Morgunblaðið - 05.07.1986, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JUU 1986
Halldór Áskelsson landsliðsmaður í knattspymu hjá Þór:
Eftir árið ífyrra héltfólk
að það væri formsatriði að spila
deildina ísumar— viðmyndum vinna
Morgunblaðið/Skapti
Halldór Askelsson í landsliðsskyrtu Spánar, sem hann fékk hjá einum spönsku leikmannanna,
eftir U-21 árs landsleik. Á hægra hné hans er landsliðspeysa Bahrain sem hann fékk með
sama hætti og á hinu er ein íslensku landsliðstreyjanna hans. Hann heldur svo á knettinum
sem leikið var með er Þór og FH áttust við i 1. deildinni á Akureyri í fyrra — Þórsarar
sigruðu 6:1 og HaUdór skoraði fimm mörk. Honum var því gefinn knötturinn i tilefni dagsins!
mikilvægir. Það yrði frábært
að vinna Val — ef það tækist
yrði stórt skref stigið.
Það hefur aldrei gerst
aður og ef við gerum það yrði það
eins og vítamínsprauta — menn
tryðu þá kannski á kraftaverk. Við
erum búnir að bíða eftir þessum
Valsleik í heilt ár. Það hefur alltaf
verið ótrúlegt slen yfir okkur á
Valsvellinum — höfum aldrei spilað
okkar bolta heldur farið niður á
eitthvert ótrúlega lélegt plan. Mað-
ur var hálfpartinn farinn að trúa
að þetta væru álög!“
„FH-skórnir“ því miður
að verða ónýtir!
— Þú spilaðir mjög vel í fyrra —
skoraðir níu mörk í deildinni, þar
af fimm í síðasta leiknum. Finnurðu
einhveija breytingu á sjálfum þér?
Nú hefurðu ekkert skorað í sumar!
„Ég hélt nú að ég væri búinn
að finna leiðina í netið eftir FH-leik-
inn í fyrrahaust, en það hefur ekki
gengið. Það hefur þó ekki vantað
færin. Maður hefur látið veija frá
sér í dauðafærum, skotið í slárnar
og skeytin, skotið framhjá. Það er
ekkert eftir nema að koma „honum"
í netið — en maður er næstum
farinn að trúa því að þetta sé hrein-
lega ekki hægt. Ég hef reynt að
troða því í sjálfan mig að það hljóti
að koma núna, fyrir hvern leik, en
það kemur ekki, á köflum er maður
farinn að missa trúna á sjálfum
ser. En ef mér tekst að skora einu
sinni þá yrði framhaldinu eflaust
bjargað."
— Þú hefur ekki reynt að
skipta um skó!?
Nei, en ég á FH-skóna ennþá! Ég
hef ekki spilað á þeim í sumar —
þeir eru alveg að syngja sitt síðasta,
því miður! En auðvitað eru það
ekki skómir sem skipta máli, heldur
maðurinn."
— Þú hefur leikið með öllum
landsliðum íslands í knattspyrnu
— og reyndar náð þeim árangri
að skora með þeim öllum. Hvern-
ig hefur þér gengið á þeim vett-
vangi að eigin mati upp á síðkast-
ið?
„Ég var nú alls ekki nógu ánægð-
ur með frammistöðu mína í leiknum
við íra á Reykjavíkurleikunum. Það
var kannski allt í lagi með fyrri
„ÉG ER langt frá því að vera
ánægður með liðið í sumar hingað
til. Eg er líka óánægður með sjálf-
an mig — finnst ég ekki hafa sýnt
það sem ég á að geta. Maður er
eins og ,jó-jó“, á einn góðan leik
en dettur síðan niður í að geta
hreinlega ekki neitt. En þó að
flestra mati hafi liðinu gengið illa
þá erum við aðeins með tveimur
stigum minna en eftir fyrri um-
ferðina í fyrra og eigum þau inni
hjá blessuðum línuverðinum í
Breiðabliksleiknum á dögunurn."
Það er Halldór Áskelsson, Þórs-
ari, og eini A-landsliðsmaður
Akureyringa í knattspyrnu um
þessar mundir, sem hefur orðið.
„Mér finnst við ekki hafa spilað
eins skemmtilega knattspymu fyrir
áhorfendur og í fyrra — ekki ennþá
— og við höfum líka fengið að heyra
það. Það er miklu meira um það nú
en áður að fólk skammi mann en
hitt, þó ekki hafi gengið neitt hræði-
lega. Kröfumar eru orðnar þetta
miklu meiri og fólk farið að búast
við velgengni sem sjálfsögðum hlut,
sérstaklega eftir sumarið í fyrra."
Sjálfstraust skortir
Þið eruð óánægðir — er þá
c eitthvað sérstakt að? Gerirðu þér
grein fyrir því?
„Ég held að það sé fyrst og
fremst suma skortir að sjálfstraust.
Okkur virðist ekki vanta getuna —
en sýnum bara alltof sjaldan hvað
í okkur býr. Nú höfum við til dæmis
tapað niður þessu fræga „rekordi"
á heimavelli. Það er auðvitað ekki
hægt að ætlast til þess að við vinn-
um allt hér heima — en engu að
síður virtust menn vera hálf
straumlausir þó þeir vissu að við
væmm að tapa leiknum gegn KR.
Það vantaði einhvem kraft og
metnað. Kannski hefur spilað eitt-
hvað inn í að eftir árið í fyrra
hélt fólk að það væn bara
, formsatriði að spila
deildina í sumar — við
myndum vinna hana.
Fólkið hér í
bænum var orðið svo svakalega
bjartsýnt, það gleymdi hinum liðun-
um! Og kannski hefur þetta stimpl-
ast inn í okkur líka.“
— Hvað með framhaldið í
sumar?
„Það er Valur næst í Reykjavík.
Okkur hefur gengið afleitlega með
Valsmenn þar — höfum reyndar
ekki enn náð að skora mark á Hlíða-
renda og það er kominn tími til.
Og það er einmitt sérstaklega grát-
legt að hugsa um leikinn þar í
fyrra, sem er sennilega lélegasti
leikur okkar allra frá fæðingu.
Sárgrætilegt til þess að hugsa að
það var enginn áhugi eða metnaður
til að vinna. Þegar maður hugsar
til baka kemur í ljós að ef við hefð-
um unnið þann leik hefðum við orðið
Islandsmeistarar!"
— En hvemig er hugarfarið
þá núna hjá mannskapnum —
trúa menn því ekki enn að þeir
séu nógu góðir til að vinna Is-
landsmótið?
„Jú, sigurinn gegn Keflvíkingum
var gífurlega sterkur móralskt Ég
held að menn hafi fengi trúna á
að þetta geti gengið eftir þann
sigur. Við höfum verið að tapa stig-
um og mönnum fannst draumurinn
vera að íjarlægjast, en sigurinn á
ÍBK hleypti blóðinu af stað! Menn
trúa því að þetta sé ekki búið. Við.
eigum eftir Framarana hér heima
— okkur hefur gengið vel með þá
og það verður engin breyting þar
á! Það eiga öll lið eftir að reyta
stig hvert af öðru. Við verðum að
ná hagstæðum í Valsleiknum um
helgina og þá er Framleikurinn
næstur. Þessir tveir eru rosalega