Morgunblaðið - 29.06.1986, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1986
B 35
Ralph Macchio leikur elnnlg f Karate
Kid II, sem sýnd verður f Stjörnubfól M
síðar í sumar.
fulla
hnefa!
Ein af þeim myndum sem búist er við aö
njóti vinsælda meðal almennings í sumar
er Karate Kid II, sem er vitaskuld framhaldið
af sögunni um unga strákinn sem lærði
sjálfsvarnaríþróttina af japönskum öldungi.
Myndin var gríðarlega vinsæl um heim og
hvað er þá eðlilegra en nýta hugmyndina til
fulls og gera framhald! Sama fólkið tekur
þátt í nýju myndinni; Ralph Macchio sem
leikur drenginn og Noriyki Morita sem leikur
öldunginn. Nýja myndin gerist öll í Japan og
þar lendir strákur i hættulegri ævintýrum
en heima fyrir. Japönsk stelpa, Tamlyn
Tomita að nafni, leikur ástina i lífi hins
handsterka.
KVIKMYNDAHÁTÍÐIN
í BÚDAPEST:
Gömlu meistararn-
ir féllu í skuggann
Úr myndlnnl „Tíminn" eftir Peter Gothar, sem var kosinn besti leik-
stjórí hátíðarínnar.
Kvikmyndahátíðin í Búdapest,
sem haldin var stðari part vetrar,
var óvénjuleg að því leyti að
gömlu meistararnir féllu alveg f
skuggann fyrir ungum, óþekktum
leikstjórum. Breski blaðamaður-
inn Anne Head fylgdist með há-
tíðinni, hún skrifaði grein um
hana f blað sitt Screen Internat-
ional og þaðan eru þessir punktar
fengnir.
Einna mesta athygli vakti Peter
Gotharfyrir „Timann“, en hann var
kostinn besti leikstjóri. Myndin
fjallar um ferðalag ungra hjóna og
barna þeirra. Flestir litu á myndina
sem dæmisögu um þá hvolfmynd
sem ungt fólk í Ungverjalandi lítur
land sitt. Áhorfendur kunnu að
meta myndina, en þó skyggði á,
að aðalleikarinn, Mark Zala, hafði
stytt sér aldur skömmu fyrir hátíö-
ina.
Pal Erdoss fékk sérstök verð-
laun sem erlendir gestir hátíðar-
innar veita hverju sinni. Hann gerði
nr'undina „Rástalningin" með Kar-
°ly Eperjes, vinsælasta leikara í
Ungverjalandi, í aðalhlutverki.
Sumir hafa litið á myndina sem
ádeilu á einkaframtakið, en þó telja
fleiri að myndin sýni einkaframtak-
sem einu vonina í grýttum jarð-
vegi.
Sá sem veitti Erdoss harðasta
samkeppni var Pal Zolnay og mynd
hans „Fóstrin". Þar er á feröinni
sa9a um Ijósmóður sem tekur á
móti börnum í sjúkrahúsi og eyðir
e|nnig fóstrum, sem er löglegt þar
í landi. En þegar konan verður sjálf
ófrísk stendur hún frammi fyrir
erfiðri ákvörðun, þar sem hún er
fertug að aldri. Zolnay er af mörg-
um borinn saman við Ingmar Berg-
man og tök hans á aö sýna vinfengi
kvenna. Zolnay hafði ekki gert
kvikmynd í átta ár vegna fjár-
hagslegra erfiðleika.
Gyorgy Szomjas vakti athygli
fyrir gamanmyndina „Nauörakaöi
hundurinn og lítilsháttar eymsl",
sem fjallar eins og svo margar
ungverskar myndir um stöðu
einkaframtaksins í þessu landi
sósíalismans. Sama efni var tekið
fyrir í „Hinni fjarverandi" eftir Szolt
Kezdi-Kovacs, sem kryddaði sögu
sína með ást og spurningunni um
hlutverk trúarinnar i nútímaþjóö
félagi.
Anne Head náði tali af Istvan
Szabo, sem ásamt Jancso er
þekktasti kvikmyndagerðarmaður
sem Ungverjaland hefur alið.
Szabo var mikið í fréttunum í fyrra
fyrir myndina „Redl ofursti" en
hann var að vinna að nýrri mynd
þegar hátíðin í Budapest stóö sem
hæst. Hann sagöist vera hæst-
ánægður með það hveru margir
ungir og efnilegir leikstjórar hefðu
komiö fram á hátíöinni og taldi
hann það lofa góðu um framtíðina.
Jane’s Weekly:
Sýrlendingar
ráðgera árás
London, AP. ^ J
í NÝJASTA hefti Jane’s Defense Weekly, sem er sérfræðilegt tíma-
rit um hermál, segir að Sýrlendingar hafi uppi áætlanir um að gera
skyndiárás á Gólan-hæðir síðar á þessu ári og leiti nú eftir stuðningi
ríkja Araba.
I greininni segir að árásin myndi
tæpast vara lengur en 36 klukku-
stundir. Ef Sýrlendingum tækist að
vinna Gólan-hæðir af ísraelum
myndu þeir síðan beita sér fyrir
vopnahléi á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna en til þess þyrftu þeir
stuðning vinveittra arabaríkja.
Að undanfömu hafa sýrlenskir
embættismenn og hershöfðingjar
heimsótt Líbýu og Jórdaníu og skýrt
stjómvöldum viðkomandi ríkja frá
áætlunum sinum um takmarkað
stríð gegn ísrael.
Þá er fúllyrt að Sýrlendingar
myndu leita eftir aðstoð arabaríkja
ef árásin mistækist.
Tímaritið hefur eftir leyniþjón-
ustumönnum í ísrael að vænta
megi árásar Sýrlendinga innan
tveggja ára.
Israelar hertóku hinn sýrlenska
hluta Gólan-hæða árið 1967 en
innlimuðu þær formlega árið 1981
er Menachim Begin gegndi embætti
forsætisráðherra.
FUJIFILM«;tt
OfficialFHmof
WorídCup1986 AEXJCoðó
HEIMSMEISTARIÍ
FILMUGÆÐUM
Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu í Mexico
notar aóeins Fuji filmur fyrir allar myndatökur af
leikunum.
Þegar á aö taka vandaðar myndir sem á að varö-
veita, þá er betra að hafa FUJI filmu í mynda-
vélinni.
Nýju FUJICOLOR HR filmurnar standa fyrir sínu
— skarpar og fínkornaðar myndir, sem varð-
veita góðar minningar um langa framtíð.
Næst þegar þú færð þér filmu — mundu eftir
FUJI — vegna gæðanna og að sjálfsögðu líka
vegna verösins.
Þú færð FUJICOLOR litfilmur 100 asa, 200 asa, 400 asa og
1600 asa, sem er Ijósnæmasta filma veraldar.
SKIPHOLTI 31 — SÍMI 25177
Útsölustaðir um allt land!