Morgunblaðið - 29.08.1986, Page 12

Morgunblaðið - 29.08.1986, Page 12
Í2 6 .•i/.' J0>'OÍ7. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986 /?OTtír á lækningu shtgiktar Á undanförnum árum hafa vísindamenn sýnt slitgikt, sem er einn algengasti sjúkdómur mannfólksins, sivaxandi áhuga. Það hljóta því að vera gleðitíðindi að skilningur á þessum dularfulla og flókna sjúkdómi fer stöðugt vaxandi og jafnframt verða visindamenn bjartsýnni á það að takast megi að fá á honum verulega bót. Vísindamenn hallast æ meir að því að slitgikt sé sjúkdómur sem hrjái því sem næst hvert mannsbarn og að langflestir misskilji jafnfamt staðreyndir málsins. John H. Bland er prófessor við iæknaskólann við Vermont-háskóla í Bandaríkjunum og er virtur sérfræðingur á þessu sviði. Hann heldur því beinlínis fram að slitgikt sé ekki „bara eitthvað sem maður fær af því að púla“ og heldur ekki eitthvað sem leggst á mann eftir því sem árunum fjölgar. Hann heldur því líka fram að hægt sé að ráða bót á slitgikt. Bland gerir hér grein fyrir heiztu staðreyndum varöandi slitgikt, en grein hans birtist nýlega í Executive Health Briefs. Steingervingafræðingar hafa grafið upp og rann- sakað bein a.m.k. 13 risaeðla og sex þeirra voru með slitgikt. Hænsni fá slitgikt og sama er að segja um fjölmargra aðra fugla, froska, eðlur og spendýr. Jafnvel hvalir fá slitgikt og það enda þótt umhverfið sem þeir lifa í létti undir með þeim þann- ig að liðamót þeirra verða fyrir furðu litlu álagi. Enda þótt útbreiðsla slit- giktar sé mikil í dýraríkinu og svo virðist sem sjúkdómurinn hagi sér svipað í einstaklingum og hjá mismunandi tegundum, þá slitna eðlilega sköpuð og eðlilega starfandi liðamót i spendýrum ekki upp til agna. Álíka mikil spenna myndast milli tveggja brjóskhúðaðra slitflata inni í liðnum og milli tveggja ísmola, enda hafa vísindalegar tilraunir leitt í Ijós að ef smurn- ingskerfið í þotuhreyfli virkaði jafnvel og liðamót í svínslöpp væri hreyfillinn fjórum sinnum öflugri en hann er í raun og veru. Þessi frábæra samvirkni smurn- ingar og beinabyggingar hefur það einfaldlega að segja aö nán- ast ekkert núningsafl er að verki milli þessara tveggja flata í heil- brigðum lið. Slitflöturinn getur ekki slitnað nema fyrir tilverknað slíks afls og af því leiðir að álag og núningur eiga sér hvorki stað í heilbrigðum lið né heldur geta þessir þættir orskað slitgikt. Og í þessu er fólgin ein helzta trölla- sagan sem jafnaq hefur fylgt þessari ákomu. En hvað er það þá sem orsakar slitgikt? Ein er sú skepna sem slitgikt hefur aldrei greinzt hjá og það er hákarlinn, en svo sem kunnugt er myndast beinagrind hans úr brjóski og hann á sér mun lengri þróunarsögu en teg- undir þar sem grindin myndast af beini. Um leið og hryggdýr fóru að mynda grind úr beini þróuðu þau með sér aðferð til að græða bein og bregðast við síbreytilegum kröfum og álagi á beinum og brjóski, þannig að beinin raunverulega ummynda sig sjálf og aðlaga sig þannig hinu breytilega álagi. Kerfi þetta stjórnast af flóknu og algjörlega samhæfðu lykkjukerfi sem temprar sig sjálfkrafa og svarar örvun af hálfu hinna ýmsu hvata, svo sem lífefna, fruma og kerfis- bundinnar virkni. Vísindamenn telja að slitgikt fari að láta að sér kveða þegar einhverjar af þessum lykkjum hætta að gegna hlutverki sínu sem skyldi. Þessu^ má líkja við aðlögunarkerfi í jarðmyndunum sem hættir að starfa rétt. Trúlega ertu æ með slitgikt Aerlendum málum kallast slitgikt „osteoarthritis" sem myndað er úr þremur orð- um en þau segja söguna af því sem á sér stað. „Osteo“ merkir bein, „arthr" lið og „itis“ bólgu. Yfir fimmtíu önnur heiti hafa verið notuð um þennan sjúkdóm en ekkert þeirra er fullgott. Nú um stundir er einna vinsælast að nefna þetta hrörnunarsjúk- dóm í liðum en þetta orðalag gefur í skyn að hér sé um að ræða sóun eða eyðni sem er alrangt þar sem rót vandamáls- ins er einmitt í því fólgin að offramleiðsla á sér stað. Orðið „arthritis" eða liðabólga er um þessar mundir notað um meira en hundrað mismunandi sjúk- dóma sem allir leggjast á liðina en eiga sér mismunandi orsakir og hafa í för með sér mismun- andi hegðun sjúkdómsins svo og einkenni. Nefna má að þrisv- ar sinnum fleiri konur en karlar fá liðagikt. Yfirleitt leggst hún á fjölþætta liði og orsakast af röskun i ónæmiskerfinu, þannig að líkaminn sjálfur byrjar að ráð- ast gegn sínum eigin heilbrigða vef, auk þess sem slitgiktin breiðist stundum út og fer þá t.d. í vöðva, lungu og jafnvel augun, en þegar svo er komið verða einkennin varla í samræmi við þau sem dæmigerð eru fyrir slitgikt. Algengasti sjúkdómur mannsms enda þótt greinileg og sterk ein- kenni um slitgikt komi fram við röntgen-rannsókn sem jafnvel leiðir í Ijós miklar skemmdir á brjóski, þá verður sjúklingurinn hans ekki var. Enginn sársauki og engin fötlun. Slík „þögul" til- felli eru einmitt einhver dular- fyllstu vandamál sem giktar- fræðingar eru að kljást við. Þau eru óeðlilega mörg meðal þeirra sem eru með slitgikt og þau eru iðulega ógreind. Það er erfitt að rannsaka ástand sjúklinga sem leita ekki læknis, en mikilvægt er að fá meiri vitneskju um þessi þöglu tilfelli sem einhvern tíma kunna að hafa valdið sársauka eða a.m.k. verulegum óþægind- um og halda áfram en þá þannig að þau hætta að valda sárs- auka, en þannig á sjúkdómurinn það til að haga sér, einnig hjá fólki sem á að baki miklar þján- ingar og jafnvel bæklun. Með tilliti til þeirrar miklu vitneskju sem fram hefur komið síðustu tuttugu ár varðandi beinabygg- ingu, lífefni og efnaskipti sem einkenna heilbrigða liði og liði sem hafa tekið slitgikt, er óhætt að gera ráð fyrir því að bráðlega verði læknar færir um að halda þessum sjúkdómi í skefjum eða beinlínis snúa þróuninni við í þeim tilfellum þar sem sjúk- dómurinn segir til sín. Á þessu sviði eru framfarir örar og senn líður að því að þessi vitneskja liggi fyrir. Þar sem við virðumst flest vera með slitgikt eru líkurn- ar miklar. Slitgikt er sá sjúkdómur sem algengastur er hjá mann- kyninu. Með röntgen má greina hana hjá 10% táninga og ungs fólks. 35% þeirra sem verða þrítugir sýna merki um slitgikt í hnjám og a.m.k. 85% þeirra sem komnir eru yfir sjötugt hafa gi jinanlega slitgikt í einhverjum lið. í Bandaríkjunum er talið að 180 þúsund einstaklingar séu rúmliggjandi eða fjötraðir við hjólastól af völdum slitgiktar, auk þess sem sjúkdómurinn á sök á fleiri fjarvistum úr vinnu en nokkur annar sjúkdómur í lið- um. Árið 1973 reyndist slitgikt næstalgengasta orsök varan- legrar fötlunar fólks sem komið var yfir fimmtugt, en æðasjúk- dómar höfðu þá vinninginn. Heildarkostnaður vegna slitgikt- arsjúklinga jafnast á við það sem lagt er til baráttunnar gegn krabbameini. Þessar tölur, þótt óná- kvæmar séu, segja sína sögu um sjúkdóm sem er nokk- urn veginn jafnalgengur um allan heim, en einkum þó meðal þeirra sem komnir eru til ára sinna. Sem betur fer er þessi sjúkdómur harla oft „þögull", eins og kallað er, þannig að Einstakur vefur Sá sem öðlast vill skilning á slitgikt byrjar á því að at- huga brjóskið í liðunum, sem kallast hyalin-brjósk. í því eru engar taugar og ekkert blóð. Einungis 5% af umfangi þessa vefs eru gerð af frumum, sem nefnast chondrocytes. Þær framleiða og umlykja sig einu helzta eggjahvítuefni sem fram- leitt er af frumum i ríki náttú- runnar. Risastórar sameindirnar mynda trefjar sem vefjast sam- an og mynda þá millifrumefni sem aftur hjúpast vatnskenndu hlaupi. í sameiningu veita trefjar og hlaup brjóskinu, líkt og öðr- um efnum sem samsett eru á líkan hátt, t.d. trefjagleri, gífur- legan viðnámskraft. Um 75% þyngdarbrjósks mælist vera vatn. Vefurinn líkist svampi sem þrunginn er vatni að öðru leyti en því að gífurlegt aft þarf til að kreista vökvann úr brjóskinu. Aflið er undir því komið hversu athafna- samur einstaklingurinn er þann daginn. Sá sem leggur það á sig að ganga þar sem álagið er m.a. í því fólgið að bera líka- mann uppi, en það hefur m.a. í för með sér að þannig leysist úr læðingi margra tonna afl og vökvinn þrengir sér út úr brjósk- inu og fer út í liðinn, inn á milli liðamótanna. Ein afleiðing þess- arar starfsemi er sú að maður er um það bil tveimur sentimetr- um styttri á kvöldin, en á morgnana. Þegar lagzt er til . hvíldar dregur brjóskið aftur í sig vökvann sem safnazt hefur á milli liða. Þetta ferðalag vökvans út úr brjóskinu og inn i það á ný er sú starfsemi, þar sem sameindirnar búa til varnarveggi sem nauðsynlegir eru til þess að brjóskmyndunin skili sér í chondrocytes (frumurnar sem áður er getiö). Þá flytur blóðið næringarefni frá vefjum sem umlykja liðamótin og síðan sýg- ur brjóskið þau í sig. Á sama hátt þrýstast aukaefni sem til r t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.