Morgunblaðið - 05.09.1986, Page 3

Morgunblaðið - 05.09.1986, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986 B 3 með glæstustu höfundum heims- bókmenntanna. Með góðri samstöðu og sam- vinnu hlýtur að vera hægt að sigrast á þessu, því ég er viss um það að margt af því sem skáld og rithöfundar Norðurlanda láta frá sér á mikið erindi við aðrar þjóðir. í stað þess að vera sífellt að þessu naggi útí norræna sam- vinnu og blaðri um að Svíar séu nú svona og svona væri nær að menn athuguðu hvað raunveru- lega er að gerast á menningar- sviðinu í nágrannalöndunum." Endurreisn skáldsögunnar „Það hefur margt breyst í sagnagerð á síðustu árum. Það er ekki svo langt síðan menn full- yrtu að skáldsagan væri dautt form, en nú hefur það verið ræki- lega afsannað. Það er allt leyfilegt í bókmenntum nú á tímum og höfundar þurfa ekki lengur að rígbinda sig á klafa einhverra til- tekinna stefna og strauma í sagnagerð. Það er Ijóst að skáld- sagan, frásögnin, hefur lifað af allar hræringar síðustu áratuga og komið margefld til leiks. Skáld- sagan er nefnilega alltaf að læra af sjálfri sér. Ég held að það sé enginn mið- ill sem getur á jafn sterkan hátt túlkað mannlegan veruleika og skáldsagan. Það er að vísu ekki nema um tvö hundruð ár síðan farið var að skrifa skáldsögur einsog við þekkjum þær, en frá- sagnarhefðin hefur lifað með mannkyninu frá örófi alda. Bíó- myndir og aðrir miðlar sem nútímamaðurinn hefur á valdi sínu hafa ekki sömu breidd og skáld- sagan, því oröin eru svo margræð og hafa miklu fleiri augu en bara tvö. Það er ekki síst fyrir áhrif rit- höfunda einsog Gunters Grass og Gabriels Garcia Marquez sem skáldsagan hefur lifað af stefn- urnar ef svo má að orði komast. Með þeirra verkum og margra annarra má segja að upp sé runn- ið alveg nýtt skeið í bókmenntum sem hvílir þó á gömlum merg. í bókum einsog Hundrað ára ein- semd rúmar lýsingin á fólki og lífi þess alla veröld þess og veru- leika. Það er engin sérstök tækni, hefð eða stefna sem höfundurinn fylgir, hann er jafnvígur á allt og leyfir sér allt. Stundum virðist frá- sögnin verða helber „fantasía", en það er mesti misskilningur. Hið hugsaða er gert verulegt sem er sannarlega ekki nýtt í skáld- Göran Tunström og Rói Patursson. Þeir voru meðal þátttakenda á Ijóðlistarhátíðinni í Osló. MM ... ogíöllum tískuvaðlinum gleymast kannski sígildar norrœnar nútímabók- menntir, höfundar einsog Hamsun, Strindberg, Laxness, Heinesen og margir fleiri, sem tvímœlalaust eru með glœstustu höfundum heimsbók- menntanna... MM Giinter Grass og Gabriel Garcia Marquez. „Með þeirra verkum og margra annarra má segja að upp sé runnið alveg nýtt skeið í bókmenntunum sem hvílir þó á gömlum merg,“ segir Einar Már. skap. Um það bera íslendinga- sögurnar glöggt vitni." Vængjasláttur í þakrennum á dönsku í haust Að lokum: Hvað er að frétta af þýðingum á bókum þínum? „Eg fór raunar ekki aðeins til Noregs til þess að taka þátt í Ijóö- listarhátíðinni heldur einnig til að fylgjast með útgáfu á Riddurum hringstigans sem Knut 0degaard þýddi. Hún kom út á dönsku fyrir tveimur árum og kemur á sænsku nú í september. Vængjasláttur í þakrennum er svo væntanleg á markað í Dan- mörku núna í haust í þýðingu Erik Skyum-Nielsen sem einnig þýddi Riddarana og Ijóðin. Ég geri mér vonir um aö hún verði líka þýdd á hin Norðurlandamálin, að minnsta kosti áður en lengra er haldið," segir Einar að lokum og glottir ísmeygilega. Viðtal/Jón Ólafsson Mynd /Þorkell Þorkelsson Fellagörðum — Breiðholti III (í Dansskóla Heiðars) Almenn námskeid Karon skólinn kennir ykkur: • rétta líkamsstöðu • rétt göngulag • fallegan fótaburð Karon skólinn leiðbeinir ykkur um: • andlits- og handsnyrtingu • hárgreiðslu • fataval • mataræði • hina ýmsu borðsiði og alla almenna fram- komu o.fl. Model námskeið Karon skólinn kennir ykkur: • rétta líkamsstöðu • rétt göngulag • fallegan fótaburð • sviðsframkomu • að vinna með Ijósmyndara • látbragð og annað sem tilheyrir sýningar- störfum Öll kennsla í höndum færustu sér- fræðinga. Allir tímar óþvingaðir og frjálslegir. Ekkert kynslóðabil fyrirfinnst í Karon skólanum. InnrRun og upplýslngar f sfma 38126 kl. 16—20. Ksnnsla hefst mánudaginn 16. sept- ambar. Hanna Frímannsdóttir ÚRVALS AMERÍSK HEIMILISTÆKI GENERAL ELECTRIC Fullkomin varahluta- og vidgerdaþjónusta HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD HF Laugavegi 170—172. Simi 695550

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.