Morgunblaðið - 07.09.1986, Síða 34
m
mkmmm, -tÆimmn.
•*í
A
■A
BíóhöNin:
Draugagangurinn
helduráfram
Hanna og systur hennar Lee og Holly. Frá vinstri: Mia Farrow,
Barbara Hershey og Dianne Wiest.
Regnboginn:
Hanna og
systur hennar
Woody Allen stendur nú á hátindi ferils síns. Hver mynd
hans á fætur annarri fær góða dóma gagnrýnenda og fólk er
aftur farið að flykkjast á þær. Kvikmyndahúsin hór kepptust
við að sýna myndir hans þar til kom að Stardust Memories
áríð 1980. Hún þótti ekkert sérstök, fékk að minnsta kosti
slappa aðsókn úti og það var nóg til að hún var ekki sýnd
hér. Það sama var að segja um næstu mynd hans, A Midsumm-
er Night's Sex Comedy frá 1982. íslenskir kvikmyndahúsagestir
urðu af henni vegna þess að hún þótti ekki gróðavænleg.
En með Zelig (1983) komst Hershey, Max Von Sydow,
Allen aftur í sviðsljósið hér
heima en þá höfðum við ekki
séð mynd eftir hann síðan
Manhattan var sýnd í Tónabíó.
Á eftir Zelig kom Broadway
Danny Rose, þá The Purple
Rose of Cairo og núna er
Hanna og systur hennar
(Hanna and Her Sisters) vænt-
anleg í Regnbogann en Allen
lauk við hana á þessu ári.
Vegur Allens hefur farið vax-
andi með hverri nýrri mynd
síðustu þrjú árin og er ekki ólík-
legt að kvikmyndasagnfræð-
ingar framtíðarinnar komist að
þeirri niðurstöðu þegar þeir líta
til baka á feril Woody Allens
að það tímabil sem hann nú
gengur í gegnum sé hans frjó-
samasta, forvitnilegasta og
vandaðasta sem kvikmynda-
gerðarmanns til þessa.
Hanna og systur hennar er
14. myndin sem Woody Allen
skrifar handrit að og leikstýrir
og í henni er fjöldi þekktra leik-
ara: Michael Caine, Mia Farrow
(fimmta myndin sem hún leikur
í fyrir Woody Allen), Barbara
Dianne Wiest, Carrie Fisher
(Star Wars), Maureen O’Sulli-
van (móðir Miu), Sam Waters-
ton og auðvitað Woody Allen
sjálfur.
í kynningu með myndinni
segir að hún komi inn á gamal-
kunn viðfangsefni Allens eins
og líf, dauða, ást, losta, fram-
hjáhald, fjölskyldubönd, trúmál
og listir.
í stuttu máli segir myndin frá
Hönnu (Mia), systrum hennar
Lee (Hershey) og Holly (West),
fjölskyldum þeirra og foreldr-
um. Elliot (Caine) er maður
Hönnu en hann er hræðilega
skotinn í Lee og á í miklum
erfiðleikum með að segja henni
frá því, sérstaklega af því hann
er giftur systur hennar. Lee er
gift listamanninum Frederick
(Sydow) og er sæmilega ánægð
þar til Elliot fer á fjörurnar við
hana. Holly er ógift og hálfgerð-
ur vandræðagemlingur og
Mickey (Allen) er fyrrverandi
eiginmaður Hönnu en hann er
sjúklega hræddur um að hann
sé haldinn banvænum sjúk-
dómi.
Woody Allen í hlutverki Mickeys.
FF I FIMI rVirM-yNDANNA
Bíóhúsið:
Að lifa
og deyja
í LA
— nýjasta mynd
Williams Friedkin
Bandaríski leikstjórinn Will-
iam Friedkin hefur gert enn eina
mynd um löggur en nýjasta
mynd hans, To Live and Die in
LA (Að lifa og deyja í Los Ange-
les), verður sýnd í Bíóhúsinu
bráðlega. Hápunkturinn á ferli
Friedkins var önnur löggumynd,
The French Connection
(Franska sambandið) frá 1972.
Fyrir hana hlaut Friedkin Óskar-
inn sem besti leikstjórinn það
árið en Franska sambandið fákk
verðlaun sem besta myndin.
Síðan gerði hann The Exorcist
(Særingarmaðurinn) en þekkt-
asta mynd hans að þessu
ritið að fyrri myndinni
fyrir Spielberg og þeir
hafa fengið sömu leik-
ara og voru í henni til
að fara með hlutverk
fjölskýldumeðlima
Freeling-fjölskyldunn-
ar.
Þau Jobeth Will-
iams og Craig T.
Nelson leika foreldr-
ana Diane og Steve
eins og áður og krakk-
ana leika sem fyrr
Heather O’Rourke og
Oliver Robins.
Julian Beck leikur
Henry Kane, fulltrúa
hins illa á jörðinni, en
þetta var hans síðasta
hlutverk því hann lést
skömmu eftir tökur.
Grais segir: „Þessarar
myndar verður fyrst
og fremst minnst
vegna leiks Julians.
Hann fær mann til að
skjálfa.” Skömmu fyrir
dauða sinn var Beck
spurður að því hvort
honum veittist erfitt
að leika vonda menn.
„Nei, alls ekki,” sagði
hann. „Ég hef leikið
marga vonda menn í
leikhúsum. Vondir
menn eru hluti af
raunveruleikanum og
það er í verkahring
leikara í kvikmyndum
og á sviði að túlka þá.
Eða eins og einhver
sagði: Það eru ekki til
þeir mannlegu eigin-
leikar sem ég þekki
ekki.“
Lögreglumennirnir handsama sendftík peningafalsarans í mynd-
inni Að lifa og deyja f LA.
blómatímabili loknu er sjálfsagt
Cruising með Al Pacino.
Að lifa og deyja í LA er um
lögreglumanninn Richard
Chance (William L. Petersen).
Hann vinnur hjá leyniþjónustunni
og einn daginn finnst vinur hans
og samstarfsmaöur myrtur eftir
að hafa fundið aðsetur afkasta-
mikils peningafalsara. Chance
vill hefna vinar síns og leitar pen-
ingafalsarans með eina ákveðna
reglu til að fara eftir: þegar besti
vinur þinn hefur verið drepinn,
gilda engar reglur.
Myndin er gerð eftir skáldsögu
Poltergeist II sýnd á næstunni
Draugar og djöfuls-
púkar hafa ekki aldeil-
is yfirgefiö hina
ástkæru Freeling-fjöl-
skyldu úr mynd
Stevens Spielberg,
Poltergeist. Rétt þeg-
ar hún hélt að óhætt
væri að fara aftur í
rúmið kemur Polter-
geist II: The Other
Side (Draugagangur
II: Hin hliðin), sem
gerist fjórum árum
seinna. Djöfulskapur-
inn heldur áfram með
tilheyrandi látum,
öskrum og ópum, en
myndin verður sýnd í
Bíóhöllinni á næst-
unni.
„Þetta er ekki
venjuleg framhalds-
rnynd," segir annar
handritshöfundurinn,
Michael Grais, „held-
ur er haldið áfram
með sömu mynd það-
an sem frá var horfið.
Við höfum reynt að
kafa nokkuö dýpra í
mál er varða andatrú
og dulhyggju í þessari
mynd og ég held að
okkur hafi tekist nokk-
uð vel með hana.“
Grais og Mark Vict-
or framleiða og skrifa
handritið að Drauga-
gangur II en Brian
Gibson er leikstjóri og
er þetta hans fyrsta
mynd í fullri lengd.
Þeir Grais og Victor
skrifuðu einnig hand-
Freeling-fjölskyldan: Martröðinni er ekki lokið.
}