Morgunblaðið - 07.09.1986, Page 21

Morgunblaðið - 07.09.1986, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. S3EPTEMBER 1986 B <21 lék lengst af á sínum ferli í Þórs- café. Hljómsveitin hafði jafnan á að skipa hinum hæfustu söngvurum sem margir hveijir hlutu sinn söng- frama undir leiðsögn Kristjáns Kristjánssonar. I þeim hópi voru meðal annarra Sigrún Jónsdóttir, Ellý Vilhjálms, Ragnar Bjarnason og Oðinn Valdimarsson, svo aðeins nokkrir séu nefndir. Til gamans skal hér gripið niður í blaðagreinar frá þeim tíma er vegur KK-sextettsins var hvað mestur. Hér er klausa úr Morgun- blaðinu frá árinu 1959: „Um haustið 1954 ræður Ragnar Jóns- son, forstjóri Þórscafés KK-sextett- inn til að leika fímm kvöld vikunnar í „gamla" Þórscafé. Hefur hljóm- sveitin átt sinn stóra þátt í að gera það samkomuhús eftirsóttasta danshús borgarinnar, ekki síst síðan starfsemin var flutt í hin vistlegu húsakynni í Brautarholti 20.“ í Þjóðviljanum í júlí árið 1960 segir meðal annars: „Undanfarin ár hafa nýir dansstaðir sprottið upp hér í Reykjavík, hver á fætur öðrum og þeir gömlu hafa smátt og smátt dalað niður og misst sína föstu gesti að mestu. Þó er einn gamall staður, að vísu í nýjum og glæsileg- um húsakynnum, sem á sífellt vaxandi vinsældum að fagna, en það er Þórskaffí. Þeir sem þangað koma eru sammála um, að skemmtilegri og betri dansstaður Um þann atburð sagði Alþýðublaðið m.a.: „Nú þegar hinn óviðjafnanlegi KK-sextett er hættur leik sínum í Þórskaffi, tóku Lúdómenn og Stef- án við og unga fólkið mun halda áfram að dansa í Þórskaffi, sjómenn og ungar og laglegar stúlkur. - Lúdómenn eru prýðisvel samspilað- ir, enda búnir að leika lengi saman og hlotið miklar vinsældir unga fólksins. Vonandi verða þeir jafn heppnir í Þórskaffi." I takt við tímann Þetta var í þá „gömlu góðu daga“ og vissulega mætti nefna fjölmarga fleiri sem komið hafa við sögu þessa vinsæla skemmtistaðar í gegnum árin. Astæðulaust er þó að dvelja í fortíðinni því Þórscafé hefur ætíð verið í takt við tímann og lagað sig að breyttum kröfum hveiju sinni. Miklar breytingar urðu á rekstri staðarins þegar vínveitingaleyfíð fékkst árið 1976. Þá varð mikil stækkun og breytingar á húsakynn- um og diskóteki komið upp á neðri hæðinni, en lifandi tónlist hélst áfram á efri hæðinni. Nú á 40 ára afmælinu gengur Þórscafé enn í gegnum eitt breytingaskeiðið. Á neðri hæðinni er komið nýtt og full- komið diskótek með betri hljóm- burði og tilheyrandi ljósasýningu. Þá hafa verið gerðar breytingar á innréttingum, bæði niðri og í efri KK-sextettinn, ein vinsælasta hljómsveit sem leikið hefur í Þórscafé frá upphafi. Hljómsveitin lék þar lengst af á árunum 1954 til 1962. sé vandfundinn, þó víðar væri leitað en hér í Reykjavík. í Vísi í nóvember 1960 er eftir- farandi kiausa: „Þórskaffí hefur nú starfaði í 15 ár og haft „opið á hveiju kvöldi", eins og það er orðað í auglýsingum frá því. Hefur það 2 hljómsveitir er leika þar fyrir dansi til skiptis öll kvöld vikunnar. - Fimm kvöld leikur þar hljómsveit Krist- jáns Kristjánssonar eða KK-sextett- inn, en söngvarar með sveitinni hafa verið Elly Vilhjálms og Þor- steinn Eggertsson. Hin kvöld vikunnar leikur hljómsveit Guð- mundar Finnbjömssonar, en söngvari er Hulda Emilsdóttir, sem hefur náð sívaxandi vinsældum fyr- ir sinn ágæta söng og góðu framkomu á sviðinu. - Auk þess sem fólk höfuðstaðarins hefur sóst mik- ið eftir að skemmta sér á Þórskaffí undanfarin ár, ekki síst síðan starf- semin var flutt í hin glæsilegu salarkynni í Brautarholti 20, em menn utan af landsbyggðinni þar mjög tíðir gestir, sér til upplyfting- ar meðan þeir dvelja í bænum." Skylt er að geta annarrar hljóm- sveitar sem gerði garðinn frægan í Þórscafé, en það var ein vinsæl- asta hljómsveit rokktímabilsins, Lúdó og Stefán. Þeir félagar tóku við í Þórscafé þegar KK-sextettinn hætti um áramótin 1961 og 1962. sal, sem nú tekur fleiri gesti í sæti en áður. Glæsilegur marmarabar hefur verið settur upp á efri hæð og ýmsar aðrar breytingar em á döfínni. Þá má nefna að ný og full- komin hljómflutningstæki hafa verið sett upp í efri sal, sem bæta mjög hljómburð og aðstöðu til skemmtisýninga. Fertugsafmælisins verður minnst með ýmsu móti á þessu ári þótt aðalhátíðin verði nú um næstu helgi. í ráði er að setja upp vand- aða og fjölbreytta skemmtidagskrá fyrir veturinn og meðal annars gert ráð fyrir að erlendir skemmtikraftar komi í heimsókn. Ný hljómsveit, dans- og dægurlagasveitin Santos, hefur verið ráðin við húsið í vetur og mun hún halda uppi fjörinu í efri sal á föstudags- og laugardags- kvöldum. Diskótekið er sem fyrr í neðri sal og verður það að auki opið öil fímmtudagskvöld í vetur. Þá er í ráði að opna sal á þriðju hæð nú í vetur og ýmsar fleiri breyt- ingar eru í undirbúningi. Það er því ljóst, að starfsemi þessa elsta veitingahúss í höfuð- borginni hefur síður en svo dvínað með árunum. Framkvæmdir þar undanfarnar vikur og vetrardag- skráin á fertugsafmælinu bera þess vott að enn skuli stefnt upp á við. Mikið úrval af áklæðum Heimalist Húsgagnaverslun með raðsett og svefnsófa og dýnur af öllum stærðum. HEIMALIST HF HÚSCACNAVERSLUN Síðumúla 23, 108 Reykjavík, sími 84131, pósth. 8409

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.