Morgunblaðið - 05.09.1986, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986
B 11
MisHima
Mishima ★ ’/i
Leikstjóri: Paul Schrader.
Handrit: Paul og Leonard
Schrader.
Kvikmyndataka: John Baily.
Tónlist: Philip Glass.
Aðalteikendur: Ken Ogata,
Kenji Sawada, Yasosuke
Bando. Bandarfsk. Warner
Bros. 1986. 116 mín.
Þá er hún komin, hin for-
vitnilega mynd Bandaríkja-
mannsins Paul Schraders,
(American Gigolo, Cat
People, Hardcore), um einn
frægasta rithöfund Japana á
þessari öld, Yukio Mishima.
Þessir tveir listamenn eru í
órafjarlægð hvor frá öðrum í
anda og menningu, enda er
myndin því miður í flesta staði
misheppnuð.
Ævisaga Mishima er eftir
sem áður stórbrotið mynd-
efni. Líf hans var einstakt,
mikilfenglegt í flesta staði. Á
unga aldri var hann orðinn
eitt af höfuðskáldum þjóðar
sinnar en átti litla samleið
með samtíðinni. Líf hans
mótaðist m.a. af hrifningu á
gömlu keisaratímunum, fom-
um heföum, hetjuskap og
einurð samúrajanna, andúð á
erlendum áhrifum, ást á báð-
um kynjum.
Æviferli Mishima og brot-
um úr verkum hans klambrar
Schrader saman í fjóra þætti.
Hann notar ekki náttúrlegt
umhverfi heldur leikmyndir
sem eru það listrænasta og
minnisstæðasta í annars ein-
staklega daufri, þungri, hreint
út sagt leiðinlegri mynd. Þar
sem ólánlega tekst til aö lýsa
upp kynngimagnaöa veröld
skáldsins og draga upp af
honum mynd. Það sannast
hér sem svo oft áður hversu
erfitt það reynist Vestur-
landabúum að höndla hugar-
heim þeirra austurlensku.
Myndbönd
Umsjón: Sæbjörn Valdimarsson
Damnation
Alley
Damnation Alley ★
Leikstjóri: John Guillermin.
Handrit: Alan Sharp og Lukas
Heller, byggt á samnefndri
skáldsögu e. Robert Zelansky.
Tónlist: Jerry Goldsmith.
Aðalleikendur: George Pepp-
ard, Jan-Michael Vincent,
Dominique Sanda, Paul Win-
field.
Bandan'sk. 20th Century Fox
1977. 91 mín.
Þó kvikmyndagerðarmönnum
verði fátt um svör, fjallar Damna-
tion Alley um spurninguna
hvernig ástandið verður á henni
jörð eftir kjarnorkustyrjöld. Ráð-
ist er á Bandaríkin, örfáar hræður
komast af í neðanjarðarbyrgi í
Nevadaeyðimörkinni. Þetta eru
hermenn sem svo tveimur árum
síðar freista þess að brjótast
þvert yfir Bandaríkin til Albany.
Þaðan hafa þeir náð útvarps-
sendingum og vona að finna þar
einhverjar leyfar siðmenningar.
Eiginlega það eina skemmti-
lega við þessa mynd er að bera
saman brellugerð hennar og
framtíðarhugmyndir — ekki síst
í tæknibúnaði — við vísindaskáld-
sögumyndir dagsins í dag. Hér
ber Ijósár á milli. En ef við höfum
í huga að umrædd mynd og Star
Wars eru jafnaldrar, þar að auki
framleiddar hjá sama fyrirtæki
(Fox), og fyrir svipað fjármagn,
þá blasir við að það er ekki ein-
ungis tíminn sem gert hefur D.A.
svona fjári hallærislega heldur
hafa slakir fagmenn verið að
verki.
D.A. er ekki aðeins illa unnin
tæknilega, ef undan eru skildir
ábúðarmiklir farkostirnir, heldur
skilur hún eftir sæg af óútskýrð-
um götum og ósvöruðum spurn-
ingum. Hvar fékkst bensín á
vagnana? Hver lagði slóðann
austur yfir? Eru fleiri ára birgðir
af tóbaki geymdar í forðageymsl-
um hersins ef kemur til kjarnork-
ustríðs? Á svona hallærisskerj-
um er áhorfandinn sífellt að
steyta út alla myndina.
Hér er illa farið með gott efni.
Ferðalagið þvert yfir heimsálfuna
hefði getað orðið hrikalegt ævin-
Death Wish III
Showdown ★ ★
Leikstjóri og framleiðandi:
George Seaton. Tónlist: David
Shire. Handrft: Theodore Tayl-
or. Saga Hank Fine. Aðalhlut-
verk: Rock Hudson, Dean
Martin, Susan Clark. Univers-
al 1973. 95 mín.
Sem kunnugt er þá lúra kvik-
myndaver Hollywood-borgar á
tugþúsundum kvikmynda sem
ekki er farið að setja á mynd-
bönd. Er fjöldi þeirra mörgum
gæðaflokkum betri en stór hluti
þeirrar framleiðslu sem bullað
er nýrri og nýlegri út á markað-
inn. Undantekningarlítið eru
nýjar myndir gefnar út á mynd-
böndum skömmu eftir frum-
sýningu en lítið saxast á gamla
lagerinn.
Árlega koma þó út allnokkrir
eldri titlar. Oftast er um þekktar
myndir að ræða, en, merkilegt
nokk, eru þær lítið færri sem
ófrægari eru og vekur útgáfa
þeirra furðu þegar haft er í
huga hið mikla, góða, gamla
efni sem óbirt er og menn bíða
spenntir eftir.
Ég segi ekki að Showdown
eigi það tvímælalaust skilið að
sofa svefninum langa í kjöllu-
rum Universal-kvikmyndavers-
ins, hinsvegar er það öllum Ijóst
að þar er að finna hundruð eftir-
sóknarverðari gamla titla.
Showdown naut í upphafi lítilla
vinsælda og sleppur svona í
meðallagi sem afþreying. Þá
skýrir það ekki útgáfuna að
vestrar eiga ekki (því miður)
upp á pallborðið hjá almenningi
þessa stundina. Eina sýnilega
ástæðan fyrir því að Show-
down var öðrum fremur valin
til útgáfu af háum herrum Uni-
versal er sú að nafn Rocks
Hudson hefur verið í fréttum
og milli tannanna á fólki af
hörmulegum ástæðum sem öll-
um eru kunnar.
Gömlu kempurnar, Hudson
og Martin, leika roskna æskufé-
laga. Nú liggja leiðir þeirra
saman að nýju eftir nokkuð hlé,
en breytingar hafa orðið á hög-
um þeirra. Hudson orðinn
fógeti en Martin drykkfelldur
þjófur.
Það örlar á Butch Cassidy-
tilfinningu í þessari mynd um
gamalt bræðralag þar sem
kvenmaður á þátt í vinslitunum.
Eins situr gamansemin gjarna
í fyrirrúmi. En Seaton hefur
ekki aðrar eins stjörnur og kol-
legi hans George Roy Hill þó
ánægjulegt sé að sjá til hinna
rosknu kappa. Og það fer ekki
framhjá neinum að hinn stæði-
legi Rock Hudson hefur verið
með karlmannlegri mönnum
sem sést hafa á hvíta tjaldinu.
Death Wish III ★
Leikstjóri: Michael Winner.
Framleiðendur: Golan, Glob-
us. Aðalhlutverk: Charles
Bronson, Deborah Raffin,
Martin Balsam, Ed Lauter.
Bandarísk. Cannon 1986.
Þegar Death Wish III var
sýnd í kvikmyndahúsi fyrr á ár-
inu gaf ég Bronson frí, búinn
að fá mig fullsaddan af tilbreyt-
ingarlausum barsmíðum og
múgmorðum gamla mannsins.
En í Murphy’s Law vænkaðist
hagur strympu, þar stóð öld-
ungurinn sig með ágætum í
dágóðri hasarmynd svo ég gat
vel hugsað mér að freista gæf-
unnar og grípa karl glóðvolgan
á myndbandinu.
Hverra skyldi karl nú hefna
þar sem búið er að murka líftór-
una úr fjölskyldu hans í tveimur
drápsmyndum? Ástæðulaust
er að hafa áhyggjur af slíku.
Það er engin þurrð á skjólstæð-
ingum né fórnarlömbum frekar
en fyrri daginn.
Myndin hefst er Bronson
kemur í heimsókn til gamals
stríðsfélaga í niðurníddu borg-
arhverfi í New York. En hann
er heldur seint á ferð því vinur-
inn deyr í höndum hans —
afleiðingar „húsvitjunar"
glæpagengisins í hverfinu og
þar með er fullbúin væn gróðr-
arstía fyrir morðmynd á borð
við Death Wish III.
Þessi mynd verður mér lengi
minnisstæð fyrir þá einstöku
drápsgleði sem hún býr yfir og
gegndarlaust ofbeldi ofbeldis-
ins vegna. Það má næstum sjá
hnignunarmerki á vestrænni
siðmenningu i atriðum sem því
er Bronson beitir vopni sem
hann stendur tæpast undir, á
ótrosalýðinn. En það er í henni
einhver déskotans sprengi-
kraftur sem hrífur áhorfendur
með sér gegn eigin vilja. Hann
stafar fyrst og fremst af Ijótum
en beinskeyttum tilgangi og
innihaldi DW III. Hér er Bronson
mættur til að skemmta. Aðeins
eitt atriði er á dagskránni, en í
fjölbreytilegum útgáfum: Dráp
á dráp ofan.