Morgunblaðið - 10.07.1986, Síða 11

Morgunblaðið - 10.07.1986, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIFTI/AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 B 11 að reglubundnum þætti í stjómun fyrirtækisins. Menntun starfsfólks getur ein og sér leitt til þess að breytingar í rekstri verði mun auðveldari í fram- kvæmd, því starfsfólkið hefur þá betri skilning á þeim. Tillögur að breytingum koma oft rétt eins frá starfsmönnunum eins og stjómendum. Það verður til þess að stjómendur þurfa ekki að þvinga í gegn breytingar og framkvæmdir, sem oft misheppnast vegna þess að starfsmennimir em ekki hafðir með í ráðum. Oft gleymast ýmis smáatriði, sem hleypa illu af stað að óþörfu. Hlutverk stjómenda verður meira að móta heildaretefnu og markmið fyrirtækisins. Ákveðin og skýr markmið em skilyrði fyrir því að gæðahringastarf heppnist og um leið skilyrði fyrir velgengni fyrir- tækisins, því ef markmiðin era ekki öllum ljós er hætt við því að ekki stefni allir að því sama. Það má kannski líkja þessu við það, að ef stjómandi flugvélar vissi ekki hvert hann ætlaði og því síður áhöfn hans væri líklegt að sú ferð endaði með ósköpum. Gæðahringir era ein leið til að tryggja markvisst og árekstralítið samstarf. Vinnuaðferðir og skipulag í hvetjum gæðahring era 5—10 starfsmenn. Ef þátttakendur era færri verður of mikið álag á hvem þeirra og ef þeir era fleiri er hætta á, að einhveijir verði óvirkir. í fyrirtækjum með starfandi gæðahringi er skipaður umsjónar- maður gæðahringastarfsins. Hlut- verk hans er að þjálfa hópstjóra hvere gæðahrings, og aðra þátttak- endur. Umsjónarmaður stjómar gæðahringastarfinu í fyrirtækinu, aðstoðar hópstjóra á fyrstu fundun- um, og sér til þess að allir skilji eðli og vinnureglur gæðahringanna. Umsjónarmaður getur verið for- stjórinn í minni fyrirtækjum, deild- arstjóri eða gjaman sá, sem hefur með starfsmannamál að gera. I vinnureglunum felst aðallega að gæðahringir fjalli ekki um launa- mál, eða mál, sem algjörlega era fyrir utan áhrifasvið þeirra, t.d. verðbólgu. Einnig era ákveðin fund- areköp haldin og ekki er farið framyflr settan fundartíma, sem venjulega er ein klukkustund, og mikilvægt er að allir taki virkan þátt í umræðunni. Verkefni gæðahringa velja þátt- takendur sjálfír. Ef markmið fyrir- tækja era skýr er unnið að þeim í gæðahringunum og skortir þá sjaldnast verkefni. Eftir að verkefni hefur verið valið era fundnar oreak- ir vandamálanna. Því næst era fundnar lausnir og þá gjaman með aðstoð annarra í fyrirtækinu eða utanaðkomandi manna, ef starfs- mennirnir ráða ekki við verkefnið sjálfir. Þegar lausnin liggur fyrir kanna þeir hvort hún sé hagkvæm eða heppileg af öðram ástæðum. Lausnimar era síðan kynntar stjomendum og rökstuddar. Algjört skilyrði fyrir að árangur verði að starfí gæðahringa er að öll umfjöll- un stjómenda sé máiefnaleg og rökstudd. Kennsla og þekkingaröflun þátt- takenda er stór liður í gæðahringa- starfínu, því þeim mun betur sem þeir era færir um að leysa sjálfír verkefni því ánægðari verða þeir með sitt starf og meiri líkur era á að árangur náist. Árangnr af gæða- hringastarfi Oft er erfítt að mæla og meta til fjár árangur af gæðahringa- starfí. Nokkur atriði hafa verið nefnd, en til viðbótar má nefna at- riði eins og hæfari starfsmenn, meiri skilning meðal starfsmanna fyrir aukinni framleiðni, betri vinnustað, minni starfsmannaveltu, betri mætingar, aukinn áhuga, og meiri samskipti og gagnkvæmari skilning stjómenda og starfsmanna. Starfsmenn nefna gjaman atriði eins og meiri áhrif á eigin vinnu, meiri þekkingu, hvatningu í starfí, félagsskap og þeir viti betur hvað er að gerast innan fyrirtækisins. Það tekur nokkra mánuði þangað til að gæðahringir skila árangri og þeir era ekki eitthvert töframeðal við öllum vandamálum í rekstri fyr- irtækja. En það hlýtur að vera styrkur hvere fyrirtækis að starfs- menn séu í senn vel að sér og ánægðir í starfi. Höfundur er rekstrarverkfræð- ingur og deildarstjóri Rekstrar- tæknideildar Iðntæknistofnunar fslands. Sovétríkin tapa allt að 9 milljörðum dollara vegna lækkandi olíuverðs Lágt gengi dollarans kemur sovésku efnahagslífi illa Sovétríkin: Útflutningnr til OECD 1980 81 82 83 84 85t 30 fl tunnu N k ' • .20 \« ... 'T ■ , e,6 , 86* ^ Olía til OECD, m. tunna 1980 81 82 83 84 85t LÁGT olíuverð kemur sérstak- lega hart niður á viðskiptum Sovétríkjanna við Vesturlönd. Einu sinni enn virðist sem Sov- étríkin þurfi að gjalda þess að vera stórveldi sem treystir á aðeins eina útflutningsafurð — eldsneyti. Um 60% af beinhörðum gjald- eyri Sovétríkjanna vegna við- skipta við Vesturlönd fást fyrir olíu og 15% af gasi. Til skamms tíma höfðu menn ekki áhyggjur af því að reiða sig á einhæfan útflutning. Olíuverð fór hækkandi upp úr 1970 og því höfðu Sovét- menn efni á að kaupa meira frá Vesturlöndum. En þetta á ekki við lengur. Jafnvel áður en verð á olíu lækkaði á þessu ári, áttu þeir við vandamál að stríða vegna minnk- andi framleiðslu. Gjaldeyristelqur þeirra lækkuðu. Verðmæti út- flutnings til landa OECD lækkaði úr 26 milljörðum dollara (1.066 milljarðar króna) árið 1984 í 22 milljarða (902 milljarða króna) á síðasta ári. Verðfall á olíu á al- þjóðamörkuðum á þessu ári verður líklega til að skerða tekj- urnar enn meira á árinu. En vandamálin byrjuðu heima fyrir. Stærsti olíuútflytjandi heims framleiðir ekki nægjanlega mikið. Þeir er gera áætlanir í Sovétríkj- unum gerðu ráð fyrir aukinni olíuvinnslu, sérstaklega í Síberíu (olíulindimar sem era í Evrópu- hluta Sovétríkjanna era að þoma upp). Vonimar bragðust. Fram- leiðslan dróst saman: árið 1983 var vinnslan 616 milljónir tonna, ári síðar 612 milljónir tonna og 1985 595 milljónir tonna. Útflutn- ingur dróst saman á síðasta ári um 25 milljónir tonna frá fyrra ári. Þar af 10 milljónir tonna til landa OECD. Framleiðslan hefur þó gengið betur á þessu ári og á fyretu fímm mánuðunum jókst hún um 2% miðað við sama tíma 1985. Tak- markið er að vinna sama magn og 1983, en ólíklegt er að það takist. Og gasið kemur ekki nema að litlu leyti í staðinn. Gasfram- leiðslan hefur aukist mjög, en Vesturlönd era ekki tilbúin að kaupa eins mikið og Sovétríkin vilja selja. Veikur dollari hjálpar ekki Fall dollarans hefur ekki hjálp- að Sovétríkjunum í erfiðleikum. Mestan hluta olíu og gass sem Vesturlönd kaupa fá Sovétríkin greiddan í dolluram. Vörar sem keyptar era að vestan eru aðallega frá Evrópu og þær verður að greiða í Evrópumyntum. Dollarinn hefur fallið um fjórðung gagnvart Evrópumyntinni, ECU, á síðustu 12 mánuðum. Mesta áfallið fyrir efnahagslíf Sovétríkjanna er verðfall á olíu. Verð á hráolíu hélst nokkuð stöð- ugt á síðasta ári, en frá því í desember hefur það lækkað um meira en helming, í 12,6 dollara á tunnu. Jochen Bethkenhagen, starfs- maður vestur-þýskrar rannsókn- arstofnunar í efnahagsmálum, segir að gjaldeyristekjumissir Sovétríkjanna vegna lækkunar á verði olíutunnu um 1 dollara sé um 500 milljónir dollara (20,5 milljarðar króna). Þá er miðað við sama magn og á síðasta ári. Þann- ig getur missir Sovétríkjanna á þessu ári orðið 6—7 milljarðar dollara (246—287 milljarðar króna). Við bætist að kaupmáttur til innflutnings minnkar um 1,5 milljarða dollara (61,5 milljarða króna), vegna lægra gengis doll- arans. Og vegna þess að verð á gasi er bundið við olíuverð, missa Sovétríkin um milljarð dollara (41 milljarð króna) í tekjur. Með öðr- um orðum, tekjumissirinn getur orðið um 9 milljarðar dollara (um 370 milljarðar króna). (Heimild: The Economist) Kerfisfræðingur Stýrikerfafræðingur Öflugt sérhæft þjónustufyrirtæki í Reykjavík vill ráða kerfisfræðing til starfa, á tæknisviði þess. Starfið er laust strax en hægt er að bíða til haustsins eftir réttum aðila. Starfssvið: Eftirlit og viðhald IBM 4300 stýrikerfa. Við leit- um að aðila, sem hefur lokið háskólaprófi í raungreinum eða tölvunarfræðum eða hefur góða starfsreynslu og þekkingu á þessu sviði. Viðkomandi þarf að hafa trausta og örugga framkomu, þægilegur í allri umgengni, reglu- samur og hafa til að bera lipurð og snyrti- mennsku. Starfsþjálfun ferfram að hluta til erlendis. Góð laun í boði ásamt þægilegri vinnuaðstöðu. Þar eð hér er um að ræða gott framtíðarstarf hvetj- um við alla þá er vilja takast á við spennandi, krefjandi og síbreytilegt starf, að hafa samband og ræða málin ítrúnaði. Umsóknir ertilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu, sendist skrifstofu okkar, fyrir 20. júlí n.k. Qtðni Tónsson RÁÐCJÖF & RÁÐN I NCARÞjÓN USTA TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 LASERpc/xt ALSAMHÆFÐ VIÐ IBM PC/XT Á FRÁBÆRU VERÐI *• I*TfW\ íí i i í' i i i i t: i i i i i r i \ \ \ I » r i’ r i' i r i i i \ i t ' V ./• r.r i' r r r r c i i s \\.\.. . , , i i i » r i , , ‘ r \\ v \W Grafiskt litaskjákort með 320 ■ 200 og 640 ■ 200 punkta upplausn. Samhliða tengi, með kapli, fytir prentata. 256 kb minni, stækkanlegt allt uppí 640 kb. 12" grænn skjár, með 20 mhz banvidd frá heimsþekktum framleiðanda. 2 * 360 kb diskettustöðvar Skiptanlegur hraði á 8088 örgjorvanum 4 77 eða 8 mhz. ALLT ÞETTA FÆRÐU FYRIR k> 54.000 0R Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Stmi 91 35200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.