Morgunblaðið - 05.09.1986, Qupperneq 13
.WO.RgUNBWie, KjgTUPACUlU. SHTEMWJi ,19.86
'P 13
Fyrstu verðlaun í flokknum fólk í fréttum hlaut Ijósmyndarinn
Carol Ann Guzy á Miami Herald. Eþfópskur faðir og sonur sem
reyna að halda á sér hita á köldum morgni þar sem þeir bfða
eftir því að fá mat í fióttamannabúðunum f bænum Alamata.
Móðir drengsins dó úr hungri.
Fyrstu verðlaun í flokki
^ fréttaskýringamynda hlaut Eric
Lusefyrir meðfylgjandi mynd. Hún
sýnir fimmtán ára gamla
víetnamska stúlku halda á mynd
af móður sinni. Foreldrar hennar
fundust myrt á heimili sfnu í San
Francisco.
Ljósmyndarinn Eddie Adams hlaut önnur verðlaun f flokki
mynda úr listaheiminum fyrir meðfylgjandi mynd. Ljós-
myndin er af japanska skrautritaranum Aikawa-Cho og
er hún tekin fyrir bók listakonunnar „Dagur í Iffi Japanau.
Þriðju verðlaun f flokknum daglegt Iff hlaut Ijósmyndarinn Monoocher.
Bændur sá fræjunum, einu og einu__ Eftlr eltt ár og fimm mánuði endurplanta þeir
græðlingum f yfirbyggð beð.
Þykkni úr Gingseng-jurtinni er
flutt frá Kóreu til Sviss þar sem
tekið er til við að koma þykkninu
í hylki, vökvaform og svo fram-
vegis.
Gingseng er jurt af bergfléttu-
ætt sem vex einkum i Kóreu og
Kína og hefur rót hennar verið
notuð sem lækningalyf meðal
austrænna þjóða í meira en þrjú
þúsund ár. Stundum hefur það
komið fyrir að jurtin hefur orðið
það sjaldgæf að hún hefur verið
talin þyngdar sinnar virði í silfri.
Marco Polo flutti lyfjaplöntuna
með sér til Evrópu á sautjándu
öldinni en það var fyrst á átjándu
öld að farið var að nota hana í ein-
hverju magni í Evrópu. Árið 1843
hófust rannsóknir á jurtinni eigin-
lega fyrir tilstuðlan Carls Anton
Meyer sem gaf út grasafræðirit
um kóranskar jurtir.
Gingseng er ræktað úr fræjum
sem tekin eru af fjögurra ára plönt-
um. Mikið er um þessa ræktun í
Kóreu þar sem sérstakur jarðvegur
og loftslag mynda góð ræktunar-
skilyrði. Bændur handsá fræjunum
einu og einu og eftir eitt ár og fimm
mánuði endurplanta þeir græðling-
um í beð sem eru yfirbyggð til að
verja þá fyrir beinu sólarljósi. Á
fimm ára vaxtarferli jurtanna er
annast um þær samkvæmt lög-
málum líffræðinnar. Fallin Gings-
eng lauf eru notuð sem áburður
og milli uppskera þarf að hvíla
beðin í að minnsta kosti tíu ár til
að jarðvegurinn nái að endur-
heimta nauðsynleg næringarefni.
Gingseng er hvítt en getur orðið
rautt. Veltur liturinn á meðferðinni
sem rótin fær þegar hún er tekin
eftir fimm ár úr jarðveginum, en
það er sá tími sem jurtin þarfnast
til að mynda hámark virkra efna.
Að lokinni uppskeru eru ræturn-
ar verkaðar í verksmiðju fyrirtækis-
ins nærri akrinum. Eftir gerilsneyð-
ingu er gert úr rótunum þykkni sem
siðan er þurrkað. Þykknið er svo
í þessu tilfelli flutt til bækistöðv-
anna í Lugano í Sviss þar sem
unnið er úr þvi svokallað Gingseng
Extract G115 og efnið sett bæði
í hylki, útbúið í vökvaform, oft
vítaminbætt, og meira að segja
er það sett í karamellur. Gingseng
Extract G115 er árangur tuttugu
og fimm ára rannsókna á jurtinni
Panax Gingseng sem fyrirtækið
Pharmaton hefur gengist fyrir.
Sagt er að stöðug notkun Gings-
eng geti haft hemil á eða komið í
veg fyrir ýmsa sjúkdóma eða
hrörnunareinkenni en ekki skal
neitt fullyrt um það né heldur vitn-
að í alla þá doktora sem bornir eru
fyrir rannsóknum á téðum töflum
og inntökum. Þó skal vitnað í eina
nýja tilraun sem gerð var varðandi
vinnuhæfni og þrek hjá hópi mið-
aldra manna sem fengu svokallaða
Gingseng meðferð. Dr. P. Tesch
sem er dósent í vinnulíffræði við
Karolínsku stofnunina í Svíþjóð
hefur haft umsjón með tilraun er
gerð var varðandi vinnuhæfni og
þrek. Fyrrgreindum hópi manna
sem samanstóð af 38 manns var
skipt í tvo hluta og fékk annar
helmingurinn Gerikomplex (Gings-
eng Extract G115, steinefni og
vítamín), en hinn fékk innihaldslaus
hylki í átta vikur. Báðir hóparnir
héldu auðvitað að þeir væru að
taka inn Gerikomplex. Meðferðin
sem gerð var á mönnunum fólst í
eftirfarandi: Þeir voru í upphafi
látnir hjóla á þrekhjólum og heilsu-
far þeirra kannað á ýmsari hátt.
Síðan fengu mennirnir eitt hylki
með morgunmat og hádegismat i
fjórar vikur. Að því búnu var þrek
mælt að nýju og heilsufar kannað
og þetta endurtekið eftir átta vik-
ur. Árangurinn sem tjáður var í
löngu læknisfræðilegu máli var
með óbreyttum leikmannsorðum
þessi: Gericomplex hópurinn óx
að þreki, reyndist við góða líðan,
með bætta matarlyst, aukna ein-
beitingarhæfileika, rósamari svefn
og víkjandi þreytukennd á meðan
þessi einkenni voru vægari hjá hin-
um hópnum.
Hér hefur aðeins lauslega verið
greint frá Gingseng en afstaða
ekki tekin til máttar þess. Trúlega
sjá þarna einhverjir einn af mörg-
um „Kínalífs elexírum" sem
nútíminn þráir að hengja hatt sinn
á. Rousseau sagöi á sinni tíð:
„Hverfum aftur til náttúrunnar".
Kannski er Gingseng „trúin" bara
einn anginn af þeirri klassísku
lífsskoðun er reynist fylgjendum
holl vegna áhugans. En ef til vill
eru þarna gömul sannindi í nýjum
búningi sem eiga eftir að færa fólki
aukna lífsgleði og þrótt. Hver veit?
Texti GRG.