Morgunblaðið - 07.09.1986, Qupperneq 32
32 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986
/t $acjb] ieg þér o£> ecj \jar júoSi'rvKi „ Sirákar-
ínn &em er ÚKIegastur iii cá komast eitthonX'?"
ást er___
\U
. að lesa stjörnuspána sam-
TM Reg. U.S. Pat. Off.-all riflhts reserved
© 1986 Los Anfleles Tlmes Syndlcate
Smakka það aldrei þegar
ég á að koma fram!
Með
morgunkaffinu
53? * POLLUX
Mamma vill ekki skipta
sér af honum!
HÖGNI HREKKVÍSI
Fjallalömb og sauðahangikjöt
Kæri Velvakandi.
I þætti þínum þann 28. þ.m.
skrifar „Sauðþrár" hugleiðingar um
hið nýja fjallalamb. Hann ræðir þar
um hina nýju auglýsingaherferð um
fjallalambið svonefnda, og ég er
honum sammála í því að sú auglýs-
ingaherferð er æði frumleg og
höfðar ekki til gamalla sveita-
manna. En þeir sem að auglýsing-
unum standa hafa talið vænlegra
til árangurs að láta fjallalambið
koma sem sendingu af himnum of-
an, en að auglýsa kjöt af venjuleg-
um jarðbundnum dilkum, en
vafalaust mun haglendið þar efra
vera eins gott. En þetta fellur sjálf-
sagt vel að þeirri auglýsingatísku
sem nú er viðhöfð á öllum markaðs-
vörum og samkeppnin er greinilega
hörð.
Eg get hinsvegar ekki verið sam-
mála þeim „Sauðþráa" um það að
aðeins fráfærulömb og graslömb
séu þau einu og sönnu fjallalömb.
Eftir því ættu engin íjallalömb að
vera til nema þeir fáu undanflæm-
ingar sem fyrirfinnast á hvetju
hausti, því fráfærur lögðust niður
hér á landi fyrir 60 til 70 árum.
Jú, fjallalömb eru til, því öll þau
lömb sem ganga á afréttum og
öðrum íslenskum fjöllum sumar-
langt eru fjallalömb þó þau gangi
með mæðrum sínum, hvað sem all-
ar orðabækur segja, og væri
kominn tími til að höfundar þeirra
endurskoðuðu þetta atriði. Hinsveg-
ar hefír það farið í vöxt á síðari
árum að lömbin gangi sumarlangt
í heimahögum, t.d. á sunnlensku
mýrunum (og víðar) en það eru
engin fjallalömb, en sjálfsagt eru
þau seld sem slík þegar á markað-
inn er komið. Og fjallalömbin
þekkjast vel úr þegar þau koma af
afréttunum á haustin samanvið
mýrarféð, fjallaféð er drifhvítt á
lagðinn en mýrarféð er alltaf
blakkt.
En svo við komum aftur að aug-
lýsingaherferðinni, sem oft og
tíðum er æði skrautleg og í hæsta
máta vafasöm, þá er oft og tíðum
spunninn slíkur blekkingavefur að
manni óbýður. Margir hafa sjálf-
sagt tekið eftir því að á haustin og
þá sérstaklega fyrir jólin keppast
verslanir við að auglýsa sauða-
hangikjöt þó að það sé Ijóst að í
öllu landinu eru til sárafáir sauðir,
enda hafa seljendur viðurkennt fyr-
ir mér að hér sé um að ræða kjöt
af eins og tveggja vetra ám sem
þarf alls ekki að vera verra, en það
er í fæstum tilfellum sauðakjöt, en
ennþá hafa þessir seljendur tekið
fram að það kæmi að ofan.
Og á meðan við gæðum okkur á
kjöti af fjallalömbunum frá því í
fyrra bíðum við þess að fjallalömbin
í ár komi til byggða og þá fáum
við ennþá betra bragð í munninn
af jarðbundnum grösum heiða og
afréttalanda.
Steindór Guðmundsson
11
Víkverji skrifar
Isíðasta tölublaði af Víðförla, sem
gefinn er út af Biskupsstofu, er
birtur hluti bréfs, sem biskup ís-
lands hefur nýlega skrifað prestum
og sóknarnefndum með ábending-
um um notkun kirkna. Þar segir,
að ekki séu til fastmótaðar reglur
um notkun kirkna utan venjulegra
messugjörða og helgiathafna. Hins
vegar gildi það meginsjónarmið, að
í kirkju fari ekkert það fram, sem
getur raskað helgi hennar. Það sé
á valdi sóknarpresta og sóknar-
nefnda að taka ákvarðanir um afnot
kirkju í einstökum tilfellum. Komi
upp ágreiningur skuli leita álits
prófasts, sem geti borið ágreinings-
málið undir biskup, ef honum þykir
ástæða til, áður en málinu er ráðið
til fullnaðarlykta. Höfuðsjónarmiðið
sé að hafna hverri notkun kirkju,
sem ekki sé samboðin helgi hennar.
í bréfínu segir biskup, að hann
telji eðlilegt að nota kirkjur til
skólasetningar og skólaslita, til tón-
leikahalds, trúrænnar söng- og
hljómlistar og helgileika. Hins veg-
ar geti orkað tvímælis að leyfa afnot
af kirkjunni, þegar um annars kon-
ar hljómlist er að ræða. í þeim
tilvikum sé rétt að ganga úr skugga
um, að efni texta og tónsmíða sé
samboðin helgi kirkjunnar.
xxx
á víkur biskup að því álita-
máli, hvort við hæfi sé að
klappa í kirkju eða ekki. Leyfí til
þess verði að vera fyrir hendi hjá
sóknarpresti og sóknarnefnd. Bisk-
up minnir á, að lengst af hafi sá
siður viðgengist, að ekki sé klappað
í kirkju og verði þess vegna að taka
á því máli með allri gát. Síðan segir
í bréfi biskups:
„Bann við lófaklappi í kirkju get-
ur ekki orðið algild regla, heldur
verður að taka tillit til staðbundinna
óska og veita leyfí, ef sóknarprestur
og sóknamefnd verða á eitt sátt
um það. Þegar hljómleikar eru í
kirkjum, er gott að taka það fram
í upphafi, hvort ætlast sé til þess
að klappað sé eða ekki. í stað lófa-
klapps hefur fólk stundum látið í
ljós hrifningu sína og þakklæti með
því að rísa úr sætum.
Ljós skulu yfirleitt ekki tendmð
á altari við önnur tækifæri en guðs-
þjónustu og aðrar helgiathafnir."
XXX
Margar kirkjur em prýðilegar
til tónleikahalds. Um árabil
hefur til dæmis verið efnt til tón-
leika í Bústaðakirkju. Sömu sögu
er að segja um Skálholtskirkju, þar
sem sumartónleikar hafa unnið sér
fastan og merkan sess í tónlistarlíf-
inu. í Bústaðakirkju er klappað en
ekki í Skálholtskirkju. Í Reykjavík
er bannað að klappa í Háteigs-
kirkju.
Þegar teknar em ákvarðanir um
það, hvemig þessu skuli háttað í
kirkjum, er unnt að setja reglur,
sem til dæmis banna lófaklapp
nema í lok tónleika, þ.e. að hvorki
sé klappað þegar tónlistarmenn
ganga til sætis né í lok einstakra
verka. Til skamms tíma var það
siður, ef Víkveiji man rétt, að í
Kristskirkju var ekki klappað fyrr
en í lok tónleika. Þá ræðst það
stundum af þeim verkum, sem flutt
em, hvort áheyrendum finnst við-
eigandi að klappa eða ekki.
Nú líður að því, að unnt verði
að vígja Hallgrímskirkju í þriðja og
síðasta sinn. Þar hafa sjálfboðaliðar
lagt dijúgan skerf af mörkum und-
anfarnar vikur til að unnt verði að
ná því marki, að vígslan verði hinn
26. október næstkomandi. Miklar
vonir eru bundnar við það, að
Hallgrímskirkja verði vel fallin til
tónlistarflutnings. Er mikilvægt, að
strax frá upphafi verði vandlega
hugað að því, hvaða reglur eiga að
gilda um tónleikahald í því mikla
Guðshúsi. Vafalaust munu margir
vilja klappa listamönnum lof í lófa
þar, þegar fram líða stundir.
A stundum skapast næsta vand-
ræðaleg staða á tónleikum í kirkj-
um, þegar fólk veit ekki, hvort það
má klappa eða ekki. Þess vegna er
sú ábending biskups réttmæt, að
þess sé getið í upphafi tónleika, ef
bannað er að láta í Ijós hrifningu
sína með lófaklappi. Einnig mætti
hafa það sem reglu, að upplýsingar
um þetta séu í prentaðri tónleika-
skrá.
H