Morgunblaðið - 07.09.1986, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 07.09.1986, Qupperneq 3
% % blaði laganema, eftir Hörð Einars- son hæstaréttarlögmann, um rétt- arstöðu karls og konu er búa saman í óvígðri sambúð. Niðurstaða hans varð sú að ekki bæri að leggja að jöfnu sambúð og hjúskap. Þrátt fyrir þetta sagði Hörður að það bæri að halda áfram á þeirri braut að afnema það órétt- læti sem oft kæmi upp við slit á óvígðri sambúð vegna götóttrar lagasetningar. I lok greinar sinnar fjallar Hörð- ur um nokkur atriði sem fyllsta ástæða sé til að setja um ákveðnar reglur svo bæta megi réttarstöðu sambúðarfólks. Sumt af þéssu hef- ur náð fram, svo sem samsköttun sambúðarfólks, en annað, eins og til dæmis ákveðin lagasetning um fjárhagslegt uppgjör sambúðarfólks við slit sambúðar, hefur ekki enn orðið að veruleika. Þetta síðasttalda atriði telur Hörður mjög biýnt og undir það hefur Guðrún Erlendsdóttir hæsta- réttardómari tekið. Enda þótt hún sé eindregið mótfallin því að sett sé sérstök löggjöf um óvígða sam- búð eða reglur hjúskaparlaganna verði látnar ná þar yfír einnig, þá bendir hún á að löggjafínn ætti að gera sitt til að koma í veg fyrir ósanngjöm fjárskipti þegar upp úr sambúð slitnar. Einnig er það skoðun Guðrúnar að afnema eigi allar reglur sem gera það fjárhagslega hagkvæmara fyrir fólk að sleppa giftingunni en búa þess í stað saman í óvígðri sambúð. „Því tel ég rétt,“ skrifar Guðrún, „að réttur til framfærslueyris úr hendi fyrrverandi maka falli niður, ef rétthafí er í varanlegri sambúð, svo og réttur langlífari maka til setu í óskiptu búi. Rétt er að láta sömu reglur gilda í þessum tilvik- um, hvort sem gengið er í hjúskap eða sambúð, því að svipuð sjónar- mið koma til greina." (Fjármál lyóna ogsambúðarfólks, bls. 144.) Við þetta er því að bæta að í 14. grein laganna um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins er ákvæði þess efnis að réttur til lífeyris fellur nið- ur „ef hinn eftirlifandi maki gengur í hjónaband að nýju, en kemur aft- ur í gildi, sé hinu síðara hjónabandi slitið. . . “ Samkvæmt þessu lagaákvæði er þó ekki hægt að taka lífeyri eftir nema einn maka. Öryggisleysi eftir sem áður A undanfömum árum hefur lög- gjafarvaldið á íslandi sýnt því nokkum áhuga að bæta réttarstöðu sambúðarfólks. Ljóst er að sú laga- breyting, sem tekur gildi núna um næstu áramót, þar sem skiptarétti verður heimilað að §alla um skipti á búum sambúðaraðila þegar upp úr slitnar í heift, er enn eitt sporið í rétta átt. Eftir sem áður hlýtur óvissa hlut- aðeigandi aðila um sinn hag að vera mikil því engar reglur em til um efnislegan rétt þeirra sem búa saman í óvígðri sambúð. Vitaskuld geta þeir tryggt sig í bak og fyrir með því að gera í upphafí sambúð- ar nákvæma skrá um eignir hvors um sig. Til að þessi eignalisti komi að fullum notum verða aðilar að halda áfram að færa inn á hann alla hluti sem bætast í búið á með- an sambúð stendur. Þá verður að þinglýsa íbúð í samræmi við borgun hvors um sig í henni, bíllinn fer á nöfn beggja og svona mætti lengi telja. En því miður láta flestir þeir sem búa í óvígðri sambúð þetta undir höfuð leggjast og út af því rísa oft vond og mannskemmandi málaferli. Að öllu samanlögðu virðist því vera óhætt að taka undir orð Guð- rúnar Erlendsdóttur, þegar hún skrifar eftirfarandi í títtnefndri rit- gerð um Qármál hjóna og sambúð- arfólks: „Að mínu mati er hjúskapur einfaldasta lausnin og best til þess fallinn að mynda ramma um fjöl- skyldulífíð og tryggja best öryggi fólks bæði tilfinningalega og fjár- hagslega." Jón Hjaltason Nýtt — Nýtt Peysur, jakkar, pils, vesti og blússur. Glugginn, Laugavegi 40. (Kúnsthúsinu.) Fimleikar — Fimleikar Innritun í alla flokka pilta og stúlkna næstu viku frá kl. 18.00—19.00. Upplýsinga- og innritun- arsími: 688470. Fimleikadeild Ármanns, íþróttahúsinu Sigtúni 20, Rvík. Áskriftarsíminn er 83033 Eróbikk Ný stundaskrá 15. september álag fsetU,mikið Þ°' m Minna opt VIÐ jafn BJÓÐUM •Góða aðstöðu, 130 fm sal •Takmarkaðan fjölda í tímana. •Allt að 5 tíma á viku. •Vaktavinnukort. • Morguntíma. •Hádegistíma. •Síðdegistíma. • Kvöldtíma. Eróbikkstúdíóið er meðlimur í IDEA Innritun ífullum gangi Byrjendur l&ll Konutímar l&ll Lengra komnir III Þrektímar IV Púltímar V Tímar fyrir íþróttafélög, hand- bolta, fótbolta, körfubolta, blak. Barnshafahdi konur, konur m/börn á brjösti. Kennarar m/menntun og reynslu Jónína Ben.: íþr.fræði McGill, alþj. eróbikkpróf. Ágústa Johns.: íþr.fræði Color. Univ., alþj. eróbikkpróf. Mark Wilson: Námskeið, Body Workshop, CA. Ágústa Kristj.: Námskeið, Sweat Shop, Colorado. Sigrún A.: 4 ára eróbikkreynsla. Kristín Gíslad.: Fyrrv. íslandsmeist. í fimleikum, fimleika- þjálfari. Edda Guðgeirs.: (þróttakennari. Hildigunnur Johns.: 4 ára eróbikk- reynsla. ___ Allir kennarar m/próf í skyndihjálp. Izróbikk 00@B0@ W Intematonal Dance-Exerose Assoöaton Kynntu þér verð 0 Sími 29191 0 Opið í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.