Morgunblaðið - 05.07.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986
B 7
Halldór í landsleiknum gegn írum á Reykjavíkurleikun-
um á dögunum.
hálfleikinn en þeim hluta af þeim
seinni sem ég var inn á vil ég
gleyma sem fyrst. Á æfingunum
gekk mér ekkert illa — en hefði
getað gengið mun betur. Ég er
ekkert ofboðslega bjartsýnn vegna
þess að í ieikjunum í deildinni, sem
mér er sagt að Sigi Held hafi horft
á, hef ég átt frekar slaka leiki. Síð-
ast nú í Keflavík um síðustu helgi.
En ef maður ætlar sér eitthvað
þýðir auðvitað ekkert annað en að
bíta á jaxlinn og reyna að gera sitt
besta."
I meistaraf lokk á eldra
ári í þriðja flokki
Halldór lék sem framheiji í gegn-
um flesta yngri flokkana. „Ég hef
alltaf veið „senter“ nema tvö eða
þijú sumur sem ég fékk þá dellu
að vera tengiliður. Svo prófaði ég
einu sinni á æfíngu að leika sem
bakvörður — en það þýddi ekki
því ég var alltaf kominn fram áður
en ég vissi af. Það var í „coaching
game“ hjá Árna Njálssyni hér um
árið.“ Halldór kom einmitt fyrst inn
í meistaraflokkslið Þórs er Árni
Njálsson þjálfaði það. „Fyrsti leik-
urinn var í bikarkeppninni í Ólafs-
firði 1981 — þá var ég 16 ára. Ég
var á eldra árinu í þriðja flokki.
Við féllum þetta ár í 2. deild og
árið eftir meiddist ég eftir fjóra
leiki, átti í meiðslum allt sumarið —
missti til dæmis af ferð með ungl-
ingalandsliðinu til Færeyja — en
er ég náði mér voru ijórir leikir
eftir í deildinni og ég spilaði þá.
1983, er Bjöm Árnason þjálfaði
okkur fyrst, spilaði ég alla leikina
og þá enduðum við í fjórða sæti sem
var besti árangur liðsins fram að
því.“
— Varð mikil breyting á liðinu
þarna á milli ára?
„Já, hugarfarslega sérstaklega.
Við vorum að koma þarna, sveita-
mennimir, upp úr 2. deild og þá
er markmiðið yfirleitt það að
„hanga“ uppi. En Bjössi fékk okkur
til að hugsa öðruvísi. Hann var
fyrsti þjálfarinn sem tróð því inn í
hausinn á okkur að miklu skemmti-
legra væri að stefna á eitthvað
meira."
— Fóruð þið að spila öðruvisi
það ár?
„Já, við spiluðum ofboðslegan
pressubolta það ár. Hálfgerðan
„mannætubolta" og það gekk mjög
vel. Við vorum algjörlega óskrifað
blað, byggðum yfirleitt upp á sókn-
arleik, vorura með toppmarkmann
— Þorstein Ólafsson — sem stjóm-
aði allri vörninni og þetta gekk
framar öllum vonum.“
— Nú eruð þið þekktir — og
liðin spila því ef til vill öðruvísi
á móti ykkur. Vantar kannski
einhvern „karakter“ í liðið til að
standa undir meiri pressu?
„Ja, okkur hefur verið spáð
sætum um miðja deild eða falli síðan
við komum upp. En nú loksins,
þegar við höfum sannað okkur og
menn orðnir hræddir við okkur eftir
metið á heimavelli, koma flest liðin
norður með því hugarfari að ná
jafntefli. Til dæmis KR-ingar og
Breiðabliksmennirnir — og KR-ing-
arnir fóru með stigin.“
— Þurfið þið þá kannski að
breyta um stíl? í fyma komu liðin
ekki með því hugarfari að „hanga"
á jafnteflinu og þið fenguð frið til
að spila ykkar skemmtilega bolta.
„Það er miklu erfiðara að sækja
en að veijast. Það er miklu þægi-
legra að vera vamarmaður og senda
boltann eitthvað hátt og langt út í
loftið heldur en að reyna að senda
hann inn í rammann þar sem allir
em fyrir. Mér finnst að lið eins og
KR, sem er farið að tefja eftir fimm
mínútur og nær í öll stigin, eigi
alls ekki skilið að verða íslands-
meistari. Lið sem spilar upp á jafn-
tefli frá fyrstu mínútu á það alls
ekki skilið. Lið sem fær tvö eða
þijú spjöld í leik fyrir að tefja —
þetta skemmir fótboltann gífurlega
rnikið."
— Þú fékkst atvinnutilboð frá
Belgíu í haust sem þú hafnaðir.
Hvemig horfir þú á framhaldið
íþeim efnum?
„Síðan Sigurður Grétarsson
hringdi í mig í haust fyrir Willy
Reinke hefur ekkert gerst annað
en að þegar Ómar Torfason gerði
sinn samning hafði Reinke samband
við mig og reyndi að fá mig til að
skipta um skoðun. Mér fannst þetta
bara ekkert spennandi — fannst að
hann ætlaði að setja mig niður bara
einhvers staðar, og ef það gengi
ekki þá einhvers staðar annars
staðar. Það virtist engu máli skipta
hvert ég færi — bara að hann kæmi
mér eitthvað svo hann fengi sína
peninga. Mér skilst þó á Sigga Grét-
ars að Reinke sé fínn karl — hann
hefur alltaf skipt um félag í gegnum
Reinke og allt verið pottþétt, en svo
hefur maður líka heyrt hinar sög-
urnar af honum. En ég er ákveðinn
í að klára skólann áður en ég hugsa
mér til hreyfings og það er ár í
það. Ef eitthvað kemur upp —
meiðsl eða annað sem alltaf getur
gerst — er gott að hafa stúdents-
próf í bakhöndinni. En ef maður
verður í formi eftir að hafa klárað
skólann þá er ég tilbúinn að skoða
málið.“
••
Orugglega draumur að
spila í Frakklandi
— Er það ekki draumurinn að
komast í atvinnumennskuna?
„Jú, það væri gaman að prófa
það. Þetta er allt öðruvísi hér —
maður er í vinnu allan daginn og
nær því ekki öllu fram sem maður
á einhvers staðar. Maður fer oft
dauðþreyttur á æfingar og það
væri gaman að fá að vera við topp-
aðstæður og þurfa ekki að hugsa
um neitt annað. Spennandi að sjá
hvort maður gæti staðið sig. Það
er engin spurning að maður yrði
betri knattspyrnumaður fyrir vikið
en spurningin er hvort maður myndi
standa sig.“
— Einhver draumastaður?
„Það yrði örugglega gott að vera
í Frakklandi. Svo finnst mér mikill
„sjarmi“ yfir Sviss núna. Það er líka
svo fallegt þar. Ef ég færi út vildi
ég vera einhvers staðar í almenni-
legu umhverfí. Ekki í einhverri stór-
borginni þar sem ekki sér út úr
augum fyrir mengun! Maður er
alltaf hálfgerður sveitamaður í sér.
En fótboltinn er miklu betri í
Frakklandi — það hlýtur að vera
draumur að spila þar,“ sagði Hall-
dór — og síðan verða menn að bíða
og sjá hvað verður!
ALLT
FYRIR VEIÐIMANNINN
Daiwa
Eigum fyrirliggjandi
stangir og veiðihjól frá I_____
00 J Daiwa Sports Ltd.
Einnig allar aðrar veiðivörur:
Spúna — flugur — línur — veiðivesti — vöðlur —
bússur — flugnanet — veiðihatta.
ALLT
í ÚTILEGUNA
Tjöld 3,4,5 og 6 manna.
Tjaldhimnar — svefnpokar — borð — stólar
— útigrill — grillkol og m.fl.
Opið laugardaga
frá 9-12.
EYFJÖRÐ
Hjakeyrargötu 4,
sími 96-22275.
HP Vectranv Vectranv Vectra
^HP Vect
itrauv Vt
'ectrauv
' Vectrau.]
—
HP Vecl
íldHVVt
öraHP l
Vectram
P Vect/af
tP Vectro
trp \/pri
Lw
Öflug
HP VECtíB er ný tölva frá Hewlett Packard
sem vinnur allt að þriðjungi hraðar en sambærilegar tölvur.
Ytra minni hennar er stækkanlegt frá 360 þúsund stöfum
í yfir 40 milljón stafi og innra minnið frá 256 þúsund stöfum í yfir 3 milljón stafi
Binföld
LyklaborðHPVÖC//a tölvunnar hefur bæði sérstaka örvastýrilykla
og talnalykla ásamt átján aðgerðarlyklum.
Snertiskjárinn einfaldar alla stjórnun hennar ogeykur hagnýtinguna.
Ijölliæf
YlWectfder fullkomlega samhæfð IBM-PC/AT tölvum
og getur nýtt allan þann hugbúnað sem gerður er fyrir þær,
auk þess hugbúnað sem er sérhannaður fyrir HPVÖC/79.
r TÖLVUTÆKI s.f -
Cð packarÍ GRÁNUFÉLAGSGÖTU 4, AKUREYRI
s:96-26155
HEWLETT
PACKARD
At^Iir/slA