Morgunblaðið - 05.07.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.07.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986 B 13 Morgunblaðið/Kristinn „Þeir eru sumir hverjir ekki háir í loftinu ...“ segir Gísli. Þessir pjakkar voru að spila á vellinum er blaðamaður kom hancrað með Gísla. við þá sem lengra eru komnir vegna þess að komið hefur verið upp ákveðnu kerfi þar sem þátttakendur fá úthlutað mismunandi rnörgtim höggum í forgjöf eftir getu.“ Gísli Bragi gat þess síðan að ákveðið hefði verið að feta fótspor Golfklúbbs Reykjavíkur og ráða hingað erlendan golfkennara, David Barnwell að nafni, en undanfarin ár hefúr GR haft erlendan mann á sínum snærum við að leiðbeina fé- lagsmönnum. „Hann hefur haft alveg yfirdrifið að gera síðan hann kom hingað í apríl og hefur haft góð áhrif á starfið. Hann er ráðinn til sjö mánaða að þessu sinni en við stefnum að því að fá hann hingað aftur á næsta ári,“ sagði Gísli Bragi. Samtalið hafði fram að þessu farið fram heima í stofu hjá Gísla Braga sem nú vildi ólmur fara upp á golfvöll að sýna aðstöðuna. Það var því þeyst þangað og fylgst með nokkrum ungum sveinum sem voru lítið hærri en kylfumar, leika nokkrar holur. Sumir hverjir ekki háir í loftinu „Þeir eru sumir hveijir ekki háir í loftinu sem koma hingað í fyrsta sinn til að munda kylfumar," segir Gísli Bragi. „Sumir eru ekki nema sex ára þegar þeir spreyta sig í fyrsta sinn og tíu ára gamlir em þeir orðnir nokkuð slungnir. Það er mikið um að hingað komi heilu fjölskyldurnar og leiki saman sér til heilsubótar og skemmtunar. Mikill áróður hefur verið rekinn fyrir aukinni hreyfingu og golf virðist vinsælt af mörgum þeim sem vilja taka þátt í einhveijum íþrótt- um. Ég mæli líka með þeirri íþrótt við hvem einasta mann. Það er ákaflega afslappandi að koma hing- að upp á golfvöll að afloknum vinnudegi og gleyma bókstaflega öllu öðm en því að það þurfi að koma kúlu ofan í holu með fæstum höggum. Svo er einnig hægt að setja markið hærra og taka þátt í keppni. Við setjum markið hátt og ætlum að reyna að standa fyrir alþjóðlegri keppni einu sinni á ári í framtíðinni á þessum nyrsta golf- velli í heimi. Þá emm við einnig með innanfélagsmót og nýliðamót, það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi að ég held. Skálinn hefur einnig haft sitt að segja varðandi aukinn áhuga fólks. Það er alltaf gott að hafa einhvern stað þar sem hægt er að setjast niður og skeggræða árangur dags- ins á golfvellinum. Við seljum þar veitingar og nú nýverið tókum við það upp, að gefa myndlistarmönn- um kost á að sýna verk sín í skálan- um, og þess em dæmi að fólk hefur komið á myndlistarsýningar og endað í golfi." Degi var nú vemlega tekið að halla en samt mátti sjá marga enn vera að. Drengimir sem verið höfðu að slá hjá okkur vom nú famir að fást við að koma kúlunni niður í næstu holu og sennilega brotið heilann um hvort hentugra væri að nota jám sex eða átta, eða kannski sjöuna. Þeir virtust ekki hafa neinar áhyggjur af hvað tímanum leið og einbeittu sér að íþróttinni. Skyndi- lega mátti heyra hvella stúlkurödd, var þar komin systir einhvers þeirra og sagði þeim að koma heim hið skjótasta, þeir ættu að fara að sofa. Þeir vom ekki alveg á þeim buxun- um, vildu fá að klára hringinní friði en létu samt undan að lokum. HÓTEL VARÐBORG í hjarta borgarínnar. Við bjóðum þægi- leg herbergi, góð- an mat og mjög góða þjónustu í þægilegu um- hverfi. Geislagata 7 P.O. Box 337 S. (96) 22600 TelexlS2157 KOMPAN SIGILD LISTHÖNNUN FALLEGIR MUNIR MEDNOTAGILDI Húsgögn, hillusamstæöur, trévörur, handunnar bastvörur, eldfast fxjstulín, kaffi- og matarstell, munnblásið íslenskt gler, silfurskartgripir með ekta steinum, handunnir íslenskir leirmunir, gjafakort, eftirprentanir, plaköt, handunnin kerti, lituð í gegn, serviettur o.m.íl., gjafapappír, pokar, bönd, kort, límmiðar • Allt í stíl. Póstsendum um allt land KOMPAN SKIPAGOTU 2 AKUREYRI SÍMI 96 25917 Við eigum á lager • LYFTIBUKKI MEÐ VELTIBUNAÐI • URREK • VASAHNÍFAR • FISKIHNÍFAR • STÁL- BRÝNI • SLEGGJUR • SLAGHAMRAR • NETANÁLAR •VÍRAKLIPPUR •ÍSSKÓFLUR • BÚNAÐUR TIL LÍNUVEIÐA • BÚNAÐUR TIL HANDFÆRAVEIÐA • KAÐLAR • GARN • ÞORSKANET OG TEINATÓG • DÝPTAR- MÆLAPAPPÍR • FLOTVÖRPUR • STÁLVÍR- AR •TOGVÍRAR • VINNUVÍRAR •SPLÆST- IR (ÞRYKKTIR) VÍRAR • STÁLKEÐJUR • BAKSTROFFUR OG GILSKRÓKAR • STÁL- BOBBINGAR OG MILLIBOBBINGAR • GÚMMÍBOBBINGAR • PLASTBOBBINGAR • BOTNVÖRPUHLERAR • LÁSAR • SIGUR- NAGLAR • FLATHLEKKIR • SYLGJUR •STOPPNÁLAR • G-KRÓKAR •ROSSKEÐJ- UR • ROSSSTAUTAR • ROSSKLAFAR • SPANNAR • MELSPÍRUR •LANDFESTAR- TÓG •HÚÐIR •POKAHLÍFAR •TROLLKÚL- UR •FISKIKASSAR •FISKIKÖRFUR • FISKI- KER Höfum umboð fyrir: HAMPIÐJUNA, VÉLSMIÐJUNA ODDA, PLASTEINANGRUN, J. HINRIKSSON, FRAM (KEÐJUR), MORIRIN (NET) Oddeyrarskála Akureyri, sími 96-26120 Strandvegi 77, Vestmannaeyjum, sími 99-2975 Suðurtanga, ísafirði, sími 94-3500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.