Morgunblaðið - 07.09.1986, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986
Vegagerð í Dynjandisdal 1958.
Ljósm./Jón Víðis.
Vinnubúðir við Fjallsá í
Öræfum 1962.
Ljósm./Jón Víðis.
Landmælingar á Dynjandisheiði 1957. F.v. Svanur Sveinsson, Jón Víðis, Jakob Hálf-
dánarson og Þorsteinn Ólafsson.
Fyrir tíð ámoksturstækja var efni til vegagerðar handmokað á vörubíla, eins og hér
er gert.
Ljósm./Geir Zoega.
Nú er langt liðið á þann árstíma
sem vegagerðarframkvæmdir
eru í fullum gangi og sama
virðist hvert á land haldið er,
eftir greiðfomu malbikinu eða
holóttum vegleysum, einhverstaðar verða
vinnuflokkar við vegagerðarframkvæmdir á
vegi ferðamanns. Svona er þetta og svona
hefur það löngum verið. Saga Vegagerðar-
innar hefur ekki verið rituð, en í gegnum
tíðina hafa ýmsir starfsmenn stofnunarinnar
safnað heimildum um vegavinnu og fram-
kvæmdir, eins og þeir tveir menn sem eiga
heiðurinn af ljósmjmdunum hér.
Annar þeirra var Geir Zöega, fyrrum vega-
málastjóri á árunum 1917-1856, en á þeim
tíma urðu stakkaskipti í vegamálum sbr. það
að akfærum brúm fjölgaði úr 11 og urðu 770
talsins, vegir lengdust úr um 300 km í um
9.000 km og vegakerfi var komið á sem
tengdi flest byggðarlög landsins saman.
Auk starfs vegamálastjóra gegndi Geir
Zöega starfí formanns skipulagsnefndar og
undirbjó lög um skipulag kaupstaða, auk
þess að hafa eftirlit með landmælingum hér-
lendis. Þá starfaði hann mikið hjá Ferðafélagi
íslands og þekkti landið sitt vel, bæði úr
starfi og leik. Er því ekki að undra að fyrir
mann sem hafði gaman af að hafa myndavél
í farteskinu skuli eftir liggja mikill fjöldi
mynda frá ýmsum stöðum iandsins og vega-
framkvæmdum þar.
Annar maður sem ekki lét sitt eftir liggja
í að safna heimildum um vegagerð í myndum
og máli var Jón Víðis, landmælingamaður,
en á skrifstofum Vegagerðar ríkisins er að
finna margar myndamöppur þar sem Jón
hélt til haga vel merktum myndum sínum
úr starfinu víðsvegar um land. Jón hóf störf
hjá Vegagerðinni 1922 og vann fýrstu 20
árin þar við mælingar og kortlagningu af
skipulagsskyldum stöðum og kortlagði reynd-
ar á þessum árum alla kaupstaði landsins
nema Reykjavík og Vestmannaeyjar.
Eftir að embætti skipulagsstjóra var svo
stofnað á stríðsárunum starfaði Jón nær ein-
göngu við vegamælingar hjá Vegagerðinni,
eða til ársloka 1969, er hann lét af störfum.
Það var eins farið með Jón Víðis og Geir
Zöega, að báðir höfðu unun af ferðalögum
um landið og var Jón virkur félagi í Ferðafé-
lagi íslands. Við fengum að fletta í gegnum
möppur Jóns og líta ofan í myndakassa Geirs
og birtum hér nokkrar myndir úr ævistarfi
þessara tveggja manna.
- VE
Unnið að gerð Suðurlandsbrautar nálægt EUiðaám.
Ljósm./Jón Víðis.
Vegagerð við Elliðaár.
Ljósm./Jón Víðis.