Morgunblaðið - 29.08.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.08.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986 B 7 Það veltur því aðallega á jáhuga einstakra manna hvað [þýtt er. Það hefur til dæmis igerst í tvígang að menn hafa l komið að máli við mig og viljað [ þýða bók eftir mig án þess að ihafa fastnað sér útgefanda. tKnut 0degaard þýddi þannig „Fljótt fljótt sagði fuglinn" á norsku og ungur Bandaríkja- maður, John O'Kane, þýddi sömu bók á ensku skömmu síðar, líka af einskærum áhuga. Sú þýðing kemur vænt- anlega út í haust.„Fljótt fljótt sagði fuglinn" hefur reyndar komið út á öllum Norðurlanda- málum nema finnsku og eins fleiri bækur og þættir eftir mig. Stór bókaforlög í útlöndum eru mikið til hætt að gefa út skáldskap af þessu tagi. Þetta selst illa, og eigendur bókafor- laganna vilja græða mikla peninga á stuttum tíma. Ég hef til dæmis fyrir satt að bók sem hreyfist lítið eða ekkert fyrstu vikuna eftir að hún kem- ur í verslanir vestra, sé tekin úr umferð. Það eru lítil bóka- iforlög sem höfundar eins og iég verða að reiða sig á, ofur- huga í bókaútgáfu, sem gefa 1 ltút það sem þeir hafa áhuga á sjálfir og ekkert annað. En slík bókaforlög eru yfirleitt skamm- , líf.“ Þú hefur löngum þótt torles- inn höfundur. Það hefur jafnvel verið sagt að þú leggir þunga raun á lesendur þína að ætla þeim að brjótast gegnum bæk- ur þínar. Hvað segirðu um það? Er nýja bókin „auðlesn- ari“ en margar af þínum fyrri bókum? „Þú segir nokkuð. Eiginlega veit ég minnst um það og vil sem minnst um það vita. Ég vil ekkert vera að grufla útí það hvort fólki finnst erfitt eða létt að lesa bækurnar mínar. Einu sinni var ég á leið heim til íslands frá Kaupmannahöfn. Ég sigldi með skipi. Auk mín var um borð í því ellefu manna áhöfn. Allt skemmtilegir menn. Þegar komið var út frá Hauga- sundi bauð skipstjórinn upp á drykk. Það var fíneríis vodka. Drykkurinn fór vel í okkur og að mér vék sér ungur snareyg- ur vélstjóri og sagði: „Ég reyndi einu sinni að lesa eftir þig bók, en það mistókst, ég gafst upp. Mig minnir að hún hafi heitið „Fljótt fljótt sagði fuglinn". Af því að þú ert nú búinn að sigla með okkur er ég samt að hugsa um að reyna aftur. En áttu ekki eitthvað létt- ara handa mér?“ „Þú ættir að reyna við „Foldu“ eða „Fugla- skottís", sagði ég. Mér sýndist það best að hann byrjaði á þessum. En ekki hafði ég hug- mynd um hverja af minum bókum manninum myndi þykja auðveldast að lesa. Ég verð samt að viðurkenna \ það að ég býst við að nýja 1 bókin sé heldur auðlesnari en' margar af mínum fyrri bókum. 1 En án þess að slegið sé afl kröfum. Hún er það kannskil einkum vegna þess að sögu-j þráðurinn er frekar Ijós. Ég skrifa ekki fyrir einhverja I ímyndaða lesendur. Meðan ég 1 skrifa lifi ég í verkefninu og þá I kemst ekkert annað að. Auð-1 vitað gleðst ég ef einhver sýnir 1 því áhuga sem ég skrifa, þaðl er góð tilfinning að vita ein-l hvern geta notað sér verkið.' En maður verður að vera sjálf-1 stæður í sköpun sinni og mál ekki láta það hafa áhrif á sig' hvort sköpunarverkið laðarj aðra að sér eða ekki.“ Geturðu ekki sagt mér eitt- hvað meira um nýju bókina? „Það má segja að þetta sé I að vissu leyti söguleg skáld-1 saga. En hinir sönnu atburðir 1 eru aðeins notaðir sem inn- blástur. Hvað raunverulega' gerðist kemur sögunni ekki vjð' að öðru leyti. Sögusviðið, stað-1 ur og stund, á ekki að skipta' neinu máli. Bókin á alveg eins' við og fjallar um íslendinga i' nútímanum. Eins og ég sagði áðan er' , hún á sinn hátt óður til lands I og þjóðar. Römm er sú taug' er rekka dregur föðurtúna' til . . . Ég er í föðurætt úrl Þingeyjarsýslum og hef alltaf' fundið til þess. Það ágerist' með aldrinum. Það verður rekistefna vegna ' sakamáls. Málaferli og dóms-' rannsókn. Málið snertir hóp' af fólki, fjölskyldu. Bókin fjallar I um örlög þessa fólks sem spinnast af dómsrannsókn-' inni. Menn spyrja sig: Hver er' sekur? Er það kannski ég? Annars vil ég ekki segja1 mikið um bókina sjálfur. Eg1 held að höfundur geti skemmt' fyrir lesendum ef hann segir' þeim of mikið fyrirfram um1 verk sitt. Hann getur rofið1 merkingarvef þess ef svo má að orði komast. Það stendurl öðrum nær að fjalla um skáld-1 verk en höfundum þeirra." Og ég er ekkert viss um að það sé kostur á bók að hún sé auðveld aflestrar eða fljót- lesin. Þvert á móti. Maður á ekki að hraðbruna gegnum skáldskap með miklum gný eins og á mótorhjóli. Bækur á að lesa hægt og rólega og hugsa um það sem stendur þeim. Djass í Greenwich Village Síðastliðin fimm ár hef- ur Djasshátíð verið árleg- ur viðburður í Greenwich- Village í New York. í sum- ar stendur hátíðin frá því seint í ágúst og eitthvað fram í september. Sviss Giacometti innan um keltneskar hofrústir í Wallis Fyrir rúmum tíu árum ætlaði stórhuga Sviss- lendingur að byggja 16 hæða íbúðablokk í smá- bænum Martigny í Wallis, kantónu í Sviss sem liggur að Ítalíu í austri og suðri, en Frakklandi og Gen- farvatni í vestri. Fornleifa- fræðingar urðu öskuvond- ir og heimtuðu að fá fyrst að rannsaka hvort ekki leyndust einhverjar forn- minjar á þeim stað sem til stóð að byggja. Og viti að leigja út ibúðir, ákvað hann að leggja allt sitt fé í safn utan um rústirnar. Safnið var heitið eftir bróðurnum og auk þess stofnaður sjóður í minn- ingu hans. Úr honum fá svissneskir listamenn styrki. Síðan safnið var fyrst opnað, 1978, hefur það notið mikilla vinsælda. Þar hefur verið bætt við bíla- safni og ennfremur er listamönnum boðið að halda þar sýningar á verk- um sínum. Árlega heim- sækja safnið milli 150 og 200 þúsund manns. í sumar stendur þar yfir sýning á verkum svissn- eska myndhöggvarans og málarans Alberto Giaco- metti sem fæddur var 1901 en lést fyrir réttum tuttugu árum. Sýningin á að gefa góða yfirlitsmynd af þróun listamannsins, allt frá súrrealískum, fár- ánlegum uppátækjum hans sem gjarnan voru með Ijóðrænu yfirbragði og einkenndu allan hans stíl framan af, til hinna einföldu og allt að mein- lætalegu höggmynda sem hann gerði á efri árum sínum. Bróðir listamannsins hefur skipulagt sýninguna og tekst á sérstæðan hátt að fella hana inn í keltn- esku hofrústimar. - VÓ Glanadda-safnið f Martigny er byggt yf ir keltneskar hofrústlr. Hér sést aðalhluti þess. menn, fyrr en varði komu í Ijós rústir af keltnesku hofi, frá því á annarri öld fyrir kristsburð, elstu menjar um keltneskt trú- arlíf sem fundist hafa í Sviss. í millitíðinni hafði Gianadda athafnamaður orðið fyrir þungum raun- um. Ástkær bróðir hans fórst í þílslysi. Og hann hætti við allt; í stað þess að verða vellauðugur á því New York Frá austri til vesturs Nú stendur yfir í New York Station sýning á verkum 19. og 20. aldar málara i eigu safna í Moskvu og Leníngrad. Sýning þessi mun vera lið- ur í auknum menningar- legum samskiptum Sovétmanna og Banda- ríkjamanna sem samið var um á leiðtogafundinum í Genf í fyrra. Verkin eru eftir Monet, Renoir, van Gogh, Céz- anne, Gauguin, Matisse og Picasso. „Parlð" — höggmynd eftlr Alberto Giacometti. Tilsýnlsf Martigny. Tvær myndir eftlr Plcasso sem eru á sýningunnl f New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.