Morgunblaðið - 07.09.1986, Side 35

Morgunblaðið - 07.09.1986, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 B 35 Geralds Petievich en áður en bók hans kom út sendi hann Friedkin handritið að henni til yfirlestrar. Hann var viss um að bók sín væri sömu tegundar og myndin Franska sambandið, sem hann dáði mjög, og vonaði að hún kveikti áhuga Friedkins. Leik- stjórinn varð strax hrifinn af sögunni og ákvaö að gera mynd eftir henni. Petievich segir: „í stuttu máli sagt er myndin um tvær löggur sem fá það á heilann að hafa hendur í hári frægs glæpa- manns. í leit sinni að honum stíga þeir oft yfir velsæmismörk- in sem skilja að glæpamenn og löghlýðna borgara og verða í rauninni hálfgildings glæpamenn sjálfir. Og þeir verða að gjalda fyrir syndir sínar." Allir helstu leikarar í myndinni eru með öllu ófrægiren þekktast- ur er kannski Dean Stockwell (Paris, Texas). Aðrir leikarar eru: Willem Dafoe, sem leikur pen- ingafalsarann, John Pankow, sem leikur aðstoðarmann Chance, Debra Feuer, sem leikur ástkonu og hjálparkokk falsarans og John Turturro leikur senditík hans. Flugan — nýjasta mynd Cronenbergs Nýjasta mynd David Gronen- bergs (The Dead Zone) heitir Flugan (The Fly) og er um Seth nokkurn Brundle (Jeff Goldblum), sem fyrir ólukku (að sjálfsögðu) breytist í flugu. Þannig er að Brundle greyið er að fást við eitt- hvert tæki sem hann hefur sjálfur fundið upp og brýtur niður móli- kúlhluta og sendir þvert yfir tilraunastofuna þar sem hlutirnir fá aftur sína upprunalegu mynd i öðru tæki. En hvað haldið þið að getist svo einn daginn? Brundle hlammar sér í tækið og bzzzz — það eltir hann fluga. Allt fer af stað og út kemur einskonar bræðingur af manni og flugu. Flugan er endurgerð á sam- nefndri B-mynd frá árinu 1958 en síðan þá hefur auðvitað förðunar- og gervadeildinni fleygt fram og mannfluga Cronenbergs þykir með eindæmum ógeðsleg. Brundle plokkar af sér eyrun og blæðir mjólkurhvítum vökva „og ég vil ekki einu sinni segja ykkur hvað hann borðar", skrifar gagnrýnandi í The New York Times og bætir því við að skrýmslið í Alien líti út eins og góðhjörtuð amma í saman- buröi við mannfluguna. Aumingja Jeff Goldblum (eftir- minnilegur úr mynd John Landis, Into the Night) þurfti á allri sinni þolinmæði að halda til að sitja kyrr í þær fimm til sex stundir sem það tók að klína gerfinu á hann og síðan að leika í því í upp undir 12 stundir á dag. Og svo er líka ástarsaga í mynd- inni því um það leyfi sem Brundle breyttist í flugu kynntist hann ungri blaöakonu sem ætlaði að skrifa um tilraunir hans og þegar tímar liða verður hún ólétt. En spurning- in er hvort hún varð ólétt af Brundle eða mannflugunni | Brundle. Skólaritvélar og léttbyggð vél sem þolir auðveldlega hnjask og ferðalög. Olympia ritvélamar eru allt í senn skóla-, ferða- og heimilisritvélar. Ódýrar og fáanlegar í mörgum gerðum. Carina áreiðanleg vél, búin margs konar vinnslu sem aðeins er á stærri ritvélum. Traveller de Luxe fyrirferðarlítil Reporter rafritvel með leiðréttingarbún- aði. Fisléttur ásláttur auk annarra kosta stórra skrifstofuvéla þótt Reporter sé bæði minni og ódýrari. Ekiaran Fleira þarf í dansinn en fagra skóna Hefur þú lengi ætlað að læra að dansa en ekki látið verða af því? Pá er þér óhætt að láta drauminn rætast því HÝI DAriSSKÓLinn er rétti staðurinn fyrir þig. Hvers vegna? í fyrsta lagi er nÝI DAnSSKÓLinn nútímaskóli sem stenst alþjóölegar kröfur. í öðru lagi kappkostum við að sinna hverjum og einum nemanda persónulega með sí- vökulli leiðsögn, enda er fjöldi nem- enda í tíma takmarkaður viö 26! Kennarar skólans sækja reglulega námskeið erlendis og skólinn hefur hlotið viðurkenningu n.D.U. (samnor- ræna danskennarasambandsins). Vlö kennum barnadansa með leik- rænni tjáningu, gömlu dansana, sam- kvæmisdansa, jassdans, rokk og bugg (tjútt í nýjum búningi). Kennsla hefst 15. september í Ár- múla 17, Reykjavík og á Linnetstíg 3, Hafnarfirði. Innritun daglega kl. 10—12 og 14 — 18 í síma 38830 og 52996. Munið systkina- og fjölskylduaf- sláttinn. Takmarkadur nemendafjöldi tryggir betri árangur. NÝI DANZKÓLM Ármúla 17, Reykjavík og Linnetstíg 3, Hafnarfirði i V vis/snsdv

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.