Morgunblaðið - 05.07.1986, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986
B 19
Ólöf Ýr Atladóttir
Sigurður Ingólfsson
Ug-gi Jónsson
Kveðið sér hlióðs
ÞRJÚ ung skáld kváðu sér hljóðs
á dögunum á Akureyri er bókin
„Kveðið sér hljóðs“ kom út. Þau
eru Ólöf Ýr Atladóttir, Sigurður
Ingólfsson og Uggi JÓnsson. Tvö
þau fyrrnefndu útskrifuðust sem
stúdentar frá MA þann 17. júní
en Uggi var í næst efsta bekk
sama skóla í vetur. Gefin voru út
300 tölusett eintök af bókinni og
hefur megnið af upplaginu selst
nújþegar.
_ I formála segja höfundar m.a.:
„í kveri þessu er að finna skrif
þriggja höfunda, sem fyrir tilviljun
hittust, þá þeir áttu hver í sínu
pokahomi bókarkom. Ákváðu þeir
í samræmi við nýjustu tísku á Fróni
að gefa út stórbók eða öllu heldur
stórbókarkom, en sú komtegund
mun harla fágæt á Fróni. Bókar-
komið skemmist ekki við geymslu,
en athuga ber að ekki er hægt að
brugga úr því . . . nema launráð
ef til vill.“
Morgunblaðið hefur fengið leyfí
höfundanna þriggja til að birta ljóð
úr bókinni og fara þau hér á eftir,
tvö eftir hvert þeirra, en þess má
geta að þremenningarnir lásu
frumsamin ljóð á M-hátíðinni í
íþróttaskemmunni á Akureyri fyrir
nokkru.
Ólöf Ýr Atladóttir
Framtíðarsýn
sumarið 1986
Krossgötur.
Ólíkar
merkingar
ágötuskiltunum.
Götumar
mis-greiðfærar.
Þó
sýnir leiðarvísirinn
aðþær
liggjaallar
aðsömublindgötunni.
Skýjaborgir
Rísaborgir
hrannast upp
hrattogauðveldlega.
Hrynja borgir
flosna upp
hverfa
útíbláinn.
Eftir
eraðeins
opið sár
vonarinnar
sem þærerureistará.
Sigurður Ingólfsson
Oður til gamallar
verkakonu
Þú ert skorpin, þú ert ósköp lúin.
Þú varst eitt sinn gefin fyrir vín.
En núna ertu öllum gæðum rúin
og átt að hvílast, veslings lifrin mín.
En ég hef frétt að úti, í öðmm löndum,
menn eygi von um nýtt og betra líf.
Þeir stundi „livertransplant"
högum höndum
—og hjálparlæknar séu fögur víf.
Og því skal haldið út til öðlings handa
sem út þigrifa, gamla hróið mitt
Þeir blanda sama formalíni og landa
°g ieggja þig svo oní glasið þitt.
Og þar þú bíður eftir efsta degi
og ólgar tryllt, af víni gegnumsýrð.
Þá upp þú stígur, upp af þínum legi,
og inn í himins skorpulausu dýrð.
Tilbrigði við
málverk
(Marcelle Lindner,
eftir Lautrec)
Hún dansar tryllt af tónum gítars strengja
og töfrar menn og hlær til ungra drengja.
Hárið liðast logagyUt
Hún er drottning. Hún er líf og dauði.
Hennar bros er þrungið lífsins auði.
Augun glampa af æði villt.
Um hálsinn ber hún gullband gleymdra
vona,
og pilsins faldur feykist til
og fótur hennar skrifar orð í sandinn.
Þá glymur tónn af gítars strengjum
þöndum.
Hún gengur, dansar hratt á lífsins
söndum
ogþurrkarút sínoið
svo ekkert virðist lifa eftir dansinn.
Hún fordæmdi ekkert, felldi engan dóm
en fann sér gleði bak við gítarhljóm
ogdansaði um lífíð léttum fæti
og lifði, elskaði og grét og hló.
Og eftir dansinn, eftir glaum og læti
hún út af sviði lífsins gekk og dó.
Uggi Jónsson
Að týnast
I
Stundum finnst mér ég vera að týnast.
Mér líður einsog regndropa sem fellur í
hafíð. Regndropinn tapar sérstöðu sinni,
ferskleika sínum og samlagast hafinu þegar
selta þess smýgur inn í hann og gerir hann
eins og aðra dropa í hafinu. Eg mun engu
máli skipta - ég verð aðeins dropi í hafínu.
II
Stundum fínnst mér ég vera að týnast.
Mér líður einsog agnarsmáum skýhnoðra á
leið inn í dimma þoku. Ég tapa sjálfum mér
í þokunni, renn saman við hana og mun
aldrei komast í mitt fyrra horf - verð
aðeins þoka upp frá því.
III
Stundum finnst mér ég vera að týnast
Mér líður einsog ísjaka í hringiðu. ísjakinn
hringsnýst í iðukastinu. Ég verð æ minni
og hringimir einnig. Að lokum leysist ég
upp eða sogast niður um iðuna miðja -
alltént eyðist ég og hverf.
VonlII
égvildiaðéggæti
svikið og blekkt
sjálfsblekkingu mína
- sýnt sjálfúm mér
aðéger
VonlV
égvildiaðéggæti
heyrt hvert hljóð
séðallt
—sýntsjálfummér
aðtilveraner
ÞAU VOLDU
NORÐURMYND
HVAÐ
MEÐ
ÞIG?
nonðun
mynd
LJÓSMYN oastofa
Sími 96-22807 • Pósthólf 464
Glerárgötu 20 • 602 Akureyri
Við Ráðhústorg
Opið kl. 10-18.
Kaffihlaðborð á sunnudögum kl. 14-18.
Léttir réttir í hádeginu.
Expresso — Mokka — Capuccino.
<
llTomið
c
'e'
FLUGLEIDIR
Eina sérverslunin
með snyrtivörur í miðbæ Akureyrar.
Snyrtisérfræðingur ávallt á staðnum.
Mikið úrval af snyrtivörum, sólarvörum,
sokkabuxum og ilmvötnum.
Vörusalan,
Hafnarstræti 104.
AkuceycacApclek
O. C. THORARENSEN
HflFNflRSTRíTI 104
Akureyringar, ferðamenn,
eigum ávallt sjúkrakassa
fyrir heimilið og bílinn.