Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 3

Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 B 3 Morgunblaöiö/Þorkell • Víkingum tókst ekki að sigra KS frá Siglufirði í 2. deild og missti þar með af sœti í 1. deild að ári. Víkingur missti af lestinni VÍKINGUR missti af möguleika á 1. deildarsæti á sunnudaginn, þegar iiðið gerði markalaust jafn- tefli við KS á gervigrasinu í Laugardal. Leikurinn var óvenju- daufur og var ekki að sjá á leik Vikings, að sæti í 1. deild væri í húfi. Siglfirðingarnir börðust vel og voru greinilega ákveðnir í að tapa ekki. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik og fór þá leikurinn að mestu fram á miðjum vellinum. Víkingar voru öllu meira með knött- inn, en áttu aðeins eitt markskot, en Siglfiröingar ekkert. í seinni hálfleik skiptust liðin á að sækja og sköpuðu Víkingar sór öllu fleiri og betri færi, en hvorugu liðinu tókst að skora. Víkingar voru ákveðnari í byrjun og á 48. mínútu skallaði Andri Marteinsson rétt framhjá marki KS og skömmu síðar var Jón B. Guðmundsson í dauða- færi á markteig, en skaut yfir. Á 60. mínútu fengu Siglfirðingar sitt fyrsta færi í leiknum eftir skyndisókn, en skoti Bjarnar Ingi- marssonar frá vítateig var bjargað á síðustu stundu. Hann var aftur i dauðafæri á 78. mínútu, en skaut framhjá marki Víkings. Elías Guðmundsson fékk ágætt marktækifæri á 80. mínútu, en hitti ekki mark KS og fimm mínútum síðar endurtók Jón Bjarni leikinn við mark norðanmanna. Björn fékk tvö færi skömmu fyr- ir leikslok, en hitti ekki Víkings- markið og á síðustu sekúndum leiksins tók Andri aukaspyrnu rétt utan við vítateig KS og fór þá um fjöimarga stuðningsmenn Völs- ungs í áhorfendastæöunum, en vörn KS var þétt fyrir. Úrslit leiksins tryggðu Völsungi sæti í 1. deild að ári, en Víkingur og Selfoss sitja eftir með sárt enn- ið. Jón Bjarni Guðmundsson, Andri Marteinsson og Elías Guðmunds- son voru mest áberandi hjá Víking- um, en Ómar Guðmundsson, markvörður, Colin Tacher, Sigur- geir Guðjónsson og Björn Ingi- marsson voru bestir hjá KS. -S.G. Selfoss sigraði ÍBÍ örugglega SELFOSS vann ÍBÍ 3:1 á Selfossi á laugardaginn eftir markalausan fyrri hálfieik. ísfirðingar áttu meira í fyrri hálfleik og voru óheppnir að skora ekki, en dæm- ið snerist við f seinni hálfleik. Þrátt fyrir sigurinn komust Sel- fyssingar ekki upp i 1. deild að þessu sinni og ísfirðingar eru enn í fallhættu eftir tapið. Fyrri hálfleikur var eign gest- anna, en þrátt fyrir nokkur færi tókst þeim ekki að skora. Þeir léku undan vindi og voru mun ákveðn- ari, en herslumuninn vantaði. Selfyssingar tóku leikinn í sínar hendur í seinni hálfleik og á 55. mínútu skoraði Tómas Pálsson fyrsta mark leiksins. Sveinn Jóns- son braust upp vinstri vænginn og gaf síðan fyrir markið þar sem Tómas kom og skoraði örugglega. Tíu mínútum síðar bætti Hilmar Hólmgeirsson öðru marki við með skoti utan úr teig í hornið fjær. ísfirðingar minnkuðu muninn fimm mínútum fyrir leikslok, þegar Guðmundur Jóhannsson skoraði örugglega úr vítaspyrnu. En undir lok leiksins gulltryggði Jón Gunnar Bergs sigur heimamanna er hann skoraði af miklu harðfylgi. Sigur Selfoss var sanngjarn. Sveinn Jónsson var bestur heima- manna og lék sinn besta leik í sumar. Tómas Pálsson var góður meðan hans naut við, en hann meiddist í leiknum. Jón Gunnar Bergs stóð sig einnig vel. Hjá ísfirðingum bar mest á Örn- ólfi Oddssyni, en einnig skapaði Jón, bróðir hans, oft mikinn usla í vörn Selfoss með sínum löngu inn- ' köstum. KA á toppinn KA vann Njarðvík 5:0 í Njarðvík á sunnudaginn og leikur í 1. deild næsta ár. Tryggvi Gunnarsson skoraði tvö mörk í leiknum og hafur þar með skorað 27 mörk í 2. deild f 17 leikjum, en KA næg- ir jafntefli í síðasta leiknum gegn Víkingi til að hljóta efsta sætið í deildinni. KA sótti nær stanslaust allan leikinn og var með tveggja marka forystu í hálfleik. Tryggvi skoraði bæði mörkin, hið fyrra á 4. mínútu með hörkuskoti utan úr teig, og hið síðara á 2Ö. mínútu eftir varn- armistök. Haraldur Haraldsson skoraði þriðja mark KA á 57. mínútu af stuttu færi eftir góða sendingu frá Tryggva og Þorvaldur Örlygsson bætti fjórða markinu við á 81. mínútu. Hann skoraði með föstu skoti eftir góðan samleik norðan- manna. Hinrik Þórhallsson innsigl- aði síðan stórsigur gestanna á 84. mínútu eftir hornspyrnu. Helgi Arnarson og Sigurður ísleifsson voru bestir hjá Njarðvík, en hjá KA þeir Haraldur Haralds- son og Tryggvi Gunnarsson, sem jafnframt var besti maður vallarins. Þorgeir Jósepsson dæmdi próf- leik og stóð sig þokkalega. -Ó.T. „Liðið hefuralla burði til að standa sig í 1. deild“ — segir Guðmundur Ólafsson, þjálfari Völsungs „VIÐ settum okkur það markmið i upphafi móts að vera ekki neðar en í fyrra, en þá varð liðið í sjötta sæti 2. deildar og það tókst,u sagði Guðmundur Ólafsson, Völsungur M.deildí fyrsta sinn VÖLSUNGUR frá Húsavik tryggði sér á laugardaginn sæti í 1. deild í fyrsta sinn f sögu félagsins er þeir unnu Einherja frá Vopna- firði, 1:0. Sigurmarkið skoraði Jónas Hallgrfmsson úr vrtaspyrnu 5 mínútum fyrir leikslok. Leikurinn á Vopnafirði var mjög jafn og mikil barátta á báða bóga. Liðin sköpuðu sér bæði marktæki- færi en það voru Völsungar sem fóru heim með stigin þrjú í lokin. Jónas Hallgrímsson skoraði þá af öryggi úr vítaspyrnu er dæmd var á Einherja er einn varnarmaður sló til knattarins með hendi og voru þá aðeins fimm mínútur til leiks- loka. Jónas hefur verið vítaskytta Völsungs í áraraðir og var þetta 21. vítaspyrna hans fyrir liðið og hann brást ekki. Hann hefur skor- að úr öllum vítaspyrnunum og er það sennilega íslandsmet í víta- spyrnunýtni og var þetta líklega sú mikilvægasta hjá honum á ferl- inum, því þetta mark kom þeim endanlega 1. deild. þjálfari Völsungs frá Húsavík, í samtali við Morgunblaðið. „í liðinu eru góðir leikmenn sem eru búnir að leika saman í nokkuð mörg ár og er það að skila sér núna. Samstaðan í hópnum er góð og það er góð stjórn. Þetta hjálp- ast allt að. Við höfum einnig verið heppnir, lítil meiðsli og ekki misst leikmenn út af vegna brottrekstr- ar,“ sagði Guðmundur. — Hvernig heldur þú að Völs- ungar standi sig í 1. deildinni næsta ár? „Þetta lið hefur alla burði til að Þróttur vann Skallagrím 5:0 í Borgarnesi á laugardaginn eftir að staðan hafði verið 2:0 í hálf- leik. Heimamenn byrjuðu af miklum krafti og sóttu stíft fyrstu mínútur leiksins. Valdimar Halldórsson átti skot í þverslá Þróttarmarksins og skaut naumlega framhjá, og auk þess fengu Skallagrímsmenn nokkrar hornspyrnur, en tókst ekki að nýta færin. Það gerðu Þróttarar hins vegar og eftir að Sigurður Hallvarðsson og Sigfús Kárason höfðu skorað, dofnaði yfir heima- mönnum. í seinni hálfleik var um einstefnu að marki Skallagríms að ræða. Sigfús og Sigurður skoruðu þá hvor sitt markið og Atli Helgason skoraði einnig. Lánleysi Borgnes- inga var algjört og m.a. misnotaði Sigurgeir Erlendsson vítaspyrnu. Lið Þróttar var jafnt í leiknum, en Sigurður og Sigfús ógnuðu standa sig vel í 1. deild. í liðinu eru margir sterkir og leikreyndir leikmenn sem gefa 1. deildarleik- mönnum ekkert eftir. Leikmenn og stuðningsmenn liðsins hafa beðið lengi eftir þessu." — Nú er einn leikur eftir við Selfoss á heimavelli um næstu helgi, á ekki að vinna þann leik og vinna þar með deildina? Jú, við vonumst að sjálfsögðu eftir að Víkingur vinni KA á Akur- eyri og að við vinnum Selfoss og sigrum þar með í 2. deild, það er næsta markmið." mest. Hjá Skallagrími var Valdimar Halldórsson bestur. Staðan í 2. deild STAÐAN í 2. deild þegar ein umferð er eftir: KA 17 11 4 2 53:13 37 Völsungur 17 11 2 4 36:14 35 Víkingur 17 9 4 4 45:19 31 Selfoss 17 9 4 4 32:14 31 Einherji 17 9 2 6 24:21 29 KS 17 7 4 6 29:31 25 Þróttur 17 7 2 8 35:28 23 ÍBÍ 17 3 6 8 27:35 15 Njarövík 17 4 2 11 27:48 14 Skallagrímur 17 0 0 17 4:99 0 Markahæstir eru: TryggviGunnarsson, KA 27 Andri Marteinsson, Víkingi 16 Jón Gunnar Bergs, Selfossi 12 Elías Guðmundsson, Víkingi 10 Krístján Olgeirsson, Völsungi 10 Enn tap hjá Skallagrími ÍÞRÓTTAHÚS ÍÞRÓTTAFÉLÖG Eigum bolta fyrir allar inniíþróttir Á HORNI mPPARSTÍGS og mmsGðTu S:i1783 Heildsölubirgðir sími. f0330 spomöRumsLUN JNGÓLFS ÓSKARSSONAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.