Morgunblaðið - 07.09.1986, Síða 9

Morgunblaðið - 07.09.1986, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 B 9 Þessi forna egypska veggmynd þykir gefa hugmynd um hvernig grjótið var flutt að pýramídunum. Á henni má sjá um 150 menn draga stórt líkneski sem komið hefur verið fyrir á sleða. Verkstjórinn stendur á öðru hné styttunnar og maður fremst á sleðanum hellir smurningu undir meið sleðans. 1 maðurinn Heródótos talar um að vélar úr tré hafi verið notaðar við að reisa pýramídana. Þessi hugmynd gerir ráð fyrir að handspil hafi verið notuð til að hífa grjótið upp hliðar pýramídans. ungs þeirra og meira til. En þeir voru nógu slyngir til að kveikja smáelda við veggina, og þegar gijótið var orðið glóandi skvettu þeir á það köldu ediki, svo það sprakk. Sagt er að tveir járnsmiðir hafi unnið dag og nótt við að hvetja meitlana, sem fljótt urðu bitlausir á hinu harða gijóti. Þannig var hamast á hinni traustu smíð Fom- Egypta vikum saman. Sagan segir að þegar mennimir höfðu grafið sig innávið tæplega þijátíu metra leið hafi þeir verið að því komnir að gera uppreist og neita að halda áfram þessu vonlausa erfiði. En þá heyrðu þeir stein falla — hjóðið kom innan að og aðeins skammt frá staðnum, þar sem þeir vom að vinna. Ráðist til inngöngfu Eftir það var unnið af kappi og ánægju og var brátt opin leið inn í hinn upprunalega inngang. Að því loknu var tiltölulega auðvelt að komast upp ganginn og finna leyni- hurðina sem engum hafði tekist að finna utanfrá. Hurð þessi var hug- vitsamlega gerð steinhella sem í engu skar sig úr á yfirborði pýr- amídans. Þegar ýtt var á hana hallaðist hún út og kom þá inngang- urinn í ljós. Steinhellan var í full- komnu jafnvægi og lék á ás en lóð vom notuð til að vega upp á móti hinni miklu þyngd. Einar 10 hurðir lokuðu ganginum upp í konungs- herbergið, en það vom allt tréhurðir nema ein leynihurð úr steini sem opnuð var með sama hætti og stein- hellan við innganginn. Menn A1 Mamouns kalífa sáu þó fljótt, er þeir vom loks komnir inn í hinn uppmnalega inngang, að ekki mundi allt erfiði þeirra á enda. Ganginum var algjörlega lokað af heljarstóm granítbjargi. Ekki þótti líklegt, að gangurinn hefði verði gerður í þeim tilgangi að láta hann enda í sjálfheldu; þeir reyndu því að höggva sér Ieið, btjótast gegnum þennan ægilega farartálma, en það mistókst. Pýramídasmiðirnir virðast hafa leitað um allt Egyptaland að harðasta gijóti, sem þar var að finna, áður en þeir völdu þetta granítbjarg. Það vildi þó innrásarmönnunum til happs, að byggingarefnið til hlið- ar við granítbjargið var hvítur kalksteinn. Er sú steintegund miklu mýkri og því auðveldari viðfangs. Þeir hjuggu því göng samhliða granítbjarginu og bmtu sér leið um ' fáein fet og komust þannig framhjá granítklettinum og inn í önnur göng. Ljóst er, að innganginum í seinni göngin hafði, einhvemtíma, af ásettu ráði, verið lokað með þess- ari tröllauknu neglu. Hún var keilumynduð, margar smálestir á þyngd og stóð nákvæmlega heima í munnanum á göngunum. Göngin framundan lágu uppávið með svipuðum halla og fyrri göngin lágu niður á við. Foringjar A1 Mamouns og starfsmenn hans skriðu upp ganginn, sem var minna en fjögur fet á hæð og litlu meira en þijú fet á breidd. Við ljósið frá blysum sínum sáu þeir ekki nema bera veggina, þangað til þeir komu þar sem göngin urðu lárétt. Þama voru í rauninni gangaskil, því nú tók við ranghali, mjög hár undir loft, sjö sinnum hærri en gangur- inn, en hins vegar mjótt op líkast námuopi, sem lá niður í undirdjúp pýramídans. Inni í pýramídanum Hinir óboðnu gestir héldu áfram för sinni og þokuðust kengbognir inn láréttu göngin. Þá komu þeir loks í stórt herbergi en það urðu þeim hin mestu vonbrigði að her- bergið var alveg tómt. Veggirnir voru alltaf sléttir og áletranalausir, og ekkert benti til þess að í pýr- amídanum væri fjársjóði að finna. Þeir snem aftur að gangaskilun- um og hófu rannsókn á hinum mikla og háa ranghala, sem á síðari árum hefur hlotið nafnið „Svalirnar miklu". Þakið var einkennilegt; það var haltandi og í sjö hlutum, og slútti hver hluti fram yfir þann næsta. Mennirnir tóku nú að feta sig upp eftir sléttu og hálu gólfinu, milli fægðra granítveggja. Gólfið hækkaði jafnt og þétt upp í hundr- að og fimmtíu fet og voru lágar, grópaðar steingirðingar beggja vegna. Þar sem svalimar tóku enda, var hátt steinþrep og varð það þeim Þrándur í Götu. Þeir klifruðu yfír þrepið og komu þar inn á slétt, lá- rétt gólf í löngum og þröngum gangi og þaðan inn í forsal. Þeir gengu aðeins fáein spor enn, smeygðu sér undir sterklega Nú á tímum freistar pýramída- formið margra arkitekta. Snemma á sjöunda áratugnum efndi héraðsráðið í Northampton á Englandi til samkeppni um byggingu sem hýsa skyldi skrif- stofur ráðsins. Þessi tillaga, sem er nákvæm eftirlíking Keopspýr- amídans hlaut fyrstu verðlaun. Á innfelldu myndinni má sjá hvern- ig pýramídinn skyldi innréttað- ur. Af byggingu hans varð þó aldrei sökum fjárskorts. grindahurð, sem varð á vegi þeirra, og komu þá í stórt herbergi, sem er ofarlega í miðjum pýramídanum. Þetta herbergi hefur síðar verið nefnt konungsherbergið, en her- bergið sem þeir komu fyrst inn í, hefur verið nefnt drottningarher- bergið (sjá mynd). Konungsherbergið er fóðrað með dökkum granítbjörgum, geipistór- um. í loftinu eru níu risastórir bitar úr sama efni, og er nú vitað, að þeir eru stærstu björgin í öllum pýramídanum. Vegur hvert þeirra um 70 smálestir. Erfítt er að gera sér í hugarlund hvernig smiðirnir hafa farið að því að koma þessum björgum á sinn stað. Enn urðu A1 Mamoun kalífi og menn hans fyrir miklum vonbrigð: um. Konungsherbergið var tómt. í því var ekkert að finna nema opna steinkistu. Og í kistunni var ekkert nema ryk. Tómt grafhýsi Þeim fannst ótrúlegt að Fom- Egyptar hefðu byggt slíkt völundar- hús án þess að hafa ætlað því einhvem tilgang. Þeir hófu æðis- gengna leit; rifu upp gólfíð í konungsherberginu, grófu holu í einu hominu, hjuggu árangurslaust í hina sterku veggi og leituðu í ofsa að hinum leynda íjársjóði en urðu loks frá að hverfa. Enn áttu þeir eftir að rannsaka tvo staði: Það var neðanjarðargang- ur í beinu framhaldi af hinum uppmnalega inngangi og hið djúpa þrönga op, námuopið. Eftir neðan- jarðarganginum komust þeir í mjó jarðgöng. Þar sem þau enduðu var lítill klefí, höggvinn út í bergið og var þar lágt til lofts, aðeins seiling- arhæð. Gólfíð var grýtt og ógreið- fært. Þeir kölluðu klefann „Djúpið" og þar var ekkert að finna nema lausagijót ogdust. Við vegginn fjær þessum inngangi vom líka mjó göng höggvin í bergið. Þeir urðu að skríða á maganum eins og ormar til þess að komast inn í þau, og andlit þeirra vom aðeins fáa þuml- unga frá gólfinu. En í þeim neðanjarðargöngum var heldur ekkert að finna og þau lokuðust skyndilega við klettavegg. Eftir var þá aðeins námuopið. Það var næst- um lóðrétt og ekki hægt að rann- saka það nema með því að síga í það, og vom menn, einn og einn, látnir síga niður í kolsvart myrkrið. Þegar komið var niður um sextíu fet, varð fyrir þeim úthöggvinn klefí, óvandaður að gerð, og var hann aðeins útvíkkun á námuopinu. En í gólfi klefans var áframhald af opinu. Það var eins og djúpur bmnnur á á líta og kom mönnum saman um að bmnnur mundi það vera en þeirri rannsókn luku þeir aldrei. („Brunnurinn" var síðar kannaður og reyndist enda við botn pýramídans.) Svo mikið er víst, að hinir miklu fjársjóðir, sem þeir ímynduðu sér að geymdir væm í pýramídanum, vom þar ekki. Þannig lauk ævintýri kalífans A1 Mamouns, er hann opnaði á ný pýramídann mikla. Lærðir sögurit- arar araba geta á vomm dögum sagt mörg afbrigði af þessari sögu og er hún talin sönn í meginatrið- um. Hvernig var pýramídinn reistur? Egyptalandsfræðingar munu sammála um að Keops-pýramídinn hafí verið grafhýsi eins og aðrir pýramídar en grafarræningjar hafí orðið á undan AI Mamouns kalífa að ræna þar öllum verðmætum. Til em þeir sem halda því fram að pýramídinn hafí verið notaður við trúarlegar iðkanir hjá Fom-Egypt- um og þar hafi farið fram dularfull- ar vígslur. Á myndunum sem birtast hér á síðunni má sjá tvær kenningar um það hvemig pýramídinn mikli var reistur. Enginn hefur getað gefið tæmandi svör við þeirri spumingu. Flestir fræðimenn telja að tekið hafí 20 til 30 ár að reisa pýramíd- ann og allt að hundrað þúsund manns hafí unnið að smíði hans, en þetta em ágiskanir einar. Eina sögulega heimildin um byggingu pýramídans mikla em skrif gríska sagnfræðingsins Heródótusar sem ferðaðist til Egyptalands á fimmtu öld fyrir Kristsburð, um tvöþúsund ámm eftir að pýramídinn var reist- ur. Heródótus segir að íjögurhundr- uð þúsund verkamenn hafi unnið að byggingu pýramídans í fjómm hópum þannig að 100 þúsund manns hafí unnið þtjá mánuði á ári hveiju. Heródótus talar um vélar sem notaðar hafí verið til að reisa pýramídann þrep af þrepi, en frá- sögn hans um þær er mjög óljós. -bó.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.