Morgunblaðið - 07.09.1986, Síða 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986
Þið voruð heppin að hitta
á mig. Það munaði
minnstu að ég kæmist
ekki hingað í_ gær,“
sagði Guðjón. „Ég fór á
Djúpavog með Svía sem er hér í
heimsókn hjá mér. Við fórum þang-
að aðallega til að fara út í Papey.
Ég vildi endilega sýna honum
eynna." Guðjón bauð okkur inn.
Hann var að eida eitthvað á kola-
eldavél, en færði pottinn síðan á
rafmagnseldavél inni í litla eldhús-
inu.
Fyrir utan voru tveir stórir og
stæðilega fuglar. Þetta voru skúmar
sem Guðjón hændi að sér fyrir mörg-
um árum. Þeir hafa haldið tryggð
við hann í öll þessi ár og sagði Guð-
jón það merki um mikla vináttu. „Ég
ritaði einhvem tíma grein um vin-
áttu,“ sagði hann. „Ég var nefnilega
tvö sumur í Kanada eftir að fuglam-
ir fóru að venja komur sínar hingað.
Ég hugsa að ef ég hefði átt vinkonu
þá hefði hún nú varla setið á sömu
þúfunni allan þann tíma og beðið
eftir mér. En svona eru nú dýrin,
til dæmis hundar. Þeir gleyma aldr-
ei.“
— Hefúr þú aldrei haft hund
héma hjá þér?
„Nei ég hef ekki haft hund síðan
ég var á dýraveiðunum í Kanada."
— Hvemig atvikaðist það að þú
fórst til Kanada?
Fátækt
„Ég fæddist 1903 að Hömmm á
Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu.
Foreldrar mínir, Runólfur Sigurðs-
Guðjón með sýnishorn af styttunum sem hann tálgar út og málar.
Náttúrufegurðin dró
mig’ aftur til Islands
íheimsókn hjá Guðjóni R. Sigurðssyni sem meðal
annars vann við dýraveiðar í skógum Kanada í sjö ár
Það var fallegt á Fagurhólsmýri þennan
síðsumarsmorgun þegar við ókum niður að
flugvellinum til að hitta Guðjón R. Sigurðsson. Við
höfðum mælt okkur mót við hann til að ræða um
viðburðaríkt líf hans í Kanada og einnig hér á ísiandi.
Okkur hafði verið sagt að hann hefði örugglega frá
mörgu að segja. Þegar við komum niður á flugvöllinn
blasti við agnarlítið hús með fallegum garði í kring.
Þarna hlaut hann að búa. Hurðin var opin. Við
bönkuðum upp á og Guðjón kom til dyranna.
son frá Svínafelli í Óræfúm og
Steinunn Jónsdóttir frá Odda á Mýr-
um, og þrjú böm þeirra fluttust til
Kanada þegar ég var tveggja vikna
gamall. Það þýddi ekkert að fara
með svona lítil böm á þessa dalla
sem þá voru. Ég var því skilinn eft-
ir hjá ömmu minni og afa, Guðnýju
Benediktsdóttur og Jóni Bjamasyni
sem þá bjuggu á Odda á Mýrum.
Þegar Oddi lagðist í eyði árið 1907
tók Ingunn móðursystir mín og
maður hennar Einar Þorvarðarson
mig í fóstur.
Það var mikil fátækt á íslandi á
þessum árum þegar ég var að alast
upp. Þetta voru erfíðir tímar, hafís
og dauði, svo það var afsakanlegt
að fólk flýði til Ameríku og vildi
reyna eitthvað betra. Auðvitað vissi
fólkið ekkert út í hvað það var að
fara. En þrátt fyrir alla þessa fá-
tækt alls staðar í kringum mig fékk
ég alltaf nógan mat. Svo át maður
allt. Bændur voru yfirleitt bláfátæk-
ir. Áttu nokkrar skepnur, en lifðu
aðallega á silungnum í lækjunum.
En HomaQörðurinn var gjöfull. Þar
veiddist lúra. Menn gátu hlaðið bát-
inn, dregið fyrir á einu flóði og
fengið þar mikinn forða. Fjörðurinn
hélt meira og minna lífínu í fólkinu
á Mýrum og í Nesjum.
Talið berst aftur að fólki Guðjóns.
„Jón Bjamason afi minn var kátur
maður. En nokkuð drykkfelldur,"
sagði Guðjón. „Ef áfengi fékkst þá
var farið í verslun á Djúpavogi. Þar
sem hann gisti var hann venjulega
beðinn að vera annan dag, sérstak-
Iega á meðan entist í kútnum. Það
tók ailtaf hálfan mánuð þegar afi
minn fór frá Mýrunum á Djúpavog.
En þegar hann var orðinn sjötugur
vildi hann ekki lengur smakka
áfengi."
Til Kanada
Þegar Guðjón var 22 ára ákvað
hann að fara til Kanada til föður
síns. Þá hafði hann unnið ýmis störf
til sjós og lands og dvalið einn vetur
í Hvítárbakkaskóla í Borgarfírði.
„Það var ákaflega erfitt að skilja
við Guðnýju ömmu mína þegar ég
fór til Kanada. Hún var þá orðin
háöldmð. Hún grét hástöfum svo
það heyrðist um allan bæ og spurði
hvort ég ætlaði að fara frá sér eins
og mamma mín gerði. En þó að
þetta hafi verið erfitt verður maður
að hafa það í huga að hver og einn
Iifir fyrst og fremst fyrir sjálfan sig.“
— Voru það ekki mikil viðbrigði
að koma til Kanada?
„Dvölin hjá föður mínum varð
ekki löng. Ég var hjá honum aðeins
í fjóra mánuði. Það var nú aðallega
vegna þess að honum tókst ekki að
kenna mér ensku. Svo verður að
athuga það að ég þekkti hann nú
ekkert meira en ég þekki þig. En
faðir minn lærði aldrei ensku sjálf-
ur. Hann var fertugur þegar hann
fór vestur um haf og settist að í
Mozart í Vatnabyggðunum. Það var
eins með hann og marga aðra full-
orðna menn sem fluttust þangað að
þeir lærðu aldrei þetta nýja tungu-
mál. Þama voru fleiri Islendingar
og þeir héldu mikið saman. Gömlu
mönnunum fannst þeir ekki þurfa
að læra enskuna meðal annars vegna
þess að þeir gátu alltaf bjargað sér
á íslensku. Þama vora til dæmis
íslenskir kaupmenn.
Eftir að ég fór frá föður mínum
vann ég við ýmis störf til að byija
með, við þreskingu, fískveiðar, skóg-
arhögg og fleira. Síðar varð ég svo
heppinn að komast í vinnu með
Svíum og Norðmönnum við að
byggja komhlöður á sléttunum. Það
var nú byijunin á trésmíðavinnu
minni í Kanada. Þessir náungar
töluðu auðvitað ekkert nema sænsku
og norsku og ég lærði tungumálin
af þeim. I þessum hópi var ég kallað-
ur ísland.
Á dýraveiðum í sjö ár
Þegar kreppan skall á 1929 var
enga atvinnu að fá í Kanada. Ungir
menn höfðu ekkert að gera. Engir
vegir vora byggðir og á sléttunum
var bara rótað upp leimum. Þegar
þurrt var í veðri var nærri ófært um
þessa vegi fyrir lyki og þegar rigndi
komst maður varla leiðar sinnar fyr-
ir for. Þegar styijöldin skall á vildu
ungu mennimir fara í herinn. Þar
fengu þeir föt og eitthvað almenni-
legt að borða. Þetta var meiri
hörmungin allt saman. Þegar ég
fékk ekki lengur vinnu við smíðar
flúði ég bara norður í skógana og
fór á dýraveiðar. Þessar veiðar
stundaði ég í sjö ár.“
— Hvers konar líf var þetta?
„Ég veiddi úlfa, refi, minka, gaup-
ur, bjór á vorin og vatnsrottur, sem
hafa ágætis loðskinn. En lífíð var
mjög einmanalegt. Maður þurfti að
hafa sterkan hrygg og vera andlega
sterkur til þess að geta haldið þetta
út. Oft liðu margir mánuðir án þess
að ég hitti annan mann. Það gafst
yfirleitt ekki vel ef menn vora tveir
saman við þessar veiðar. Fljótlega
fór þeim að leiðast hver annar og
þeir byijuðu að rífast."
— Vora indíánar á þessum slóð-
um?
„Já þama vora indíánar, ágætis
fólk. Þeir vora líka mikið á dýraveið-
um. En þegar styrjöldin skall á voru
ungir indíánar líka kallaðir í herinn.
Þegar heim kom vildu þeir fá sömu
réttindi og hvítir menn, sérstaklega
til að geta keypt sér áfengi. Hvíti
maðurinn hafði smám saman tekið
af þeim landið og að lokum höfðu
þeir ekkert að gera. Þeir fóra að
drekka meira, svipað og gerðist í
Grænlandi. Þetta skemmir fólkið,
því vinna er alltaf holl fyrir hvem
sem er. Allir verða að hafa eitthvað
fyrir stafni.
Indíánamir reyndust mér ágæt-
lega. Þeir era saklausir og gestrisnir.
Þegar maður kom gaddfrosinn á
vetuma að kofanum hjá þeim var
ekki verið að úthýsa manni. Ekki
aldeilis. Það var fámennt þama í
norðurhéraðunum og gestir vora
alltaf velkomnir. Þeir höfðu alltaf
einhveijar fréttir að færa.
En indíánamir söfnuðu aldrei
neinum peningum. Þeir eru dálítið
svipaðir og íslendingar. Sérstaklega
ef þeir fara á fyllerí. Svona era
Finnar líka. Annað hvort drekka
þeir sig augafulla eða sleppa því.
Til Thicket Portage á jólum
Ég hafði bækistöð í þorpi sem hét
Thicket Portage í Manitoba. Á jólun-
um skrapp maður alltaf þangað og
tók ferðin svona tvo daga. Þama
hitti ég íslendinga sem vora nýflutt-
ir þangað og unnu við fiskveiðar.
Oftast dvaldi ég í þorpinu í þijá til
fjóra daga en svo jiurfti ég að flýta
mér til baka til þess að vitja um
dýragildrumar. Sérstaklega otur-
gildrar. Oturinn var fljótur að úldna
ef hann var látinn liggja í gildrunni.
Ég átti tvo uppáhalds hunda sem
ég notaði fyrir sleða við veiðamar.