjan varð hans frægasta verk.
Það var Móðir með bam, sem er í
Ríkislistasafninu, sem hann taldi
sjálfur sina bestu mynd. Hann vann
sína fyrstu stóra mynd 1904-5,
„Fyrsta sorgin", skömmu eftir að
hann giftist móður minni alda-
mótaárið. Og það er hún sem var
fyrirsætan.
Pabbi hafði gert margar högg-
myndanna sem eru í söfnum þegar
bragghúseigandinn Carl Jacobson
bað hann á árinu 1913 um að gera
æfintýrið um litlu hafmeyna úr
æfintýri H.C. Andersens ódauðlega
með því að festa hana í höggmynd.
Pabbi fór heim og tók til við að
móta hafmeyna í leir, eins og hann
Danski myndhöggv-
arinn Edvard Eriksen
með litla afsteypu af
hinni frægu högg-
mynd sinni.