Morgunblaðið - 05.07.1986, Page 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1986
\
Morgunblaðið/Kristinn
Reynir Antonsson ásamt tryggum vini — hnndinum Týra.
Hann lætiir
sjóndepruna
ekki hindra
sigílífinu
— spjallað við Reyni Antonsson, rít-
höfund, ferðalang og stjómmálafræðing
REYNIR Antonsson er líklega
flestum Akureyringum kunnur,
þó ekki sé nema í sjón eða af
afspurn. Margir hafa eflaust séð
hann skálma eftir götuin bæjar-
ins með kíkinn fyrir öðru auganu
og hundinn Týra, sem hann segir
mikinn félaga sinn, sem föru-
naut.
Reynir fæddist alblindur á báðum
augum, en læknávísindin komu til
hjálpar að svo miklu leyti sem það
var hægt og færðu honum örlitla
sjón á annað augað.
Reynir hefur ekki látið sjóndepru
hindra sig í lífinu, ferðast ótrúlega
víða, numið við erlendan háskóla,
flækst um nær alla Evrópu á putt-
anum og verið ákaflega hændur að
járnbrautarlestum sem ferðamáta.
Hann hefur einnig fengist við skrift-
ir af ýmsu tagi. Skrifað leikhús-
gagnrýni fyrir Helgarpóstinn, verið
með reglulegan dálk í Degi og síðast
en ekki síst hefur hann fengist við
að semja sakamálasögu, sem nú er
tilbúin í handrit.
Nám í Frakklandi
og ferðalög
Aðspurður hvort það hafi ekki
háð honum mikið við nám, skriftir
og ferðalög hversu litla sjón hann
hefur sagði hann að það gæfi alveg
augaleið. „Það hefur samt ekki háð
mér mikið á ferðalögum minum
erlendis, því þar er allt svo vel
merkt, og síðan ég fékk kíkinn
veturinn sem ég lauk 6. bekk
menntaskóla þá hefur það ekki
reynst svo erfitt að finna fótum
sínum forráð," sagði Reynir.
„Mönnum finnst það hins vegar
skrýtið að maður með svona litla
sjón skuli skrifa leikhúsgagnrýni
en ég er ekki rétti maðurinn til að
segja til um hversu vel mér hefur
farist það úr hendi, það verða aðrir
að dæma um.“
— Þú fórst strax eftir stúd-
entspróf suður í Háskóla íslands
og lærðir þar frönsku og ensku,
hvernig atvikaðist það að þú
fórst að læra stjórnmálafræði í
Frakklandi?
„Ég hafði verið að gutla þetta í
háskólanum fyrir sunnan en ekki
haft mikla ánægju af því. Ég kynnt-
ist síðan frönskum sendikennara,
Jacq Raymond að nafni, sem var
staddur hér á landi og það var fyrir
hans tilstuðlan að ég ákvað að halda
til Frakklands. Þegar þangað kom
var ég við frönskunám fyrsta árið
en fékk svo upplýsingar um námið
í stjómmálafræðinni og vegna
nokkurs áhuga á slíkum málum
varð úr að ég skellti mér í það nám.“
Reynir viðhefur síðan nokkur orð
um þá dýrðardaga sem hann átti
við háskólann í Grenoble, sem er
borg í Suðaustur-Frakklandi. „Það-
an er ákaflega stutt til Sviss og
Ítalíu, til dæmis eru ekki nema um
100 km til Genfar.
„Ítalía er land sem ég heillaðist
mjög af enda er hún sannkölluð
vagga menningarinnar. Hún er eins
og eitt stórt listasafn, það er svo
margt að skoða þar og mannlífið,
,sem ég hef alltaf hrifist mjög af,
er svo dásamlega ijölbreytilegt.
Enda er ég á leiðinni þangað í
þriggja vikna frí innan skamms til
að sóla mig og njóta lífsins á annan
hátt.“
— Þú hyggst ekki skreppa til
Frakklands að þessu sinni, til að
rifja upp gömul kynni?
„Ef tími gefst þá geri ég það. Ég
reyni alltaf að fara til Frakklands
sé þess nokkur kostur, og lít á það
sem mitt annað föðurland. Hins
vegar er óvíst að ég fari til Grenoble
að þessu sinni.“
Brottför 23.23
fráGrenoble
— Þú segist vera ákaflega
hrifinn af ferðalögum í lestum.
Saknar þú þess að geta ekki
ferðast með þeim hér innan-
lands?
„Það geri ég svo sannarlega.
Erlendis eru lestarferðir bæði ódýr
og þægilegur ferðamáti. Ég man
til dæmis sérstaklega eftir lest sem
fór frá Grenoble klukkan 23.23, var
ég ákaflega hrifinn af þeirri lest.
Þetta var næturlest og á leiðinni
frá Lyon til Parísar stoppaði hún
ekki nema einu sinni og því var
hægt að leggja sig á leiðinni og
MYND jooaaoaaX VALh, íoaaaaaaaaaaac
.
SUNNUHLÍO 12 602 AKUREYRI
‘s. 7
r MYND jaaaaaaoV VALhf j jaaaaaaaoaaaac
SUNNUHLÍD 12 602 AKUREYRI
eru á:
Siglufirði Vopnafirði
Ólafsfirði Egilsstöðum
Dalvík Seyðisfirði
Akureyri á 4 stöðum
Erum i'hjarta bæjarins.
Bjóðum uppá ódýra og góða
gistingu í 1-3 manna her-
bergjum. \
Verið velkomin.