Morgunblaðið - 07.09.1986, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986
B 19
Þeir hétu Shorty og Slim. Shorty
var mikill forystuhundur. Hann var
bráðvitur.
Þegar ég var á leiðinni inn í skóg-
inn aftur eftir að hafa dvalið um jól
í Thicket Portage einu sinni sem
oftar, var ég einnig með ungan hund
sem ég hafði nýlega eignast. Þetta
var hálfgerður hvolpur, en stór og
sterkur. Ég lenti í vandræðum með
hann er ég kom að stöðuvatni lengst
inni í skógi. Hann vildi þá ekki draga
og sneri til baka. Ég bisaði við þetta
nokkuð lengi og komst að lokum
eitthvað áleiðis inn í skóginn. Ég
hefði átt að gista hjá indíánum sem
voru þama stutt frá en var búinn
að ákveða að sofa úti eins og ég
gerði oft. En í þetta sinn var myrk-
ur og grimmdarkuldi. Ég þóttist
alltaf vera að spara peninga og not-
aði bómullamærföt í stað ullamær-
fata. Bómullamærfötin blotnuðu ef
ég svitnaði og límdust síðan við
skrokkinn. Mér varð því oft kalt.
Þetta hafði þó ekki áhrif á mig í
nokkuð mörg ár en síðar fékk ég
gigt-
Á ferðinni í 48 stundir
En svo ég haldi áfram ferðasög-
voru stundum dálítið latir indíánarn-
ir og gerðu ekkert nema þeir þyrftu
þess nauðsynlega með.
Úldinn fengnr í otragildru
Ég hvíldi mig þann dag en fór í
veiðikofann daginn eftir til að vitja
um gildrumar. Ég hafði fengið tvo
otra sem vom orðnir úldnir. Samt
tókst mér að ná af þeim skinnunum
og þau litu sæmilega út. Það bar
ekkert á að þetta væri af úldnum
dýmm. í næsta þorpi við Thicket
Portage hitti ég smákaupmann sem
var besti karl og nokkuð glöggur á
loðskinn. Ég bauð honum skinnin
og sagðist þurfa að fá fyrir fari
heim með eimlestinni. Hann vildi
kaupa þau og borgaði gangandi verð
þá, sem ég held að hafí verið 16
dalir fyrir stykkið. Þegar hann hafði
borgað segi ég við hann: „Þú ert
þá ekki gleggri en þetta. Þessir otr-
ar vom báðir úldnir." Hann trúði
nú samt ekki að ég væri að svíkja
hann. En ég sagði honum að fara
með skinnin á lestina og selja loð-
dýrakaupmönnum þau og var hann
fljótur að gera það. Hann tapaði
víst einum dal á hvom skinni.
Ég vann ýmis fleiri störf, til dæm-
Guðjón R. Sigurðsson
unni þá fór ég á fætur um hánótt
og setti á mig þrúgumar. Ég hafði
komist að því að betra var að nota
þrúgur en skíði því nauðsynlegt var
að troða götur fyrir hundana. Það
gat maður ekki með skíðunum. Ég
gekk fimm mílur á þrúgunum og
kom svo til baka aftur. Þá spennti
ég hundana fyrir. Nú sá hvolpurinn
götumar og eftir það dró hann alveg
á við hina. Eftir þetta fór hann að
treysta mér og við urðum miklir vin-
ir.
Ferðin tók 48 klukkustundir og
ég hvfldist aldrei. Ég ætlaði að gera
skýli með grenigreinum, en það blés
svo mikið að neistamir flugu um
allt. Ég sá að ég mundi brenna fiður-
svefnpokann minn og skýlið og
ákvað að best væri að halda áfram.
Á þriðja degi kom ég á skóglaust
svæði þar sem ég tapaði götunni.
Ég vissi ekkert hvert ég átti að fara.
Á leiðinni suður hafði ég verið sam-
ferða indíána. Það var um hánótt
og ég sá ekkert. Nú datt mér í hug
að ef til vill gætu hundamir ratað.
Ég fór fyrir aftan sleðann og kall-
aði: „Af stað með ykkur“. Þeir fóru
strax af stað og við komumst á leið-
arenda eftir hálftíma. Það var kofi
sem indíánar áttu og aldrei þessu
vant höfðu þeir hoggið eldivið. Þeir
is við fiskveiðar, skógarhögg, hjá
námafélagi og jámbrautarfélagi.
Alls staðar var fólk frá ýmsum lönd-
un. En það var áberandi með fólkið
sem settist að á sléttunum hvað það
kynntist fljótt og var hjálplegt hvert
við annað. Einn átti skóflu, annar
átti eitthvað annað og þetta var lán-
að til og frá.
Tíl íslands eftir 34 ár
í Kanada
Ég kom í heimsókn til íslands
eftir að hafa verið í Kanada í 34
ár. Ég hafði miklar áhyggjur af því
að ég hefði týnt niður málinu og að
ég þekkti ekki lengur nokkum mann
á íslandi. Það var mesta furða hvað
ég þekkti marga eftir öll þessi ár.
Ég varð yfir mig hrifinn af landslag-
inu og útsýninu hér á íslandi.
Náttúmfegurðin var svo mikil að ég
tók það í mig að setjast héma að.
Það var svolítið sögulegt hvers
vegna ég fór til íslands. Ég var að
vinna við að byggja búðir fyrir Hud-
son-félagið. Við unnum alla daga,
10 tíma á dag, og þótt kaupið væri
ekki hátt var þetta mesti peningur
sem ég þénaði fyrir smíðar á ævinni.
Ég ákvað því að skreppa nú til Is-
lands. Þegar ég kem á Kennedy-
völlinn í New York leist mér ekki á
vélina sem átti að flytja mig til ís-
lands. Ég var viss um að hún mundi
detta í sundur. En hún komst nú frá
Islandi og þá hlaut hún að komast
til baka. Þetta var ekta veisla alla
leið. Ef ekki var boðið upp á koníak
þá var það matur.
Hér á Islandi var ég í tvo mánuði
hjá frændfólki og þegar ég kom aft-
ur út til Kanada íangaði mig strax
aftur til íslands. Það leið nokkur
tími þar til ég fékk vinnu, en að
lokum gekk það og ég fór að vinna
við nickel-námurnar í Thompson í
Norður-Manitoba. Ég vann í fjóra
mánuði og gat ekki hugsað um ann-
að en ísland. Hingað kom ég svo
aftur árið 1959. Ég var þó ekki al-
kominn fyrr en árið 1961.
Trésmíðavinna á íslandi
Ég flutti til frændfólks á Höfn í
Hornafirði og fékk atvinnnu við
smíðar. Ég vann lengst af við
trésmíðamar og eftir að ég hafði
fengið meðmæli frá Kanada og ís-
landi fékk ég réttindi og fór að vinna
upp á mínar eigin spýtur. Mest vann
ég við að setja verksmiðjugler í
glugga, við lagfæringar og nýbygg-
ingar. Nú orðið geri ég lítið nema
og hann spáði að það kæmi annar
eins og hann. Hann er kominn og er
í Indlandi. Ég hef lesið þessa bók
um manninn sem heitir Sai Baba.
Það er merkilegt að allur heimurinn
skuli ekki vita um þetta. Þetta er
alveg stórmerkilegt. Hann fékk til
dæmis að velja sér foreldra á jörð-
innj og svo hefur hann læknað sjúka.
Ég hef svolítið kynnt mér spírit-
isma, en læt hann alveg vera. Ég
vil miklu frekar kynnast lifandi fólki
en dauðu. Ég átti íslenskan vin úti
í Kanada. Hann átti tonn af bókum
um spíritisma og hugsaði ekki um
annað.
Þessi helgi maður sem ég nefndi
áðan boðar breyttan hugsunarhátt,
sem er það sem við þurfum mest á
að halda núna. Við búum aldrei til
frið með sprengjum og djöfulsskap."
Ekki víst að breytingarnar
séu til góðs
— Þú hefur lifað miklar breyting-
ar Guðjón, er ekki svo?
„Jú það er rétt. En breytingamar
hafa orðið mun örari eftir að ég
flutti aftur heim til Islands. Sem
dæmi má nefna borgimar í Kanada.
Ég lenti einu sinni í því þegar ég
Víkingamir höfðu kjark til þess að
leita að þessari eyju í opnum bátum
og setjast hér að.“
— Hefur þú ferðast mikið?
„Já svolítið. Ég man eftir
skemmtilegri ferð til Noregs. Þá rifj-
aðist norskan upp fyrir mér. Svo hef
ég kynnst Svíum og einn þeirra,
Harald Theodorsson, er nú hér hjá
mér. Við hittumst í Fjallabakstúr
með Guðmundi Jónassyni hér um
árið. Ætli það sé ekki sjö eða átta
ár síðan. Mér þótti ósköp vænt um
að hann kom í heimsókn. Það er
gott að ferðast og hressandi. Maður
yngist upp í hvert sinn.“
— Hefur þú aldrei verið Qöl-
skyldumaður?
„Nei aldrei. Eitt sinn hafði ég
áhuga á að giftast stúlku, en hún
valdi annan. Frelsið er ómetanlegt
og ég var sjaldnast lengi kyrr á sama
stað. Ef maður er fijáls þá bitnar
það bara á manni sjálfum ef maður
gerir eitthvað af sér.“
Kjötsúpuveisla og bátsferð
á Jökulsárlóni
„Þið verðið endilega að borða með
okkur," sagði Guðjón. Þetta var þá
kjötsúpa sem hann var að elda og
Shorty og Slim, uppá-
haldshundar Guðjóns
á meðan hann dvaldi
í skógum Norður-
Kanada við dýraveið-
ar. Bátinn notaði
Guðjón í stað sleða á
vorin þegar ísar á
vötnunum voru orðnir
ótraustir.
þá að dunda mér við að tálga út
karla og kerlingar, fjallkonur, jóla-
sveina og fleira. Þetta selst voðalega
lítið, þrátt fyrir að ég hafi þetta
ódýrt. Það er alveg sama hvað mað-
ur hefur þetta ódýrt.
Það er ekkert langt síðan ég
hætti að vinna við trésmíðar. Nokk-
ur ár samt. Maður er hættur að taka
eftir þessu. Árin líða hvert eftir ann-
að og maður verður varla var við
það. Ég er sæmilega hraustur og
fólk segir að ég eldist ekkert. Ég
veit það ekki. Maður gerir það nátt-
úrulega. Ég er orðinn svolítið ónýtur
að ganga. Ég hélt að ég ætlaði að
drepast úr gigt um tíma, gat varla
hreyft mig. Svo er hún alveg horfin
aftur. Ég veit ekki af hverju.
Úrvalsfólk í Öræfunum
Ég fluttist til Fagurhólsmýrar fyr-
ir 12 árum síðan. Ég byggði þennan
kofa á Höfn, en skúrinn bak við
byggði ég þegar ég kom hingað. Ég
á frændfólk hér. Ari heitinn Hálf-
.dánarson á Fagurhólsmýri var
hálfbróðir ömmu minnar. Sigurður
Arason bauð mér að koma hingað
og kunningi minn keyrði kofann fyr-
ir mig og hér var ég settur niður.
Ég vildi nú vera nær hömrunum
fyrst. En hvílík heppni. Það fennir
aldrei að héma, en ef ég hefði verið
nær hömrunum hefði sennilega
fennt yfir kofann. í þessari sveit er
alveg sérstaklega gott fólk. Þetta
er úrvalsfólk og hjálplegt og vinnur
mikið saman.“
— Hugsar þú eitthvað um pólitík?
„Margir hafa reynt að kenna mér
pólitíkina. En ég blanda mér ekkert
í hana. Mér finnst það alveg óþarfí.
Ég les ekki einu sinni blöðin. Ég
hlusta nokkuð á útvarp, en hér er
ekkert rúm fyrir sjónvarp. Ef það
er eitthvað sérstakt sem mig langar
að sjá, fer ég upp á bæ. Þá tefur
þetta ekkert fyrir mér. Ég er nýfar-
inn að lesa nýjar bækur sem ég rakst
á fyrir tilviljun. Ég hef alltaf verið
trúaður og hef trúað því sem Kristur
sagði. Ég hef lesið mikið í Biblíunni
en las hana þó eins og ævintýri. En
allt sem Kristur sagði var sannleikur
kom til Kanada að uppáhaldshótelið
mitt var horfið. Enginn kannaðist
við það, nema ef til vill gamalt fólk.
Það er rétt að allt breytist, ekkert
stendur í stað. En hvort það er til
hins betra, það er spuming. Ég er
hræddur við sjónvarpið. Það hefur
mjög mikil áhrif á hugsunarhátt
bama og er stórvarasamt. Sjón-
varpið er ágætis tæki og ætti að
geta gert fólkið betra. En allur þessi
hemaðarhugsunarháttur og allt
þetta dráp á fólki verður að hverfa
úr sjónvarpinu. Þetta hefur mikil
áhrif á böm af því að þau sækjast
eftir að sjá eitthvað nýtt.
Ég var einu sinni samferða
kennslukonu úr Homafirði. Hún
kenndi yngstu bömunum. Þessi kona
hélt því fram að það væri mest áríð-
andi að kenna yngstu bömunum og
leggja gmndvöll að hugsunarhætti
þeirra í framtíðinni. Ég man hvemig
það var með sjálfan mig. Það hafði
afskaplega mikil áhrif á mig allt sem
mér var kennt, bæði illt og gott. Það
er svo sorglegt að til er fólk sem
vill leiða böm í ógöngur og vitleysu.
Það viil gera þau verri en ekki betri
og hlæja síðan að þeim þegar þau
gera vitleysumar."
— Er fólk þá ekki nógu vel að sér
í bamauppeldi?
„Nei ég held ekki. Menn þurfa
að gæta að því hvað þeir segja við
bömin. Þau taka allt upp og gleyma
því ekki. Hættumar eru margar,
sérstaklega eiturlyfín og áfengið.
Það er ekki bamauppeldi að reka
bömin af heimilinu og út á götu.
íslensku börnin eins og
lítil bjarndýr
Ekki má gleyma því að Islending-
ar eru af góðum stofni. Ég tók
sérstaklega eftir þessu þegar ég kom
frá Kanada og sá íslensk böm í
vöggu, innan við eins árs gömul.
Þetta vom eins og lítil bjamdýr í
samanburði við bömin fyrir vestan.
Þar er allt til alls, eins og hér, til
dæmis matur. Kannski er það
þorskalýsið sem gerir þetta. En eitt
er víst að stofninn er sterkur.
nú var hún tilbúin. Guðjón kallaði á
Harald og við settumst til borðs. Það
er óhætt að segja að þetta var herra-
manns matur og Guðjóni var óspart
hrósað fyrir súpuna. Hann sagði að
mörgum hafi þótt súpan hans góð
og nefndi þá sérstaklega Friðjón
Guðröðarson fyrrnrn sýslumann
þeirra Skaftfellinga.
Á meðan á borðhaldinu stóð stakk
Guðjón upp á því að við fæmm að
Jökulsárlóni. Þeir Harald höfðu verið
þar nokkmm dögum áður og vom
sammála um að það hefði vcrið
skemmtileg lífsreynsla. Við stungum
upp á því að þeir kæmu með okkur.
Það má með sanni segja að það var "
skemmtilegt að fara í bátsferð um
lónið. Guðjón heilsaði öllum sem fóm
um borð í bátinn og spurði hvaðan
þeir væm. í þessari ferð vom tveir
Svisslendingar og einn Israelsmaður
fyrir utan okkur íslendingana og
Harald. Guðjón var hrókur alls fagn-
aður og kátur og hress þrátt fyrir
árin áttatíu og þrjú. Á leiðinni til
baka hafði Guðjón ffá ýmsu að
segja. Það var auðheyrt á honum
að hann hreifst af hinni stórbrotnu
náttúmfegurð sem blasti við okkur.
Hann naut þess að fræða okkur hin
um þær breytingar sem orðið hefðu
ffá því í hans ungdæmi. Hann sagði
það vera áberandi hvað jöklamir
hefðu hopað mikið.
Þegar komið var að kaupfélaginu
á Fagurhólsmýri spurði Guðjón hvort
hann mætti ekki vera samferða okk-
ur að Hofi þar sem hann átti að
mæta hjá augnlækni. „En fyrst
stoppum við í sjoppunni og ég býð
öllum hressingu." Guðjón skemmti
sér hið besta við að segja gamansög-
ur, aðallega af Svíum því hann
sagðist hafa svo gaman af því að
stríða Harald.
Eftir að hafa skoðað gömlu kirkj-
una á Hofi í Öræfum var kominn
tími til að kveðja. Þetta hafði verið
góður dagur með Guðjóni. Við '
kvöddum þennan aldna mann, sem
enn er unglingur í anda.
Viðtal: Ásdís Haraldsdóttir
Myndir: Árni Sæberg