Morgunblaðið - 10.07.1986, Side 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, VTOSKIPTÍ/iöVINNULÍF FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986
EJretland
SALA RÍKISFYRIRTÆKJA — Thatcher, forsœtisráðherra Bretlands hefur lagt mikið kapp á að selja fyrirtæki í eign ríkisins. Frá því hún
tók við völdum árið 1979 hafa mörg fyrirtæki í eigu ríksins verið seld einstaklingum, en það er margt sem bendir til þess að erfitt verði um
sölu á fyrirtækjum á næstunni og á síðustu stundu hefur verið hætt við sölu.
Á brattan að sækja í
sölu ríkisfyrirtækja
RÍKISSTJÓRN brezka íhalds-
flokksins undir forsæti Margaret
Thatcher hefur lagt ríka áherzlu
á sölu ríkisfyrirtækja til einkaað-
ila frá því hún tók við völdum i
maí 1979, en tregða er nú hlaup-
in í viðskiptin og salan ekki jafn
auðveld og áður.
Á fyrstu sex stjómarárunum
kepptust einstaklingar og fjárfest-
ingaaðilar við að kaupa upp hluta-
bréf fyrrum ríkisfyrirtækja á borð
við Amersham International PLC,
British Telecommunications PLC
og Cable & Wireless PLC auk um
12 annarra ríkisfyrirtækja sem þá
voru seld einkaaðilum á hagstæðu
verði.
En um miðjan júní sl. frestaði
ríkisstjómin um ótiltekinn tíma að
selja vopnasmiðjumar Royal Ordn-
ance PLC, sem fyrirhugað var að
leysa úr ríkiseign í sumar. Á undan-
fömum mánuðum hefur einnig
verið hætt við á síðustu stundu að
selja ríkisflugfélagið British Air-
ways og Land Rover og Leyland
Tmcks-deildir bílasmiðjanna BL
PLC (British Leyland).
Þessar frestanir hafa aukið
þrýsting á ríkisstjómina, sem reikn-
að hafði með tekjum upp á 4,75
milijarða punda (rúmlega 300 millj-
arða króna) af eignasölu fyrir
apríllok. En margskonar erfíðleikar
em framundan.
Sala óvíss
Með því að hraða sölu ríkisfyrir-
tækja án þess að salan hafí verið
nægilega undirbúin á ríkisstjómin
á hættu að lenda í svipuðum vand-
ræðum og með Royal Ordnance í
fyrra mánuði. Sem dæmi má nefna
að salan á ýmsum svæðis-vatnsveit-
um, sem átti að hefjast á næsta
ári og reiknað var með að færði
ríkissjóði í það minnsta 5 milljarða
punda (um 317 miiljarða króna),
er nú í óvissu vegna andstöðu
stjómenda þeirra við þær fyrirætl-
anir yfírvalda að selja veitumar
hverja fyrir sig á mörgum ámm.
Jafnvel þótt sala á ríkisfyrirtækj-
um hafí verið vandlega undirbúin
er vafasamt að verðbréfamarkað-
imir geti tekið við svo miklu
framboði hlutabréfa til sölu á
skömmum tíma. Reiknað er með
að salan á gasfélaginu British Gas
færi ríkissjóði tvo milljarða punda
(um 127 milljarða króna) í haust
þegar þriðjungur hlutabréfanna
verður boðinn til sölu. Félagið verð-
ur selt í þrennu lagi og nemur
söluverðið alls sex milljörðum
punda (um 380 milljörðum króna).
Er það hæsta verð sem fengizt
hefur í nokkm landi fyrir ríkiseign
til þessa.
Haldi ríkisstjóm Thatchers ekki
þeirri stórhuga tímasetningu sem
hún hefur ákveðið varðandi sölu
ríkisfyrirtækja, minnka þær ríkis-
tekjur sem ætlaðar vom til að
standa undir skattalækkunum, eða
jafnvel til að tryggja að skattar
hækkuðu ekki frá því sem nú er,
fram að næstu þingkosningum, sem
eiga að fara fram eigi síðar en í
júní 1988. Rýmun ríkistekna af
olíuvinnslu í Norðursjó, sem áætlað
er að minnki um helming í ár niður
í 6 milljarða punda, eykur enn á
þörf ríkisstjómarinnar fyrir tekjur
af sölu ríkiseigna. En sumir halda
því fram að með því að ana út í
sölu ríkisfyrirtækja til að halda
tímaáætlun sé ríkisstjómin að fara
á bak við þá gmndvallarforsendu
sem sala ríkiseigna til einkaaðila
byggðist á: Að auka afköst ríkis-
fyrirtækja með því að auka
samkeppnina.
Feikilegt átak
Erfiðleikamir sem ríkisstjómin
stendur frammi fyrir þurfa ekki að
koma á óvart þegar haft er í huga
gífurlegt umfang þessa verkefnis.
Hér er um að ræða yfirgripsmestu
sölu sögunnar á ríkisfyrirtækjum,
og fyrirtækin sem seld hafa verið
em allt frá vömflutningafélagi yfír
í eitt stærsta símafélag veraldar.
„Það er auðvelt að gagnrýna
áætlunina," segir Michael Osbome
aðalhagfræðingur verzlunarbank-
ans Kleinwort Grieveson Ltd. í
Ixindon. „Það er lítill vandi að ýkja
einstök atriði sem farið hafa úr
skorðum, en þau geta ekki spillt
fyrir yfírtöku einkaaðila á ríkis-
fyrirtækjum."
Erfiðleikamir hljóta hins vegar
að fara vaxandi nú þegar færa
þarf tímasetningu áætlunarinni
fram. Á fyrstu sjö valdaárum sínui
seldi ríkisstjómin opinber fyrirtæl
fyrir 8,1 milljarð punda (um 51
milljarða króna), en á næstu þren
ur ámm er fyrirhugað að selj
eignir fyrir 14,1 milljarð punda (ui
894 milljarða króna). Auk Britis
Gas-félagsins og vatnsveitanna m
nefna Rolls-Royce Ltd. sem smíði
flugvélahreyfla, National Bus Co
sem rekur langferðabifreiðir o
strætisvagna og British Airporí
Authority sem annast rekstur Hea'
hrow, Gatwick og Stanstead-fluj
vallanna, en öll þessi fyrirtæki er
á sölulista.
Fyrst og fremst er nú áríðan«
fyrir brezku stjómina að geta losi.
að við British Gas. Stjóminni c
nauðsynlegt að sala hlutabréfa
gasfélaginu gangi vel svo unnt ver
að viðhalda því trausti sem stjóm:
nýtur á fjármagnsmörkuðum c
koma í veg fyrir hækkun vaxta c
skatta, en sú hækkun gæti rið
stjóminni að fullu því skoðanakani
anir sýna að hún nýtur nú þeg;
minna fylgis en Verkamannaflokl
urinn, og skammt er til kosning;
Verð hlutabréfa í British Gas verc
ur að vera það lágt að það vel
áhuga fjárfestingaaðila, en þó ekl
það lágt að það geti valdið aukin:
gagnrýni Verkamannaflokksins
að verið sé að láta ríkiseignir
útsöluverði.
Sala til neytenda
Til að örva áhuga smærri fjá
festenda hefur ríkisstjómin ákveð
að þeim 13 milljónum neytend
sem kaupa gas af British Gas ver
gefinn kostur á að kaupa hlutabr
í félaginu á hagstæðu verði. Þá fa
hver starfsmaður félagsins ókeyp
hlutabréf fyrir í það minnsta I
pund (um kr. 4.440,-) auk þess se
hann nýtur forgangskjara við kai
á viðbótarbréfum. Og ofan á al
þetta birtast í sjónvarpi hnitmiöað;
auglýsingar sem eiga að sýna fra
á kosti þess að eignast hluti í Bri
ish Gas.
Sumir sérfræðingar halda þ
fram að svona mikið hlutabréf
framboð geti valdið erfiðleikum
verðbréfamörkuðunum þegar til
viðbótar koma hlutabréf í öðmm
ríkisfyrirtækjum sem fyrirhugað er
að selja auk mikils framboðs á nýj-
um og viðbótarhlutabréfum í fjölda
einkafyrirtækja. Á fyrrihluta yfír-
standandi árs komu á markaðinn i
Bretlandi viðbótarhlutabréf fyrir
samtals 2,6 milljarða punda (um
165 milljarða króna) samanborið
við 1,3 milljarða punda (um 82,5
milljarða króna) allt árið 1984, árið
sem ríkisstjórninni tókst að selja
50,2% hlutabréfa í British Telecom-
munications PLC fyrir 3,9 milljarða
punda (rúml. 247 milljarða króna).
Til að auka á erfíðleikana telja sum-
ir að British Gas og vatnsveiturnar
skorti það aðdráttarafl fyrir fjár-
festendur sem hátæknifyrirtæki á
borð við British Telecommunicat-
ions og bílasmiðjur Jaguar PLC,
sem ríkisstjómin seldi 1984. Segja
sérfræðingamir að ríkið hafí nú
þegar losað sig við þau fyrirtæki
sem auðseljanlegust voru.
Og eftir því sem næstu þing-
kosningar nálgast gæti ótti við
endurþjóðnýtingu fyrirtækjanna
fælt kaupendur frá. Talsmenn
Verkamannaflokksins hafa gefíð í
skyn að þeir muni í það minnsta
endur-þjóðnýta vatnsveitumar,
komist þeir til valda eftir kosning-
ar. En jafnvel þó það verði ekki
gert gætu nýjar starfsreglur veitn-
anna stórlega skert ábatavonir
fjárfestenda.
Andstaða hjá
Rolls Royce
Ríkisstjórnin stendur einnig
frammi fyrir vaxandi andstöðu við
fyrirætlanirnar frá bæði stéttarfé-
lögum og stjómendum sumra þeirra
fyrirtækja sem fyrirhugað er að
selja. Stéttarfélög sem 38.000
starfsmenn Rolls Royce eru félagar
í beijast gegn sölu fyrirtækisins,
meðal annars vegna þess að þeir
óttast að salan geti leitt til þess að
erlendir aðilar geti þannig náð tök-
um á fyrirtækinu, sem er eitt
þróaðasta hátæknifyrirtæki Bret-
lands. Alex Ferry, framkvæmda-
stjóri sambands skipa- og vélsmiða,
Confederation of Shipbuilding and
Engineering Unions, segir að með
því að bjóða hlutabréfin á fijálsum
markaði væri erlendum fjárfest-
ingaraðilum auðvelduð leið til að
gleypa fyrirtækið. Hcfur sambandið
aldrei þessu vant leitað samstarfs
við þá þingmenn íhaldsflokksins,
sem komu í veg fyrir sölu Land
Rover til General Motors Corp. í
Bandaríkjunum, við að stöðva söl-
una á Rolls Royce.
Stjómendur þeirra tíu
vatnsveitna, sem fyrirhugað er að
selja, eru ekki á einu máli um hvort
selja beri veiturnar allar á einu
bretti eða eina og eina í einu. Nauð-
synlegt er að eining náist innbyrðis
milli stjórnendanna ef vel á til að
takast um söluna, en margir þeirra
eru andvígir óskum yfirvalda um
að selja veiturnar hverja fyrir sig.
Sala ríkiseigna, sem hófst strax
eftir valdatöku íhaldsflokksins fyrir
sjö árum, gekk hnökralaust fram
yfír það er British Telecommunicat-
ions-félagið var selt 1984, og í
sumum tiltellum var árangurinn
mjög góður. Sem dæmi um það
má taka söluna á Jaguar. Árið 1980
var Jaguar-deild í ríkisfyrirtækinu
BL PLC. og smíðaði rennilega en
ótrausta bíla auk þess sem 47 millj-
ón punda (nærri þriggja milljarða
króna) tap var á rekstrinum. Árið
1984 var fyrirtækið selt starfs-
mönnum og einkaaðilum fyrir 297
milljónir punda (um 18,8 milljarða
króna). Árið eftir var hagnaður af
rekstri Jaguar fyrir skatta 121
milljón punda (nærri 7,7 milljarðar
króna) og 90% kaupenda voru fylli-
lega ánægðir með bílana, miðað við
20% árið 1980.
Úrbóta kraf izt
„Sá þiýstingur sem fylgdi flutn-
ingunum yfir í einkarekstur neyddi
okkur til að leggja okkur alla fram
við reksturinn," segir John Egan,
stjómarformaður hjá Jaguar. „Við
komum hlutunum í lag vegna þeirr-
ar vissu að við yrðum að standa á
eigin fótum."
Ríkisstjórnin bendir gjaman á
bætta afkomu hjá British Aero-
space PLC, flutningafyrirtækinu
National Freight Ltd., símafyrir-
tækinu Cable & Wireless PLC, og
hjá Amersham Intemational PLC,
sem framleiðir rannsóknar- og
heilsugæzluvaming sem sönnun
þess að þessi stefna stjórnarinnar
hafí borið árangur.
Þótt hagnaður hafi aukizt hjá
British Telecommunications eru
menn alls ekki á eitt sáttir um það
hvort þjónustan hafi batnað eða
versnað við að fyrirtækið komst í
einkarekstur. En með því að fá um
eina milljón nýrra fjárfestingarað-
ila, sem ekki höfðu áður stundað
hlutabréfakaup, til að kaupa hluti
í British Telecommunications hefur
ríkisstjóminni tekizt annað: Að
stækka hóp hlutafjáreigenda í landi
þar sem tekjur af svona fjárfesting-
um hafa jafnan verið taldar hálf
vafasamar.
Svo til allir Bretar þekkja ein-
hvem sem keypti hlutabréf í British
Telecommunications og bréfín hafa
tvöfaldað verðgildi sín frá því þau
vom gefín út fyrir tveimur ámm.
„Það er ekkert sem hvetur fólk jafn
mikið til að kjósa þig en að gefa
því eitthvað sem eykur verðgildi
sitt,“ segir Osbome hjá Kleinwort
Grieveson-bankanum. (Það em
samt ekki allir jafn yfír sig hrifnir.
Kona nokkur í London, sem keypti
B.T.-hlutabréf; segir • þrátt fyrir
hækkunina: „Eg skil ekki af hveiju
við þurfum að borga fyrir hlutabréf
sem við áttum fyrir sem skattgreið-
endur.“)
Fjölgun hluthafa
Ríkisstjómin heldur því fram að
fjöldi þeirra einstaklinga í Bretlandi
sem eignazt hafa hlutabréf hafí
tvöfaldazt á undanfömum sjö ámm,
og þeir séu nú um sex milljónir, eða
14% þjóðarinnar. Þá segir stjómin
að rúmlega 350.000 starfsmenn
fyrrum ríkisfyrirtækja sem seld
hafa verið einkaaðilum hafí eignazt
hluti í þeim fyrirtækjum sem þeir
starfa við.
En eftir söluna á British
Telecommunications hefur verið á