Morgunblaðið - 10.07.1986, Page 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKDPTIXIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986
HaguaðurÁr-
mannsfells
5,8 millj. kr.
ÁRMANNSFELL hf. áætlar að
leita eftir tiltölulega stórum
byggingaráfanga í íbúðarhús-
næði, eftir því sem fram kemur
i frétt frá fyrirtækinu og gengst
félagið fyrir skoðanakönnun um
þarfir og óskir einstakra kaup-
endahópa vegna þessa. Hagnað-
ur á síðasta ári nam 5,8
milljónum króna.
2»
m
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins munu
ferma til íslands á næstunni
sem hér segir:
AARHUS:
Alla þriðjudaga.
SVENDBORG:
Alla miðvikudaga.
KAUPMANNAHÖFN:
Alla fimmtudaga.
GAUTABORG:
Alla föstudaga.
MOSS:
Alla laugardaga.
LARVIK:
Alla laugardaga.
HULL:
Alla mánudaga.
ANTWERPEN:
Alla þriðjudaga.
ROTTERDAM:
Alla þriðjudaga.
HAMBORG:
Alla miðvikudaga.
HELSINKI:
Hvassafell ......... 18/7
GLOUCESTER:
Jökulfell .......... 12/8
NEW YORK:
Jökulfell .......... 13/8
PORTSMOUTH:
Jökulfell .......... 10/7
Jökulfell .......... 14/8
ST. JOHNS:
Jökulfell ........... 6/8
SKIPADEILDSAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
s»nartm®,i6
2077
AUGLÝSINGASTOFA
MYNDAMÓTAHF
Aðalfundur Ármannsfells, fyrir
árið 1985, var haldinn nýlega og í
skýrslu stjómar kom fram að hagur
félagsins var góður á árinu og verk-
efni næg fram á næsta ár. Auk
þess er fyrirtækið eitt af fáum í
byggingariðnaði sem bætir við sig
starfsmönnum um þessar mundir.
Helstu verkefni eru hús Ríkisút-
varpsins við Efstaleiti, Listasafn
íslands og bygging íbúðarhúsa fyr-
ir samtök aldraðra við Bólstaðarhlíð
og Dalbraut, en þeim er skilað full-
búnum til kaupenda.
í fréttinni segir ennfremur að
þótt fyrirtækið sé ungt að árum sé
það samt eitt af elstu starfandi fyr-
irtækjum í byggingariðnaði og
verktakastarfsemi og sýni það betur
en annað hve miklar sveiflur séu í
þessari atvinnugrein. „Ármannsfelli
hefur tekist að standa af sér og
aðiaga sig sveiflum á ferli sínum
þannig að frá stofnun hefur verið
hagnaður af rekstrinum. Unnið hef-
ur verið að tölvuvæðingu rekstrar-
ins, einkum á sviði verkbókhalds
og kostnaðareftirlits, sem miklar
vonir eru bundnar við og er það
reyndar farið að skila umtalsverð-
um árangri nú þegar. Hagnaður af
rekstri 1985 var 5,8 milljónir
króna."
Á aðalfundinum var samþykkt
tillaga um að flölga í stjóm um 2
menn. Nýkjörin stjóm er þannig
skipuð að Guðmundur Ármannsson
er formaður en aðrir í stjóm em
Ármann Ö. Armannsson, Stefán
Friðfinnsson, Gunnar Lárusson og
Haukur Magnússon.
ISLAND — Frá afhendingu tölvanna, f.v. Áki Jónsson, framkvæmdastjóri Aco hf., Jón Þór Þór-
hallsson, dósent og fulltrúar nemenda, þau Jóhanna Sveinsdóttir og Kristinn Gylfi Jónsson.
Aco gefur viðskiptadeild
HÍfimm Island PC-tölvur
VIÐSKIPTADEILD Háskóla
íslands bárust í síðustu viku að
gjöf fimm einkatölvur af gerð-
inni Island PC frá Aco hf. Þessi
tegund tölva hefur mjög rutt
sér til rúms hér á landi, enda
þykir hún mjög góð og ekki
spillir fyrir að hún er á góðu
verði. Á rúmu ári hafa selst hér
meira en 400 Island-tölvur til
fjölda aðila, einstaklinga og
fyrirtækja.
Viðskiptadeildin mun brátt
flytja í húsnæði það, sem Verslun-
arskóli Islands var í. Þar verður
komið á fót upplýsinga- og tölvu-
deild og verða þar staðsettar
tölvur af Qölmörgum tegundum.
Aðsókn í deildina hefur vaxið
mjög mikið á síðustu árum og
hefur það valdið því, að tölvukost-
urinn hefur vart getað annað
kennsluþörfinni. Hefur það einna
helst komið niður á nemum á
fyrsta ári. Fyrsta árs nemar í við-
skiptafræði leituðu í vor eftir
tölvugjöfum hjá innflytjendum. I
samráði við kennara varð niður-
staðan sú að Aco hf. ákvað að
gefa deildinni 5 tölvur af Island-
gerð.
Áki Jónsson, forstjóri Aco hf.,
afhenti tölvumar fimm í síðustu
viku og tók Jón Þór Þórhallsson,
dósent, við þeim fyrir hönd deild-
arinnar, að viðstöddum fulltrúum
nemenda. Deildin hefur nú yfir
20 tölvum af ýmsum tegundum
að ráða.
Fyrirtækið Aco hf. var stofnað
1974. Tveim árum síðar festi Áki
Jónsson kaup á því og hefur rek-
ið það síðan. Fyrirtækið skiptist
í tvær deildir, það er tölvudeild
og prentdeild. Það flytur inn setn-
ingartölvur af gerðinni Linotype,
Eskofot ljósmyndavörur, fjölda
grafískra efna og raunar öll tæki
til prentiðnaðar og auglýsinga-
gerðar.
Aco hf. flytur inn stórar tölvur
frá Burroughs Corp. og minitölvur
frá Stride Micro ásamt PC-vélum
frá Taiwan. Fyrirtækið rekur
þjónustudeild sem annast alla við-
haldsþjónustu á þeim vélum sem
það selur.
Fjármagnsmarkaður
Viðskipti á verðbréfaþingi maí ogjúní
Viðskipti á Verðbréfaþingi íslands hófust í marsmánuði síðastliðn-
um. Meðfylgjandi yfirlit sýnir viðskipti á þinginu í maí og júní en
í viðskiptablaðinu 29. maí var yfirlit yfir mars og april.
U) (2) (3) (4) (5)
Einkenni Viðskipti Verðíkr. Raun-
flokks dags þús.kr. pr.100 nýkr. ávöxtun
SP1972/2 2/5 108,9 21777,23 8,29
SP1973/1 2/5 32,0 15975,14 8,92
SP1973/2 2/5 161,1 14644,96 9,01
SP1974/1 2/5 43,4 9641,32 9,28
SP1977/2 2/5 206,2 3172,91 8,76
SP1979/2 2/5 92,3 1318,20 8,75
SP1980/2 2/5 34,4 860,65 8,72
SP1981/2 2/5 110,4 552,24 8,33
SP1984/3 2/5 33,7 168,58 8,82
SP1979/1 9/5 2012,8 1691,45 8,01
SP1981/2 14/5 110,9 554,50 9,28
SP1985/1A 14/5 105,7 151,00 9,29
SPl 985/2A 14/5 51,1 115,80 9,19
SP1979/2 16/5 46,5 1328,00 8,31
SP1985/2A 16/5 57,9 115,80 9,22
SP1973/1 20/5 24,1 10692,44 8,82
SP1975/2 20/5 110,5 5526,60 8,38
SP1977/2 20/5 95,9 3197,12 8,23
SP1978/1 20/5 133,5 2518,00 8,66
SP1978/2 20/5 94,0 2042,47 8,23
SP1979/1 20/5 22,0 1690,98 8,57
SP1979/2 20/5 6,6 1328,35 8,22
SP1980/2 20/5 43,5 869,49 8,29
SP1985/1A 20/5 106,2 151,68 9,03
SP1985/2A 20/5 23,2 151,82 9,21
SPl 980/2 28/5 17,5 875,61 8,31
Viðskipti í maí 3884,3
SP1986/1A6AR 12/6 21,5 107,26 9,54
SP1977/2 13/6 9.7 3225,93 9,56
SP1978/2 13/6 546,1 2060,87 9,56
SP1981/2 13/6 5,7 565,10 8,64
SPl 984/2 13/6 160,6 178,39 9,03
SP1985/2A 13/6 58,8 117,61 9,25
SPl972/2 18/6 88,6 22159,74 9,45
SP1973/1 18/6 81,3 16267,34 9,15
SP1975/1 18/6 231,2 7458,95 9,00
SP1981/2 18/6 56,7 566,87 8,55
SP1984/2 18/6 35,8 178,98 9,00
SP1985/1A 18/6 30,9 154,40 9,12
SP1985/2A 18/6 224,2 118,00 9,24
SP1978/1 25/6 76,9 2562,05 8,68
SP1979/1 25/6 86,0 1720,95 8,54
SP1986/1A6AR 30/6 4411,6 110,29 9,20
SP1973/1 30/6 98,2 16358,76 9,13
SP1977/2 30/6 52,0 3251,10 9,59
SP1981/2 30/6 170,8 569,39 9,46
SP1983/1 30/6 2,9 294,94 9,20
SP1984/1 30/6 22,8 189,59 9,18
Viðskipti í júní 6472,3
Skýringar:
Einkenni bréfs í dálki (1) er skammstöfun. Dæmi SPl979/1: Spariskírteini ríkis-
sjóðs 1. flokkur 1979.
í dálki (4) er sýnt viðskiptaverð, án þóknunar.
Raunávöxtun í dálki (5) er sú ávöxtun, sem kaupandi fær ef hann heldur bréfunum
til hagstæðasta innlausnardags. Ekki er tekið tillit til þóknunar.
NÝffi
SÍMANÚMER
69-fíÍOQ
Auglýsingar22480
Afgreiðsla 83033