Morgunblaðið - 05.07.1986, Síða 15

Morgunblaðið - 05.07.1986, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1986 SLM Ferðafolk Munið okkar frábæru þjónustu í blómum og gjafavör- um; erum í göngugötunni í miðbænum, Hafnarstræti 96, og Verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð, Glerárhverfi. VoriA velkomin. "Laufás, BlómabúÖin Hafnarstræti 96, sími 96-24250 og Sunnuhlíð 12, sími 96-26256. Morgunblaðið/Magnús Gottfreðsson Frá útreiðartúr í Krossaneshaga. Margir ferðamenn trúa því ekki að náttúran þar sé ekki búin til af mannavöldum. „Það sem okkur fslendingum fínnst vem smáatríði eru oft aðalatríði íáugum ferðamanna66 rætt við Reyni Hjartarson sem rekurhestaleigu á Brávöllum AKUREYRI hefur löngum verið nefnd perla Norðurlands. A hverju ári streymir þangað fjöldi ferða- manna , jafnt erlendra sem inn- lendra. Reynir Hjartarson, bóndi á Brávöllum í Eyjafirði, hefur um nokkurt skeið rekið hestaleigu á búi sínu. Að jafnaði eru 20-30 hross til reiðu á hans vegum. Ferða- mönnum gefst kostur á bæði lengri og skemmri ferðum. Blaðamaður Morgunblaðsins heim- sótti Reyni að búi hans fyrir skemmstu. Hann var tekinn tali og fyrst inntur eftir því hvers konar ferðir væri boðið upp á. „Við eru mjög sveigjanleg í samn- ingum hér. Ef ferðamenn vilja fara eitthvert á hestbaki og við teljum það hættulaust, þá verður þeim að ósk sinni. Það má þó segja að einkum sé boðið upp á fems konar ferðir. í fyrsta lagi stutta útreiðartúra, 2-3 klst. Þá er boðið upp á þriggja daga ferðir upp í Barkárdal, en hann er inndalur úr Hörgárdal. Gist er í Baugaseli, en þar er torfbær sem gerður hefur verið upp. Við reynum að gera þetta svolítið þjóðlegt og leggjum áherslu á hina íslensku sér- stöðu. Einu sinni á sumri er farið í langa ferð. Þá er lagt upp frá tveimur stöðum í einu, bæði úr Eyjafirði og Skagafirði. Hóparnir mætast svo á Hörgárdalsheiði og þar er skipt um hesta. Nú, svo förum við nær hvert sem er með fólk ef okkur sýnist það hættulaust. Ég man aðeins eftir einu dæmi þess að ég hafi neitað mönnum um ferð. Það var í vor. Þá komu til mín þýskir ferðalangar sem voru í ein- hvetjum ævintýrahugleiðingum. Þeir höfðu fengið þá hugdettu að ferðast umhverfís Vatnajökul á hestbaki — hafa vafalaust séð jökulinn á korti og fundist tilvalið að fara einn léttan hring! Þetta var náttúrulega helbert feigðarflan svo ég fór hvergi. Að þessari ævintýraferð Þjóðverj- anna slepptri hef ég alltaf reynt að verða við óskum ferðamanna. Lang- flestir þeirra er til okkar leita koma erlendis frá, aðeins tíundi hluti er Islendingar. Algengast er að þetta fólk kunni lítið fyrir sér í hesta- mennsku og þá förum við með það í stutta ferð hér upp í Krossanes- hagann. Þar er mikil náttúruparadís og Qölskrúðugt dýralíf. Til að mynda er hægt að sjá 14-18 fuglategundir að jafnaði þar og svæðið er einnig merkilegt frá jarðfræðilegu sjónar- miði. Við höfum leitast við að grafa upp ýmiss konar þjóðsögur og frá- sagnir sem tengjast þessu svæði og segjum fólki þegar riðið er um hag- ann. Þrátt fýrir nálægðina við Akureyri held ég að því miður hafí fæstir Akureyringar hingað komið. Þeir Helgi Hallgrimsson og Steindór Steindórsson hafa reynt að vekja athygli fólks á þessum vangi, en fram að þessu hafa fáir barið staðinn augum,“ sagði Reynir. Er talið barst að ferðamálum sagði hann að íslendingar gerðu alltof lítið af því að setja sig í spor útlendinga.“ Sannleikurinn er sá að erlendir ferða- menn sem koma til Akureyrar staldra of stutt við. Of margir þeirra koma hingað einungis til að stíga upp í rútu og þeysa til Mývatns. Þetta er ekki jákvæð þróun, því ef rétt væri á málum haldið held ég að lengja mætti dvöl flestra útlendinga hér. En á meðan hér er ekkert við að vera er skiljanlegt að menn séu ekki að staldra við hér lengur en nauðsyn krefur — og meðan þeir stoppa ekki skilja þeir ekki eftir peninga, svo einfalt er það. Ég held að gönguferðir geti átt mikla framtíð fyrir sér. Okkur fínnst það ef til vill fáránlegt, en það sem marga útlendinga vantar er leið- sögn. Mér sýnist það viðhorf vera ríkjandi hjá alltof mörgum íslending- um að þeir vilji hafa gott af ferða- mönnum, en séu ófúsir til að leggja eitthvað á sig til að afla fjárins," sagði Reynir og dæsti. „í ferðamálum okkar dugir ekkert annað en hugarfarsbreyting. Við verðum að átta okkur á því að fæstir útlendir ferðamenn er leggja leið sína hingað koma ekki til að baða sig í sólinni eða gista á meiriháttar hótel- um. Slík gæði geta þeir öðlast annars staðar með minni tilkostnaði. Þegar við hættum að reyna að selja útlend- ingum það sem allir aðrir eru að reyna að selja þeim mun okkur fara að ganga betur. Mín reynsla er til að mynda sú að útlendingar setja ekki veðrið fyrir sig - svo framarlega sem það helst innan vissra marka! Flestir útlendingar eru mun betur búnir gegn veðri og vindum en Íslendingar. Sem dæmi um þetta get ég nefnt nokkra þýska ferðamenn er komu til mín í fyrrasumar og vildu fá að ríða upp á Hlíðarfjall. Ég samþykkti það og þeir voru ekki ánægðir fyrr en við vorum komnir langt upp fyrir snæ- línu. Þá fóru þeir að taka myndir og færðust allir í aukana er veðrið versn- aði — að þeirra sögn var það hápunkt- ur ferðarinnar er fór að snjóa hressi- lega framan í þá. Mér fínnst oft þurfa furðu lítið til að þetta fólk sé ánægt. Við getum selt fólki svo margt sem við metum lítils í dag. Sumir túristanna vilja fyrst og fremst fara fetið, fara jafnvel af baki og hlýða á fuglasönginn. Láta sér slíka hluti nægja. Sumir eru meira að segja sannfærðir um að Krossa- neshaginn sé ekki „ekta“ — fínnst stórfurðulegt að hér skuli vera hægt að fínna „raunveruleg" hreiður með eggjum eða ungum. Margir eru Hka undrandi á því að ekki skuli vera neinir fastákveðnir reiðstígar — eiga að venjast því erlendis að allir verði að fara sömu leið og eiga sekt á hættu ef út af því er brugðið. Þetta eru allt hlutir sem margir Islendingar álíta sjálfsagða en margir ferðamenn eru fúsir til að greiða fyrir að sja. Það er þetta sem þeir sækjast eftir — eitthvað óvænt og spennandi. Við höfum haft það að reglu að blanda aldrei saman hópum. Þarfír fólks eru svo mismunandi að það fær mest út úr ferðinni þegar það getur sjálft stjómað hraðanum. Þetta finnst mér vera sjálfsögð þjónusta. Svo er fólki boðið í molakaffi á eftir og rabbað saman. Við höfum eignast marga góða vini, skrifast á við og jafnvel fengið heimboð frá þessu fólki,“ sagði Reynir er riðið var í hlað á Brávöllum. Hann vatt sér af baki og bauð upp á kaffísopa. „Mín reynsla er sú að margir ferða- menn koma hingað til þess að kynn- ast landinu af eigin raun. Eru margir hveijir búnir að fá nóg af þaulskipu- lögðum pakkaferðum þar sem menn eru eins og síld í tunnu. Það sem okkur finnst vera smáatriði finnst útlendingum oft vera aðalatriði og ef við ætlum að reyna að selja þeim eitthvað er frumforsenda að við get- um sett okkur í þeirra spor.“ -V □AIHAT8U □AIHATBU DAIHATSU bflar í björtum sýningar- sal. Allar gerðir. skiptinqum. almennar Sérhæfing bflavið- í sjálf- Varahlutverslun. BÍLVIRKI SF. Fjölnisgötu 96-23213. 6, 600 Akureyri sími Ibúðirtil sölu: Erum að hefja sölu á 10 íbúðum í fjölbýlishúsi við Melasíðu 6. 3ja og 4ra herbergja íbúðum fylgir bílskúrsréttur. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk, sameign frágengin. DRAUPNISGOTU 7m 23248 - Pósthólf 535 - 602 Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.