Morgunblaðið - 07.09.1986, Side 26

Morgunblaðið - 07.09.1986, Side 26
-26 MORGUNBLADID, SUNNUDAGU.R. .7. gEPTEMBER 1986 fclk í fréttum Danny DeVito “fe'iTitfuiníMm' mesti öðlingur Frægt fólkí brúðu- búnind En hvemig hefur svo frægðin farið í hann, hefur velgengnin ekkert stigið honum til höfuðs? „Nei, því fer fjarri," segir eiginkona hans, leikkonan Rhea Perlman sem við Islendingar þekkjum trúlega hvað best úr sjónvarpsþáttunum „Staupasteinn", en þar fór hún með hlut- verk hinnar málglöðu og orðheppnu Cörlu. „Ég held satt að segja að hann geri sér enn enga grein fyrir því hversu frægur hann er. Hann verður í það minnsta alltaf jafn undrandi þegar safn- ast að honum múgur og margmenni á götum úti. Hann á mun erfíðara með að venjast þessu en ég. Hann er nefni- lega fyrst og fremst fjölskyldumaður, eyðir öllum sínum frístundum með mér fingri í fleiri daga, líður bara vel í öllu draslinu," segir hún. En hverju þakkar Danny sjálfur velgengnina? „Eg var al- inn upp við það viðhorf að ég gæti allt, sem ég vildi nema kannski orðið körfu- boltahetja,“ segir hann og glottir. „Ég minnist þess að hafa ávallt verið óspart hvattur til að reyna allt, sem mig hefur langað til að gera. Og það gerði ég líka.“ Eftir að DeVito útskrifaðist úr leiklistarskólanum fór hann að læra hárgreiðslu hjá systur sinni, Angelu. „Hann var mjög efnilegur," segir Ang- ela. „Hárgreiðslur hans voru alltaf svolítið sérstakar og viðskiptavinir mínir dýrkuðu hann. Hann hafði alltaf frá svo mörgu að segja á meðan hann rúllaði Pað er sko ekki ofsögum sagt af kvikindishætti og kaldhæðni almennings, hinu einkennilega inn- ræti. Flestir kannast eflaust við, hversu erfítt þeir eiga sjálfir, með að halda aftur af blessuðu brosinu ef þeir sjá einhvern renna á svelli, hendast á hausinn í hálkunni — það er að segja, ef ekki verða nein stór- slys. Við höfum Iúmskt gaman af vandræðalegum mistökum fjölmiðla- fólks, hlæjum okkur máttlaus þegar gleymist að færa myndavélina af sjónvarpsfréttamanninum, njótum þess að sjá hann reyna að brosa, hiksta og stama og roðna i vöngum. Einnig finnst okkur það ótrúlega fyndið, þegar frægt fólk er tekið fyrir og að því er gert grín. Taktar þess og kækir eru gróflega ýktir og fólkið er gert að einhvers konar furðufígúrum. Við veltumst um af hlátri, veinum og vælum — en verði hinsvegar einhverjum á, að hafa orð á okkar eigin séreinkennum — göngulagi, málfari eða klæðaburði — þá stirðnar þetta bros skyndilega, við förum í vamarstöðu, erum nefni- lega ótrúlega viðkvæm fyrir öllu því sem að okkur snýr, eigum í erfiðleik- um með að sjá nokkuð skondið í eigin fari. Til sönnunar því, sem að ofan er sagt, má nefna að einn vinsælasti sjónvarpsþátturinn í Bretlandi um þessar mundir er þátturinn „Spitting Image“, sem gengur út á það að gera grín að öllum þeim, sem þekkt- ir eru. Þar er samankomið nokkurs konar stjömuráð, og fundahöld þeirrar nefndar eru í fyndnara lagi. Fólkið er allt með eindæmum ófrítt og tillögurnar allar fáránlegar, sem frá þeim koma. Hvort íslenskir sjón- varpsáhorfendur fá nokkurn tíman að beija þessa þætti augum, er allt óvíst — en við birtum þó engu að síður nokkrar myndir af brúðunum, sem með aðalhlutverkin fara og vissulega kannast maður við flesta svipina, ekki satt? — En hvernig ætli þær brúður litu út, sem búnar yrðu til af okkur — mér og þér? Sérviskupúkinn hann Stev- en Spielberg. Engu iíkara en honum hafi verið kippt út úr einhverri Dickens- sögunni. .■Fornlegt útlit f meira fagi. Hann þykir bæði blíður og bijóstum- kennaniegur leikarinn Danny DeVito, sem þó er þekktastur fyrir hörkutóla- hlutverk sín. Þeir sem þekkja hann hvað best lýsa honum sem viðkvæmum og vingjarnlegum, hjartahlýjum og geðgóðum. Hann er sagður frekar feiminn og svo mikið góðmenni að jaðri við gunguskap. Við, sem könnumst aðeins við hann af hvíta tjaldinu, höfum allt aðra mynd af manninum. Hann hefur birst okkur hvað eftir annað sem útsmogið illmenni, maður sem einskis svífst til að fá sínu fram, er kaldhæðinn og hjartalaus. Danny DeVito heitir hann og þrátt fyrir öll þessi liarðneskjulegu hlutverk hefur hann heiilað hina bandarísku þjóð alveg upp úr skónum, nýtur gífurlegra vinsælda meðai aimennings þar í landi. Hann er með eindæmum lágur í loftinu og ef til vill er þar komin skýringin á þessari vorkunnarblöndnu virðingu sem hann nýtur sem leikari. Hann minnir mann mest á lítinn pjakk sem rembist eins og tjúpan við staurinn að virka svolítið > kaldur karl. Griman > sem sagt gegnsa^v-. Danny er sko mesta ljúfmenni sem ég veit um, segir mamma hans, hin 82ja ára Julia. „Ég veit t.d. ekki um neinn annan mann, sem sendir móð- ur sinni blóm á hveijum laugardegi, bara til að gleðja hana. Danny hefur alltaf verið fyrirmyndarsonur, því verður ekki á móti mælt. Hann var mjög virkur í kirkjustarfinu þegar hann var yngri, söng í kómum og satt best að segja hélt ég alltaf að hann yrði prestur." Með þessa lofræðu í huga virðist það óneitanlega svolítið kaldhæðnislegt að það skuli vera fyrir hörku sína og ekk- ert sérlega fagurt hjartalag, sem Danny hefur öðlast sína frægð. En það þarf þó meira til að heilla heimsbyggðina, hæfileikar eru nauðsynlegir til þess og þá hefur DeVito í ríkum mæli. „Hann er meiriháttar leikari," segir forstjóri Disney-kvikmyndaveranna, Jeffrey Katzenberg, sem framleitt hefur þrjár myndir með DeVito. „Danny er einn af þeim örfáu sem áhorfendur elska og hata. Um leið og þú fyrirlítur hann lang- ar þig til að faðma hann að þér. Þetta er sérstök náðargáfa. Danny er svo ein-. lægur að maður ósjálfrátt trúir hveiju orði sem hann segir," bætir hann við. V* og dætrum okkar tveimur og nýtur sín best innan veggja heimilisins. Þar sem við vinnum líka bæði úti og það á mjög óreglulegum tímum, þá tekur hann virk- an þátt í heimilisstörfunum, hefur mjög gaman af að elda góðan mat og þvo þvott. Hann er smámunasamur en þó ekki haldin neinu hreingerningarbijál- æði, því stundum lyftir hann ekki litla- - Tílhugaiíf þeirra Danny DeVito og Rheu Perlman var með eindæmum stormasamt, en síðan þau gengu í hjónaband héfur samskiptasjórinn -veriöiýgn. - - - , - . '.■■'■ - upp hári þeirra, endalausar sögur og skrýtlur. Hann er nú líka mikill mann- þekkjari, drengurinn og það kemur sér mjög vel í þessu starfi. Hann vissi ná- kvæmlega hvaða hárgreiðsla myndi hæfa hverri og hafði þá persónuleika hverrar og einnar í huga. Danny er hæfileikamaður á flestöllum sviðum, held ég bara,“ segir hún. Sjálfur segist Danny vera mjög sáttur við lífshlaup sitt hingað til. „Eg er í rauninni mjög hamingjusamur rnaður," fullyrðir hann. „Auðvitað á ég mér mína dimmu daga eins og gengur og gerist en í það heila tekið þá er ég mjög ánægð- ur. Ég á yndislega fjölskyldu, er vel kvæntur og rúmlega það og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af fjármálum lengur. Svo hvers ætti ég að óska mér frekar?“ spyr sá sem ekki veit. Þau Danny og Rhea hafa nú verið gift í ein ellefu ár, kynntust fyrst árið 1970 baksviðs á Broadway. Tilhugalífið var í skrautlegra lagi. Þau rifust tölu- vert, skelltu hurðum og símtólum. Það var svo í bádegishléi einu, fimm árum síðar, sem þeim datt í hug að láta pússa sig saman, sem þau og gerðu. Voru þau þá bæði að vinna að upptökum á mynd- inni „Taxi" og eftir. eina heiftarlega sennuna ákváðu þau að það væri senni- lega eina ráðið að ganga bara í hjóna- band, við það hlytu öldurnar að lægja. Og þau höfðu rétt fyrir sér. Síðan hafa þau nefnilega lifað saman eins og blómi í eggi, ástfangin upp fyrir haus og yfir- leitt sammála um alla skapaða hluti. - Það má því með sarírirsegja aóblessuðu hádegishléirru hafi .Verið-vel varið. ■f-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.