Morgunblaðið - 05.07.1986, Qupperneq 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAU GARDAGUR 5. JÚLÍ1986
Það er kvöld á
Akureyri. Sólin hefur
skinið og dögum
saman hefur veðrið
verið eins og í heitum
útlöndum. Bærinn
skartaði sínu
fegursta þegar þeir
komu út úr
rykmekkinum og
þeystu á sænska
gæðastálinu inn í
bæinn. Tilefnið: Að
spila dálítinn djass
fyrir Akureyringa í
nýjum og glæsilegum
veitingastað,
Fiðlaranum, þar sem
gestir sitja og horfa
yfir Pollinn á meðan
þeir raða í sig
krásunum.
Morgunblaðið/Skapti
Danirnir Ole Rasmussen, til vinstri, og Nils Raae, glaðir í bragði eftir að hafa leikið í Fiðlaranum í
vikunni.
Dönsk sreifla í
Akureynirsól
Kvöldmeð danska djassdúettinum FrítLejde
Þeir eru tveir ungir Danir. Annar
spilar á píanó og hefur því ekkert
hljóðfæri í farteskinu. Hinn leikur
á bandalausan rafbassa. Hann er í
skottinu. Þeir kalla sig Frit Lejde.
Ábyrgðarlitlir þýðendur geta snar-
að því á marga vegu: Leiðin greið
eða Með byr undir báðum vængjum.
Raunar er þetta haft um ákveðin
samskipti manna við lögregluyfír-
völd, en það er önnur saga. Nafnið
skiptir ekki máli heldur mennimir
sjáifír og það sem þeir gera með
tólum sínum ogtækjum.
Píanóleikarinn heitir Nils Raae,
bassaslagarinn Ole Rasmussen.
Þeir eru rauðir og útiteknir.
— Við skruppum í Mývatnssveit
og gengum heilmikið um í sólskini
og hita. Við fórum meðal annars
upp á Hverfjall. Þeir ættu að fylla
gíginn af vatni. Það yrði rosalega
mikil sundlaug.
— Já, og svo þyrfti að koma upp
lyftu svo menn færu þama uppeftir
í sund.
— Og sólin og hitinn maður. Það
var annað á Snæfellsnesi um dag-
inn. Skyggni sjö metrar. Við sáum
ekkert.
— Ole sólbrann svo á öxlunum
að það vora vandræði að láta bass-
ann tolla á branarústunum í kvöld.
— Það var gaman að spila í
kvöld. Þetta er svo fallegur og góð-
ur salur. Hann er lítill en hljómar
óskaplega fallega. Það er örugglega
út af timburloftinu. Salurinn er eins
og eitt hljóðfæri.
— Píanóið er nýtt. Það er mjög
gott að spila á það. Það var dálítið
falskt eins og ný píanó era oftast,
en ég gat lagað verstu nótumar.
Forsagan
Ole: Ég byrjaði að læra á píanó
þegar ég var 7 ára. Það var þessi
venjulega rútína, blokkflauta og
píanó. En svo fór ég að spila á
bassa og er búinn að gera það í tólf
ár. Ég veit ekki hvers vegna ég
valdi bassann. Kannski vegna þess
að hann er svo ryþmískur. Ég varð
bara hrifinn af bassanum. Það var
samt ekki fýrr en um síðustu ára-
mót að ég byrjaði að spila á kontra-
bassa. Hann er töluvert ólíkur raf-
bassanum mínum. En ef maður er
með mjög góðan rafbassa þá er
hægt að láta hann hljóma næstum
því eins vel og ekta bassa.
Nils: Ætli ég hafí ekki verið 5
ára þegar ég byrjaði að spila. Á
munnhörpu. Svo fíktaði ég eitthvað
við orgel og píanó, en lærði svo í
10 ár á klassíska fiðlu. Hélt að hún
væri aðalhljóðfærið. En svo snerist
mér hugur og ég hljóp að píanóinu
á ný. Það era samt ekki nema 6 ár
síðan ég fór í almennilega píanó-
tíma. Það var hjá Jörgen Emborg,
sem spilar núna á hljómborð í
Frontline, einni aðal-fönksveitinni í
Danmörku.
*
Olar og Nílsar
Ole: Ég fór fyrst í tíma hjá gítar-
leikara, því miður. Það var ósköp
vitlaust því það hentar ekki gítar-
kennuram að kenna á bassa þó að
þeir haldi það sjálfir. Þetta er svo
ólíkt. Svo gutlaði ég eitthvað á
bassann næstu 5-6 árin þangað til
ég komst í tíma til Bo Steef. Það
var alger upplifun. Þá fór ég að
spila æfingar eftir almennilegu
kerfí. Þetta var þá orðin alvara,
ekki bara leikur. Svo komst ég til
Niels-Hennings. Það gerði útslagið.
Og ég er enn í tímum hjá honum
— það er að segja þegar hann er
heima. Það er bara alltof sjaldan.
Hann er að spila út um allan heim
og satt að segja fínnst mér við
heyra alltof lítið í honum heima.
Nils: Það er svolítið skemmtilegt
að Ole lenti hjá Niels-Henning en
ég hjá Ole Koch Hansen. Þeir tveir
hafa fylgst að og spilað saman síðan
þeir vora krakkar. Búa meira að
segja á sama stað. En ég hef verið
hjá Ole Koch í Konservatoríinu og
lauk prófí í vor í píanóleik og upp-
eldisfræði. Ég er sem sagt með
bréf upp á að mega kenna. Ég hef
prófað það svolítið, bæði í einkatím-
um og í kvöldskóla. En ég er ekkert
hættur hjá Ole Koch. Þetta er líka
eltingaleikur hjá mér því hann er
talsvert mikið í burtu eins og Niels-
Henning.
Ole: Þetta er samt ágætt. Þetta
eru óreglulegir tímar, en því sjaldn-
ar sem við hittum kennarana þeim
mun lengri og ýtarlegri verða tím-
arnir. Við sitjum lengi. Við spilum
og spjöllum og skiptumst á hug-
myndum og skoðunum. Það er oft
spurt hvers vegna séu svo margir
góðir bassaleikarar í Danmörku.
Svarið er einfalt: Niels-Henning
Örsted Pedersen. Hann er ekki
nema fertugur en hann hefur haft
rosalega mikil áhrif. Sjáðu til. Hann
var ekki nema ijórtán ára þegar
hann var farinn að spiia á fullu í
Montmartre. Það sækja allir meira
og minna til hans, bæði beint og
óbeint. Aðferðir hans og hugmyndir
endurspeglast í bassaleikurum út
um allt. En hann er mikið í burtu,
eins og ég sagði, og þeir sem mest
ber á heima núna era trúlega Jesper
Lundgaard og Mads Winding.
Af hverju djass?
Nils: Við spilum svo sem ýmis-
legt annað en djass. Ole er til dæmis
í fönsveit sem heitir Passepartout.
Þar era líka Norðmaðurinn Svein
Arve Hovland, sem var hér á ís-
landi, og Guðmundur Eiríksson frá
Selfossi. Þetta er svona alþjóða-
sveit. Ég er svo í popp-fönkflokki
sem heitir Fitstuff.
Ole: Já, en af hveiju djass?
Kannski vegna þess að hann gefur
svo mikla möguleika á að impróvi-
sera. Maður fær tækifæri til að láta
tækin hljóma, vinna sjálfur úr eigin
hugmyndum og tilfinningum.
Nils: Samt lifír laglínan einhvers
staðar innan í manni. Þetta er allt
öðravísi tilfinning en að spila til
dæmis popp eða klassík. Þar er allt
miklu kerfisbundnara. Melódían
gengur einhvern veginn í gegnum
djassvélina í okkur sjálfum og vérð-
ur að djassi. Við eram búnir að
spila saman svo mikið að við getum
verið samhljóma, fínnum hvor á
öðrum hvert leiðin liggur og þannig
vinnum við úr verkunum.
Ole: Við byijuðum að spila
saman í bigbandi, en svo höfum við
verið með þennan tvímenning í 2
ár. Það er vissulega erfíðara að
vera aðeins tveir. Það er til dæmis
ekki hægt að fela mistök í fjöldan-
um eins og í stórsveitum. Það verð-
ur líka að gæta þess að spila nógu
vel, fylla nógu vel upp í svo áheyr-
endur fari ekki að velta því fyrir
sér hvort einhver úr hljómsveitinni
liggi nú veikur heima.
Nils: Já þetta er ansi krefjandi.
Við eram bara tveir og verðum að
;gera allt sjálfir. Ef maður er illa
upplagður kemur það jafnt niður á
báðum. En þetta gefur mikla mögu-
leika. Hitt er svo annað mál að Ole
er með bassann sinn með sér og
þekkir hann út og inn. Það er ekki
hægt að ferðast með píanó í tösku
svo tónleikar geta staðið og fallið
með því hvort píanóið á staðnum
er gott eða vont. Við verðum stund-
um að breyta dagskránni okkar
eftir því hvemig píanóið er. Velja
verkefni eftir því hvar og hvemig
píanóið er falskt og allt það.
Ole: Já það er ferlegt hvað víða
era vond píanó, eins og þau kosta
þó lítið þegar allt kemur til alls.
Tæknin og tónlistin
Nils: En nú era komin rafeinda-
píanó, tölvuapparöt, sem geta
hljómað eins oe ekta flyglar af dýr-
ustu gerð. Þessi tækni nútímans
getur gert mikið fyrir tónlistina.
Sumir era á móti tölvutækninni i
hljóðfæram og halda að á endanum
spili allir eitt og sama verksmiðju-
hljóðið. En tilfellið er að þeirs em
á annað borð gefa sig að þessu af
einhveiju viti laga hljómtölvumar
að sjálfum sér, breyta þeim smátt
og smátt þannig að þær fá eiginlega
hluta af persónuleika mannanna.
Tvö hljómborð af sömu gerð geta
þannig orðið mjög ólík. Gersamlega
ósambærileg.
Ole: Sumum fínnst til dæmis frá-
leitt að skuli vera hægt að spila á
gítar svo að það hljómi eins og
blokkflauta eða lúður, en í raun og
vera skiptir það engu máli. Ef það
er vel gert og af einhveijum metn-
aði, — ef það gefur einhveijum
eitthvað, þá er það gott. Það er
tónlistin sem skiptir máli.
Nils: Mér finnst þó alltaf best
að koma í sal þar sem á gólfí stend-
ur stór, fallegur og almennilegur
flygill.
Dagskráin o g
framhaldið
Nils: Við spilum mikið af göml-
um, góðum djasslögum, en útsetn-
ingamar geram við flestar í samein-
ingu.
Ole: Svo fljót með fáein lög eftir
Nils. Hann semur líka og þetta er
bara gott hjá stráknum. Ég hef
hins vegar ekkert samið af því sem
við spilum í dúettinum. En við
semjum báðir tónlist sem við spilum
í fönksveitunum okkar. Það er tals-
vert annað en þetta.
Nils: Þessi gömlu verk verða
aldrei gömul í sjálfu sér. Þetta eru
verk sem gefa sífellt kost á að
breyta og bæta við. Þetta er lifandi
tónlist, ekki dauð rútína.
Ole: Og svo eram við á leið heim.
Það hefur verið mikið að gera í
Kaupmannahöfn. síðasta árið. Við
spilum mikið á kaffihúsum hingað
og þangað og á stöku tónleikum.
Köbenhavns jazzfestival bytjar svo
núna í fyrstu vikunni í júlí og stend-
ur í 10 daga. Þá spilum við bókstaf-
lega út um alla borg. Bæði úti og
inni.
Nils: Já, það er nóg að gera. Svo
þurfum við líka að æfa, bæta nýju
efni við dagskrána. Frístundirnar
fara flestar í að hlusta á tónlist,
lesa og æfa, finna nýjar leiðir og
útsetja.
Ole: Sko, við getum ekki spilað
bara sömu lögin og núna þegar við
komum aftur til Islands næsta
sumar. Við ætlum nefnilega að
koma aftur.
— svpáll