Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 Sínfóníuhljómsveitin í heimsókn á Þingeyri bínirovri Þingeyri. Sinfónluhljómsveit íslands er nú á tónleikaför um Vesturland og Vestfirði og föstudaginn 5. sept. var hún okkur sannkallaður gleðigjafi. í stuttu spjalli, er ég átti við Sig- urð Bjömsson framkvæmdastjóra kom fram, að 10% af skemmtana- skatti er varið til þessara ferða hljómsveitarinnar um iandið. Hann gat þess, að eins og nafn hljómsveit- arinnar bæri með sér, væri hún eign allrar þjóðarinnar en alls ekki einka- bam Reykjavíkur. Þetta er fyrsta tónleikaferðin á þessu ári, því vegna Listahátíðar gat hljómsveitin ekki sinnt skyldum sínum við landsbyggðina fyrr. Sigurður kvað það venju að fara tvær lengri ferðir á ári, vor og haust, auk styttri ferða í ná- grannabæi. Helst kysi hann að hljómsveitin gæti heimsótt lands- byggðina oftar, en oft hamlaði ferðaveður; „eins og við könnumst við hér, heiðar færar að morgni en ófærar að kvöldi og allt þar á milli". Venjulega skipta þeir landinu til tónleikaferða í þrjá hluta : Vestur- land ásamt Vestíjörðum, Norður- land og Austurland á hálfs annars árs fresti. í þessari ferð væru fyrir- hugaðir sjö tónleikar, þar af fimm á Vestfjörðum. Á laugardagskvöld- ið yrðu þeir á ísafírði og þá væri Önfirðingum gefinn kostur á að komast sér að kostnaðarlausu til ísaflarðar, því bíllinn, sem flytur hljómsveitina renndi til Flateyrar og sækti þá er vildu heimsækja þá til ísafjarðar og skilaði þeim heim að loknum tónleikum. Þetta hefði verið gert fyrir tveimur árum er Sinfóníuhljómsveitin var á ferðinni og það sama væri áformað nú. Gat Sigurður þess sérstaklega, að þetta væri gert, vegna þess að ekkert húsnæði á Flateyri rúmaði svo stóra hljómsveit og harmaði hann það. Hópurinn er nú sækir okkur Dansskóli $ax& kv*0"' ** ðSBrt'K og, ftee sbAe Da» £ðr«frá33a Sérnámskeið; Eingöngu rokk, tjútt og jitterbug. Eingöngu gömlu dansarnir. Innritun daglega í síma 656522 og 31360 ffrá kl. 13.00—19.00. Kennslustaðir; Skeifan 17. (Ford húsið) Gerðuberg, Fellahellir (Breiðholti) Frostaskjól (KR heimilið) Hafnarfjörður: íþróttahús Hafnarfjarðar v/Strandgötu Keflavík: Grófin F.Í.D. Krakkar ath. Frábærir jazzdansar úr söngleiknum Time sem er mjög vinsæll í London. Meiriháttar spor og æðisleg músík. vÖ V <s° ✓ 4? .J& s — DANSSKÓU AUÐAR HARALDS >S: 656522 og 31360 heim, er 45 manns; ekki fullskipuð hljómsveit, en þar ræður sama lög- mál; húsin á þessum stað eru það ' lítil að tekið hefur verið til þess ráðs að stækka að mun sviðin. Til þess að það sé hægt, hafa ráða- menn á hvetjum stað brugðist vel við og leyst vandann, hljómsveitinni að kostnaðarlausu og sagðist Sig- urður kunna þeim bestu þakkir fyrir þá fyrirgreiðslu. Enn fremur gat hann þess, að sveita- og bæjar- stjómir sýndu þeim þann heiður að þjóða þeim til matarveislu, hvar á landinu sem þeir kæmu og væru þessar ferðir sérstaklega ánægju- legar, því þeim væri alls staðar fagnað heils hugar og tekið með kostum og kynjum. Við sem til þekkjum, vitum þó, að það er langt í frá að svo stór hópur geti hvílst eða látið fara vel um sig, frá því að þeir renna í hlað eftir strangt ferðalag, þar til þeir renna úr hlaði. Það sá ég eigin augum í grunnskól- anum á fostudaginn þar sem þetta spjall fór fram. Menn hölluðu sér út af á hörðum bekkjum, sátu á stólum nemendanna og skiptust á um að nota hreinlætisaðstöðuna, en því miður er ábyggilega langt í land þar til hægt verður að mæta þessari þörf á þessum litla stað. Maturinn beið þeirra og ábyggilega hefur ekkert í þeim efnum verið til sparað, enda sannkallaðir auðfúsu- gestir á ferð, er setja ekki fyrir sig óþægindin, er fylgja slíkri för. í lokin kynnti Sigurður bílstjór- ana báða, þá Steindór Guðmunds- son og Odd Gunnlaugsson, sem hefur verið bílstjóri í ferðum hljóm- sveitarinnar síðastliðin 10 ár og sagðist Oddur ekki geta haft betri farþega en hljómsveitarmennina og fylgdarlið. Tónleikarnir hófust kl. 20.30 og svo sannarlega sótti þar enginn ull í geitarhús, efnisskráin var fjöl- breytt og kenndi margra grasa: Verdi, Beethoven, Sigfús Einars- son, Rossini, Weber og Mannfredini. Hijómsveitinni var forkunnar vel tekið; fyrir hlé söng einsöngvarinn Katrín Sigurðardóttir með hljóm- sveitinni þrjú lög við mikinn fögnuð áheyrenda, enda öllum ógleyman- leg, er sáu hana í Grímudansleik Verdis og trompetleikaramir Ásgeir Steingrímsson og Lárus Sveinsson léku af hreinni list og krydduðu bragðlauka Dýrfirðinga. Ekki má gleyma stjómandanum Erhard Dee- kert sem er fæddur Vínarbúi. Vín og aftur Vín; hver vildi ekki sitja í hljómleikasölum Vínarbúa og hlusta á Vínartónleika undir stjóm hans? Sigurð Bjömsson þarf ekki að kynna, hann er þjóðkunnur tónlist- armaður og ópemsöngvari. Honum og hans líkum þökkum við Dýrfírð- ingar dásamlegt kvöld á síðsumri. Hulda ACPnDIT r^tiAvuiw imm CLASS HEIlSUSTlJDÍÖ INNRITUN ER HAFIN í VETRARNÁMSKEIÐIN — SÍÐAST FYLL TIST FLJÓTT!! VIÐ BJÖÐUM UPPÁ MORGUN, HÁDEGIS OG SÍÐDEGISTÍMA. Frúartíma — AREO 1 Byrjendatíma — AERO 2 Framhaldstíma — AERO 3 Púl tíma — AERO 4 Ath! Innifalið í verði er aðgangur að tækjasal — FRÁBÆR AÐSTAÐAH Innritun er hafin í síma: 39123 og 35000 KENNARAR: • ASA PÁRSSON — Einn af bestu Aerobic kennurum Svía. • MAGNÚS SCHEVING — íþróttaþjálfari. • FRÍÐA HALLDÓRSDÓTTIR — Eimleika þjálfari. • HELENDA JÓNSDÓTTIR— Danskennari. • ELSA SIGFÚSDÓTTIR — Danskennari. Skeifunni 3. Rvik. Simar: 39123 & 35000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.