Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.08.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986 Eru þeir að fá 'ann -? ■ Gljúfurá lífleg-... Veiðin í Gljúfurá er komin upp í 170 laxa, 30 löxum meira en síðasta sumar, en þó er enn dijúgur tími eftir í ánni, í tvennum skilningi, því veitt er til 20. september og áin gefur oft vel síðsumars, sérstaklega í ágúst. Að sögn veiðimanna sem veiddu fyrir skömmu er laxinn dreifður um alla á, en líklega sé mesta safnið í Eyrarhyl, a.m.k. 50—60 laxar og svo megi geta þess að gamlagrónir veiðistaðir eins og Geitaberg og Kálgarður sem hafa verið lélegir síðustu árin, hafa kom- ið aftur upp og eru nú í fremstu röð á ný eins og vera ber. Þá er bæði mikill lax í Fossgljúfrinu efst og í ósnum og ekki síst við Kerling- una, en þar veiddist 17 punda lax fyrir skömmu og er það á við 25 punda lax úr „venjulegri á“, en lax- inn í Gljúfurá hefur löngum verið óvenjulega smár. Við Kerlinguna voru samt nokkrir stórir til við- bótar. Þrátt fyrir talsverðan lax hefur veiðin verið upp og ofan og kenna menn um mikilli birtu að undanförnu og minnkandi vatni en nú er von til þess að úr rætist. Iðan heldur dauf ... Það munu vera komnir um 160 laxar á land af Iðunni og þykir það frekar dauflegt en besti tíminn þar er eftir þannig að enn getur ýmis- legt gerst. Bókað er í tvær bækur við Iðuna og tjáði viðmælandi blaðs- ins að í fyrradag hefðu 80 laxar verið skráðir í aðra bókina, og eitt- hvað svipað í hina. Flesta daga veiðitímans til þessa hefur verið jöfn og frekar lítil veiði, fáeinir fisk- ar á dag og lítið upp „skot“, en 4. ágúst gerðist það hins vegar að 11 laxar veiddust, 6 daginn eftir og 4 þar næsta eins og það hefði komið lítil ganga. Stærsti laxinn til þessa vóg 23 pund og a.m.k. einn 22 punda hefur einnig veiðst, annar 20 punda. Meðalgott í Lang- holti... Um 200 laxar hafa veiðst í landi Langholts í Hvítá fyrir austan fjail og segir Hreggviður bóndi það meðalveiði. Misjafnt hefur gengi manna verið. Suma daga að undan- fömu hefur lítið eða ekkert veiðst, síðan komið allt að 13—15 á land kannski strax daginn eftir dauðan dag. Trúlega fer þetta að einhveiju leyti a.m.k. eftir veiðimönnunum sjálfum, en svæðið er afar vand- veitt. Talsvert er af laxi á svæðinu og veiðist best nú orðið í Sandvík- i lukkupottinn, því veiðileyfin em ódýr vegna þess að ekki er á vísan að róa. Eitt sumar gæti allt verið steindautt þarna en það næsta eins og nú í sumar. Menn „taka sjens" og fá stundum vinning eins og nú ... inni. Þar virðist liggja dijúgmikill fiskur. Meðalþunginn er góður, þó hefur smærri fiskur veiðst að und- anfömu. Fimm laxar hafa veiðst á bilinu 20—24 pund, þrír 20 pundar- ar, einn 22 punda og einn 24 punda, allir við „Fossana" efst á svæðinu. Með betra mótí í Snæf oksstöðum Bakkinn á móti Langholti. Þar hefur veiðin verið þokkaleg ef á heildina er litið, yfir 100 laxar komnir á land. Þama detta menn Laxi landað frammi í dal i Langá á Mýrum. Þar hefur veiði verið góð í sumar, andstætt síðasta sumri er þar sást varla uggi. Sogið dauft Menn eru enn að bíða eftir al- mennilegu skoti í Sogið, rétt rúmlega 100 laxar eru komnir á land í það heila, kannski eitthvað meira, því brögð em talin að því að illa sé bokað á Alvirðu vegna smáfyrirhafnar við að fara í veiði- húsið til þess ama í lok veiðidags. Varla em það þó nein uppgrip sem vantar miðað við hvemig samvisku- samari veiðimönnum hefur gengið. Oþarfi er að tíunda hvert svæði. Þau era öll dauf, daufast þó sjálf- sagt á Syðri Brú þar sem aðeins 11 laxar hafa veiðst til þessa. IV Heimreisa Útsýnar til Austurlanda fjær endurtekin í nóvember vegna fjölda áskorana. Það er samdóma álit farþega, að fáar ferðir hafi tekist jafnvel og Heims- reisa IV — Austurlandaferð Útsýnar, sem nú verður farin í þriðja sinn. Ferð um furðuheima náttúru, mannlífs og lista, svo framandi og fagra, að vart líður úr minni. Hótel Austurlanda eru ævintýraheimur út af fyrir sig og við höfum valið nokkur þeirra beztu: BANGKOK - HILTONINTERNATIONAL - lúxus BALÍ - NUSA DUA BEACH HOTEL—lúxus SINGAPORE - MANDARIN HOTEL - lúxus Brottför 7. nóvember 3 vikur VERÐ KR. 97.200 Kynnisferðir daglega undir leið- sögn sérfróðra heimsreisu- fararstjóra Útsýnar, m.a. verður nú í fyrsta sinn farið til Malasíu í dagsferð, meðan dvalið er í Singapore. BANGKOK Fimm daga dvöl f hinni litríku, glaöværu höf- uöborg skemmtana- lífsins í Austurlöndum fjær mun seint gleym- ast. BALÍ Rómantíska töfraeyj- an, bústaöurguðanna, jarönesk paradis, þar sem fólkið og tilveran brosir viö þér með seiðmögnuðum töfr- um. Baliervitnisburö- ur um fegurö, samhljóm og sam- ræmi, sem lýsir sór jafnt i fegurð landsins og lífi fólksins. JAVA Heimsókn til Yogya- karta, hinnarfornu höfuöborgfar, þar sem ævarforn menning Indónesfu birtist f ótal myndum, m.a. Hindúamusterinu PRAMBANAN og hinu stórkostlega Budda- musterí BOROBOD- UR, semtaliö er eitt af undrum veraldar. SINGAPORE Hin nýja, glæsilega viðskipta- og menn- ingarmiöstöð Austur- landa. .HIiðAsíu" háþróuð nutimaborg „the Shoppers Para- dise.“ Ótrúleg bianda austrænna og vest- rænna áhrífa með marglitt mannlff. GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ — SÆTAMAGN TAKMARKAÐ Einstök ferð og stórkostleg lífsreynsla, sem aldrei gleymist! símmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.