Morgunblaðið - 29.08.1986, Síða 13

Morgunblaðið - 29.08.1986, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986 B U— 13 -M-f verða við brjóskmyndun fru- manna út á milli liðanna, þar sem þau fara inn í brjóskið en skila sér síðan út í blóðið. Það er þess vegna sem hreyfing og æfingar gegna meginhlutverki til að viðhalda brjóskinu, og af- leiðingin er sú ef lítið eða ekkert er á líkamann lagt þá snar- minnkar samruni þeirra efna sem brjóskið mynda. w Iefnaskiptum eru chondrocyt- es afar virkar frumur. Til viðbótar risasameindunum sem mynda brjóskið mynda þær einnig efnakljúfa sem brjóta nið- ur brjóskið. Þessar tvær tegund- ir efnis eru í jafnvægi inni í frumunum og þar af leiðir að brjóskið myndast jafnt og þétt um leið og það eyðist jafnt og þétt. Þannig ummyndast brjósk- ið stöðugt. Sjálfkrafa örvun á sinn þátt í þessari ummyndun. Þetta á ekki einungis við um brjósk heldur allan annan seigan vef sem hefur það hlutverk að halda líkamanum saman. Allt frá 1860 hafa menn haft um það vitneskju að beinin breyti lögun sinni, stærð og efnafræðilegum sérkennum í samræmi við það álag sem á þeim mæðir. Hvað erslitgikt og afhverju kemur hún? Hjá mörgu ungu fólki fer slitgikt að valda breyting- um á liðamótum en yfirleitt líða síðan mörg ár þar til fólk fer að veita einkennum og óþægindum athygli. Venjulega er þá kvartað um sársauka í einum eða fáein- um liðum, þar sem bak, mjaðmir, hné og þumalfingur eru þeir hlutar líkamans þar sem helzt er hætt við fötlun. í fyrstu er einkum kvartað undan sárs- auka sem í fyrstu er fremur lítill, enda stafar hann þá frá vefnum í kringum liðinn, þar sem engar eru taugarnar í brjóskinu sjálfu. Þegar sjúkdómurinn fer versn- andi eykst sársaukinn og missmið, bæklun og hreyfihöml- un koma smátt og smátt í Ijós. Jafnframt verður liðurinn heitur, bólginn og umfangsmeiri. Hvers konar lífefna-, efna- skipta- og innkirtlabreyt- ingar sem hafa í för með sér breytingar á næsta umhverfi chondrocyte-frumanna geta or- sakað slitgikt. I ýmsum tilfellum virðast orsakirnar vera erfða- fræðilegs eðlis en í öðrum tilfell- um er því ekki til að dreifa. Beinbrot, brákun, missmíð á liðnum, langvarandi hreyfingar- leysi, ofnoktun á lið sem er ekki algjörlega eðlilegur, bólgur inni í liðnum (þar með talin bólga sem orsakast af liðagikt), svo og sykursýki, eru meðal þess margvíslega ástands sem komið getur af stað atburðarás sem síðan leiðir til slitgiktar. Þessar upphaflegu ákomur orsaka það að chondrocytes-frumur, sem alia jafna eru einhverjar langlíf- ustu frumur í líkamanum og æxlast nánast aldrei, byrja að I skipta sér og það ferli hefur í för með sér offramleiðslu á þeim R efnum sem þessar frumur gefa il frá sér, einnig efnakljúfunum en II brjóta niður brjóskið. Þegar y þessi niðurrifsstarfsemi er kom- m in á það stig, að hún er orðin Y meiri en myndun á nýju brjóski, er eyðing slitgiktarinnar byrjuð fyrir alvöru. IEa yðingin birtist fyrst á yfir- Lh borði brjósksins þannig að úr því flísast og örsmáar sprung- ur myndast. Undir brjóskinu fara frumur beinanna að auka fram- leiðslu sína og beinið verður sífellt veikbyggðara. Beinið stífnar og verður þannig illa und- ir það búið að standa undir mikilli þyngd. Það kann að brák- ast lítillega og þá er hætt við að fíngerðar sprungurnar fyllist af vökva sem þrýstist út um vaxandi rifur í brjóskinu. Með tímanum skilja þessar sprungur eftir sig djúpar holur í beinunum. Á brjóskbrúnum orsakar aukin starfsemi beinfrumanna ofvöxt í beinunum og þær takmarka hreyfingar liðanna. Raunveru- legt álag og slit kemur í kjölfar þessara breytinga og að lokum leiða þær til þess að vefurinn eyðist, hættir að starfa eðlilega og sá óbærilegri sársauki sem einkennir slitgikt verður að stað- reynd. Þetta er engan veginn ánægjuleg atburðarás en það er mikilsvert að öðlast skiln- ing á henni, þar sem mögulegt er að stöðva hana og jafnvel að snúa henni við, þ.e.a.s. á meðan einhverjar chondrocytes-frumur eru enn á lífi í brjóskinu og á meðan sjúklingurinn tekur ekki mark á hinum mörgu munn- mælasögum sem eru á kreiki í kringum þennan sjúkdóm. Tröllasögurnar Mikill misskilningur varð- andi slitgikt veður uppi. Margir leggja t.d. trúnað á það að slitgikt sé bein afleiðing öldr- unar, að hún sé óhjákvæmileg afleiðing erfiðisvinnu eða of- notkunar, að brjósk hafi ekki þann eiginlega að færast í samt lag af sjálfu sér og að útilokað sé að koma í veg fyrir að slitgikt ágerist. Allt er þetta rangt. Af hverju? Slitgikt fer ekki ætið versn- andi — kerfisbundin örvun og áframhaldandi notkun eru já- kvæðar aðferðir tii lækningar. Metúsalem varð 969 ára og ekki fékk hann slit- gikt, eins og auðveldlega má ganga úr skugga um með því að lesa I. Mósebók 5:27, en nýrri heimildir eru til sem ganga í berhögg við að slitgikt sé af- leiðing elli. Að vísu verður slit- gikt þrálátari þegar árin færast yfir en ekki nægileg ástæða til að ákvarða orsök og áhrifa- tengsl. Órækasta sönnunin sem mælir gegn slíkum staðhæfing- um er sú að margvíslegur og meiriháttar munur er á þeim efnafræðilegu breytingum, Leysigeislinn hittir í mark „Gróðursetja morgunfrúrnar, ná ifötíhreinsun, koma við íleysistöðinni til að láta hreinsa æðakerfið. “ Hljómar þessi útréttingalisti ólíklega? En þannig getur hann sem hægast orðið í framtíðinni. Vísindamenn við leysirannsóknastöð æðasjúkdóma við Stanford-háskóla hafa nefnilega gert uppgötvun sem nú er mjög umrædd. Helzti þröskuldurinn í vegi fyrir þvi að unnt sé að hreinsa æðar með leysigeislum er sá að geislarnir eru gjarnir á að skemma í ieiðinni heilbrigðan æðavef. Örfínt rör er þrætt í gegnum æð og það getur tekið með sór aðkomuefnin sem sezt eru í æðaveggina og hindra eðli- legt blóðstreymi. En, eins og áður segir, rörið hefur um leið áhrif á heilbrigðan vef þannig að næst lá fyrir að finna nákvæmari aðferð. Sýklalyfið tetracyklfn kom hér í góðar þarfir. Það var tekið inn í töfluformi og settist þá innan á lagið í æðaveggjunum og gaf frá sór flúr- Ijóma. Þegar útfjólubláu Ijósi á ákveðinni bylgjulengd var að því beint lýsti frá því og þá var komið að því að gefa sjúklingum sem höfðu farið í hjartaaðgerð sýklalyfið. Þá var útfjólublár leysigeislinn stilltur á 355 nanómetra og honum beint að æðavef sem hafði verið fjarlægður með aðgerð. Tilraunin tókst, a.m.k. í rannsóknarstofunni. Leysi- geislinn vann á laginu í æðaveggnum en lét eðlilegan vef eiga sig. Hvað er þá næsta skref? Eðlisfræðilegar rannsóknir. Talið er að a.m.k. fimm og jafnvel tíu ár líði þar til tekizt hefur að búa til svo örfínt rör sem þræða má í gegnum æðar og nemur jafnframt trefjar. Síðan koma rannsóknir þar sem leysiaðferðin verður borin saman við aðrar björgunaraðferðir sem m.a. eru í því fólgnar að fletja hið hættulega lag út í æðaveggina. (Úr American Health) lífefnafræðilegu- og frumubreyt- ingum sem eiga sér stað í liðum sem einungis eru gamlir og þeim sem slitgikt leggst á. Svo ein- ungis sé vitnað í eitt dæmi getur yfirborð brjósks sem er gamalt verið með sprungum og merki sézt um að flísazt hafi úr því án þess að djúpar holur eftir slitgikt komi í Ijós. Verið getur að slit- gikt hefjist snemma á bernskuá- rum en komi þó ekki í Ijós fyrr en líða tekur á ævina. Lítil tengsl eru milli slitgiktar og ævilangs erfiðis og of- notkunar á liðunum. Nýlega fór fram samanburðarrannsókn þar sem karlar, flestir á miðjum aldri, tóku þátt. Þeir áttu það sameiginlegt að hafa verið lang- hlauparar eða sundmenn þegar í menntaskóla. Enginn munur reyndist á hlaupurum eða sund- mönnum hvað varðaði slitgikt í mjöðmum eða hnjáliðum. Auk þess kom í Ijós að þeir sem höfðu hlaupið meira og lengur en aðrir voru alls ekki fremur með slitgikt en þeir sem minna höfðu hlaupið. Önnur staðreynd sem mælir gegn „erfiðiskenn- ingunni" er sú að fimm sinnum oftar leggst slitgikt á fingur en mjaðmir og hné enda þótt síðar- nefndu liðirnir séu undir miklu meira álagi. Á hinn bóginn eru tengsl milli atvinnu-slitgiktar- sjúklinga og hvaða liði giktin leggst helzt á. Þannig hefur komið í Ijós að vefarar fá fremur slitgikt í hægri hendi en þá vinstri, en þessi staðreynd gefur það að vísu aðeins til kynna að síendurteknar hreyfingar sam- fara miklu álagi kunni að draga fram einkenni í liðum sem þegar eru afbrigðilegir. Það er gömul kredda að brjósk geti ekki endurnýjað sig. Þetta er alls ekki sannleik- anum samkvæmt. Enda þótt brjósk sé viðkvæmt fyrir hnjaski eru nægar sannanir fyrir því að brjósk geti gróið aftur og geri það raunar. Nýja brjóskið er yfir- leitt af þeirri tegund sem kallast trefjabrjósk, en sannað er að þegar frá líður getur það breyzt í hyalin-brjósk sem er það ákjós- anlegasta. Slitgikt fer ekki alltaf versn- andi. Fyrst tók ég eftir greinilegum bata hjá einum sjúklinga minna sem þá var 85 ára að aldri. Batnandi ástand í mjöðm kom greinilega fram á röntgenmyndum og sú þróun hélt áfram jafnt og þétt þar til hann lézt 92ja ára að aldri. Einn- ig hafa rannsóknir leitt í Ijós að í skepnum sem fá slitgikt hefur brjóskið tilhneiginu til að færast aftur í samt lag, þegar þær eru æfðar og liðkaðar reglulega og það gefur til kynna að örvun og áframhaldandi notkun leiði til lækningar. Enn vitum við ekki hvernig slíkur bati á sér stað en sennileg skýring er sú að hann komi um leið og brjóskmyndun verður örari en eyðing af völdum efnakljúfa. Aðrar sannanir um að slitgikt geti læknast er sú að karlar á aldrinum 65—74ra ára virðast síður hafa slitgikt í mjöðmum en karlar á aldrinum 55—64ra ára. Sagt er að slitgikt aukist óhjákvæmilega og hafi í för með sér sívaxandi fötlun, en þó verða sannanir fyrir því að þróuninni megi snúa við æ aug- Ijósari. Þetta þýðir einfaldlega að því fyrr sem meöferð hefst þeim mun áhrifarikari verður hún. Meðferð Hvild, hreyfing og álag eru hornsteinar meðferðar á slitgikt. Þau lyf sem nú eru til hafa lítil áhrif til lækninga og ættu aðeins að vera 10—15% af allsherjarmeðferðinni. Álag og raunveruleg notkun á sýktum liðum er vafasöm þegar með- höndla skal slitgikt. Þegar meðferð er vandlega skipulögð, þannig t.d. að hvíld og athafna- semi skiptast á með því móti að eftir þriggja eða fjögurra stunda áreynslu er lagzt fyrir í eina klukkustund, verður árang- urinn sá að dælukerfi fer í gang og sér chondrocytes-frumum fyrir þeim næringarefnum sem þær þurfa til að lagfæra brjósk- ið. Mikilvægt er einnig að gæta vel að heilsufari almennt og líkamlegri þjálfun þar sem við- brögð vöðvanna við þjálfun eru vöðvasamdráttur sem verndar liðina fyrir skemmdum eða frek- ari skemmdum ef slitgikt er þegar lögzt á þá. Stundum er kortísóni eða svipuðum lyfjum sprautað í sýkta liði, en mín skoðun er sú að undralyfið gegn slitgikt sé asperín. Síðan Hippokrates tók upp á því að nota salisín úr berki pílviðar er komin 2.300 ára reynsla á notkun þessa lyfs. Fáanleg eru mörg bólgueyðandi lyf sem eru án stera og hafa svipaða verkun og aspirín, en umfram þau hefur aspirín fjöl- breyttari verkun og meiri. Önnur lyf eiga rétt á sér en aspirín er áreiðanlega áhrifaríkasta lyfið gegn slitgikt. Aspirín hefur að vísu aukaverkanir sem einkum mæða á meltingarfærunum en gegn þeim er hægt að vinna með því að bryðja töflurnar og renna þeim niður ásamt mat, t.d. jógúrt, en annar matur skal etinn á undan og eftir. Pað er vandamál í meðferð slitgiktar hve gjarnt sjúkl- ingum er að leita ekki læknis fyrr en sjúkdómurinn er kominn á svo alvarlegt stig að meðferð sem ætlað er að koma brjóskinu aftur í samt lag dugar ekki leng- ur til, eins og verða vill þegar bein og brjósk í liö hafa af- myndazt svo að bygging þeirra hefur raskazt. Árangursrík og samræmd meðferð á slitgikt tekur sinn tíma og yfirleitt líður a.m.k. ár áður en unnt er að meta hinn raunverulega árangur og taka þá ákvarðanir hvort að- gerð þar sem gerviliður er látinn taka við hlutverki hins skemmda á rétt á sér. Þegar mælt er með slíkri aðgerð og ákvörðun um hana tekin í flýti bendir það til þess að skortur sé á árvekni og vitneskju um miklar framfarir og aukinn skilning sem gefa tilefni til fyllstu bjartsýni varðandi þennan flókna sjúkdóm. Niðurstaðan í nokkrum orðum r Asíðustu tveimur áratugum hafa orðið gífurlegar fram- farir sem hafa aukið svo skilning á orsökum slitgiktar að líkja má við byltingu. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar en það sem þegar er vitað gefur tilefni til að búast megi við verulegum bata þegar meðferðin er í samræmi við þá vitneskju sem þegar ligg- ur fyrir. Þar að auki er nú unnið sleitulaust að því að búa til ný lyf og skipuleggja nýjar æfinga- aðferðir sem eiga að hafa bein áhrif á hina óheillavænlegu þró- un og snúa henni við, þannig að brjóskið komist í samt lag. I framtíðinni mun meðferð slit- giktar áreiðanlega taka breyt- ingum og það er fyllsta ástæða til bjartsýni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.