Morgunblaðið - 05.07.1986, Page 18
m_ 11. ?PP, i.VTT. i VI/ :v4--T-.
18 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1986
Morgunblaðið/Kristinn
Skákstrákarnir frá Akureyri sem fara til Bandaríkjanna, frá vinstri: Skafti Ingimarsson, Rúnar Sigur-
pálsson, Tómas Hermannsson og Bogi Pálsson.
Óskenwitilegast
aö fella kónginn
— spjallað við fjóra unga skákmenn sem eru á leið til
Bandaríkjanna að tefla við jafnaldra sína
V
ISLENDINGAR hafa æ oftar verið í sviðsljósinu vegna glæsilegs
árangurs í skák og þótt ná betri árangri með hveiju árinu sem liðið
hefur. Fjöldi íslenskra stórmeistara hefur aldrei verið meiri og alltaf
má heyra fleiri og fleiri unga skákmenn nefnda sem stórefnilega.
Flestir eru þessir ungu menn frá höfuðborgarsvæðinu en þó er ekki
svo að skák sé ekki iðkuð utan þess og nú er svo komið að á Akur-
eyri hafa komið fram á sjónarsviðið fjórir ungir piltar sem hafa
unnið sér það til frægðar að hafa verið valdir í 20 manna unglinga-
sveit sem um miðjan þennan mánuð heldur til Bandaríkjanna að
tefla við jafnaldra sina þar.
Þessir ungu drengir heita Bogi
Pálsson, 14 ára, Rúnar Sigurpáls-
son, 13 ára, Skafti Ingimarsson,
14 ára, og Tómas Hermannsson,
14 ára. Ungir að árum fengu þeir
að kynnast leyndardómum mann-
taflsins og brátt kom að því að
íþróttin átti hug þeirra allan.
Það var síðan eina kvöldstund
þegar færi gafst að blaðamaður
Morgunblaðsins hitti þá félaga að
máli ásamt Þór Valtýssyni, kenn-
ara, en hann hefur átt sinn þátt í
því að efla áhuga ungra drengja á
skákiðkun á Akureyri.
Drengimir voru fyrst að því
spurðir hvernig þeim litist á að fara
alla leið til Bandaríkjanna til þess
að taka nokkrar bröndóttar. „Okkur
líst bara vel á það,“ sagði Tómas,
„við erum allsendis óhræddir að
tefla við þá,“ bætti Rúnar við,
snöggur upp á lagið.
Nú eru ekki nema fimm í þessum
tuttugu manna hópi sem búa utan
höfuðborgarsvæðisins, ogþar af eru
þið flórir frá Akureyri. Stendur
skáklíf með svona miklum blóma
hér?
Þeir velta spurningunni svolitla
stund fyrir sér en komast síðan að
þeirri niðurstöðu að það hljóti eigin-
lega að vera. „Það vantar samt
fleiri mót fyrir okkur," segir Skafti,
„það eru alltaf þeir sömu sem við
er að etja og þegar til lengdar lætur
er það ekki mjög skemmtilegt." Þór
Valtýsson, kennari þeirra, lætur
þess þó getið að ekki megi taka
þessi orð of bókstaflega því fyrir
utan öll þau mót sem haldin eru í
skólunum þá sé haldið haustmót,
Akureyrarmót, Skákþing Norðlend-
inga og Minningarmót um Júlíus
Bogason. „Það er hins vegar nokk-
uð Ijóst að möguleikarnir úti á landi
eru ekki þeir sömu og hjá skák-
áhugamönnum í Reykjavík," segir
Þór. „Svo er til dæmis ekki hægt
að kaupa neinar skákbækur hér á
Akureyri," segir Rúnar og félagar
hans taka undir það og fínnst
greinilega súrt í broti að geta ekki
fylgst með af fuilum krafti. „Það
er bara í Reykjavík sem hægt er
að kaupa skákblöð eins og Informa-
tor og News in Chess," bætir einn
þeirra við.
En skyldi ekki fara mikill tími í
að lesa allar þessar skákbækur og
kynna sér allar nýjungamar í blöð-
urtum, tekur skákiðkunin ekki
mikinn tíma frá skólanáminu á
vetuma?
Jú, allir em þeir á sama máli
hvað það varðar en fínnst það alveg
þess virði. „Það þýðir ekkert að
verða eftirbátur hinna," segir einn
þeirra, „og láta þá vinna hvað eftir
annað. Það verður að fylgjast með
og það tekur tírna." Og allir em
þeir sammála um að óskemmtileg-
ast sé að þurfa að fella kónginn.
Það hefur oft viljað brenna við
að menn haldi að ekki þurfí annað
en taflmenn, sextíu og íjóra svarta
' og hvita reiti og síðan tvo menn til
að stýra taflmönnunum en til þess
að hægt sé að stuðla að skáklífi
þarf meira að koma tii og því er
ekki úr vegi að spyija hvernig
aðstaða skákmanna á Akureyri sé?
„Aðstaðan er nokkuð góð,“ segir
Þór, „en var samt betri fyrir fáein-
um ámm, þegar skákfélagið hafði
fuli afnot af húsi við Strandgötuna,
sem síðan var rifíð vegna skipulags-
breytinga. Síðan þá hefur unglinga-
starfíð innan félagsins ekki staðið
með sama bióma. Áður en við
misstum húsið þá vomm við með
að meðaltali 40 unglinga á hverri
æfingu en í vetur sem leið vom það
ekki nema um 15 strákar sem
mættu að jafnaði. Ég held að það
hafí mikið að segja að félagsskapur
af þessu tagi hafí húsnæði þar sem
hægt er að standa fyrir skákmótum,
koma upp safni skákbóka og tíma-
rita, og jafnframt halda uppi ein-
hverskonar félagsstarfsemi í
tengslum við starfíð. Það hefur
einnig háð starfsemi skákfélagsins
hversu fáir era raunvemlega reiðu-
búnir til að sinna félagsstarfínu af
miklum krafti, en eins og allir þeir
þekkja sem nálægt félagsstarfí hafa
komið þá er það mjög tímafrekt.
Við höfum hins vegar verið svo
heppnir að hafa drífandi mann sem
formann félagsins, Gylfa Þórhalls-
son, og honum eiga skákmenn á
Akureyri mikið að þakka,“ sagði
Þór. „Það þyrfti eiginlega að fá
nokkra Gylfa í viðbót," heyrist einn
Ameríkufarinn segja. „Yfirvöld
hafa hins vegar sýnt málefnum
Skákfélagsins mikinn skilning og
hafa verið jákvæð í okkar garð,“
heldur Þór áfram frásögn sinni, „og
nú er verið að vinna að því að fínna
húsnæði handa okkur."
Drengimir halda til Bandaríkj-
anna 13. júlí og verða þar í rúma
viku. Þeir mæta jafnöldmm sínum
þar vestra sem stundum hafa verið
kallaðir „strákamir hans Collins",
en þeir hafa iðkað skáklistina undir
hans stjóm, og má þess geta að
Collins þessi var einn af fylgifískum
Fischers hér á landi er hann varð
heimsmeistari.
Að Iokum em hér fjórar skákir
sem þeir Bogi, Rúnar, Skafti og
Tómas vom svo vinsamlegir að
hafa með sér, áhugamönnum um
skák sér til dægradvalar. Skýringar
við skákimar em þeirra.
Þúr Valtýsson kennari.
1. skák
Skafti Ingimarsson tefldi þess
skák á haustmóti Skákfélags Akur-
eyrar árið 1984, og stýrir hann
svörtu mönnunum.
1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rc3
— Bb4,4. a3 — Bxc3
Nú er upp komið svonefnt
Samisch-afbrigði.
5. bxc3 — d5,6. Bg5 — dxc4!?
Betra var að leika hér Rbd7.
7. e4 - Dd7, 8. f3 - c6, 9. Bxc4
- b6, 10. Re2 - Bb7, II. Bb3 -
Dc7,12.0-0 — Rbd7
Hvítur hefur nú fengið rúmt og
gott tafl út ur byijuninni.
13. Rg3 - 0-0, 14. Bc2 - e5, 15.
Dd3-g6?!
Þessi leikur svarts var óþarfa
veiking.
16. f4 i
Með þessum leik hyggur hvítur
á sóknaraðgerðir.
16. — exd4,17. cxd4 — Hac8.
Svartur undirbýr nú að leika peði
á c5-reitinn.
18. Hf2 - Rg4! 19. Hf3 - f6, 20.
Bh4 - c5!? 21. d5 - c4, 22. Dd2?
- c3! 23. De2 - Dc5+ 24. Khl -
Ba6! 25. Dxa6? - Rf2+ 26. Hxf2
— Dxf2,27. De2 —Dxf4
Svartur vinnur nú skiptamun.
28. Rf5 - gxf5, 29. Bg3 - Dd2,
30. Hel - Dxe2, 31. Hxe2 - He8
og svartur vann.
2. skák
Hvítt: Rúnar Sigurpálsson
Svart: Sveinbjöm Sigurðsson
Skákin var tefld á Skákþingi
Akureyrar á þessu ári.
1. e4 —c6
Það er greinilegt að svartur kýs
að tefla Caro-Kann-vömina, sem
stundum hefur verið nefnd vörn
fátæka mannsins, af skiljanlegum
ástæðum.
2. d4 — d5,3. exd5 — cxd5
Hvítur teflir uppskiptaafbrigðið.
4. Bd3 - Rc6, 5. Be3 - Db6
Hvítur fer ótroðnar slóðir. Al-
gengara er að hvítur leiki í fímmta
leik sínum peði til c3.
6. Rc3 - e6, 7. a3 - a6, 8. Rf3
- Bd6, 9. 0-0 - Rf6, 10. Re5 -
Dc7,11. f4 - 0-0,12. Hf3 - g6
Hvítur hyggst nú blása til sóknar
á kóngsvæng.
13. Del - Rh5, 14. g4 - Rg7,
15. Hh3 - f6?, 16. Dh4! - Rf5,
17. gxf5 — fxe5, 18. fxe5 — Rxeö,
19. dxe5 — Bxe5, 20. fxg6 —
hxg6, 21. Dxg6 — Bf6, 22. Dg4
- e5, 23. Bh7+ - Kf7, 24. Bg6+
- Ke6, 25. Re4+ - dxe4, 26.
Hdl+ - Kc6, 27. Dxe4 - Kb5,
28. Dd5+ - Ka4, 29. Db3+ og
svartur gaf.
3. skák
Hvítt: Þór Valtýsson
Svart: Bogi Pálsson
1. D4 - Rf6, 2. Rf3 - e6, 3. Bg5
- Be7, 4. Bxf6 — Bxf6, 5. e4 —
d6, 6. c3 - Rd7, 7. Bd7 - b6,
8.0-0-0-0,9. e5
Hvítur fómar hér peði en vinnur
það síðan í framhaldinu.
9. — dxe5, 10. dxe5 — Rxe5, 11.
Rxe5 — Bxe5, 12. Bxh7 — Kxh7,
13. Dh5+ - Kg8, 14. Dxe5 -
Bb7,15. f3?!
Þetta er fremur vafasamur leikur
því hvítur lokar skálínu biskupsins.
Eins veldur þessi leikur veikingu á
annarri reitaröð, sem síðar reynist
hvítum dýrkeypt.
15. - Dd7, 16. Ra3 - Hfd8, 17.
Dg3 - Ba6, 18. Hel - Dd2, 19.
Dxc7
Slæmur afleikur hjá hvítum því
þessi leikur leiðir til taps á léttum
manni.
19. — Dxb2,20. De7
Ekki dugði hvítum að leika Rc4
vegna framhaldsins: 20. — Dxc3,
21. Hacl - Dd4+ 22. Khl - Hc8
og hvítur tapar manni.
20. - Hd2, 21. Dg5 - Had8, 22.
Khl — Dxa3, 23. h4 — Dxc3, 24.
Hacl - Df6, 25. Dg4 - Dh6, 26.
Da4 - H2d4, 27. Dxa6 - Hxh4+
28. Kgl - Hhl+ 29. Kf2 - Hd2+
og svartur gafst upp um leið, enda
með vonlausa stöðu.
4. skák
Hvítt: Tómas Hermannsson
Svart: Árni Þór Kristjánsson
Þessi skák var tefld á móti sem
fram fór á milli Skákfélags Akur-
eyrar og Búnaðarbanka íslands.
1. d4 - d5, 2. c4 - e6, 3. Rc3 -
Rf6, 4. Bg5 - Be7, 5. e3 - 0-0,
6. Rf3 - Rbd7, 7. Dc2 - c5, 8.
0-0-0 — cxd4
Allt er þetta innan marka „teórí-
unnar" en algengara er þó að svart-
ur leiki Da5 í stað þess að drepa á
d4-reitnum.
9. exd4 — dxc4
Það hefði mátt Iáta þessi upp-
skipti bíða betri tíma.
10. Bxc4 — Rd5,11. Bxe7 — Rxe7
Ekki hefði reynst svörtum nægi-
lega vel að leika Dxe7 því þá hefði
hvítur drepið með riddara á d5 og
svartur þar með tapað peði.
12. h4
Hvítur hyggur á sóknaraðgerðir
á kóngsvæng.
12. - h6,13. g4 - Rb6,14. Bb3
Ekki hefði reynst jafnvel að leika
Bd3.
14. - Rbd5, 15. h5 - Rxc3, 16.
bxc3 — Rd5, 17. g5! — hxg5, 18.
Hdgl - Dc7,19. Kb2 - b5
Svartur reynir að ná mótspili á
drottningarvæng.
20. Hxg5
Betri leikur en til dæmis Rxg5.
20. - f6, 21. Hxd5 - exd5, 22.
Bxd5+
Svartur er nú kominn með tapaða
stöðu.
22. - Hf7, 23. Bxa8 - Df4, 24.
Bd5 - Kf8, 25. Rh4 - Hc7?? 26.
Rg6+ og svartur gafst upp.