Morgunblaðið - 29.08.1986, Page 5

Morgunblaðið - 29.08.1986, Page 5
986 r T8U0A .6S HUuAOUTSíy? .QIQÁJSVIUOÍIOM MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. Á'GÚST 1986 setja svip á að ekki sé talað um kirkjurnar og fjölda stór- hýsa og halla er hýstu ráðandi fjölskyldur og fyrir- menni fyrri alda svo sem Villa Ciani, nú safn Villa Favorida (höll Leopolds prins af Prússlandi). Villa Malpensata og Palazzi Riva með mikla og stóra barrokksali. Þá má nefna áhugaverðar nýjar byggingar, svo sem ráðhúsið í nýklassískum stíl frá 1844, Royal hótelið frá 1907 og fleira. Auk þess er fjöldi höggmynda víðsvegar um borgina, bæði af fornum toga og nýjum, enda að sögn um langt skeið á stefnuskrá yfir- valda að skreyta borgina listaverkum, m.a. til þess að auka aðdráttarafl hennar fyrir komufólk. Ferðamaðurinn í Lugano þarf ekki að láta sér leiðast ef hann hefur yndi af nátt- úrufegurð og blæ horfinnar tíðar í ýmsum minjum. Hins- vegar er ekki ráðlegt að heimsækja Lugano sérstak- lega ef sóst er eftir fjörugu næturlífi eða ódýrum vörum í verslunum, þá væri kannski ráðlegra að bregða sér í lest- arferð til Milano. En sé aftur á móti verið á ferðalagi með fjölskyldu og ekki asi á nein- um, þá gæti verið gaman að skreppa til Melide, rétt sunn- an við Lugano en á undan- förnum árum hefur þetta þorp laðað til sín miljónir ferðamanna. Það er „Swissminiatur“ sýning á meira en 100 smáhlutum, eftirmyndir frægra bygginga og gripa sem finna má í Sviss, borgarinnar fjallið San Sal- vatore. Möguleiki er að fara upp á bæði fjallið Bre og San Salvatore og njóta útsýnis- fyrrnefndu þorpum utan við Lugano. Eins og í ýmsum öðrum fornum borgum Evrópu er margt um gamlar minjar, kastalar miklir og reisulegir stærð. Þarna líður tíminn hratt hjá börnum sem full- orðnum við skoðun þessara margvíslegu verka. Texti:GRG Melide þorpið rétt fyrir utan Lugano hefur laðað þúsundir ferðamanna til sín. Má þar finna meira en hundrað smáhluti, eftirmyndir frægra bygginga og gripa gert í stærðarhlutföllum einn á móti tuttugu og fimm. kirkjunni í San Carpaforo við Como. Fyrr á tímum var Lug- ano oft bitbein ýmissa aðila, en allt frá því að svissneski herinn lagði svæðið undir sig árið 1512 hefur það verið eitt af kantónunum í Sviss, þó að formleg kantónustofnun eins og hún þekkist í nútímanum hafi ekki orðið fyrr en árið 1798. Borgin dregur nafn sitt af samnefndu vatni sem hún er byggð í kringum. Hún skiptist í tvo hluta sitt hvorum megin árinnar Cassarate. í suðri blasir við fjallið Bre, við hlið- ina Boglia og í hinum enda ins. Þá eru skoðunar- og útsýnisferðir með bátum og ógleymanlegt er að heimsækja sum litlu þorpin við fjallsræt- ur utan við borgina þar sem einfaldleikinn nýtur sín, bygg- ingarnar eru ennþá uppruna- legar, strætin mjó og samgönguleiðir ekki upp á marga fiska, stundum aðeins fært með báti og í sumum tilfellum fótgangandi. Löngum hefur þorpið Gandría laðað að listamenn til að vinna að verkum sínum. Gandría er eitt af þessum ARNARHOLL H'TZZ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.