Morgunblaðið - 07.09.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.09.1986, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 Landnemar í íslenskri náttúru grein 1. 20 tegundir sjaldgæíra íugla hafa reynt varp á seinni árum gráþresti hingað til lands að vetri til og vorið eftir var enn talsvert af fugli sem hafði þraukað. Þá hófst varp nokk- urra para á Akureyri og hélst það í nokkur ár og svo virt- ist sem lítill stofn ætlaði að ná þar fótfestu. En allt kom fyrirekki. Um 1980 komu svo margir fuglar sömu teg- undar að vetrarlagi og upp sem ísland býður upp á, en sá galli sé hins vegar á gjöf Njarðar, að komutími fugl- anna ár hvert er það sem stendur í veginum, þ.e.a.s. mörg ár koma tiltölulega fáir fuglar og þeir sem koma verða að bytja á því að hjara yfir veturinn og það er ekk- ert auðhlaupið að slíku fyrir lítinn fugl. Margir falla ævin- lega. Tilraunir svartþrastarins hafa ekki verið jafn þrótt- miklar og hjá frændanum. Þrisvar hefur svartþröstur vitanlega orpið hér á landi, í Reykjavík, í Skaftafelli og í Svínafelli, en báðir síðast nefndu staðirnir eru í Öræfa- sveit. Svartþrösturinn hefur það sérkenni fram yfir hina tvo, að hann verpir ævinlega í tijám. Svartþrösturinn er árviss gestur hér á landi eins og gráþrösturinn og eins og með hann, eru áraskipti að því hversu margir fuglar Hettusöngvari: Álitinn hafa orpið einu sinni og komið upp ungum. Svartþröstur: A.m.k. þijú hreiður á seinni árum. Fuglalíf er all mikið og fjörlegt hér á landi, einangrun landsins veldur því þó að tegundafæð er nokkur miðað við ná- grannalöndin. Miklu væri Island fátækara án fugla sinna og má hafa af þeim hreina unun við hin ýmsu skilyrði og kringumstæður. Landsmenn þekkja ákaflega misvel til íslenskra fuglateg- unda og þær njóta auk þess ákaflega misjafnra vinsælda. Það er ekki sama heiðlóa og veiðibjalla frekar en Jón og séra Jón. Það sýna dæmin, að fuglar geta verið geysivin- sælir þótt fól og fjandar séu í eðli sínu, sbr. krummi gamli, en vandfundnir eru skemmtilegri fuglar hvað þá samviskulausari hreiðurræn- ingjar og ungamorðingjar. Flestar algengustu fuglateg- undir landsins munu þó ugglítið vera tiltölulega vel þekktar hjá öllum þorra landsmanna. En til er hópur fugla sem hefur á undan- fömum árum verið að þreifa fyrir sér með varp hér á landi. Tegundir þessar hafa ekki náð fótfestu og alls ekki útséðum hvemig þau mál fara. f sumum tilvikum virð- ist það næsta vonlítið, en í öðrum tilvikum virðast skil- yrði vera fyrir hendi. í síðamefndu tilvikunum er spumingunni vandsvarað hvers vegna það gengur illa að hasla sér völl. „Þetta eru yfirleitt flækingsfuglar og það má segja að það detti úr þeim egg,“ sagði Ævar Pedersen dýrafræðingur í samtali við Morgunblaðið um þetta mál. Yfírleitt er hér um spörfuglategundir að ræða, einnig fáeinar tegundir vað- fugla og andfugla. Skrítin nöfn eins og kolþema og skógarsnípa ber á góma, en við skulum byrja yfírreiðina á spörfuglunum í þessum fyrri hluta, en í síðari hluta verður fjallað um dúfur, vað- fugla, andfugla, auk annars sem hér hefur uppi dagað. Gráþröstur og svartþröstur Frændumir gráþröstur og svartþröstur eru návenslaðir skógarþrestinum okkar eina sanna og þeir hafa verið að þreifa fyrir sér hér á landi á seinni ámm með varpi. Sér- staklega hefur gráþrösturinn virst ætla að ná fótfestu, en enn um sinn hefur það þó ekki tekist sem skyldi. Fugl- ar þessir eru auðþekktir, þrastarlagið leynir sér ekki og gráþrösturinn er greini- lega grár að ofan og svart- þrösturinn allur eins og nafnið gerir ráð fyrir. Þessir fuglar koma hér báðir á haustin frá heimkynnum sírium í Skandinavíu og yfír- leitt fylgir varp því að óvenjulega margir einstakl- ingar hafí komið. Áraskipti eru að því hversu margir þessir þrestir eru. Um 1950 kom mikið af frá því hófst dálítið varp næstu þijú árin, þá fundust hreiður bæði á Akureyri og á Selfossi. Mest var þá um gráþrestina á Húsavík, en einhverra hluta vegna varð ekki úr varpi þar eftir því sem menn komust næst. Ævar fuglafræðingur telur að þessi fuglategund ætti að geta lifað við þær aðstæður koma hvert haust. Svart- þrösturinn virðist ekki eiga neitt verra með að lifa við íslenskar aðstæður en grá- þrösturinn, en hvað veldur því að hann hefur ekki ílenst hér á landi? Gefum Ævari Pedersen orðið: „Þetta eru hvort tveggja tegundir sem hafa verið reglulegir vetrar- gestir í mörg hundruð ár og sennilega enn lengur. Þær hefðu átt að vera búnar að hasla sér völl skyldi maður ætla. En hvað veit maður? Það eru svo voðalega margir þættir sem geta spilað inn í. I fyrsta lagi er nauðsynlegt að einhver fjöldi fugla reyni varp. Þetta atriði skiptir meira máli meðspörfugla heldur en t.d. vaðfugla, því þeir eru til muna skammlíf- ari. Það var ansi mikil vantrú á kenningum hins breska David Beck rétteftir árið 1950, er hann lýsti yfir að meðalaldur glóbrystings í Bretlandi væri aðeins hálft ár. Þetta hnekkti að miklu leyti þeirri trú fólks að smá- fuglargætu lifað árum saman, þó trúlega geti ein- staklingar orðið mun eldri, e.t.v. nokkurra ára. Hver þekkir ekki þegar fólk talar um það ár eftir ár að „músa- rindillinn rninn" eða „þröst- urinn rninn" sé nú kominn í garðinn? Þetta er ekki einhlítt, en í flestum slíkum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.