Morgunblaðið - 07.09.1986, Síða 6

Morgunblaðið - 07.09.1986, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 Morgunblaðið/Börkur Arnarson íslendingarnir sem taka þátt í sýningnnni á Galdra-Lofti eru, talið frá vinstri: Sigríður Erla Gunnarsdóttir, sem leikur Steinunni, Ragnheiður Ásgeirsdóttir, leikstjóri, og Þór Tuliníus, sem fer með hlutverk Galdra-Lofts. Galdra-Loftur settur upp í París — Næsta vor verður Galdra-Loftur Jóhanns Sigur jónssonar frumsýndur íTeatre Arcane í París. Það eru íslendingar búsettir í París sem standa að sýning- unni. Galdra-Loftur eftir Jóhann Sigurjónsson verður settur á svið í Teatre Arcane í París í mars næstkomandi. Leikritið átti upphaflega aðtilheyra íslenskri listahátíð, sem átti að halda þar næsta vor, en verður frestað fram á haustið. Þar eð búið var að festa leikhúsið fyrir sýningarnar, varð ekki aftur snúið og verður Galdra-Loftur því örlitlu fyrr á ferðinni en aðrir hátíðarliðir. Það eru ís- lendingar búsettir í París, sem standa að sýningunni sem og íslensku listahátíðinni. Leikritið verður flutt á frönsku en leikstjórinn _og tveir leikarar af fimm eru íslendingar en hinir Frakkar. Leikstjóri verður Ragn- heiður Asgeirsdóttir, sem lýkur fyrrihluta doktorsprófs í leikhús- fræðum í vetur, en hún hefur áður unnið sem aðstoðarleikstjóri í París við uppfærslu á Glerdýrunum eftir Tennessee Williams. Með hlutverk Galdra-Lofts fer Þór Tuliníus, sem hefur leikið með hinu gamalgróna og þekkta leikhúsi Comedie Francaise að undanfömu. Sigríður Erla Gunnars- dóttir, sem numið hefur leikhúsfræði og leiklist í París, mun leika Steinunni. Aðrir leikarar verða franskir en hafa ekki verið valdir ennþá. „Við byrjum að æfa leikritið í byrjun janúar. En við erum að öðru leyti ekki farin að undirbúa sýning- una, sögðu þær Ragnheiður og Sigríður Erla, sem nú em staddar á Fróni. „Við höfum þó ákveðið að nota einfalda og látlausa leikmynd og leggja megin- áherslu á að textinn fái að njóta sín.“ Ragnheiður segir okkur að Galdra-Loftur hafí einu sinni áður verið sviðsettur í París, það var árið 1920 í leikhúsinu Comedie des Champs-Elysées, sem var eitt af þekktari leikhúsum Parísarborgar. Þá var það eingöngu unnið af frönskum listamönnum. Aðal- leikarinn sem jafnframt var leikstjórinn, M. Durec, hafði séð Galdra-Loft á sviði í Kaupmannahöfn og orðið hrifínn af verkinu og lét þýða það yfir á frönsku. „Eg hef lesið gagnrýni Parísarblaðanna frá þess- um tíma og fær sýningin á Galdra-Lofti lofsamleg ummæli," segir Ragnheiður. „En það er ekki hægt að notast við þessa gömlu þýðingu, því verður verk- ið endurþýtt, en þýðandi hefur ekki ennþá verið fenginn." — Hvers vegna varð Galdra-Loftur fyrir valinu? „Vegna þess að það var til í franskri þýðingu. Auk þess langaði okkur til að kynna rammíslenskt leikverk og Galdra-Loftur er byggður á íslenskri þjóðsögu. En þó að svo sé er það ekki svo bundið við okkar menningarsvæði að það geti ekki höfðað til franskra áhorfenda. Mér finnst hrynjandin í verk- inu auk þess mjög skemmtileg, en hún nýtur sín betur þegar aukapersónum og upphafsatriðinu hefur verið sleppt, en þannig verður það í þessari upp- færslu. Þetta er ljóðrænt leikrit," segir Ragnheiður. „Og mjög átakamikið," bætir Sigríður Erla við. „Og nú erum við að leita fyrir okkur um fjár- magn. Sýningin á Galdra-Lofti er ekki fjárfrek, engu að síður þurfum við á fjárstuðningi að halda,“ segja þær. — Hver er tilgangurinn með sýningunni? „Gera eitthvað skemmtilegt og kynna íslenskt leikverk." — Var erfítt að fá inni í leikhúsum Parísar? „Já, en það má segja að við höfum verið mjög heppin. Ég þekki leikstjóra, sem setur reglulega upp leikrit í þessu leikhúsi, og kom hann okkur í sam- band við leikhússtjórann, sem fannst fengur að því að setja upp íslenskt verk með íslenskum listamönn- um. Þetta leikhús hefur orð fyrir að vera mjög opið og skemmtilegt." — Hvernig er að fá franska leikara til samstarfs? „Um 80% af frönskum leikurum eru atvinnulaus- ir og þvi getum við valið úr fólki.“ — Þið eruð bjartsýnar á undirtektir? „Já, já, við vonum það besta og við hlökkum til að takast á við þetta verkefni.“ HE Rexnord iiiiinnu leguhús ÖRKIN/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.