Morgunblaðið - 10.07.1986, Page 12
12 B
' ðf?í>r Í.IÍJI. nr ít'TíWnrTMMl'? GlðA iímuoíiom
VIÐSKIFTIAIVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986
Danmörk
Fyrir 13 áruni
hófst ævin-
týriíÁlaborg
Melsen Trvk heimsótt
ÆVINTÝRIÐ hófst fyrir tæpum
13 árum þegar Sven Melsen
ákvað ak stofna eigið fyrirtæki
í Alaborg í Danmörku. Þá var
það hans draumur að með tíð og
tíma gæti fyrirtækið vaxið og
veitt allt að 10 starfsmönnum
vinnu. Nú vinna rúmlega 70
manns hjá Sven, eignir fyrirtæk-
isins eru metnar á 380 milljónir
króna og veltan um 180 milljónir
króna.
Verksmiðjan er ekki lík venjulegu
fyrirtæki. Þegar inn er komið ber
fyrst fyrir augu fallegan gosbrunn
með tijám umhverfís og minnir
fremur á anddyri hótels en iðnfyrir-
tækis. Það er greinilegt að Sven
kappkostar ásamt starfsfólki sínu
að gera vinnustaðinn aðlaðandi, án
alls íburðar.
Undirverktaki
Melsen Tryk er undirverktaki og
annast silkiprentun fyrir mörg
framleiðslufyrirtæki. Það annast
gerð merkinga, t.d. á saumavélar
fyrir Husquama og síma fyrir Siem-
ens, og Sven sagði að mikið væri
að gera. Þremur árum eftir að hann
hóf starfsemina veitti hann 25
mönnum vinnu og árið 1976 flutti
fyrirtækið í nýtt 1850 fermetra
húsnæði. En það leið ekki á löngu
uns Melsen Tiyk hafði sprengt hús-
næðið utan af sér og á síðasta ári
var hafín smíði á 5000 fermetra
húsnæði og var flutt inn í síðasta
SILKIPRENTUN - Sven Melsen stofnaði fyrirtæki sitt fyrir 13 árum og í siðasta mánuði flutti hann inn
í 5000 fermetra húsnæði. Hann leggur mikla áherslu á aðlaðandi umhverfi, eins og sést þegar gengið er
inn í verksmiðjuna.
Starfsmaður að vinna við teiknun á tölvu, sem Sven Melsen hefur tekið i sina þjónustu.
mánuði. Og um leið tryggði Sven
sér 40 þúsund fermetra lóð.
Verkefnin eru næg, en aðeins er
unnið átta tíma á sólarhring. Sven
segir að honum fínnist það ekki
fysilegur kostur að taka upp vakta-
vinnu til að nýta hús og tæki betur.
Ástæðan er sú að hann vill sjálfur
fylgjast með framleiðslunni: „Ég
get ekki unnið allan sólarhringinn."
Hann segist ganga um verksmiðj-
una oft á dag til áð fylgjast með
og veit þvi hvemig eintökum verk-
efnum miðar.
Allir í einkennisbúningi
Andrúmslofíð í fyrirtækinu er
nokkuð sérstakt. Allir ganga í ein-
kennisbúningi: „Það kemur liðsandi
í mannskapinn," segir Sven og
bendir á að á sex mánaða fresti sé
skipt um búning, snið og liti og
bætir við brosandi: „Og auðvitað
verður að setja merki fyrirtækisins
á þá því annars þyrftu starfsmenn-
imir að borga skatta af þeim.“
Sven teiknar sjálfur búningana.
Skrifstofa fyrirtækisins er opin,
það eru engar lokaðar hurðir. Sven
segir að hann vilji þannig opna fyr-
irtækið og auðvelda starfsmönnum
að leita til yfírmanna með vanda-
mál sín.
Gestir taka strax eftir því að
flestir sem vinna hjá Melsen Tryk
em ungir, 16—25 ára. Sven segir
að sér haldist vel á mannskap.
Flestir koma til hans ófaglærðir og
fá þeir þjálfun. Sven segir að starfs-
manni, sem unnið hefur hjá fyrir-
tækinu í tvö til þrjú ár, sé gefíð
tækifæri til þess að fara á vömsýn-
ingar erlendis. Tæknin í þessari
atvinnugrein þróast mjög hratt og
Sven leggur mikla áherslu á að
bæði hann og starfsmenn fylgist
vel með. Margt af því sem teiknað
er hjá fyrirtækinu er gert á tölvur.
En hvemig gengur reksturinn?
Sven brosir að þessari spumingu
og segir: „25% veltunnar er vegna
hráefnis, 25% vegna launa og af-
gangur hagnaður fyrir skatta."
Gæði
„Það er dýrt að gera
mistök í framleiðslu “
*
Gæðastjórnunarfélag Islands vinnur að því að efla gæðastjórnun
Gæðastjórnunarfélag íslands
var stofnað fyrir skömmu. Til-
gangur félagsins er að auka veg
gæðastjómunar hér á landi.
Fyrsti formaður var kjörinn
Gunnar H. Guðmundsson, rekstr-
arráðgjafi.
Gunnar sagði að fyrirtæki, stofn-
anir og einstaklingar gætu gerst
aðilar að félaginu. Hann benti á að
á undanfömum ámm hefðu viðhorf
tii gæðamála og -stjómunar verið
að breytast og væm ekki lengur
einkamál sérfræðinga. Skilningur á
nauðsyn þess að allir starfsmenn
fyrirtækja og stofnana létu gæða-
mál til sín taka er að aukast, að
sögn Gunnars: „Til að háu gæða-
stigi í framleiðslu eða þjónustu
verður að koma til samstarf allra
bæði innan og utan fyrirtækisins."
Það vom Japanir sem vöktu
stjómendur fyrirtækja á Vestur-
löndum upp af væmm blundi og á
síðustu tíu ámm hefur mönnum
orðið Ijóst hvað megi ná miklum
árangri með gæðastjómun. í öllum
ríkjum Vestur-Evrópu em starfandi
gæðastjómunarfélög og á Englandi
fer nú fram opinbert átak í gæða-
málum: „Við íslendingar emm
frekar seinir til en við verðum að
fylgjast með. Kröfur neytenda
verða stöðugt meiri," sagði Gunnar.
Hann benti á að fyrir nokkmm
ámm hefði athugun á rafmagns-
tækjum sem framleidd em í Japan
og i Bandaríkjunum sýnt að bilana-
tíðni tækja frá síðamefnda landinu
væri 1.000 sinnum hærri en í Jap-
an: „Þetta er spuming um sam-
keppnishæfni, um afkomu og síðast
en ekki síst er vert að hafa í huga
að mistök í framleiðslu em dýr. Þá
em vinnustaðir þar sem stjómn
gæða er tekin alvarlega betri vinnu-
staðir," sagði Gunnar.
Gunnar sagði að undirverktakar,
þ.e. fyrirtæki sem framleiða hluti
sem önnur nota í framleiðslu sína,
verði að fylgja strangri stjómun í
gæðum, annars er samstarf af
þessu tagi nánast útilokað.
Nokkur fyrirtæki hér á landi
hafa þegar tekið upp og em langt
komin í að byggja upp kerfísbundna
stjómun gæða, „og hafa þegar náð
ágætum árangri. En því miður em
þessi fyrirtæki of fá ennþá," sagði
Gunnar. Félagið mun halda
fræðslufund í ágústmánuði og ráð-
stefnu á komandi hausti. Þá er
félagið þegar komið í samband við
EOQC, Evrópusamtök gæðastjóm-
Gunnar H. Guðmundsson
unarfélaga, en á næstunni sagði
Gunnar að megjnverkefnið væri að
ná til fleiri aðila í atvinnulífínu og
bjóða þeim aðild að félaginu.