Morgunblaðið - 05.07.1986, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.07.1986, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986 B 17 segir Krístján skáld frá Djúpalæk „Ég — gerist svo djarfur að segja að stuðlasétningin sé einn homsteina íslenskrar tungu,“ segir Kristján skáld frá Djúpalæk. Morgunblaðið/Kristinn ► Dreifar af dag- sláttu nefnist ljóða- bók sem bókaútgáfan Skjaldborg gefur út á næstunni. Tilefnið er sjötugsafmæli Krist- jáns frá Djúpalæk 16. júlí næstkomandi. I bókinni verður að finna úrval ljóða úr síðustu fimm ljóða- bókum skáldsins auk 30 ljóða úr nýju óprentuðu handriti. Formála að bókinni skrifar Gísli Jónsson, menntaskólakennari. Ljóðabækur Kristjáns með frumortum ljóðum hans eru nú orðnar 13 að tölu. Að auki hefur svo komið út bókin í víngarðinum, en það er safn kvæða sem Bjami frá Hofteigi valdi úr fyrstu átta ljóðabókum skáldsins. Sagði Kristján í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hann teldi þá eiga sæmilegt yfirlit yfir uppsker- una hjá sér sem ættu þessar tvær bækur; í víngarðinum og Dreifar af dagsláttu. Kristján lét í ljós undrun sína þegar blaðamann Morgunblaðsins bar að garði og vildi fá að spjalla við afmælisbamið um útgáfu bók- arinnar Dreifar af dagsláttu, því menningarvitar þess hefðu nýlega lýst því yfír að til eldri skálda væri ekkert að sækja! „Þetta er þó ekkert annað en orðagjálfur. Það er alltaf eitthvað að sækja til allra rithöfunda og skálda, og þar á meðal þeirra yngri,“ sagði Krist- ján. „Ég hef til dæmis hér í hönd- unum lítið ljóðakver sem heitir Kveðið sér hljóðs. Þar er ungt fólk úr MA á ferðinni með kveðskap sem það nýlega gaf út. Þetta virð- ast vera efnilegir höfundar. Sér- staklega þykir mér gaman að einu þessara skálda, Sigurði Ingólfs- syni, en hann yrkir með stuðlum og rími, og virðist hvergi þurfa að draga úr andagiftinni. Enda er það eitt voðalegasta bull sem sagt hefur verið á íslensku að ekki sé hægt að koma hugsun sinni og andagift óskertri á blað með hinu foma sígilda listformi. Það er að minnsta kosti augljóst að þeir sem hafa slík orð í huga, eða á tungu, hafa ekki lesið „eldri skáldin". Ég vona að gamla formið sé að ryðja sér aftur til rúms og gerist svo djarfur að segja að stuðlasetningin sé einn homsteina íslenskrar tungu. Ég er þess fullviss að þær þjóðir sem glutrað hafa niður þess- ari fomu listhefð vildu talsvert til gefa að hafa hana enn á valdi sínu. Flest erii ljóðin í Dreifar af dag- sláttd stuðluð en nokkur þeirra em þó afbrigði af því, enda er iangt frá því að ég hafí nokkra andúð á órímuðu ljóði. Hinsvegar fínnst mér gæta þess um of að pop- andinn sé að leggja undir sig ljóðið rétt eins og tónlistina. Þessa verður nokkuð mikið vart hjá yngri skáld- um.“ — Þú sagðir í Svæðisútvarp- inu hér á Akureyri fyrir skömmu að lífið væri köttur, maðurinn mús. Hvað áttir þú við þegar þú sagðir þetta? „Þeir sem séð hafa kött veiða mús þurfa enga nánari útskýringu á þessari setningu og þar að auki færa heimsfréttimar okkur heim sanninn um þetta dag hvem. En hitt fór ég að hugleiða eftir á að raunar mætti snúa setningunni við; að maðurinn væri köttur og iífíð mús, og þá meina ég lífíð í víðtækri merkingu. Við göngum heidur ógætilega um vötn og garða lífsins. Ég satt að segja brosi nú heldur kalt af háttstemmdum umræðum um „hvalveiðar í vís- indaskyni“ eftir að Alþingi hafði samþykkt að friða þessi dýr. Nú mér skilst að minnka muni silungs- veiðar Svía eftir Chemobyl-slysið. Sem betur fer munu árnar sem ég fylgist með hér í Eyjafírði að mestu hreinar. Við lesum um skógana í Þýskalandi og við getum borið saman Island fyrr og nú, áður var allt viði vaxið, og hin stóm sár heiða og öræfa nú. En setningin stendur óhögguð; lífið er köttur, maðurinn mús.“ — Er viðfang ljóðanna kannski eitthvað í tengslum við þessa setningu, eru nýju Ijóðin í bókinni tengd einhverju ákveðnu þema? „Nei, svo er ekki. Það virðist sem ein af kröfum nútímans sé að ljóðabók beri einhvem samfelldan tón. Ljóðið er mér tjáning tilfínn- inga og þær eru hreint ekki alltaf hinar sömu. Ég er glaður og yrki létt, hryggur og ljóðið er tjáning þess, stundum reiður, stundum elska ég allt. Þeir sem kreQast einhverjar samhljóma síbylju í einni bók þekkja ekki vitund til skálds. Hins vegar er vitanlega hægt að setjast niður og flétta reipi úr gráum sandi, það yrði samstæð bók. Ég yrki eins og andinn gefur hverju sinni og það gildir um þessa bók eins og allar hinar.“ Að þessum orðum töluðum er kominn tími til að kveðja og skáldið gefur góðfúslega leyfí til að ljóðið Dagslátta verði birt með samtal- inu. Dagslátta Ég þótti aldrei slyngur sláttumaður, ég slæptist, þurfti oft að brýna ljáinn. Ogstundumvarégstarfslausvegnaþreytu, * studdist við orfíð, horfði út í bláinn. Og hey mitt ýmist hrakið eða fokið. Hér stend ég þó í teigi tveimur fótum, í trássi við bæði mollulogn og rokið. Drengur minn kæri Og dagsláttunni lokið. I Akureyringar — norðlendingar jlMú er komin | raftækjaverslun I ímiðbæinn Vekjum sérstaka athygli á EUMENIA-þvottavél- inni. „Gullbaminu“ sem er bylting í framleiðslu þvottavéla, lítil, létt og fljótvirk. Þú borgar aðeins fyrir gæðin, ekki stærðina. Við seljum öll helstu vörumerkin svo sem: Ignis • Nilfisk • Girmi • Moulinex • Braun • Philips • Kalorik • Holland Elec- tro • Famuluso.fi. Sérstök þjónusta fyrir Nilfisk-eigendur. Verslið við fagmanninn. Ath. Við erum á Brekku- | götu 7, Akureyri. 1961,25 ára 1986. cPedIðmyníítr, SlMI 96-23520 - PÖSTHÖLF 238 - 602 AKUREYRI cFeái6niyndiry SlMI 96-23520 - PÖSTHÓLF 238 - 602 AKUREYRI Filman inn kl. 10.45. Tilbúin kl. 16.30. Farðu vel með myndimar þfnar og settu þær í albúm. Við höfum úrval af myndaalbúmum af ýmsum stærðum og gerðum handa þér. Pedromyndir, ljósmyndaþjónusta Hafnarstræti 98, sími 23520. ^Pe&omyndir’ ^PeáiSmyndir SlMI 96-23520 - PÓSTHÓLF 238 - 602 AKUREYRI S*MI 96-23520 - PÓSTHÓLF 238 - 602 AKUREYRI l ✓

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.