Morgunblaðið - 07.09.1986, Qupperneq 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986
Morgunblaðið/Einar Falur
„Við fögTium því að samningar tókust við eigendur Kremlar um dansleikjahald," sögðu þessir hressilegu
laganemar.
egar það fréttist að félag laganema,
Orator, hefði tekið að sér dansleikja-
hald Hótel Borgar haustið 1984
þótti það nokkur nýlunda. Aldrei
fyrr hafði svo virðulegt skólafélag staðið fyr-
ir almennum böllum á opinberum vettvangi
og ýmsir eflaust haft á orði að þessum ungu
háskólastúdentum væri nær að líta betur í
skruddumar sínar. Hvað með það. Eftir að
laganemar tóku við dansleikjahaldi á Borg-
inni þennan vetur var alltaf fuilt út úr dyrum
og komust færri að en vildu. En hver var
ástæðan fyrir því að laganemar tóku þá
ákvörðun að beita sér af slíku offorsi í
skemmtanalífinu? Jú, það var vegna þess að
sumarið éftir átti að halda hér norrænt mót
laganema, eins og venja hafði verið til á tíu
ára fresti. Stóðu nemamir frammi fyrir því
að þurfa að safna um einni og hálfri milljón
króna, því til íslands átti að bjóða 80 manns
og þurfti að halda þeim uppi í viku. Nú vom
góð ráð dýr. Leituðu laganemar margra leiða.
Kom þá upp sú hugmynd að leita samstarfs
við skemmtistað og nú er það Ari Edwald
laganemi, sem segir frá: „Um þetta leyti var
aðsókn frekar dræm á Borginni og við sömd-
um um að reka staðinn fram á vorið. Þetta
gekk mjög vel enda gengumst við fyrir öflugri
kynningu á skemmtistarfsemi Orators meðal
framhaldsskólanema og undir okkar stjóm
varð staðurinn glimrandi vinsæll."
— Og þið grædduð á tá og fíngri?
„Ég segi það ekki. Þetta gekk þokkalega
og við komumst í gegnum laganemamótið og
áttum samt afgang. En þetta starf opnaði
augu okkar fyrir möguleika til frekari fjáröfl-
unar til rekstrar öflugu félagsstarfi. Því fyrir
afraksturinn höfum við getað gefið út tvær
bækur eftir Gunnar G. Schram um þjóðarrétt
og umhverfisrétt. Síðan keypti Orator upp á
eigin spýtur tölvur og prentara, sem laganem-
ar hafa not af og eru þetta einu tölvumar,
sem þeir hafa aðgang að í skólanum. Við
stöndum fyrir útgáfu blaðs laganema, Úlf-
ljóts, sem kemur út fjórum sinnum á ári. Mér
hefur verið sagt að hvergi í Vestur-Evrópu
sé gefið út jafn virt rit um lögfræðileg mál-
efni og af hálfu laganema hér. í haust kemur
svo út saga Orators, sem verður 250 síður
að stærð með 150 myndum. Ritstjóri hennar
er Jóhannes Sigurðsson lögfræðingur, sem
hefur verið á launum hjá okkur um nokkurt
skeið vegna útgáfunnar.
í sumar tókum við þátt í ræðukeppni laga-
nema, sem haldin var í Svíþjóð, og gekk
ágætlega, við urðum í þriðja sæti af átta.
Við eigum árleg samskipti við laganema
bæði á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum.
Héðan fara nemendur til þessara landa í stutt-
ar ferðir til fróðleiks og skemmtunar og eru
þær að verulegu leyti kostaðar af Orator.
Innan Orators eru starfandi ýmsir klúbbar
sem hafa ágæt markmið eins og íþróttir og
skák. Við förum í vísindaferðir og það eru
haldin seminör. Segja má að hvergi í háskól-
anum sé haldið uppi eins öflugri félagsstarf-
semi eins og í Orator."
— Nú hafíð þið skrifað undir samstarfs-
samning við eigendur Kremlar, þar sem þið
munuð standa fyrir dansleikjahaldi um helgar
í vetur.
„Já, því eftir að samningi okkar um dans-
leiki á Hótel Borg var rift haustið 1985, höfum
við verið að svipast um eftir möguleika til
að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið.
Því fögnuðum við mjög þegar samningar tók-
ust með okkur og eigendum Kremlar um
dansleiki föstudaga og laugardaga en aðra
daga reka eigendumir staðinn. Við byrjum
danslcikjahald 3. október næstkomandi og
ætlum að reyna að ná samstöðu með fram-
haldsskólanemum eins og áður."
— Ætlið þið að brydda upp á einhveijum
nýjungum?
„Það má vel vera að við gerum það, en
við leggjum áherslu á að vera með tónlist sem
þessum hópum líkar, og það verður sami
plötusnúður í Kreml og var á Borginni."
— Hveiju eruð þið að safna fyrir núna?
„Við höfum þegar ráðist í það mikið að
okkur er ekki vanþörf á að bæta fjárhagsstöð-
una. Við þurfum að greiða kostnaðinn af sögu
Orators og svo er það þessi eilífa hít, sem
er blaðið okkar Úlfljótur. Síðan höfum við í
hyggju að ráðast í meiri útgáfu."
— Hvemig hafið þið tíma til að sinna dans-
leikjahaldi allar helgar, emð þið ekkert syfjuð
í tímum?
„Menn skipta með sér verkum og svo er
nú ekki lesið allan sólarhringinn. Auk þess
er námi okkar þannig háttað, að við eram
næstum eingöngu í heilsársfögum og tökum
því próf aðeins á vorin. Aðalatriðið hvað varð-
ar námið er að mæta vel í tímum og detta
aldrei út úr því sem þar fer fram og á vorin
iæsir maður sig svo inni og les.“
— Hveijar haldið þið að verði undirtektir
við þessu Kremlarævintýri?
„Við eram ekki hrædd um að við munum
ekki troðfylla staðinn, því við höfum getið
okkur gott orð í skemmtanalífinu."
HE
í Kaupmannatiöfn
FÆST
I BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
HAUSTVÖRUR
KJÓLAR, PILS, BLÚSSUR,
PEYSUR, JAKKAR OG
FRAKKAR
Hagstætt verð
Opið á laugardögum
frá kl. 10-13
Iðnaðarmannahúsinu, sími 11845
Tónskóli
Emils
Kennslugreinar:
• PÍANÓ
• HARMONIKA
•RAFMAGNSORGEL
•GÍTAR
• MUNNHARPA
• BLOKKFLAUTA
• HÓPTÍMAR OG EINKATÍMAR
Allir aldurshópar
Innritun daglega
Símar 16239 og 666909,
Brautarholti 4.
Kennsla hefst 15. september.