Morgunblaðið - 29.08.1986, Síða 6

Morgunblaðið - 29.08.1986, Síða 6
6 B 4! MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986 vinnú við Örn Þorsteinsson myndlistarmann hefur hann gefið út Ijóðakver, bæði á ensku og íslensku. í sumar unnu þeir í sameiningu safn mynda við Ijóð, á ensku og íslensku, og gáfu út í tveim öskjum. í bígerð er að gera nýja myndasyrpu við sömu Ijóð og gefa út á bók. „Örn er afar þægilegur sam- verkamaður. Hann er geðgóð- ur og hugmyndaríkur, hefur snyrtileg vinnubrögð og er harðduglegur. Okkur hefur lát- jð vel að vinna saman. Ég vil gjarnan, og við báðir, kynna þetta sem við fiöfum verið að gera utan landsteinanna. Þess \ \ vegna orti ég Ijóðin bæði á ensku og íslensku. Við gerðum i tengslum við þetta sjónvarps- þátt þar sem blandað var saman litum og Ijóðalestri. Sænska sjónvarpið var æst i að eignast útgáfu af þessu svo ég orti Ijóðin upp á sænsku og las inná bandið. Ég hefði gaman af að útbúa þetta á fleiri málum, til dæmis frönsku og japönsku. Eini gallinn er sá að ég kann ekki japönsku, nema heiti sem notuð eru i júdó og þau duga víst skammt.“ Hefur þér ekki gengið nokk- uð vel að koma verkum þínum á framfæri erlendis uppá síðkastið? „Jú, ég get ekki sagt annað. Ljóð eftir mig hafa birst í ýms-1 um safnritum Ijóðskálda og fyrir örfáum árum var gefin út' Ijóðabók eftir mig í Banda-1 ríkjunum. Ég varð líka þess' heiðurs aðnjótandi að mér var 1 helgað eitt kvöld í Maison de' la Poesie í París. Það mætti1 kalla Ljóðhús á íslensku. Eins' og nafnið gefur til kynna er hús 1 þetta helgað Ijóðum og Ijóð-' skáldum og stöku sinnum eru I haldnar kynningar á verkum' einstakra skálda. Það eru einkum Ijóðin semP hafa verið þýdd. Prósinn seml ég hef skrifað er erfiðari í þýð-1 ingu og þar að auki eru fáir til 1 sem geta með góðu móti þýtt veigameiri texta úr íslensku. — segir Thor Vilhjálmsson um nýja skáldsögu sína sem kemur út innan skamms „Þetta erskáldsaga. Hún gerístá íslandi og fjallar um íslenskt fólk. Það má segja hún sé einskonar óður til lands og þjóðar. Það ersvotil hefðbundinn sögúþráður henni. Tilefnið, innblástur sögunnar atburðir sem gerðust norður í landi, fyrir síðustu aldamót. Það er Thor hjálmsson sem hefur orðið og um- ræðuefnið er ný bók hans, sem hann ^hefur næstum lokið við, vantar ^ekkert nema nafn og nokkur greinarmerki, og Svart á Hvítu ætlar að gefa út fyrir jólin. jThor hefur ekki sent frá sér frumsamda skáldsögu í sjö ár. Sú síðasta var Turnleikhúsið sem kom út 1979. Hann hefur þó ekki setið auðum höndum. Nokkrar þýðingar hans hafa verið gefnar út á undanförnum ViAtal- \ \ árum, skemmst er að minnast .. w,oxai- \ \ Nafns rósarinnar eftir ítalann Jon Ulatsson í l umberto Eco, sem kom út fyr- Myndir: \ \ ir tveim árum og hefur notið Börkur Arnarson \. \ mikilla vinsælda. Og í sam- MENNING HEIMSHORNAÁ MILLI Tókýó Noh - japanskt leikhús Á sumrin, í þeim mikla hita sem þá einkennir Tókýó-borg, eru Japanir vanir að sýna leikrit sín, þau sem byggð eru á forn- ri leikhefð þeirra, við hof og helgistaði í bjarma af kyndlum. Leikritin eru oft byggð á hrottalegustu draugasögum svo mönri- um verði hitinn bærilegri, en almennileg hræðsla ku eyða óþægindum manna af honum. Leiksýningar Japana eru mjög formfastar og hefðbundnar. Noh-leik- sýningar eru iðulega þannig samansettar að tveir leikarar fara með aðalhlutverk og kór styður við bakið á þeim. Annar þeirra er sögumaður en hinn aðalpersóna. Sögu- maðurinn útskýrir fyrir áhorfendum efni leikrits- ins og heldur uppi samræðum við aðalper- sónuna. Aðalpersónan segir eitthvað frá eigin brjósti þegar hún gengur á sviðið og í samræðum sínum við sögumanninn og ýmsar aukapersónur Noh — japanskt Islkhús bygglr á lolkhofð som er býsna ólfk þolrri som Vesturlandabúar elga að vonjast. leikritsins en þær eru mis- margar eftir efninu. Þannig á persónuleiki þess sem leikritið snýst um að koma fram, en hann er oftast það sem mestu máli skiptir. Noh-leikrit eru jafnan í bundnu máli og leikararnir syngja eða hálfsyngja texta sinn. Sviðið er fer- kantað í lögun og lítið eitt upphækkað. Áhorfendur sitja við tvær hliðar þess. Þótt það sé súrt í broti að skilja ekki aukatekið orð af því sem sagt er getur maður samt haft mikla skemmtun af slíkum sýningum því öll umgerð verksins, sviðsmynd, bún- ingar og látbragð þykir ekki síður mikilvægt en textinn sem fluttur er. Efni Noh-leikrita er oftast svip- að og hægt er að verða sér úti um skýringar á efni þeirra þar sem söguþráð- ur algengari verka er meðal annars rakinn. London John Tom Hulco í hlutvorkl sínu í „Tho Normal Hoart". Lennon í Astoria-leikhúsinu í London standa nú yfir sýningar á leikritinu Lenn- John Lennon. Sýnlngar á leikriti byggðu á »visögu hans standa nú yfir í Astoria-loikhúslnu í London. on sem fjallar um ævi þess breska bítils. Leikrit þetta hefur feng- ið talsvert lof, einkum fyrir góðan leik þeirra sem með hlutverk fara og skemmtilega framsetn- ingu. Hinsvegar þykir leikritið sjálft ekki fjalla um Lennon á sérlega gagn- rýninn hátt, en vera einn samfelldur lofsöngur um hann, visku hans, mann- gæsku og hugsjónir. The Normal Heart Tom Hulce sem frægur varð fyrir leik sinn í kvik- myndinni Amadeus þar sem hann lék Mozart, er aðalleikari í leikritinu The Normal Heart sem sýnt er um þessar mundir í Albery í London. Leikritið fjallar um ung- an mann sem kemst að því að hann hefur sýkst af alnæmi og líf hans eftir það. Það hefur notið mik- illa vinsælda í London það sem af er sumri, enda verðuralnæmisvandinn æ stærri í hugum fólks eftir því sem fleiri sýkjast og fleiri hliðar hans koma í Ijós.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.