Morgunblaðið - 07.09.1986, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 07.09.1986, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 B 33 Námskeið Ákveðni-þjálfun og mannleg samskipti fyrir þá sem vilja læra á markvissan hátt að vera ákveðnari í framkomu, bæta samskipti sín við aðra og auka sjálfstraust sitt. í hópvinnu mun þátttakandi læra: • Hverjir veikleikar og styrkleikar eru í mannlegum samskiptum. • Áhrifsjálfsmats hans áframkomu. • Ákveðnari tjáningarmáta. Leiðbeinandi: Baldvin H. Steindórsson sálfræðingur Lengd: Sjö skipti frá kl. 18—20 Byrjar fimmtudag 11. september Upplýsingaroginnritun virkadagafrákl. 11 — 12 í síma 622442 og í dag og á kvöldin í síma 671509 Baldvin H. Steindórsson SÁLFRÆÐIÞJÓM USTA Þessir hringdu . . . Hvar eru verðlaunin? Guðmundur Garðar Brynjólfs- son hringdi: „Mig er, eins og Amari sem skrif- aði í Velvakanda á sunnudaginn var, farið að lengja eftir verðlauna- peningi sem ég átti að fá fyrir körfuhittni á Reylqavíkurmóti bama í Hljómskálagarðinum 18. ágúst. Ég hef verið að bíða eftir að fá peninginn sendan eða spumingu Amars svarað." Víða þarf að dytta að einhverju J.H. skrifar: „Eg bý á Akureyri og kann vel við mig þar og mér þykir vænt um að aðrir hugsa líka um að fegra bæinn eins og ég geri. í Morgunblaðinu fyrir nokkr- um dögum var smágrein eftir mann úr Reykjavík sem ræðir um nauðsyn þess að fegra um- hverfið og finnst mér það þakkarvert. Ég vona bara að þetta sé aðeins upphafið. Það er margt sem þyrfti að minnast á, fór þessi maður ekki eftir göngugötunni? Er ekki eitthvað þar sem þyrfti að laga? Það er sjálfsagt víða sem þyrfti að dytta að einhveiju. Það væri gaman og án efa til gagns ef rætt yrði meira um þessi mál.“ Hagræðing í stórmörkuðum Ein óþolinmóð hringdi: „Mig langar til að beina því til þeirra sem reka stórmarkaði og aðrar kjörbúðir þar sem er fleiri en einn búðarkassi, að þeir hafi sér- stakan kassa fyrir þá sem greiða með reiðufé. Þegar fólk er með ávísanahefti eða greiðslukort er alskyns um- stang í kringum það sem tefur fyrir afgreiðslunni og væri mikil hagræð- ing fyrir þá sem hyggjast greiða með reiðufé að geta farið í sérstaka röð þar sem afgreiðslan gengur hraðar fyrir sig. Svona aðgreining tíðkast víða erlendis og hlýtur að flýta fyrir afgreiðslu." Þættirnir um Fyrirmyndarföður leiðinlegir Jón hringdi: „Mig langar til að bera fram kvörtun til sjónvarpsins vegna þátt- anna „Fyrirmyndarfaðir" sem sýndir eru á laugardagskvöldum. Það er fyrir neðan allar hellur að bjóða íslensku þjóðinni upp á þessa lágkúru viku eftir viku. Þess- ir þættir eru fyrst og fremst gerðir fyrir ameríska svertingja. Þeir eru að mínu mati leiðinlegir, bamaleg- ir, tilgerðarlegir og falskir og sýna á engan hátt raunveruleg samskipti fólks. Hvorki hvítra né svartra." Skilríkja saknað Gísli J. Sigurðsson hringdi og sagðist hafa tapað brúnu seðlaveski á Lækjartorgi föstudaginn 29. ágúst. Honum þætti gott að fá aft- ur skilríkin sem voru í veskinu. Ef einhver hefúr veskið í fórum sínum getur hann hringt í síma: 72549 eða sent skilríkin á það heimilisfang sem á þeim er. Þakkir til Jónu Hansen og sr. Franks M. Halldórssonar Að aflokinni sérstaklega ánægju- Þá viljum við og þakka fyrir ferð legri Skotlandsferð í júní sl. viljum til ísrael með ykkur fyrir nokkrum við færa Jónu Hansen og sr. Frank árum. M. Halldórssyni bestu þakkir fyrir Guð blessi ykkur. alúð og umhyggju sem þið sýnduð Flínborg og Sigurjón. okkur ferðafélögunum. Kvenúr fannst Sigríður Guðmundsdóttir hringdi og sagðist hafa fundið kven- úr fyrir utan Osta- og smjörsöluna við Snorrabraut þann 28. ágúst sl. Sá sem kannast við að hafa týnt úri getur haft samband í síma: 14987. * Okurteist afgreiðslufólk Þórður Kristjánsson hringdi: „Um daginn var ég á ferð í Borg- arfirði og kom þar að verslun við Hvítárvelli. Þar stansaði ég til að bjóða samferðafólki mínu upp á ís. Þegar ég bað piltinn sem var að afgreiða þama um aðstoð sagði hann si svona: „Þið getið leitað sjálf.“ Ég varð hálf hvumsa við, en lét mig þó hafa það að kaupa ísinn úr því að ég var búinn að bjóða fólkinu upp á hressingu. Ég verð að segja að svona framkoma er ekki beinlín- is líkleg til að örva viðskiptin og undarlegt að fólk sem sýnir svona fádæma ókurteisi skuli ráðið í af- greiðslustörf. Það verður aldrei of brýnt fyrir fólki í þjónustustörfum að það gæti ávalt fyllstu kurteisi við viðskipta- vini. Ég get ekki hugsað mér að versla aftur á stað þar sem ég fæ svona svör og get ekki ímyndað mér að nokkur maður sækist eftir því. Kurteisi og þjónustulund eru undirstöðuatriði mannlegra sam- skipta og forsenda þess að allir séu ánægðir, bæði viðskiptavinir, af- greiðslufólk og aðrir.“ Hvenær verður myndin um Guðlaug sýnd? Sjómaður frá Vestmannaeyjum hringdi: „Okkur félögunum, nokkrum sjó- mönnum frá Vestmannaeyjum, leikur forvitni á að vita hvenær heimildarkvikmyndin sem sjónvarp- ið lét gera um hið frækilega sund Guðlaugs Friðþórssonar til Vest- mannaeyja verði sýnd opinberlega. Heyrst hefur að í mjmdinni séu mjög glæfraleg atriði og bíðum við spenntir eftir því að fá að sjá mynd- ina. Myndin var tekin í fyrra haust, bæði hér í Eyjum og uppi á landi og hafa nokkrir Eyjamenn séð hana og látið vel af.“ Fyrsti skoladagur Gleðin skín úr augunum og ánægjan með skólatöskuna og skólafötin leynir sér ekki. Bjóðum sérstakt verð þessa fyrstu skóladaga. 3.500 kr. fyrir 6 myndir og eina stækkun 13x18 í sv/hv eða lit. Upplýsingar í síma 681919. Munið að panta jólamyndatökuna tímanlega. gefurréttamynd r/S4 ( Jt ' v

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.