Morgunblaðið - 07.09.1986, Page 14

Morgunblaðið - 07.09.1986, Page 14
Mt %. „Þeir verða betri drengir" Rabbað við Jón Óðinn Óðinsson júdóþjálfara á Akureyri Hann heitir Jón Óðinn Óð- insson, fæddur 1963, og er frá Akureyri. Hann hefur getið sér orð sem einn besti júdóþjálfari landsins. Það var í janúar 1985 sem augu íslenskra júdómanna tóku fyrst að beinast að Jóni Óðni. Þá mætti hópur pilta, undir hans stjóm, á drengjameistaramót íslands í júdó. Til að gera langa sögu stutta þá unnu Akureyringamir sex af átta gullverðlaunum sem um var keppt, fjögur silfurverðlaun og sjö brons- verðlaun. Þessi árangur gerði menn orðlausa. I janúar á þessu ári end- urtóku piltamir leikinn frá því í fyrra og unnu til 13 verðlauna á drengjameistaramóti íslands, en þeir áttu möguleika á 15 verðlaun- um alls. Maðurinn á bak við þennan árangur norðanpiltanna er tvímæla- laust þjálfari þeirra, Jón Óðinn Óðinsson. „Égbyijaði íjúdó haustið 81. Ég var þá nokkuð lengi búinn að ætla mér að bytja, aðallega vegna þess að tveir kunningjar mínir, (sem við skulum ekkert vera að nafn- greina að svo komnu máli), vom alltaf að pína mig, en þeir stunduðu báðir júdó.‘‘ En Jón Óðinn hafði rétt hafið æfingar þegar hann varð fyrir því slysi að axlarbrotna. Óhappið vildi til í glímu við annan fyrmefndra kunningja svo ekki þýddi að láta deigan síga og næsta haust tók hann aftur til við æfíngar. „Ég kunni ekkert í júdó“ Um þetta leyti fóru margir af reyndari júdómönnum Akureyringa að heltast úr lestinni. „Það má segja að þeir hafi lagt beltið á hilluna. Ég byijaði þá að aðstoða við þjálfun nýliða og smám saman lenti öll þjálfunin á mér. Sjálfur kunni ég ekkert í júdó á þessum tíma, ekki einu sinni fallæfingarnar, sem er þó frumskilyrði að ráða við.“ Þegar veturinn 83/84 gekk í garð var það Jón Óðinn einn sem sá um þjálfun akureyrskra júdó- manna. Metnaður hans var mikill og hann var vakinn og sofinn í júdó- inu. Þær þjálfunaraðferðir sem hann hafði áður kynnst voru honum ekki að skapi, - „enda höfðum við lengst af aðeins æft tvisvar í viku og það er alltof lítill æfmgatími til að æfingamar geti orðið markviss- ar.“ Á þessu varð breyting þegar íþróttahöllin nýja á Akureyri var tekin í gagnið. „Við fengum fljót- lega þar inni og eftir það höfum við getað æft eins og okkur hefur best líkað." Fyrir framan spegil Veturinn 84/85 helgaði Jón Óð- inn þjálfuninni alla sína krafta. „Um hádegi var ég byijaður að velta fyrir mér ýmsum tæknilegum atriðum og tilhögun æfínga sem byijuðu klukkan 5 og stóðu fram eftir kvöldi. Venjulega skipulagði ég æfíngadagskrána viku til 10 daga fram í tímann. Ég byggði hana upp í kringum ákveðin atriði sem ég vildi að lærðust. Eftir 10 daga var ég svo með próf eða at- hugun á því hvort þessi tilteknu atriði hefðu komist til skila.“ „Mest lærði ég sjálfur af bókum og því að framkvæma brögðin heima fyrir framan spegil. Ég reyndi að sundurliða brögðin og Hans Rúnar Snorrason kastar hér félaga sínum Stefáni Bjarna- syni á Ýlismótinu 1985. Mót þetta er haldið reglulega í desember ár hvert á Akureyri. I næsta mánuði á eftir varð Hans að lúta í lægra haldi fyrir Stefáni sem þá varð ísiandsmeistari. Ljósm./Kristján Kristjánsson Morgunblaðið/Þorkell Jón Óðinn Óðinsson, einn besti júdóþjálfari íslendinga í dag. kenna aðeins eina hreyfingu í senn en síðan, þegar strákarnir höfðu náð valdi á tilteknum viðbrögðum, lét ég þá spreyta sig á bragðinu í einni samfelldri hreyfingu. Stund- um yfirsást mér eitthvað og strák- amir áttu þá í erfiðleikum með að framkvæma æfíngarnar. Þá var ekki um annað að ræða en leggja höfuðið í bleyti og fínna gallana.“ „Ég legg á það mikla áherslu að fylgjast með strákunum hveijum um sig, sem einstaklingum, á æf- ingum. Eigi einhver þeirra í erfið- leikum með viss atriði þá verð ég að upphugsa einhver ráð til að bæta kennsluhætti mína og tækni hans. Ef mér tekst þetta ekki er hætt við að viðkomandi staðni, hætti að taka framförum, hann verður þá leiður og gefst að lokum upp á íþróttinni.“ „Þá runnu á mig tvær grímur“ Blaðamaður hafði fengið um það lausafregnir að Jón Óðinn þætti strangur þjálfari. „Já ég viðurkenni fúslega að það ríkir gífurlegur agi á æfíngum hjá mér. Fyrst þótti strákunum erfitt að búa við þetta en það vandist. Og mér er það ansi hugstætt að um jólin ’84 ætlaði ég að slaka svolítið á klónni og leyfa strákunum að göslast eins og þeir vildu. Þá voru það bara mínir menn sem komu til mín, kvörtuðu og sögðu miklu skemmtilegra þegar N

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.