Morgunblaðið - 10.08.1986, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1986
Þjóðhátíð Bandaríkjanna og
afmæli Frelsisstyttunnar
eftir Sigurborgu
Ragnarsdóttur
Það hefur varla farið fram hjá
neinum a.m.k. ekki íbúum Banda-
ríkjanna að haldið var hátíðlegt 100
ára afmæli frelsisstyttunnar í New
York nýlega. Óþarfí er að fara
mörgum orðum um þessi miklu
Qögurra daga hátíðahöld, svo vel
hafa þeim verið gerð skil í fjölmiðl-
um, en ekki úr vegi að minnast
þeirra ofurlítið, þar sem þau hafa
sett mikinn svip sinn á daglegt líf
að undanfömu.
Af frönsku bergi brotin
Síðastliðið skólaár hafa
bandarísk böm fengið tækifæri til
að teikna, lita, skrifa og semja rit-
gerðir um frelsisstyttuna. Þau hafa
óneitanlega ekki farið varhluta af
því að frelsisstyttan er frægasti
innflytjandi Bandaríkjanna og af
frönsku bergi brotin. Hugmyndin
að byggingu frelsisstyttunnar mun
fyrst hafa orðið til hjá frönskum
lagaprófessor og frelsisunnanda
Edouard-Rene Lefebre de Laboul-
aye. í kvöldverðarboði sem Laboul-
aye hélt rétt hjá Versölum 1865
minnist hann í fyrsta skipti á hug-
mynd sína að gefa Bandaríkja-
mönnum styttu í tilefni 100 ára
frelsisafmælisins 1876. Svo sér-
kennilega vildi til að í þessu sama
boði var staddur 31 árs gamall
höggmyndari Frederic-Auguste
Bartholdi, sem svo að segja sam-
stundis dró upp skyssur af væntan-
legri frelsisstyttu. Hann ferðaðist
víða og 1871 á ferð um Bandaríkin
valdi hann Bedloe-eyju við innsigl-
inguna inn í höfnina til New York
sem framtíðarheimili styttunnar.
Það liðu síðan 15 ár þangað til all-
ar hugmyndir Bartholdi urðu að
vemleika.
Mikið skal til
mikils vinna
Þótt ekki væri á allra færi að
vera viðstaddir hátíðahöldin í New
York sáu sjónvarpsstöðvamar til
þess að enginn missti af neinu.
Síðustu daga júnímánaðar og 1.
júlí byijaði CBS-sjónvarpsstöðin að
gefa áhorfendum forsmekkinn af
því sem koma skyldi með 6 klst.
endursýningu sjónvarpsmyndarinn-
ar „Ellis Island" (eyja rétt hjá
frelsisstyttunni).
í stuttu máli fjallar myndin um
komu Qögurra innflytjenda til EIl-
is-eyju í leit að frægð og frama í
draumalandinu. Þrátt fyrir mikið
stjömuregn er fram kemur í mynd-
inni fékk hún slæma dóma gagn-
rýnenda við frumsýningu. Richard
Burton er einn margra leikenda er
fram kemur í myndinni, en þetta
varð síðasta mynd hans, þar sem
hann lést á meðan á kvikmyndatök-
um stóð.
Fimmtudaginn 3. júlí var síðan
bein útsending frá New York, þegar
Reagan forseti tendraði á nýupp-
gerðum loga gyðjunnar frægu, að
viðstöddum Mitterrand forseta
Frakklands og fjölda annarra gesta.
Einnig sást um öll Bandaríkin þeg-
ar Warren E. Burger forseti
hæstaréttar Bandaríkjanna stjóm-
aði eiðtöku 265 innflytjenda, en
einn frægasti þeirra, Mikhail Barys-
hnikov, dansaði síðar á hátíðinni
Pas de deux, við tónlist Georges
Gershwin. Fleiri stórstjömur á borð
við Gregory Peck, Elizabeth Taylor
og Frank Sinatra létu sig ekki vanta
á þessa fjögurra daga stórhátíð.
Eins og gera má ráð fyrir vom
hátíðahöldin ekki að öllu leyti kostn-
aðarlaus. Áætlaður kostnaður er
um 32 milljónir dollara. Þar af
greiddi ABC-sjónvarpsstöðin 10
milljónir dollara fyrir einkarétt á
Bk 'JHMH||HH^HH^HjF&. \ «£tfiNH^^^HHHBHBEjuÉA »| Æ ;fl$
í F' 1 M r-:
Meiríhhiti minjagripa bar keim af Frelsishátíðinni i New York.
Jógi Björn í Limousine.
sjónvarpssendingu frá allri hátíð-
inni. 3.000 gestir frá stórfyrirtækj-
unum IBM og Prudential trygg-
ingafyrirtækinu borguðu 5.000
dollara hver til að vera viðstaddir
hátíðahöldin, svo nokkuð sé nefnt.
Hátíðahöldin í New York enduðu
með þriggja klst. skemmtun á Risa-
leikvangi borgarinnar, þar sem 20
þúsund misvel þekktir skemmti-
kraftar komu fram. 55 þúsund
áhorfendur horfðu á listamenn
hvaðanæva úr Bandaríkjunum
skemmta. Flestir virtust ánægðir
með hátíðahöldin á þessum síðasta
og heitasta degi þeirra. Þó kvörtuðu
minjagripasalar sáran og seldu vöm
sína á niðursettu verði síðasta dag-
inn, einungis til að losna við hana.
Fjölskylduhátíð í
stað popptónleika
Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna
4. júlí rann upp baðaður glampandi
sólskini og u.þ.b. 30 °C stiga hita
í höfuðborginni. Ákveðið var að
bregða sér inn í miðborg til að kom-
ast í þjóðhátíðarstemmningu.
Ekkert var því til fyrirstöðu enda
höfðu fjölmiðlar spáð helmingi færri
gestum nú en mættu í fyrra. Þá
vom gestimir 650 þúsund og mynd-
aðist neyðarástand hjá neðanjarðar-
lestum borgarinnar, auk þess tók
fjóra daga að þrífa 300 tonn af
msli sem hafði safnast saman þenn-
an eina dag. Nú stóð til að breyta
hátíðahöldunum og gera þau að
meiri Qölskylduhátíð. I stað Beach
Boys-hljómsveitarinnar, sem var
hápunktur skemmtihalds siðasta
árs, vom færri skemmtiatriði skipu-
lögð í ár og þeim var dreift víðar
um borgina. í fyrra hópuðust gestir
í hnapp í kringum Washington-
minnisvarðann, þar sem hljómsveit-
in lék og sátu gestir á handklæðum
og neituðu að hreyfa sig. Þeir gátu
sig reyndar hvergi hrært og þegar
hjálparsveit gerði tilraun til að kom-
ast að fólki er þjáðist af of mikilli
sól, flugnabiti eða ofdrykkju var
leiðin ekki greiðfær.
I þetta sinn léku herhljómsveitir
fyrir framan tvö af mörgum söfnum
er prýða miðborgina. Sinfóniu-
hljómsveitin lék á vesturflöt þing-
hússins undir stjóm Mstislaw
Rostropovich með þátttöku Sarah
Vaughan og Andre-Michael Schweb
og Mamas og Papas-söngflokkur-
inn kom fram á Robert F.
Kennedy-leikvanginum.
Við komum í bæinn skömmu fyr-
ir hádegi og sáum aðalskrúðgöngu
dagsins þar sem hún sveif eftir
Constitution-breiðgötu á milli 7. og
17. stræti. Inn á milli mannQöldans
mátti greina stóra skrúðvagna með
japönskum karatesérfræðingum,
mexíkönskum hljóðfæraleikurum,
trúðum, Jóga bimi í Limousine, að
ógleymdum Goerge Washington
forseta. Stutt varð viðdvölin á Cont-
itution-götu, enda við komin í
nokkurs konar 17. júní-stemmningu
innan um pylsu- og minjagripasala
sem hver um annan reyndu að ota
vörum sínum að vegfarendum.
Áhrifa Frelsishátíðarinnar í New
York gætti óneitanlega í höfuð-
borginni. Stór húsveggur hafði
verið skreyttur með mynd af frelsis-
styttunni og meirihluti minjagripa
bar keim af þessari miklu hátíð.
Reagan forseti á
gangi niðri í bæ?
Yngsta fólkið í hópnum kvartaði
undan hungri og þorsta enda komið
vel fram yfir venjulegan matmáls-
tíma. Nestið var skilið eftir heima
af ásettu ráði enda fremur ólystugt
að borða úti í miklum hita og raka.
Það er engu að síður algengt að
fólk taki með sér stórar kælitöskur
fullar af mat og drykk og eyði öllum
deginum á grassvæði (The Mall),
sem liggur eins og ferhymingur á
milli þinghúss og Lincoln-minnis-
varðans.
Á leið okkar inn á vinsælan stað,
gamla pósthúsið (Post Office Tow-
er) með stóra tuminum, rákumst
við á Reagan forseta fyrir utan.